Þjóðviljinn - 17.07.1975, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.07.1975, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 17. júll 1975. WOÐVILJINN — StÐA 3 40% skattareglan: Enginn veit hvernig framkvæmdin verður Gjaldheimtan og skattstofan vísa á ráðuneytið Alfreð hættir Forseti Islands hefur hinn 8. þ.m. samkvæmt tillögu dóms- málaráöherra veitt sýslu- manninum i Gullbringusýslu og bæjarfógetanum i Kefla- vik og i Grindavik, Alfreð Gislasyni, lausn frá embætti vegna aldurs frá 1. október 1975. Hælbit í þjóðargjöf t tilefni ellefu alda búsetu þjóðarinnar I landinu létu alþingismenn hennar sólina verma sig og andvarann leika um sig undir berum himni á Þingvöiium i fyrrasumar. Þaö þótti þjóðinni fögur sjón að sjá. I andvaranum og sólskininu gerðist það svo, að þingmenn- irnir ákváðu að gefa þjóöinni af hennar eigin fé 1 miljarð króna til þess að rækta upp landiö, sem landsmenn hafa verið að eyða I 11 aldir. Sextiu alþingismenn réttu upp hendur og hétu þvl, að þannig skyldi að gjöf þessari staðið, að ekkert af þeim föstu fjárveitingum, sem til þessa dags hefðu verið á fjárlögum og notast áttu til landgræðslu skyldu að nokkru skerðast þau 10 ár, sem það átti að taka að plra út miljarðinum. Og i sólskininu gladdist þingheimur og þjóðin. Nú fyrir réttri viku sviku svo 42 þingmenn Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks sólskinsloforðið góða um fjár- veitingar til landgræðslu. Fjárveitinganefnd alþingis samþykkti að skera 10 miljón- ir króna af fé þvi, sem verja skyldi til landgræðslu á fjár- lögum rikisins fyrir yfirstand- andi ár. Miljarð til landgræðslu, gefinn I sólskini og veisluvimu afmælisársins mikla, nefndu þingmenn sjálfir þjóðargjöf. Þjóðin gaf sjálfri sér stórgjöf. Að skerða síðan fjárveit- ingar til þess, sem þjóðar- gjöfin átti að ná til, má þvi nefna hælbit I þjóðargjöf. -úþ Doktorsrit- gerð um segulsvið Hollenskur jarðfræðingur, Kees Ruttenfhefur nýlega rit- að doktorsritgerð um rann- sóknir á segulsviði yfir tslandi og Reykjaneshrygg. Rutten er sonur jarðfræðingsins M.G. Ilutten, sem dvaldist hér um tima við jarðfræðirannsóknir og ritaði ásamt öðrum hol- lendingi bók um þær. 1 doktorsritgerð K. Rutten reynir hann að útskýra hvern- ig standi á þeim breytingum sem verða á segulræmum yfir Reykjaneshrygg, þegar á land kemur. Til þess notar hann likan af jarðskorpumyndun i gosbelti, en höfundur að likanlnu er Guðmundur Pálmason jarðeðlisfræðingur. Guðmundur sagði I viðtali við blaðið að segulræmur væru yf- ir úthafshryggjum og m.a. yf- ir hryggnum suðvestur af Is- landi. Verða þessar segul- ræmur óskýrari er á land kemur og er það sú breyting sem K. Rutten reynir að skýra. Virðist svo sem llkanið geti útskýrt ýmsa þætti I segulsviðinu yfir Islandi. Doktorsritgerðin var varin I vor við háskólann I Utrecht. þs Sem kunnugt er af f rétt- um lofaði ríkisstjórnin því við kjarasamninga í vor að ekki skyldi dregið meira en 40% af launum fólks uppí skatta það sem eftir er 1 fyrra átti islensk þjóð 1100 ára búsetuafmæli i landi sinu. Þá voru fluttar margar heiliandi ræður. Margar ræður fjölluðu um bókaþjóðina miklu, sem byggir og byggt hefur landið I öll þessi ár. Mörg loforð voru gefin. Og mörg gefin bókaþjóðinni i tiiefni afmæiisins stóra. Þar á meðal var bókaþjóðinni heitið þvi, að byggingarframkvæmdir skyldu hefjast á húsi, sem ætlað var ekki minna hlutverk en svo, að til þess að risa undir starfi skyldi það heita þjóðarbókhlaða. Bókaþjóð- inni þótti loforðið gott og tók það trúanlegt. A slðasta ári tókst ekki að hefja byggingu þjóöarbókhlöðu handa bókaþjóðinni. A þessu ári tekst ekki að hefja byggingu þjóðar- bókhlöðu handa þessari þjóö. Kannski tekst það næsta ár. 1 fjárlögum rikisins, sömdum af þeim mönnum sem lofuðu bókaþjóðinni þjóðarbókhlöðu var að finna útgjaldalið, sem bar heitið þjóðarbókhlaða, og skyldi veitt til hennar 15 miljónum þetta áriö. Svo komu erfiðu timarnir. Nú hefur meirihluti fjárveit- inganefndar, sami meirihluti og sker niður hundruð miljóna til barnafræðslu, sjúkrahúsa og elliheimilisbygginga svo og hækkar lyf handa sjúkum til þess að spara rfkissjóði útgjöld; þessi meirihluti hefur nú látið skurðar- hnif þann, sem notaður er til þess að skera niður fjárveitingar, ganga á liðinn þjóðarbókhlaða, sem fyrirfannst I fjárlögum og eftir standa 5 miljónir. TIu miljónir eru skornar burtu. — 0 — Dr. Finnbogi Guðmundsson, ársins, ef það hefði lækkað i tekjum. Síðan leið langur tími þar til auglýsing birt- ist frá fjármálaráðuneyt- inu um þetta mál þar sem sagði m.a. að þeir sem ætl- landsbókavörður, er formaður byggingarnefndar þjóðarbók- hlöðu. Þjóðviljinn spurði Finn- boga að þvi á hvaða stigi bygging þjóðarbókhlöðu væri nú. — Arkitektar eru að vinna að teikningum, og er stefnt að þvi að ljúka þeim á fyrrihluta næst árs, sagði Finnborgi, I trausti þess, að hægt verði að hefja framkvæmdir á næsta ári. — En var ekki ætlunin að fram- kvæmdir hæfust fyrr en það? — Maður hefur alltaf vonað það. En undirbúningur hefur tek- ið langan tlma, og skriðurinn fór af þessu á siðastliðnu ári. Við bið- um eftir endanlegum ákvörðun- um, og þegar þær loks fengust, var ljóst, að það hafði slaknað á, og svo tekur tima að koma þessu I fullan gang aftur. Annars hefur verið veitt fé til þjóðarbókhlöðu nokkur undanfar- in ár, og það ætti þvi strangt tekiö að vera nokkuð fé inni, svo skrið- urinn ætti vart að þurfa að fara af vegna þessa niðurskurðar nú. Þaö var nú ætlunin að fara af stað með byggingarframkvæmd- ir á þjóðhátiðarárinu, og úr þvi þaö tókst ekki var ætlunin að fara I gang á þessu ári. Nú, en það. verður þá að hugsa sem svo að það skipti ekki öllu máli hvort viö komumst af stað árinu fyrr eða slðar. Aðalatriðið er, að vel sé vandaö til undirbúningsins og ég held að við höfum verið heppnir meö hann. Að lokum sagði landsbókavörö- ur: ,,Ég treysti þvi, að stöðugur skriður haldist úr þessu, og málið sé komið á svo öruggan rekspöl, að ekki verði aftur snúið, ef við ætlum að heita menn.” -úþ uðu að notfæra sér þetta yrðu að sækja um það til skattayfirvalda, og leggja f ram fullkomin vottorð um tekjulækkun. Hve lengi þarf að biða eftir þvi aö hús þetta risi? Þjóðarbókhlaöan átti að vera þjóðargjöf tengd 1100 ára afmælinu, en enn er aðeins til Hkan og riss. inu og enginn virðist vita nokkurn skapaðan hlut um málið. Við töl- uðum við Olaf Halldórsson skrif- stofustjóra gjaldheimtunnar i Reykjavik I gær og sagði hann að gjaldheimtan vissi ekkert um þetta mál og visaði á skattstof- una. Þar varð fyrir svörum Óskar Björnss.. Hann sagði að þeir á skattstofunni hefðu ekki heyrt neitt um þetta mál nema auglýs- inguna i blöðunum frá fjármála- ráðuneytinu. — Okkur hér hefur ekki verið tilkynnt neitt um fram- kvæmdina nema það sém stóð I auglýsingunni, sagði óskar. — Mér skilst að þarna þurfi að koma til vottorð um tekjulækkun og fleira. Hér eru engin tiltæk eyðublöð fyrir þessar umsóknir. Við höfðum samband við ráðu- neytið og báðum um skýringar á þessu, þeir þóttust ætla að búa til sérstök eyðublöð en við höfum ekki fengið þau enn, sagði Öskar. Við spurðum Óskar hvernig lausráðið fólk ætti að fara að I þessu sambandi og sagðist hann alls ekki geta svarað þvi, sér sýndist þetta mál illframkvæm- anlegt. Næst gerðum við tilraun til að fá skýringu á þessu máli i fjár- málaráðuneytinu. Þar var okkur tjáð að einungis tveir menn gætu svarað þessu, ráðuneytisstjórinn og skrifstofustjórinn. Sá siðar- nefndi var i frii en ráðuneytis- stjórinn svo upptekinn að hann gat ekki gefið sér tima til að ræða við Þjóðviljann. Alla vega er ljóst að þetta mál allt er I ólestri og litil von að hægt verði að standa við þetta loforð rikisstjórnarinnar. —S.dói Auglýsing um sérstakt vörugjald Samkvæmt bráðabirgðalögum nr. 65/1975 skal frá og með 17. júli 1975 leggja á og innheimta sérstakt vörugjald af söluvcrði innlendra framleiðsluvara og tollverði inn- fluttra vara að viðbættum aðflutningsgjöldum. Gjaldið er 12% og nær til þeirra vöruflokka sem greindir eru I 1. gr. laganna en meðal þeirra eru eftirtaldir vöruflokkar sem framleiddir eða pakkaðir eru innanlands.: Sælgæti hverskonar þar með talið súkkulaðikex sem al- mennt er selt I stykkjatali til neytenda. Ö1 og gosdrykkir, ávaxtasafi, grænmetissafi, saft og aðrir óáfengir drykkir. Aldinsulta, aldinhlaup og aldinmauk. Niðursoðið og niðurlagt grænmeti svo sem grænar baunir, gulrætur, rauðrófur; agúrkur og blandað grænmeti. Gjaldskyldan nær einnig til ýmissa innfluttra vara, sem pakkaðar eru I neytendaumbúðir hér á landi svo sem syk- urs, kartöflumjöls, rúgmjöls og annarra mjöivara, þurrk- aðs grænmetis, krydds, ediks og edikslikis. Að öðru leyti visast til 1. gr. nefndra laga um gjald- skyldu. Þeirsem framleiða eða pakka hér á landi gjaldskyldar vörur skulu þegar tilkynna skattstjóra um þá starfsemi sina. Frá og með 17. júli skulu þeir leggja gjaldið á og inn- heimta það af söluverði gjaldskyldra vara og sérgreina það á sölureikningum sinum. Við skil á vörugjaldi I rikis- sjóð er framleiðendum heimilt að draga frá það sérstaka vörugjald sem þeir hafa sannanlega greitt á sama tima við kaup á hráefnum og öðrum efnivörum til gjaldskyldr- ar framleiðslu. Gjalddagi vörugjalds af innlendri framleiðslu I júli, ágúst og september er 1. nóvember 1975 og gjalddagi vörugjalds I október, nóvember og desember er 1. febrúar 1976. Við innflutning vörugjaldskyldra vara greiðist hið sér- staka vörugjald við tolimeðferð og reiknast það af toll- verði að viðbættum aðflutningsgjöldum. Við álagningu og innheimtu söluskatts myndar vörugjald söluskattstofn . Innflytjendur og aðrir sem selja hráefni og aðrar cfnivör- ur til framleiðenda skulu við sölu á vörum, sem sérstakt vörugjald hefur verið greitt af við tollmeðferð, færa hana á sérstaka sölureikninga eða nótur og tilgreina þar fjár- hæð vörugjalds. Fjármálaráðuneytið, 16. júli 1975. Siöan hefur ekkert gerst i mál- \ Niðurskurður fjárveitinga til þjóðarbókhlöðu um 2/3 hluta F ramkv æmdir ekki hafnar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.