Þjóðviljinn - 19.07.1975, Qupperneq 1
Laugardagur 19. júlí 1975 — 40. árg. —160. tbl.
S j álf stæðisf lokkurinn
fær yfir 10 miljónir!
Af þeim 32 milj. kr., sem stundum eru kallaðar — vegna misskiln-
ings — rlkisstyrkur, fær Sjálfstæðisflokkurinn i sinn hlut liðlega 10
milj. kr. Þar af renna um 7,3 milj. kr. til dagblaða flokksins, Morg-
unblaðsins og VIsis, vegna kaupa rikisins á ákveðnu magni þessara
dagblaða eins og annarra blaða.
Um þetta mál er fjallað I þættinum „Klippt og skorið” á 4. síðu
Þjóðviljans I dag.
Vörugjaldið er olía á verðbólgubálið
Kauphækkunin frá
í júní að hverfa
10% hœkkun á vísitölu framfœrslukostnaðar fram til
1. ágúst. Kauphœkkunin við samninga var 10 - 12%
Sú svivirðilega aðför að kjörum vörugjaldsins hefur vakið mikla
launafólks sem felst i álagningu reiði meðal almennings. Er bent
Landskemmdir i Þingeyjarsýslu:
Margur verð-
ur illa settur
með haustbeit
sagði Starri í Garði í viðtali við
Þjóðviljann um þessar
einkennilegu landskemmdir
— Það er dapurlegt að horfa á
heiðarnar hér vestan við Mý-
vatnssveit, milli Bárðardals og
Mývatnssvcitar. Þær eru svartar
yfir að lita á stóru svæði, sagði
Starri I Garði er við ræddum við
hann i gær. Þetta nær einnig
norður fyrir Mývatnsheiðina.
Þarna er mjög stórt svæði af
grónu landi, þar sem skiptast á
ásar og mýrar. Asarnir eru allir
vaxnir kvisti, fjalldrapa og fleiri
viðartegundum, og þessi sýki,
sem þarna hefur komið I gróður-
inn, virðist vera I viðnum.
— Hér hafa verið sérfræðingar
að rannsaka þetta og gerðu þarna
frumrannsókn, sem sjálfsagt
verður unnið frekar úr, og það
sem ég hef frétt um orsökina er
að þarna muni vera maðkur. En
þó munu þeir ekki hafa fundið
neinn maðk.
— Þetta hefur mjög alvarlegar
afleiðingar fyrir þá bændur sem-
þarna beita fé sinu. Menn hafa
notað þetta svæði fyrir haustbeit
eftiraðfékemur af afrétti og það
verður sjálfsagt margur illa sett-
ur með haustbeit vegna þessa.
Einnig gengur eitthvað af fé á
þessu landi yfir sumarið og það er
spurning sem enn er ósvarað
hvaða afleiðingar þetta hefur
fyrir það.
I fyrra bar einnig á dauða i viði
á svipuðum slóðum, en ekki i eins
stórum stil og nú. Maður veit ekki
hvort orsökin er sú sama. Menn
voru að gera þvi skóna, að það
hafi stafað af frosti sem kom i
byrjun júni. En hvað sem það hef-
ur verið, þá virðist gróður alveg
hafa náð sér nú, þannig að maður
veit ekki hvort þessi svæði gróa
upp aftur eða hvort kvisturinn er
dauður fyrir fullt og allt. Það
kemur ekki i ljós fyrr en á næsta
ári, sagði Starri aðlokum. —S.dór
á að með þessari hækkun sé kaup-
hækkunin frá i júnimánuði —
11—12% — svotil uppétin og fyrir
þá hækkun eiga engar bætur að
koma fyrr en I lok ársins. Það er
með öðrum orðum ætlun og á-
setningur rikisstjórnarinnar að
stela af launafólki allri kaup-
hækkuninni i hálft ár og þetta
kemur fram þegar aðeins örfáar
vikur eru liðnar frá þvi að gengið
var frá kjarasamningunum.
1 mai sl. var visitala fram-
færslukostnaðar 426 stig. 1 kjara-
samningunum var gert ráð fyrir
að framfærsluvisitalan yrði kom-
in upp undir 455 stig i lok þessa
mánaðar, en yrði hún komin fram
yfir 477 stig 1. nóvember yrði það
sem umfram er bætt með visi-
tölubótum á kaupið. Eftir álagn-
ingu vörugjaldsins er hins vegar
ljóst, að visitala framfærslu-
kostnaðar verður komin langleið-
ina uppundir 477 stig, „rauða
strikið”, strax 1. ágúst, þegar
visitala framfærslukostnaðar
verður næst reiknað út.
Þær hækkanir sem hafa orðið
frá gerð kjarasamninganna eru
margháttaðar sem kunnugt er og
nálgast visitalan sjálfsagt um 460
stig um næstu mánaðamót fyrir
utan afleiðingarnar af hækkun
vörugjaldsins. Þegar það bætist
við er þar fráleitt um minna en
10—12 stig að ræða i f-visitölu.
Þannig að samtals verður f-visi-
talan um mánaðamótin um eða
yfir 470 stig.
1 þessum útreikningum er ekki
tekið tillit til hækkananna á
áfengi og tóbaki en þær hækkanir
nema sjálfsagt um 7 visitölu-
stigum.
Vörugjaldið er olia á verð-
bólgubálið sem nú magnast sifellt
meira af innlendum ástæðum eins
og bent var á i forustugrein Tim-
ans um siðustu helgi.
Stórkaupmenn vilja
meiri niðurskurð
Félag Islenskra stórkaup-
manna sendi frá sér ályktun i gær
vegna vörugjaldsins. Telja stór-
kaupmenn að vörugjaldið auki
enn á fjármagnsvanda innflutn-
ingsverslunarinnar og átelja að
ekki skyldi haft samráð við þá um
lagasetninguna.
Þá lýsir félagsstjórnin furðu
sinni á „að rikisstjórnin skyldi
hverfa frá stefnuyfirlýsingu sinni
um niðurskurð fjárlaga um 3.500
milljónir, en i stað þess lagt á
nýja skatta að upphæð um 2000
milljónir.
Siðan segir:
„Félagsstjórnin gagnrýnir þau
mótsagnakenndu vinnubrögð, er
lýsa sér I þvi, að rikisstjórnin
leggur á skatt, sem leiðir til um
12% verðhækkunar á gjaldvörun-
um, á meðan beiðnir fyrirtækja
um leiðréttingar á verði vöru og
þjónustu, sem hefðu i för með sér
um 4—5% verðhækkanir, fást
ekki afgreiddar hjá verðlagsyfir-
völdum.
Stjórnin treystir þvi, að lög
þessi verði látin falla úr gildi um
áramótin og að rikisstjórnin beiti
sér fyrir raunhæfri fjárlagagerð
fyrir árið 1976, i samræmi við
greiðslugetu rikissjóðs og al-
mennings. Þannig að komist
verði hjá slikri aukaskattheimtu
á miðju ári.”
Blaðamenn
segja fréttir
úr hringflugi
I Þjóðviljanum á morgun,
sunnudag, birtist greinaflokkur
frá þremur stöðum á Vestfjörð-
um, Isafirði, Bolungarvik og
Súðavik. Þetta er efni sem Gunn-
ar Gunnarsson blaðamaður tók
saman vestra snemma I mánuð-
inum. Næstu helgar birtir Þjóð-
viljinn efni frá nokkrum stöðum á
Austfjörðum, Egilsstöðum,
Reyðarfirði, Eskifirði, Seyðis-
firði, Djúpavogi og Höfn i Horna-
firði. Þessa efnis aflaði Gunnar
ásamt Sigurjóni Jónannssyni.
Blaðamennirnir tveir hagnýttu
sér hringflug Flugfélags Islands
til þessarar efnisöflunar frá stöð-
unum. Verða 3—4 siður i hverju
helgarblaði af ýmisskonar efni
auk auglýsinga og slikra upplýs-
inga. Forsiður blaðanna verða
helgaðar þeim stöðum sem sagt
er frá i hverju blaði.
Þrátt fyrir að ný varnaðarmerki séu komin á flest hættuleg efni, sem
almennt eru á heimilum, er enn allt of algengt, að börn nái til þeirra. A
öllum efnunum, sem reglugerðin nær til, á að standa „Geymið þar sem
börn ná ekki til”.
HPll
\ S M í X ^
|1 j
7-800 eitrunartil
felli á síðasta ári
Slysatilfelli i Reykjavik vegna
ýmiss konar eitrunar voru á milli
7 og 800 á siðasta ári, og er það
svipuð tala og undanfarin ár,
samkvæmt upplýsingum sem
blaðið fékk hjá yfirlækni slysa-
deildar Borgarspitalans, Hauki
Kristjánssyni. Fyrir ári siðan
tók gildi ný reglugerð um gerð
iláta undir hættuleg efni og merk-
ingu þeirra, en þrátt fyrir það er
ennþá mikið um að börn nái i slik
efni og setji þau ofan I sig. Mestur
hluti eitrunartilfellanna, sem
komu á slysadeildina, voru börn,
og meiri hluti þeirra hafði sett of-
„Frelsi
til að
tefla”?
Opið bréf stór.
meistarans Pach-
tnans til skákvina
Síða 6
an i sig einhver „kemisk” efni.
Sömuleiðis er mikið um að börn
borði lyf, sem þau ná til. Dauðs-
föll eru mjög sjaldgæf nú orðið af
þessum sökum.
„Það virðist skorta mikið á að
fólk geri sér grein fyrir hættunni,
sem fylgir þvi að geyma hættuleg
efni á glámbekk. Liklega vantar
meiri áróður sagði Haukur
Kristjánsson ennfremur. Þess má
geta að engin reglugerð er til sem
segir fyrir um að læstir skápar
skuli vera i ibúðum.
þs
Viðtal við
Ingvar
Haligrímsson
fiskifrœðing
um 200
mílurnar
Síða 5