Þjóðviljinn - 19.07.1975, Qupperneq 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 19. júli. 1975.
DJOÐVIUINN
táÁLGAGN SÖSlALISMA
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
Umsjón meö sunnudagsblaði:
Árni Bergmann
Ilitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólavöröust. 19. Simi 17500 (5 Iinur)
Prentun: Blaðaprent h.f.
FELAGSLEGAR ÞARFIR OG EYMD HINS OPINBERA
Siðustu tvær aðgerðir rikisstjórnarinn-
ar, niðurskurður framkvæmda hins opin-
bera og bráðabirgðalögin um 12% vöru-
gjald, sýna vel innræti þeirra stjórnar- -
herra er fara með völdin og hverra hags-
muni þeir bera fyrir brjósti.
Þeir láta það boð út ganga, að nú eigi
að spara og það er aðeins rikið sjálft sem á
að spara, — draga verður úr rikisútgjöld-
unum. Siðan birta þeir tillögur um tveggja
miljarða niðurskurð á fjárlögum. Og hvar
er hnifnum beitt.Hvergierhreyft við sjálfu
skriffinnskubákninu. Augu niðurskurðar-
mannanna beinast annað. Að þeirra dómi
má fresta þvi að sinna hinum samfélags-
legu þörfum, enda gefur fjárfesting i skól-
um, sjúkrahúsum og menningarstofnun-
um ekki af sér beinharðan arð. Þær al-
mannaþarfir sem einkaframtakið sér ekki
gróða i að uppfylla, eru eftirlátnar rikinu i
nútima borgarsamfélagi og fulltrúar.
gróðaaflanna sem hafa sterk tök i valda-
kerfinu hafa litinn áhuga á að afla rikinu
tekna til að sinna þessum brýnu félags-
legu þörfum þegnanna. Þessi andfélags-
legi niðurskurður þýðir i reynd: færri
skólastofur, færri sjúkrarúm, ófullgerðar
hafnir, lélegri vegi og fleiri menningar-
stofnanir sem eru ófærar um að gegna
hlutverki sinu. En alvarlegastur er niður-
skurðurinn á framlögum er flokkast undir
samhjálp i islensku þjóðfélagi. Skorið er á
sjúkratryggingar með þvi að hækka
lyf, lækkuð eru framlög til stofnana er
sinna sjúkum og öldruðum og greiðslum
til aldraðra og öryrkja skotið á frest. Og
ekki er allur niðurskurðurinn kominn enn,
þvi leiðarahöfundur Timans boðar i gær
endurskoðun tryggingakerfisins með það
fyrir augum að draga úr útgjöldum til
samhjálpar. Niðurskurðarmennirnir sem
ráða ferðinni hafa nú sýnt ljóslega, að ná-
ungakærleikurinn ristir grunnt, hann nær
aðeins til þeirra umbjóðenda gróðamann-
anna i viðskiptalifinu, hvort sem þeir
nefnast heildsalar eða SlS-klikan. Þeir
hafa sýnt að vilji þeirra til sparnaðar nær
aðeins til að draga úr þeirri fjárfestingu,
sem miðar fyrst og fremst að þvi áð
þroska það sem mannlegast býr i hverjum
einstaklingi.
En valdhafarnir i samstjórn ihalds og
framsóknar sýna kærleik sinn i verki við
kaupmannastéttina og skuldakónga. I
kjölfar niðurskurðarins er sett á 12 %
vörugjald. Ofan á það bætist verslunará-
lagning sem skilar kaupmannastéttinni
meiri gróða, samhliða þvi sem hún getur
skellt á almennri hækkun á vörur og af-
sakað allar hækkanir með 12% gjaldinu.
Rikisstjórnin semur við verkalýðshreyf-
inguna umöáð hún dragi úr kaupkröfum
gegn þvi að hamlað sé gegn verðbólguþró-
un. Samið er um skattalækkun, verðstöðv-
un á landbúnaðarvörum og rautt strik á
verðhækkanir. Allir virtust sammála um
að reyna að hamla gegn þeirri miklu verð-
bólguþróunsem rikisstjórnin bar sig aum-
lega yfir i vor. Mánuði eftir samninga ýtir
riiusstjórnin verðbólguvagninum á nær
fulla ferð með 12% vörugjaldi. Hún virðist
hafa hug á sem mestri verðbólgu og gerir
sitt til að ná sem fyrst rauða strikinu.
Þessi ákvörðun er samningsrof við verka-
lýðshreyfinguna en um leið silfurpeningar
á fati fyrir skuldakónga og kaupmenn.
Ráðstafanir rikisstjórnarinnar miða að
aukinni verðbólgu, ofþenslu viðskipta-
geirans, en samdrætti i samfélagslegum
framkvæmdum.
Þessi verðbólguhvetjandi stefna, sam-
fara andfélagslegum og andmenningar-
legum aðgerðum i niðurskurðarmálum
sýnir eðli þessarar rikisstjórnar. Við
blasa hinar skörpu andstæður sem takast
á i islenskum stjórnmálum. Annars vegar
eru hin andfélagslegu öfl einkagróðans er
ráða ferðinni i núverandi stjórnarflokk-
um. Annar flokkurinn,Framsóknarflokk-
urinn,sem i siðustu kosningum skýrskot-
aði til félagshyggjufólks, hefur sýnt sitt
innsta eðli. Hins vegar er róttækt félags-
hyggjufólk, undir forystu Alþýðubanda-
lagsins, sem krefst félagslegra aðgerða
rikis, sveitarfélaga og félagasamtaka^er
miði að lausn hinna fjölmörgu félagslegu
viðfangsefna er biða úrlausnar i islensku
samfélagi.
óre
KLIPPT
Mest til
Sjálfstœðis-
flokksins
Siöustu dagana hefur veriö i
gangi metingur milli ihalds-
blaöanna um það hvort þeirra
fái minna af þvi sem þessi blöð
kalla „rikisstyrk” til dagblað-
anna. Þessi metingur milli blað-
anna er kostulegur, en hverjar
eru staðreyndir þessa máls? Við
skulum fara aðeins yfir þær.
Samkvæmt töflu sem Visir
birtir i fyrradag eiga rikisút-
gjöld til flokkanna að skiptast
sem hér segir á yfirstandandi
ári:
Alþýðuflokkur á að fá alls
5.133.822. Þar af hefur flokkur-
inn þegar fengið 4.658.383 en á
þvi eftir samkvæmt fyrri áætlun
475.439 kr.
Alþýðubandalagið fær
5.600.409 kr., en hefur þegar tek-
ið þar af 2.440.000 kr. og á þvi
eftir 3.160.409 kr.
Framsóknarflokkurinn fær
6.066.996 kr., hefur þegar tekið
þar af 2.350.000 kr. og á þvi eftir
3.716.996 kr.
Samtök frjálslyndra og
vinstri manna fá 2.020.529 kr.,
hafa þegar fengið 1.510.000 kr.
og eiga samkvæmt þvi eftir að
fá 510.529 kr.
Sjálfstæðisflokkur fær alls á
þessu ári skv. áætlun 10.334.111
kr. — yfir tiu miljónir króna —
en hefur þegar fengið af þvi
3.588.773 og á samkvæmt þvi
eftir að fá 6.745.338 kr.
Sjálfstæðisflokkurinn hirðir
þvi mest allra flokka i sinn hlut.
Skipt til
helminga
Astæðan til þess að Sjálf-
stæðisflokkurinn hirðir þannig
þriðjung rikisframlags vegna
■ ■ ■
dagblaða I sinn hlut er sú að
flokkurinn hefur á sinum snær-
um tvö dagblöð, Morgunblaðið
og Visi. Er upphæðinni skipt til
helminga milli blaðanna, segir
Sigurður Hafstein fram-
kvæmdastjóri Sjálfstæðis-
flokksins i viðtali sem Morgun-
blaðiö birtir vfð hann i gær.
V
Enginn
ríkisstyrkur
Hitt ber að leggja áherslu á
fyrir hönd blaðanna I heild, að
verulegur hluti af þvi sem i-
haldsblöðin kalla rikisstyrki eru
i rauninni greiöslur fyrir á-
skriftir að dagblöðunum. Siðan
fer ákveðin upphæð til svokall-
aðra „landsmálablaða” stjórn-
málaflokkanna og loks fær hver
flokkur ákveðna upphæð fyrir
hvern þingmann og rennur sú
upphæð samkvæmt bókunum
fjármálaráðuneytisins til þing-
flokkanna hvernig svo sem
þingflokkarnir nota upphæð
þessa. En samkvæmt þessum
reglum verður niðurstaðan sú,
að þeim mun stærri sem
flokkurinn er þeim mun meira
fjármagn fær hann og gefi
flokkurinn út tvö dagblöð fær
hann tvisvar sinnum meira fé I
sinn hlut en aðrir flokkar.
Af þeim 32 milj. kr. sem renna
til flokkanna fara 18,1 milj. kr.
til kaupa á dagblöðunum. Þá
fara 5,5 milj. til svokallaðra
„landsmálablaða”, en 8,4 milj ■.
kr. til þingflokkanna. Sjálf-
stæðisflokkurinn hirðir einnig
stærsta hlutann af þessari sið-
astnefndu upphæð eða nærri 2
milj. kr., Alþýðuflokkurinn fær
um 390 þús., Alþýðubandalagið
um 860 þús. Framsóknarflokk-
urinn um 1.3 milj. kr. og Sam-
tökin um 156 þús. kr.
Af þessum tölum og upplýs-
ingum er ljóst að ckki er um að
ræða neinn rikisstyrk til dag-
blaðanna nema ef telja skyldi
Aðeins Vísir er
óháður styrhi
.tytkut
Ú89'
***
Ú r Visij og Morgunblaðinu
þá upphæð af 32 miljónunum
rikisstyrk sem fer til pósts og
sima vegna NTB og nema skal á
þessu ári alls 2,8 milj. kr.
Lœkkun frá
viðreisnar-
árunum
Þetta fé til dagblaðanna sem
allslagsbjálfareru að býsnast út
af hefurfariðsilækkandi á und-
anförnum árum. Á valdaárum
viðreisnarstjórnarinnar var
þetta langmest. Þá greiddu
póstur og simi afnotagjöld af
fjarrita norsku fréttastofunnar
NTB, þá voru auk þess keypt
blöð i áskrift eins og nú er og þá
greiddi rikisútvarpið fyrir birt-
ingu útvarps og sjónvarpsdag-
skrár, en þó aðeins brotabrot af
kostnaðarverði birtingarinnar.
Má þvi fullyrða, þegar þessir
liðir eru lagðir saman og þegar
tillit er tekið til verðlagsbreyt-
inga, að greiðslur vegna dag-
blaðanna hafi aldrei verið hærri
en á viðreisnarárunum.
Nokkrir misjafnlega vitrir og
misgóðgjarnir menn i vinstri-
stjórninni töldu hins vegar að
það væri þeirra helsta hlutverk i
ráðherrastólum að skerða þess-
ar greiðslur fyrir þjónustu sem
dagblöðin létu i té. Þess vegna
var þá farið inn á þá braut að
tryggja blöðunum i staðinn
nokkurt fé með beinum hætti á
fjárlögum. Nú eru þær upphæðir
f.Mgriokkarnir „auka-
appnæBir” til ráöstöfunar til I
fiölmiMa sinna. Þessar unnhæö- I
enn að veröa að engu I verðbólg-
unni og blöðin berjast i bökkum
fjárhagslega.
A að
gera
út af við
Alþýðublaðið?
Þessar hugleiðingar hljóta að
minna á Alþýðublaðið, sem nú
hefur hætt útkomu um mánaö-
arskeið. Uggvænlegar fréttir
heyrast nú um að eftir þetta
mánaðarhlé eigi að draga sam-
an seglin enn i útgáfu blaðsins
og fækka útkomudögum þess.
Þeir menn sem hafa aðallega
borið hitann og þungann af út-
gáfu Alþýðublaðsins bera
miljónaábyrgðir, en aðrir ein-
staklingar hafa hirt i eigin þágu
eignir sem Alþýðuflokkurinn
kom upp á slnum tima.
Þegar þannig virðist flest
benda til þess að eitt dagblað-
anna sé að gefast upp hljóta
menn að skilja nauðsyn þess að
almannavaldið komi til skjal-
anna og reyni aö gera ráðstaf-
anir sem hjálpa til þess að koma
I veg fyrir blaðadauða. Auðvitað
vildi afturhaldið langhelst að
hér á landi væru aðeins tvö dag-
blöð eða svo sem réðu skoðana-
mynduninni meðal almennings:
en það má ekki gerast.
Auglýsinga-
skattur
Undirritaður hefur áður
hreyft þeirri hugmynd að lagður
verði á sérstakur auglýsinga-
skattur á allar auglýsingar i
blöðunum. Þessi auglýsinga-
skattur yrði látinn renna i sér-
stakan sjóð sem notaður yrði til
þess að veita dagblöðunum
stuðning með einhverjum hætti.
Það gæti til dæmis orðið með þvi
móti — eins og tiðkast á norður-
löndunum — að úr auglýsinga-
sjóði yrðu greiddar ákveðnar
rekstrarvörur dagblaðanna.
Það gæti einnig orðiö á þann veg
að auglýsingasjóði væri ætlað
að standa undir sameiginlegri
dreifingarmiðstöð fyrir dag-
blöðin, eða sérstakri dagblaða-
deild við póstþjónustuna.
1 auglýsingasjóð rynni mest fé
af auglýsingum sem birtast i
Morgunblaðinu. En slikt er að
sjálfsögðu eðlilegt: og á það ber
að minna að auglýsingakostn-
aður er frádráttarbær til skatts
þannig að það eru i raun og veru
neytendur, almenningur, sem
greiðir fyrir auglýsingarnar i
Morgunblaðinu. i hærri sköttum
meðal annars auk hærra
neysluvöruverðs. Þetta ber að
hafa hugfast. Það er þvi sjálf-
sagt réttlætismál að leggja á
slikan skatt.
Verði hins vegar ákveðið að
greiða bein framlög vegna dag-
blaðanna úr þessum sjóði eða
rikissjóði eiga slikar greiðslur
auðvitað að ganga til blaðanna i
öfugu hlutfalli við stærð þeirra
og rekstrarafkomu. Þannig er
þessum málum fyrirkomið i
grannlöndum okkar og þykir
raunar sjálfsagt þar sem menn
vilja koma i veg fyrý- að fjár-
magnið setjist i sæti ritskoðun-
armeistarans.
... OG SKORIÐ