Þjóðviljinn - 19.07.1975, Side 7

Þjóðviljinn - 19.07.1975, Side 7
Laugardagur 19. júli. 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Síðan i fyrrahaust hefur verð á áfengi og tóbaki hækkað þrivegis og nú sið- ast um 30%. Þessar miklu hækkanir hafa kveikt nokkra umræðu um verð- lagsmál og áfengisneyslu. Einkum hafa menn velt fyrir sér, hvort eðli- legt væri að hækka allt áfengi jafn mikið og hvort svo miklar hækkanir skili sér i rikiskassann. Af þessu tilefni sneri Þjóðviljinn sér til forstjóra Áfengis- og tóbaksversl- unar rikisins, Jóns Kjartanssonar, til að spyrja hann um ýmis atriði varð- andi þróun þessara mála. „Léttu vínin eiga ekki aö sitja við sama verðhækkunarborð” Nú er áætlað eftir 30% hækk- un á áfengi og tóbaki að hún gefi I rikiskassann um 1,5 miljarð króna á ársgrundvelli. Heldurðu að þessi áætlun standist, eða leiðir þetta mikil hækkun til minni viðskipta? Ef litið er á fyrstu vikurnar eftir hækkun, þá seldist i Reykjavik fyrir lægri upphæð en i siðustu viku fyrir hækkun, en yfirleitt hafa hækkanir alltaf skilað sér, þá hafa þær að visu verið vægari. Vikuna fyrir hækkun þ.e. 9.-14. júni seldist á- fengi I Reykjavik fyrir 60 miljónir króna. Fyrstu heilu vikuna eftir hækkun 23.-28. júni seldist fyrir 54,5 miljónir og næstu viku á eftir fyrir 58,6 miljónir. Það er fyrst i vikunni 6.-12. júli sem áfengissalan nær i krónutölu vikunni fyrir hækkun þ.e. 63,5 miljónum króna. En auðvitað er salan ekki búin að ná fyrri sölu i magni, þvi þá yrði salan að nema ca 78 miljónum króna. Það sýnir sig aftur á móti. að þær hækkanir sem orð- ið hafa síðasta hálfa árið hafa skilað miklum hagnaði. Nettó- hagnaður ÁTVR fyrstu sex mánuði ársins 1975 er rúmlega 2 miljarðar, en var á sama tima I fyrra 1,4 miljarðar króna. Gripa fjármálayfirvöld ekki mjög gjarnan tii þess ráðs að hækka þessar vörur, ef tóma- hljóð er i rikiskassanum — er ekki hægt að gnaga of iangt? Það hefur sýnt sig eftir hækk- anir siðustu ára, að áætlanir um auknar tekjur af ATVR hafa ekki brugðist. Yfirvöld hafa þvi i handraðanum, að þarna sé tekjustofn sem treysta má á. En þvi er ekki að leyna, að mér hef- ur oft áður fundist of skammt milli hækkana. Nú hafa verið hækkanir með skömmu millibili I desember, mars og siöast 19. júnl um 30%. Ef við litum á siðasta ár, 1974 þá voru tekjur ATVR með tollum og söluskatti um 4 miljarðar, en árið áður 1973 skilaði ATVR ríkinu 2,744 miljörðum. Með sama áfram- haldi förum við að nálgast 6 miljarða króna sem ÁTVR skil- ar i tekjum til rikissjóðs. Þetta er stór tekjuliður fyrir rikið og mikilvægur. Er það ekki dálltið einhliða aðgerð að skella sömu hækkun á allar vörur ÁTVR? Væri ekki mögulegt að hafa áhrif á neysiuvenjur með mismunandi verðhækkunum? Ég hef i mörg ár haldið fram þeirri skoðun, að það væri rangt að hækka allt áfengi jafn mikið. Léttu vinin eiga ekki að sitja við sama verðhækkunarborð. En á- kvörðun i þessu efni er ekki tek- in hjá þessari stofnun, það er rikisstjórnarinnar að ákveða þetta. Ég vil aftur á móti benda á að sænska áfengisverslunin eyðir á þessu ári ca. 100 miljón- um Isl. króna i áróður, þar sem skorað er á svia að drekka létt vin en ekki sterka drykki. Afengislöggjöfin heimilar okkur hins vegar ekki slikan áróður. Ég teldi það spor i rétta átt að beina neyslunni fremur að létt- um vinum. Rætt viö Jón Kjartansson forstjóra ÁTVR En hefur sala iéttra vina auk- ist? Já, ég tel að marka megi til- hneigingu i þá átt. Kannski eru auknar suðurlandaferðir Islend- inga ein orsökin. Arið 1964 seldi ATVR 135 þús- und litra af léttum vinum og borðvinum, en 813 þúsund af sterkum. t fyrra eða 10 árum siðar seldi ATVR 547 þúsund litra af léttum en 1.350 þúsund litra af sterkum drykkjum. Þarna er hlutfallslega mun meiri aukning á léttu vinunum. En ef við litum enn lengra aftur, eða til þess tima er áfengis- verslunin hófst 1935, þá seldi ATVR 45 þúsund litra af léttum vinum en 233 þúsund litra af sterkum. Annars hefur neyslan á mann aukist geigvænlega. Ar- ið 1935 var neyslan 0,898 1 en allt frá striðslokum verið um 2,0 1. Árið 1964 var hún 1,97 en i fyrra var hún komin upp i 3,04 1. Hefurðu einhvern samanburð á verðlagi áfengis og annarra vörutegunda? Ekki hef ég það nákvæmlega. En það segir nokkoð um þróun- ina að lambsskrokkurinn (kjöt og gærur) lagði sig árið 1932 á um 8-10 krónur, en var árið 1935 um 15-17 krónur. Þá var brenni- vinsflaskan á 7 krónur. 1 dag er flaskan komin i 2.170 krónur en lambsskrokkurinn er kominn i 5.000 krónur. Þannig hefur hlut- fallið tiltölulega litið breyst, hvað þessar vörur snertir. Hvernig er með tóbakssöluna, hefur hún eitthvaö dregist sam- an við áróðurinn gegn vindlingareykingum ? Ég tel að vindlingasalan hafi minnkað á þessu ári og það er eflaust áhrif frá áróðrinum gegn reykingum sem sam- starfsnefndin skipulagði I vetur. Tóbakssalan var i fyrra 37,7% af sölu ÁTVR, en var árið 1973 39,2%. Þá seldum við tóbak fyfir 1.212 miljarða, en árið 1974 fyrir 1,664 miljarða króna. Þá hefur alþingi samþykkt viljayfirlýs- ingu um að hafa skuli smá- vindla ódýrari og höfum við fylgt þvi á þann hátt að leggja mun minna á þá. A þeim er að- eins hálf álagning miðað við vindlinga. Þá er reyktóbak fyrir pipureykingamenn tiltölulega ódýrt miðað við nágrannalönd- in. Þannig gerum við okkar til að beina með verðlagningu neyslunni inn á þær brautir, sem ekki eru eins óhollar. Hvernig er það, Jón, hefur starfsfólki fjöigað mikið hér hjá ÁTVR, eins og verða vili hjá mörgum rikisstofnunum? Nei, starfsmannafjöldinn hjá ÁTVR hefur að mestu verið ó- breyttur og frekar fækkað, ef eitthvað er.vegna meiri hagræð- ingar i rekstri. Að iokum — hvað tökum við islendingar mikið i nefið á ári? Hún hefur farið mikið minnk- andi hin siðari ár. Arið 1971 tóku islendingar hvorki meira né minna en 30 tonn I nefið, en i fyrra fóru aðeins 20 tonn i nös- ina! Munntóbaksnotkun hefur einnig dregist saman. óre. Útfœrsla fiskveiðilögsögunnar: Stuðningur frá Skoska þjóð- ernisflokknum Blaðinu hefur borist afrit af bréfi, sem deild Skoska þjóðarflokksins á íslandi hefur sent Harold Wilson, forsætisráðherra Bretlands, og lýsir flokks- deildin þar fullum stuðningi við útfærslu islensku fiskveiðilögsögunnar i 200 milur. Bréfið hijóðar svo: „Skoski þjóðarflokkurinn á Is- landi tilkynnir yður hér með að hann styður fullkomlega þá ákvörðun islensku rikisstjórnar- innarað færa fiskveiðilögsögu Is- lands út i 200 milur 15. október 1975. Skoski þjóðarflokkurinn á Islandi lýsir yfir fullum stuðningi við hverja þá aðgerð, sem islensk yfirvöld kunna að gripa til i þvi skyni að framfylgja þessari sögu- legu ákvörðun. Skoski þjóðarflokkurinn á Is- landi treystir þvi að stjórn yðar muni ekki endurtaka þau mjög alvarlegu mistök, sem fyrri rikis- stjórn Hins sameinaða konungs- rikis gerði sig seka um og hafði þær afleiðingar að öll skip is- lensku landhelgisgæslunnar voru löskuð i árásum og að yfirmaður i Islensku landhelgisgæslunni beið bana eftir árás, sem gerð var inn- an tólf milna landhelginnar, er nýtur alþjóðlegrar viðurkenning- ar. Skoski þjóðarflokkurinn á Is- landi fagnar þvi hugrekki, sem is- lenska þjóðin sýnir með þvi að ryðja brautina á þessum vett- vangi. Málstaður islensku þjóðar- innar er réttlátur og helgur, þar eð hún leitast við að varðveita lifsbjargarmöguleika sina og fæðustofna handa mannkyninu til frambúðar.” Bréfið er undirritað af fulltrúa Skoska þjóðarflokksins á Islandi, William McDougall. Erfiðleikarí frystihúsa rekstri á Skagaströnd Stafa þeir af innan- flokksátökum í Sjálfstæöisfl.? Mikiir erfiðleikar steðja nú að frystihúsi Hólaness á Skaga- strönd, en lokað hefur verið fyrir lánafyrirgreiðslur til fyrir- tækisins frá bankakerfinu.-Varð sú lokun með nokkuð cinkenni- legum hætti, og telja skag- strendingar hana stafa af inn- anflokksátökum sjálfstæðis- rnanna á Skagaströnd. Fyrir 3 vikum eða svo var haldinn aðalfundur Hólaness h/f, sem rekur frystihús á Skagaströnd. Reksturinn til þess tima hafði gengið upp og ofan og hafði togari skagstrend- inga, Arnar, td. þurft að landa um þriðjungi afla sins annars staðar en á Skagaströnd, vegna þess hve illa hefur gengið að fá greitt fyrir aflann hjá Hólanesi. Á aðalfundinum var öll stjórnin endurkjörin nema einn maður. Sá hafði mikið vasast i rekstri fyrirtækisins og gjarnan fylgt framkvæmdastjóranum i bankasláttuferðir hans suður til Rvikur á liðnum árum. Sá er sjálfstæðismaður og var það annar flokksbróðir hans sem bar hærri hlut frá borði i kosningu til stjórnar fyrirtækis- ins. Tveimur dögum eftir aðal- fund og fall fyrrgreinds sjálf- stæðismanns kemur tilkynning norður til Skagastrandar frá viðskiptabanka fyrirtækisins i Reykjavik þess efnis að frá og með lokum simtalsins yrði lok- að fyrir frekari lánagreiðslur til fyrirtækisins, og af þeim sökum fengist heldur ekki útgreitt fjögurra miljóna króna lán sem samþykkt hafði verið að veita fyrirtækinu og búið var að ganga frá veitingu á. en aðeins eftir að greiða út. Ástæðan var sögð sú,að hringt hefði verið til bankans norðan frá Skagaströnd og þær upp- lýsingar gefnar, að fyrirtækið vasri illa rekið og riðaði á barmi gjaldþrots, og þvi hrein óráðsia að lána þvi fé. Telja skagstrendingar, að slik upphringing, sem mark yrði tekið á i viðskiptabanka fyrir- tækisins, hljóti að hafa verið gerðaf manni, sem vel þekkti til reksturs fyrirtækisins, og vitað væri af i bankanum að hefði slika þekkingu til að bera. Er þvi nú allt i óvissu með frekari rekstur Hólanessfrystihússins. en það er þó rekið enn og vinna fer þar fram. Annað af atvinnumálum skagstrendinga er það að frétta að togarinn Arnar hefur fiskað mjög vel til þessa, eða hátt i tvö þúsund tonn frá áramótum. —úþ

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.