Þjóðviljinn - 19.07.1975, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 19.07.1975, Qupperneq 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 19. júli. 1975. Fjögur neita að taka sæti í frjáls- íþróttalandsliðinu A sama tlma og íslenska landsliöiö i frjálsum tekur þátt i Karlott- keppninni er Ungmennafélag tsiands meö hóp íþróttafólks I Dan- mörku og hafa fjórir ungmennafélagar neitað aö taka sæti i Isienska landsliöinu, en fara þess I stað meö UMFÍ. Þetta eru þau Karl West, Hafdis Ingimarsdóttir, bæöi úr UMSK, Ingbjörg Guömundsdóttir úr HSK og Sigurbjörg Karlsdóttir. Að vonum voru forráðamenn FHt mjög óánægöir mcö þessa afstööu fjórmenninganna og hefur mikiö veriö fundaö um málið hjá FRl. Hefur heyrst aö til greina hafi komiö að setja þau I keppnis- bann en frá þvi hefur verið horfiö. — Við teljum rétt að gera ekkert frekar i málinu úr þvi sem kom- ið er, þótt við séum auövitað óanægðir og raunar meira en það, sagði örn Eiðsson formaður FRII gær, — En þar sem við eigum fólk sem er mjög svipaö að styrkleika þá leysum við málið á friðsam- legan hátt að þessu sinni, bætti hann við. En hvers vegna neita f jórmenningarnir aö taka sæti I landsliðinu: Annarsstaöar hér á iþróttasiöunni er viötal viö Karl West þar sem hann skýrir afstööu sina til málsins. —Sdór. Landsliðið fyrir Karlottkeppnina hefur verið valið Um næstu helgi fer fram i Tromsö i Noregi landskeppni i frjálsíþróttum milli tslands, Dan- merkur, N-Noregs, N-Sviþjóöar og N-Finnlands. tslenska lands- liöið sem tekur þátt i keppninni hefur nú verið valiö og veröur þaö þannig skipað: Elías Sveinsson, hástökk, stangarstökk og spjótkast. Jón S. Þórðarson, 400 m grindahlaup. Friðrik Þór Óskarsson langstökk og þristökk ÍÞRÓTTIR VIKUNNI Laugardagur 19. jiilf. 2. deild Armannsvöllur: Armann-Vik 0 kl. 16.00 2. deild Selfossvöllur: Selfoss-Völsungur kl. 16.00 2. deild Arskögsvöllur: Reynir A-Þróttur kl. 16.00 3. deild A Þorlákshöfn: Þór Þ-Reynir kl. 16.00 3. deild B Varmárvöllur: Afturelding-USVS kl. 16.00 3. deild C Bolungarvlk: Bolungarvfk-Grundarfj. k 1.16 00 3. deild C Stykkishólmur: Snefell-Skallagrlmur kl. 16.00 3. deild C lsafjaröarvöllur: IBl-HVÍ kl. 16.00 3. deild DSauöárkrókur: UMSS-Efling kl. 16.00 3. deild D Olafsfjöröur: Leiftur-KA kl. 16.00 3. deild D Hornafjöröur: Sindri-Huginn kl. 16.00 2. n. B Gróttuvöllur: Grótta-KS kl. 16.00 3. fl. A Vestmannaeyjar: ÍBV-IA kl. 15.00 3. fl. D Akureyri: KA-Völsungur kl. 16 10 4. fl. E Akureyri: KA-Völsungur kl. 15.00 5. fl. E Akureyri: KA-Völsungur kl. 14.00 5. íl. D Þingeyri: HVMBl kl. 15.00 3. n. C lsafjöröur: IBI-HVI kl. 14.00 Konur A Akranes: ÍA-Grindavlk kl. 14.00 Sunnudagur 20. júll 1. deild Kaplakrikavöllur: FH-IBV kl. 14.00 l.deild Akranesvöllur: lA-VIkingur kl. 16.00 1. deild Keflavlkurvöllur: ÍBK-Fram kl. 20.00 3. n. D Sauöárkrókur: Tindastóll-Þór kl. 16.10 4. n. E Sauöárkrókur: Tindastóll-Þór kl. 15.00 5. fl. E Sauöárkrókur: Tindastóll-Þór kl. 14.00 3. n. DSiglufjöröur: KS-Leiftur kl. 16.10 4. n. E Siglufjöröur: KS-Leiftur kl. 15.00 5 n. E Siglufjöröur: KS-Leiftur kl. 14.00 3 n. E Eskifjöröur: Austri-Einherji kl. 16.00 3. n. E Héraösvöllur: Höttur-Huginn kl. 16.00 5. n. F Héraösvöllur: Höttur-Huginn kl. 15.00 4. n. F Neskaupstaöur: Þróttur-Valur kl. 16100 5. n. F Neskaupstaöur: Þróttur-Valur kl. 15.00 4. n. F Fáskrúösfj.: Leiknir-Sindri kl. 16.00 4. n. D lsafjöröur: IBI-HVI kl. 16.00 4. fl. A Þróttarvöllur: Þróttur-IBV kl. 14.00 5. n. A Kópavogsvöllur: UBK-IBV kl. 14.00 2. n. B Hvaleyrarholt: Haukar- KS kl. 16.00 Mánudagur 21. júlf 1 deild Laugardalsvöllur: Valur-KR kl. 20.00 2. deild Kópavogsvöllur: UBK-Haukar kl. 19.00 3. deild B Melavöllur: IR-Stjarnan kl. 20.00 5. n. A Hvaleyrarholt: FH-Valur kl. 20.00 Golf 19. júli: G.R. Max Factor. Flokkakeppni 18 h. Konur/unglingar. 20. iúll: G.R. Max Factor Flokkakeppni 18h. Karlar. 19.—20. júll: G.A. Jaöarsmót. 36 holur meö og án forgjafar. Frjálsar iþróttir Föstud. 18. júlf tslandsmót dr., st., sv. og meyja, Selfossi, f. dagur Laugard. 19. júll Evrópubikarkeppni I tugþraut, Barcelona, fyrri dagur (Belgla, Irland, A.-Þýska- land, Bretíand, Island. Spánn, Sviss) Innanfélagsmót FH, Kaplakrikavöllur (19. og 20. júll) Unglingamót HSÞ, Laugum lslandsmót 15—18 ára, Selfossi slöari dagur. Sunnud. 20. júll: Evrópubikarkeppni I tugþraut, Barcelona, slöari dagur. Tvær fyrstu þjóöirnar íara I úrslit I Varsjá 6.-7. september. Agúst Asgeirsson 800 m hlaup og 3000 m hindrunarhlaup Sigfús Jónsson 5000 og 10000 m hlaup. Július Hjörleifsson 1500 m hlaup. Stefán Hallgrimsson 400 og 110 m grindahlaup og 400 m hlaup. Bjarni Stefánsson 100,200, og 400 m hlaup. Valbjörn Þorláksson 110 m grindahlaup og stangarstökk. Sigurður Sigmundsson 5000 m hlaup og 3000 m hindrunarhlaup. Erlendur Valdimarsson kringlu- kast og sleggjukast. Sigurður Sigurösson 100 og 200 m hlaup. Hreinn Halldórsson kúluvarp og kringlukast. Pétur Pétursson þristökk . Jón Diðriksson 800 og 1500 m hlaup. Sigurður Jónsson langstökk. Jón H. Sigurösson 10.000 m hlaup. Guöni Halldórsson sleggjukast Gunnar Páll Jóakimsson varamaöur Hafsteinn Jóhannsson hástökk. Framhald á bls. 10 Breytingar á leikdögum Miklar breytingar á leikdögum i knattspyrnunni munu verða um þessa helgi. í 1. deildinni verða leikirnir þannig: Laugardv. Víkingur-IA kl. 20.00 á sunnudag. Kaplakrikav. FH.-tBV kl. 14.00 á laugardag. Laugardv. Valur-KR kl. 20. á mánudag. Laugardv. Fram-IBK kl. 20 á þriðjud. 1 2. deild verða leikir þannig: Melav. Armann-Vik Ö. kl. 16.00 á laugardag Selfossv. Selfoss-Völsungur kl. 14.00 á laugardag Þróttarv. Þróttur-Reynir A kl. 14.00 á laugard. Kópav. Breiðablik-Haukar kl. 19.00 á mánudag. 1 næstu viku fara fram úrslita- leikir i bikarkeppni l.og2. flokks. Báðir fara fram á miðvikudags- kvöld kl. 20.00 . Á Melafelli leika i 2. fl. Breiðablik og 1A en það eru sömu lið og léku til úrslita i fyrra. A Kaplakrikavelli leika i 1. flokki Vikingur og IBK en Vikingur vann i fyrra i þessu móti. Leikurinn Víkingur og Selfoss, sem frestað var í siðustu umferð 2. deildar fer fram nk. miðviku- dagskvöld á heimavelli þeirra fyrrnefndu og hefst kl. 20.00. Karl West reynir ekki viö 1.98 I sumar eins og þegar þessi mynd var tekin. Astæöan er slys I vor, sem hefur haldiö honum frá æfingum. Þaö æfingaleysi hyggst hann bæta sér upp meö 10 daga ferö til Danmerkur, en sú ferö fékk litinn hljómgrunn hjá FRl. „Eitt styggðaryrði í viðbót og þá er ég farinn á togara” segir Karl West og er reiður út í FRÍ vegna landsliðsmála /,Maður er orðinn svo langþreyttur á þessu nuddi út af landsliðinu að það er alveg á mörkunum að maður haldi þessu áfram," sagði Karl West, landsliðsmaður í frjáls- um iþróttum í samtali við Þjóðviljann. „Maður fórnar bókstaflega öllu fyrir íþróttirnar, sleppir atvinnutilboðum, neitar aukavinnu o.s.frv. en síð- an er komið fram við mann eins og maður sé til einskis nýtur nema að nota skrokkinn i þágu FRÍ." Tilefni þess aö hringt var i Karl var það að hann er einn fjögurra manna sem valdir voru i landsliðið til utanfarar síðar i þessum mánuði, en neitaði að fara. — Það eru búin að vera mikil átök út af þessari ferð, sagði Karl. Okkur var hótað keppnis- banni með landsliðinu og jafn- vel á stórmótum hér heima, ef við færum ekki út, og það hlaut að koma að þvi að landsliðsfólk setti hnefann i borðið. Maður lætur ekki endalaust bjóða sér upp á framkomu á borð við þessa. — Hvenær var landsliðsvalið tilkynnt? — Það átti að gera það á landsmótinu um siðustu helgi, en einhverra hluta vegna var það nú ekki gert. Hins vegar gengu FRÍ-menn þó um þarna upp frá og hótuðu hverjum þeim sem sýndi mótþróa keppnis- banni i refsingarskyni. Þeir sem frekar vildu fara með UMFI til Danmerkur áttu að vera dauða- dæmdir menn a.m.k. i sumar. Það er svo margt sem virðist ekki vcra á hreinu i sambandi við landsliðið i frjálsum að mað- ur er að gefast upp á að standa i þessu. T.d. hafa oft verið valdir menn til utanfarar sem ekki hafa eins góðan árangur i ein- stakri grein og aðrir. Þeir eru þá valdir af sparnaðarástæðum, vegna þess að þeir geta keppt i öðrum greinum lika. Það er einmitt útaf þessu sem Hafdis gefur ekki kost á sér. Hún var ekki boðuð til Noregs- ferðarinnar fyrr en núna i vik- unni en var þá búin að tilkynna sig með UMFt. 1 fyrra átti hún besta árangur i langstökki eins og nú, en var ekki valin þá I landsliðið af sparnaðarástæð- um. Hún gat alveg eins haldið að enn væri verið að spara og þess vegna tilkynnt sig i ferðina með Ungmennafélaginu. Auðvitað verða þeir að til- kynna fólki timanlega að það sé i landsliðinu, spyrja það hvort það geti farið vegna vinnu og af fjárhagsástæðum o.s.frv., en ekkert slikt virðist vera hugsað út i. Þeir hins vegar ætlast til þess að fólk skriði fyrir þeim, þeir segja bara að þú sért i landsliöinu og þá gerir þú bara svona og svona og allt eins og við segjum þér. — Ferð þú i keppnisbann? — Nei, þeir urðu að draga all- ar slikar hótanir I land. Við er- um búin að kanna þetta mál i kjölinn og það er enginn fótur fyrir þvi að FRI geti sett okkur i eitt eða annað bann. Annars á- kvað ég frekar að fara til Dan- merkur vegna þess hve góða æf- ingaaðstöðu ég fæ þar auk þess sem ég er alls ekki orðinn góður eftir meiðsli sem ég lenti i i vor. Ég stekk ekki nema 1,92 um þessar mundir, hef ekki náð mér eftir æfingaleysið i vor. Þegar ég sagði þeim af þessu i rólegheitum svöruðu þeir með eintómum skæting, og það er þess vegna sem maður er svona reiður. Það eru alltaf leiðindi ef maður fer ekki eins og útflatt hundsskinn eftir boðum forystu- manna. — Þú ert ekki að hætta er það? — Þetta má ekki ganga leng- ur svona. Ég er lærður loft- skeytamaður og get fengið úr- valsvinnu á togurum ef ég kæri mig um. Maður er hins vegar að vinna hérna á þurru landi fyrir iþróttina, sleppir aukavinnu fyrir æfingar o.s.frv. og það er spurning hvað maður getur lengi leyft sér slikan munað þegar það er ekki virt á nokkurn hátt. Ég hótaði þvi hins vegar að ef ég fengi ekki að fara i friði þarna út til Danmerkur og vinna upp æfingatapið frá þvi i vor, þá væri ég hættur. Slysið sem ég lenti i var i og með vegna aðstöðuleysis og það er einnig farið að draga úr manni; að- staðan virðist litiö ætla að breytast. — Hvernig var svo þessum hótunum þinum tekið? — Þeir hrukku soldið i kút og héldu annan fund um málið. Nú er búið að draga. allt hjal um keppnisbann i land, þeir gátu ekki staðið i þessu. — Hefurðu eitthvað heyrt um það að þeir sem ætli til Noregs krefjist þess að þið fjögur sem ekki farið verði sett i keppnis- bann? — Nei, ég hef nú ekki heyrt það. Hins vegar veit ég að mörg þeirra eru sár út i okkur hin sem ekki förum.en það verður bara að hafa það. Vissulega hundsum við landsliðið, en ég mundi a.m.k. ekki gera það svona hispurslaust ef ég væri maður upp á stökkhæðina 2,20. Eins og er hef ég litla þýðingu fyrir landsliðið, 1.92 m er ekki mikið afrek og dugar litið þarna úti. Við höfum enda annan sem stekkur þá hæð. Maður er þarna aftast á merinni og mikilvægi mitt getur þvi ekki verið svona gifurlegt. —gsp

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.