Þjóðviljinn - 22.07.1975, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJOÐVILJINN Þriðjudagur 22. júli 1975.
DJQÐVIUINN
MÁLGAGN SÓSlALISMA
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
Ctgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraidsson
Umsjón meö sunnudagsblaði:
Arni Bergmann
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólavöröust. 19. Slmi 17500 <5 linur)
Prentun: Blaöaprent h.f.
HINN EILIFI VONBIÐILL RAÐHERRASTOLSINS
Engir voru jafn grálega leiknir eftir
þingkosningarnar i fyrra og þeir sem
veittu Framsóknarflokknum brautar-
gengi. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra.
kjósenda ætlaðist til þess að forusta
Framsóknar héldi vinstristefnu sinni
áfram: þeir töldu sig svikna i tryggðum.
þegar atfylgi þeirra var notað til þess að
koma ihaldsstjórn á laggirnar, og
reynslan hefur siðan staðfest vonbrigði
þeirra af sivaxandi þunga. ólafur
Jóhannesson og aðrir helstu forustumenn
Framsóknar hafa talið vonbrigði kjósenda
sinna eðlileg og reynt að réttlæta sig með
þvi, að kosningaúrslitin hafi orðið slik að
þeir hafi ekki átt neinna góðra kosta völ,
ef koma ætti á laggirnar þingræðisstjórn.
Hins vegar hefur ritstjóri Timans,
Þórarinn Þórarinsson, haft uppi allt aðra
kenningu. Hann hefur klifað á þvi i blaði
sinu að það skipti engu máli hvort heldur
sé hægristjórn eða vinstristjórn á íslandi.
Núverandi rikisstjóm geri það eitt sem
vinstristjórnin hafi gert áður, stefnan sé
algerlega óbreytt. I annan stað hefur hann
haldið þvi fram, að það skipti ekki
minnsta máli hvort forsætisráðherra
landsins sé ólafur Jóhannesson eða Geir
Hallgrimsson, þeir hafi nákvæmlega
sömu lifsskoðanir og stefnu. Þess er
naumast að vænta að slikar bölmóðs-
kenningar falli i góðan jarðveg hjá Fram-
sóknarfólki, né heldur munu þær vera
Ólafi Jóhannessyni mikið ánægjuefni.
Til þess að skilja þessi uppgjafar- og
vonleysisviðbrögð Þórarins Þórarins-
sonar verða menn að átta sig á þvi að hann
hefur verið i sárum undangengin fjögur
ár. Áratugum saman hafði hann af mikilli
kostgæfni stefnt að þvi að verða ráðherra-
efni, þegar Framsóknarflokkurinn
kæmist i valdaaðstöðu. Sérstaklega hafði
hann einblint á stól utanrikisráðherra, og
til þess að sanna hæfni sina hafði hann af
mikilli iðjusemi ár eftir ár þýtt og endur-
sagt fréttaskýringar um alþjóðamál úr
erlendum blöðum og birt þær i Timanum
undir sinu nafni. Einnig hafði hann gerst
eilifur augnakarl á þingum Sameinuðu
þjóðanna, og smátt og smátt taldi hann sig
hafa fært sönnur á að hann væri óve-
fengjanlega fremsti sérfræðingur Fram-
sóknarflokksins á sviði utanrikismála. Þvi
urðu honum það sár og óskiljanleg von-
brigði þegar Ólafur Jóhannesson vildi
ekki sjá hann i rikisstjórn 1971 heldur
gerði Einar Ágústsson að utanrikisráð-
herra. Ólafur reyndi að friða Þórarin með
þvi að gera hann að formanni þingflokks-
ins og formann utanrikismálanefndar, en
það hrökk skammt. Þórarinn reyndist
blendinn stuðningsmaður vinstristjórnar,
framtakslaus og áhugasnauður, hvenær
sem á hann reyndi.
Þegar leið að kosningum 1974 varð ljóst
af Timanum að Þórarinn Þórarinsson
vildi vinstrisamvinnu feiga og stefndi að
hægristjórn. Að kosningum loknum varð
hann ákafasti hvatamaður þess að Fram-
sókn tæki upp samvinnu við Sjálfstæðis-
flokkinn. Þegar sú staða kom upp i við-
ræðunum að ólafur Jóhannesson átti kost
á að verða forsætisráðherra, gegn þvi að
Framsóknarflokkurinn fengi þrjá ráð-
herra, en Sjálfstæðisflokkurinn fjóra,
snerist Þórarinn harkalega gegn þeirri
hugmynd og krafðist þess að Geir Hall-
grimsson myndaði stjórnina. Ástæðan var
sú og ein að hann taldi að ekki yrði unnt að
ganga fram hjá sér, ef Framsóknar-
flokkurinn fengi heila fjóra ráðherra. En
það fór likt og 1971: Ólafur Jóhannesson
sniðgekk Þórarin ennþá einu sinni — en i
sárabætur var hann gerður að formanni
útvarpsráðs ofan á þau fjölbreyttu for-
mennskustörf sem fyrir voru.
Það er þetta sem veldur vonleysis- og
uppgjafartóninum i Þórarni Þórarinssyni,
þeirri kenningu hans að ekkert skipti
lengur máli i hinni pólitisku baráttu,
núverandi stjórn sé alveg eins og hin fyrri,
enginn munur á Ólafi og Geir. Hann ein-
blinir á það sem hann telur eitt skera úr,
það einkenni sem óneitanlega er
sameiginlegt núverandi rikisstjórn og
þeirri fyrri: Þórarinn Þórarinsson er ráð-
herra i hvorugri þeirra, og honum virðist
áskapað að verða eilifur vonbiðill ráð-
herrastólsins.
Þeim, sem er annt um Þórarin
Þórarinsson eins og höfundi þessara orða,
tekur sárt að sjá hvernig hann ber hugar-
vil sitt á torg ár eftir ár. Han ætti að kapp-
kosta að rækta með sér aukinn sálarstyrk,
m.a. með þvi að rifja upp þau sannindi
sem Snæfriður Islandssól mælti við ást-
fanginn dómkirkjuprest: „Vonbiðlar eru
sælastir manna — fyrir utan festar-
meyjar”.
—m
KLIPPT...
200 sjómilur
eða 200
gervimílur
I sunnudagsblaöi Morgun-
blaðsin eru birt viðtöl við
nokkra sjómenn um útfærslu
landhelginnar i 200 sjómllur. Er
afar athyglisvert að afstaða sjó-
mannanna til hugsanlegra
veiðiheimilda útlendinga innan
fiskveiðilögsögunnar er svo til
alveg samhljóða eins og nú
veröur rakið með tilvitnunum.
Þorvaldur Guðmundsson,
skipstjóri, Asþóri frá Reykja-
vík: ,,Ég hef trú á að gamla
sagan eigi eftir að endur-
taka sig og stjórnvöld semjium
einhvern aðlögunartíma handa
bretum og þjóðverjum. Ef svo
illa fer þá megum við fyrir alla
muni ekki semja nema I tiltölu-
lega mjög stuttan tima.”
Magnús Þórarinsson, skip-
stjóri og aflakóngur á Bergþóri
KE: ,,Ég tel það út I hött að fara
að semja við breta og vestur-
þjóðverja og allra sist
upp á þau býti að við Islendingar
fáum að veiða einhverjar
sildarpöddur I Norðursjónum,
sem lltið sem ekkert gefa af
sér.”
Páll Guðmundsson, skipstjóri
á Guðmundi RE-29: ,,Um samn-
inga vil ég sem minnst ræða.
Eftir er að sjá á hvaða forsend-
um þeir vilja ræða við okkur,
eða réttara sagt, við við þá. Þá
finnst mér að nú verði að láta
sverfa til stáls gagnvart Efna-
hagsbandalaginu. Ef viö fáum
ekki þær tollalvilnanir sem
þegar er búið að semja um
nema með nauðungarsamning-
um verðum við að grlpa til okk-
ar ráða.” (Páll er varaþing-
maður Framsóknarflokksins I
Reykjavlk)
Guöbjörn <Jensson,
skipstjóri Snorra Sturlusyni.
,,Ef útfærslan á að takast verð-
um við Islendingar einir að nýta
veiðisvæðin. Það þarf að koma á
sterkum friðunaraögerðum og
við sættum okkur við það, ef við
verðum einir um landhelgina.
Útfærslan þoldi enga bið, en
betra er seint en aldrei...
Sjómenn hefðu rætt um það að
200 milurnar mættu ekki verða
neinar gervimílur. Annað hvort
yrðum við með 200 milna land-
helgi eða ekki. Ráðamenn
Þjóðarinnar hefðu ekki nógu
mikið samband við sjómenn,
sem hafa kannski verið I 30 ár á
togurum. Ef þeir gerðu það,
væri ekki vist að þeir semdu viö
aðrar þjóðir þvi þá vissu þeir
hve alvarlegt ástand fiskistofn-
anna við ísland væri.”
Einar Þórðarson.stýrimaður,
Jóni Helgasyni AR 12: „Mér list
mjög vel á þessa ákvörðun en
við verðum að reyna að koma
bretanum út og helst fleirum.”
Sveinlaugur Hannesson,
vélstjóri, Jóni Helgasyni AR 12:
„Það er sjálfsagt fyrir okkur að
stefna hiklaust að 200 milum, en
þær koma ekki að gagni ef sam-
ið verður við breta um að þeir
fái veiðiréttindi fyrir innan.”
Kristinn Óskarsson, háseti,
Guðmundi RE-29 sagöi að sér
litist vel á útfærsluna. „Enga
útlendinga inn fyrir, voru loka-
orð Kristins,” segir í frásögn
blaðamanns Morgunblaðsins.
„Már er alveg
sama um
kosningar, ha, ha
Fyrir nokkrum vikum lýsti
Henry Kissinger utanrikis-
ráðherra Bandarikjanna þvl yf-
ir, að blaðakonan Oriana
Fallaci hefði falsað viðtal sem
hún birti við ráðherrann. En
hann er ekki sá eini, sem hefur
um sárt að binda vegna skrifa
þessa blaðamanns. Fyrir
nokkru birti Italska blaðið
„Europeo” viðtal blaðakonu
þessarar við formann
portúgalska kommúnistaflokks-
ins Alvaro Cunhal. Skömmu
Þórir Karisson, háseti,
Guðmundi RE-29: „Égvilaðvið
sitjum einir að veiðum innan
markanna og það hlýtur að vera
skilyröi þess að útfærslan komi
að fullum notum.”
Þessi ummæli sjómanna eru
svo samhljóða við þá stefnu sem
yfirgnæfandi meirihluti lands-
manna fylgir i landhelgismálinu
að við þau verður engu bætt hér.
Þó má benda á að yfirlýsingar
allra stjórnarandstöðuflokk-
siðar birti vestur-þýska frétta-
ritið „stern” kafla úr sama við-
tali. Og nú hefur Cunhal sent frá
sér yfirlýsingu þar sem hann
heldur þvi fram að viðtal þetta
?? séhrein „fölsun”. Fyrir þremur
árum birti blað eitt I
Vestur-Berlin, „Berliner
EXTRA-dienst” viðtal
blaðakonu þessarar við þáver-
andi keisara Eþióplu og var
dregið i efa að þar væri rétt með
farið eftir keisaranum.
En þvi er þessi saga rifjuð upp
hér, að eitt islensku blaðanna,
anna eru mjög á sömu nótum,
auk þess sem forusta Alþýðu-
sambands íslands hefur sam-
hljóða lýst þessu áliti, svo og
stjórn Sjómannasambands
íslands. Það er þvi augljóst að
það er aöeins orlltið brot for-
ustumanna Sjálfstæöisflokksins
sem eru ákafastir I undanþágu-
samninga við útlendinga, yfir-
gnæfandi meirihluti lands-
manna vill að útfærslan verði
raunverulega miðuð við 200 sjó-
milur.
„Morgunblaðið” birtir á sunnu-
dag viðtal Fallaci við Cunhal.
Morgunblaðið getur þess ekki
hvaðan viðtalið er fengið og er
það vissulega algengur . galli á
þýðingum Morgunblaðsins á
fréttagreinum. En sennilega er
hér um að ræða sama viðtalið og
áður getur að birst hafi I
„stern” og „Europeoj’. Þannig
hefur nú Matthlas Jóhannessen
lent I sömu gryf junni og Cunhal
og Kissinger. Það er ekki ama-
legur félagsskapur!
— s.
... OG SKORIÐ