Þjóðviljinn - 22.07.1975, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.07.1975, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 22. júll 1975. Han Chuan frá Sahanghai liggur við bryggju. Fyrsta kínverska skipið í íslenskri höfn Skipy erj ar munu ferðast um landið 10 daga viðdvöl er nauðsynleg til þess að u<nnt sé að ferma „Jú iú/ við megum skipta um föt, ef okkur þykir kalt hérna á islandi," sögðu skipverjar á kínverska skipinu sem liggur við bryggju Alvers- ins og er hér statt til þess að flytja islenska álfram- leiðslu til Kína. „Við eig- um úlpur og utanyfirflik- ur, og ef ástæða er til mun- um við geyma „maó-bún- inginn" um borð á meðan við ferðumst um landið". Blaðamaður Þjóðviljans heimsótti kinverjana um borð i skip þeirra og fékk þar hinar höfðinglegustu móttökur. Græn egg, dökkbrúnn fiskur, þurrkað að sigið kjötbuff sem er „harð- fiskur” kinverja og margt fleira var borið á borð i tilefni heim- sóknarinnar. Kinverskur bjór var einnig á boðstólum auk kaffibolla, karamella og fleira góðgætis. Óneitanlega virkaði allt þetta framandi; matseðillinn var ekki beint sérstaklega sniðinn fyrir islenskan maga sem var þó harð- ur af sér og tók með þökkum við þvi sem að honum var ré.tt. Þetta erfyrsta kinverska skipið sem kemur i islenska höfn. Skip- stjórinn sagðist vonast til þess að koma þeirra hingað markaði timamót i viðskiptalegum tengsl- um þjóðanna, að vinátta og sam- skipti milli þeirra myndu aukast til muna. — . Þetta er ekki i fyrsta sinn sem við kaupum islenska álfram- leiðslu, sagði skiðstjórinn, við höfum sótt framleiðslu ykkar til Hamborgar og annarra borga úti i heimi, en þetta er hins vegar i fyrsta sinn sem við kaupum i svo stóru magni að hægt var að senda sérstakt skip til Islands. — Eiga kinverjar mörg svona stór skip? — Já, við eigum töluvert af skipum á borð við þetta. Þetta skip er smiðað fyrir okkur i Júgóslaviu fyrir tæpum tveimur árum og getur tekið um 13.000 tonn af varningi. Við eigum hins vegar enn stærri skip, allt upp i 90.000 lestir að stærð. — Smiðið þið engin skip sjálf- ir? — Jú, okkar skipasmiðar hafa aukist mjög á undanförnum ár- um, þótt enn sé litið um smiði stórra skipa. Við höfum hin siðari ár lagt áherslu á að mennta sjálf- ir okkar tæknifræðinga, verk- fræðinga og skipasmiði almennt, og ég held að mér sé óhætt að full- yröa að æ fleiri kinversk skip sigli um höfin. Veislugestir við þessa fyrstu komu kfnversks skips til ísiands voru margir. Fremst ræða klnverksir sendiráðsmenn við fslenskan blaða- mann, og á borðum má sjá vistirnar. — Hafið þið siglt mikið til Norðurlanda? — Á þessu skipi höfum við aldrei komið á þessar slóðir fyrr. Hér er allt nýtt fyrir okkur og við hlökkum til að fá að ferðast um suðurlandsundirlendið. Eitthvað munu önnur kinversk flutninga- skip hafa heimsótt hin Norður- löndin, en það mun þó vera sára- litið. Annars siglum við til margra landa, — ég hugsa bara að við siglum til flestra strand- rikja heims. — Hafið þið vinnutilhögun ykk- ar um borð i flutningaskipunum svipaða og t.d. við hér á Islandi eða aðrar vestrænar þjóöir? — Já það held ég, við erum ekkert stórskrýtnir. Við skiptum sólarhringnum i þrjár vaktir, 7—8 timar hver vakt, og áhöfnin á þessu skipi samanstendur af 56 manns. — Þið hafið hérna langa við- dvöl? — Já, þetta verða a.m.k. 10 Fremstá myndinni blður ein af lestum skipsins opin eftir islensku álframleiðslunni, en myndin er tekin úr brúnni. dagar vegna þess hve miklu magni þarf að koma um borð. Við tökum hérna um 10.000 lestir, og það er langtum meira en við höf- um keypt áður. Annars flytjum við lika út töluvert af áli þótt undarlegt kunni að virðast. Ég held að það sé aðallega til þess að halda við viðskiptalegum tengsl- um milli Kina annars vegar og annarra þjóða. — Og þið ætlið að ferðast? — Já, ég held að það sé Alfélagið sem hefur skipulagt fvrir okkur ýtsýnisferðir hérna um suðurlandsundirlendið. Ég veit ekki hvað við höfum mikinn tima fyrir landgönguferðir en við ætlum þó að reyna að sjá sem mest; þessar norðurslóðir eru okkur öllum ókunnar. — Hvert siglið þið svo héðan? — Viö förum beina leið til Kina, en hins vegar komum við hingaö frá Marseille i Frakklandi og höfðum þar áður verið i Rotter- dam. Við reiknum með um 30 daga siglingu til heimahafnar okkar. — Eru skipverjar hrifnir af islensku sumarveðri? — Mér er nú sagt að það sé ekki alltaf rigning og rok hérna á sumrin. Okkur finnst jú að visu frekar kalt og hrásalagalegt, en þó er þetta ekkert sem skýtur okkur skelk i bringu. Við fengum i gær mjög slæmt veður fyrir utan landið, eitthvað um 8 vindstig og við höfum þvi litið að kvarta yfir veðrinu nú. Ég er mjög glaður yf- ir þvi að vera kominn hingað og er sannfærður um að okkur muni liða vel hér meðan á dvölinni stendur. —gsp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.