Þjóðviljinn - 26.07.1975, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 26.07.1975, Qupperneq 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 26. júli 1975. DWÐVIUINN MÁLGAGN SÖSIALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón með sunnudagsblaði: Árni Bergmann Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 llnur) Prentun: Blaðaprent h.f. ÖRYGGISMÁLARÁÐ STEFNA EVRÓPURÍKJA Senn hefst lokaáfangi ráðstefnu Evrópurikja um öryggismál og samvinnu i Helsinki. Þar verða undirritaðar yfirlýs- ingar um friðhelgi landamæra, bætta sambúð, viðskipti, menningartengsli og fleira, sem fulltrúar meira en þrjátiu rikisstjórna hafa verið að velta fyrir sér á margra mánaða fundum. Ráðstefnur sem þessar eru þungar i vöfum, og þar eð á þeim verður að finna samnefnara fyrir margskonar hagsmuni er hætt við að á- lyktanir þeirra séu mjög almenns eðlis, óákveðnar. Engu að siður hafa flestir talið ástæðu til að fagna framgangi öryggis- málaráðstefnunnar. Vegna þess að við- ræður eru betri en þögn. Jákvæðar vilja- yfirlýsingar eru betri en heiftarorðsend- ingar. Langar viðræður um einstök mál skýra linurnar: hvað er i raun mögulegt i sambúðarmálum og hvað ekki. í leiðurum Morgunblaðsins og Visis hef- ur að undanförnu andað mjög köldu i garð þessarar ráðstefnu. Þar segir á þá leið, að ráðstefnan tákni „einhliða viðurkenningu á áhrifasvæði rússa”, að samþykktir um skoðanaskiptLupplýsingamiðlun og sam- skipti einstaklinga séu mjög loðnar. Og yfirleitt séu ráðamenn vesturlanda að láta sovéska ráðamenn gabba sig, rugga sér i svefn — er i þvi sambandi mjög vitnað til ummæla rithöfundarins Solzjenitsins, sem telur að „hlákan” sé ekki annað en dulbú- inn sigur sovéskra i stjórnmálaátökum. Vafalaust er það rétt, að ályktanir sem koma munu frá Genf og Helsinki um upp- lýsingamiðlun og „mannleg samskipti” munu loðnar og opnar fyrir ýmiskonar túlkun. En þær verða allavega staðfesting á samskiptaþróun, sem i heild hefur verið jákvæð— þrátt fyrir frostaskeið — og hef- ur gerthið fræga járntjald margfalt óþétt- ara en það áður var. Solzjenitsin hefur gagnrýnt bæði verslunarviðskipti austurs og vesturs og svo menningarsamskipti eins og þau hafi verið sem einhliða ávinn- ing fyrir sovéska. En hvað mundi gerast ef þau væru skorin niður? Þótt við rædd- um þetta mál einungis frá sjónarhóli so- véskra andófsmanna, þá eru þeir alls ekki sammála nóbelshöfundinum margir hverjir. Þeir telja þá „hláku”, minnkandi spennu.jákvæða fyrir sig — og undir það mega taka með ýmsum rökum þeir vinstrisinnar sem hafa áhuga á breyting- um á sovésku samfélagi. Solzjenitsin er sjálfur sem rithöfundur afkvæmi Krúst- jofshlákunnar. Án þeirra viðtæku sam- skipta sem hláku fylgja geta andófsmenn af ýmsum gerðum ekki haldið uppi þeim samskiptum vestur á bóginn, sem þeir eru annars sammála um að telja sér nauðsyn. Að þvi er varðar „viðurkenningu á á- hrifasvæði”, þá er það ekki Helsinkiráð- stefnan sem leggur blessun sina yfir eftir- striðslandamæri Evrópu nema þá form- lega — i reynd voru þau mál leyst með samningum vesturþýsku stjórnarinnar við Pólland og Sovétrikin á valdadögum Willy Brandts. Það er ekki lengur spurt að þvi, hvort menn séu ánægðir með þau landamæri eða ekki. Ef menn neita að viðurkenna þau, þá er sjálfgert að spyrja, hvað þeir vilji gera til að breyta þeim? Þessu næst verða andstæðingar eftir- striðslandamæra að svara þvi, hvort það sé hægt nema með stórstyrjöld? Varla — þvi allir vita, að það er ekki hægt með efnahagslegum þvingunum. Og hafni menn þvi — eins og flestir algáðir menn gera — að stefna að spennu út af landa- mærum, sem leitt gæti til þriðju heims- styrjaldar, er þá annað ráð skynsamlegra en að stuðla að þeirri þróun, sem setur fleiri „göt” á landamærin, einstaklingum og minnihlutahópum til hagsbóta? Furðulegast er að sjá ihaldsblöðin is- lensku skrifa um áhrifamenn vesturlanda eins og þeir séu ólifsreynd flón, sem láti andstæðinga sina teyma sig um dáleidda af sætlegum ræðum. Skyldi það ekki vera munur fyrir þá Kissinger og Giscard og Schmidt og aðra sem rússar eru vist „að vagga i svefn” (Visir) að eiga sér vaska hauka i horni á tveim ritstjórnarskrifstof- um i Reykjavik, þar sem menn aldrei hvika af varðberginu? Sem fyrr eru Morg- unblaðið og Visir kaþólskari en páfi i af- stöðu til öryggisráðstefnunnar eins og annarra hliða á sambúð rikja. Þeim er ráðstefnan i sjálfu sér tortryggileg vegna þess að hún vinnur nokkuð gegn þvi and- rúmslofti sem heldur við hjartfólginni herstöð á Miðnesheiði; dæmin benda til þess, að jafnvel þótt bandarikjamenn sjálfir vildu leggja þá stöð niður, þá mundu varðbergir grátbiðja um að hún yrði sem lengst. En við getum vel minnt á önnur „svæf- andi” áhrif sem risaráðstefnur eins og sú sem senn lýkur i Helsinki geta haft. Þar fer fram jákvæð viðleitni— sem einnig má snúa upp i það, að smærri riki gangi of langt i þvi að afhenda slikum vettvangi eða þá þrengri samkundum helstu stór- velda vandamál sin til meðferðar. Að smærri riki afsali sér i of rikum mæli frumkvæði i baráttu gegn vigbúnaðar- brölti, i baráttu fyrir óskertu sjálfstæði sinu. Við þeirri hættu er sjálfsagt að vara. — áb KLIPPT... Bœndasamtökin og Jónas Þegar Jónas Kristjánsson rit- stjóri VIsis hóf að skrifa um landbúnaðarmál i fyrrahaust olli það mikilli reiði meðal bænda i landinu. Þá þegar reyndu forustumenn bænda- samtakanna að stöðva þessi skrif. Það varð þeirra fyrsti þanki, i stað þess sem hefði auð- vitað verið eðlilegast, að reyna að hefja almenna umræðu um landbúnaðarmál á grundvelli þeirra skrifa sem Jónas birti. Forustumenn Sjálfstæðisflokks- ins, einkum Geir Hallgrimsson og sá hópur manna sem daglega er nefndur „moggaklikan” inn- an Sjálfstæðisflokksins, tóku þessari málaleitan bændaleið- toga og Framsóknarflokksins liklega og Iofuðu að gera sitt til þess að kefla ritstjórann. En minna varð úr efndunum. Leið svo lengi fram og að endingu varð þvl þó heitið að ráðinn skyldi annar ritstjóri að Visi til þess að vega upp á móti Jónasi þannig að valdaarmar Sjálf- stæðisflokksins hefðu báðir sina fulltrúa inni á blaðinu. Til þess- ara verka notaði Geir Hall- grimsson, bifreiðainnflytjandi og forsætisráðherra, kollega sina Þóri Jónsson (Ford) og Ingimund Sigfússon (Volks- '; wagen o.fl.) en þessir menn voru báðir i stjórn Reykjaprents sem er útgáfufyrirtæki Visis. Samþykktu þeir félagar ásamt Guðmundi Guðmundssyni (Vfði) að ráða ritstjóra með Jónasi. Fer Þorsteinn af Vísi? Þessum málalyktum undi Jónas Kristjánsson illa og „gaf til kynna” að hann vildi hætta ritstjórn Visis. Þessari yfirlýs- ingu tóku Geirsmenn að sjálf- sögðu fagnandi, en Gunnars- menn hugðu á hefndir. Notuðu þeir aðalfund Reykjaprents til þess að koma fram hefndum. Söfnuðu þeir hlutum og höfðu margir umboð fyrir hundruð hluta. Lyktaði aðalfundinum sem kunnugt er þannig að meirihluti greiddra atkvæða tók undir áskorun á Jónas um að vera áfram, en taka ber fram að aðeins minnihluti atkvæða kom fram i atkvæðagreiðslunni þvi meirihluti sat hjá. Þetta siðast- nefnda töldu vinnumenn Geir sýna ótvirætt vantraustá Jónasi Kristjánssyni, en sú túlkun er augljóslega hálmstrá, þvi ljóst er að það er meirihluti greiddra atkvæða sem hlýtur að ráða úr- slitum. En hvað sem þvi liður; nú er Jónas að hugsa ráð sitt. Er alla vega ljóst að fyrst um sinn verða tveir menn ritstjórar Vis- is, annar fulltrúi Gunnarsarms- ins og heildsalanna (Alberts Guðmundssonar o.fl.) en hinn fulltrúi Geirsarmsins. Bendir margt til þess að mikil átök séu enn framundan innan Reykja- prents, útgáfufyrirtækis VTsis. Gætu lyktir allt eins orðið þær að Þorsteinn Pálsson hrökklað- ist aftur af Vísi fljótlega, en Gunnar Thoroddsen væri með pálmann i höndunum ásamt Sveini Eyjólfssyni sem hefur orðið mörgum óþægur ljár I þúfu um dagana. Innflytjendur landbúnaðarvara eru einn þrýstihópurinn I þjóftfélag- inu. Þeir settu hornin i Jónas Kristjánsson. Fóðurbœtis - þrýstingur En til þess að skilja átökin um ritstjórasætið á Visi er nauð- synlegt að geta þess, sem ekki hefur komið fram áður, opin- berlega, að það voru i rauninni miklu áþreifanlegri hlutir sem veltu skriðunni af stað en al- mennir flokkshagsmunir Sjálf- stæðisflokksins. Þannig er nefnilega að Ingimundur Sig- fússon og Hekla hf. flytur inn mikið af landbúnaðarvörum, Landroverbila og fleira. Þá flyt- ur fyrirtækið Glóbus inn mjög mikið af landbúnaðarvörum, dráttarvélar, heyvinnslutæki og fóðurbæti. Þessi fyrirtæki bæði eiga aðild að Reykjaprenti. For- ustumenn bændasamtakanna, einkum mun þar hafa verið á ferðinni Gunnar Guðbjartsson, höfðu við orð að þeir myndu skipuleggja bann viö viðskipt- um við þessi tvö fyrirtæki. Þetta hefði auðvitað þýtt miljónatap fyrir fyrirtækin tvö — og þar með var björninn auðvitað unn- inn. Þessvegna urðu þeir félag- ar þæg handbendi Geirs Hall- grimssonar, þegar hagsmunir hans sem forsætisráðherra og hagsmunir fóðurbætisinnflytj- andans fóru saman. Þegar átökin ágerðust innan Reykjaprents I vetur tók rit- stjórinn Jónas Kristjánsson að bera einkamál sin á torg; skrif- aðihann dögum oftar um þrýsti- hópana i þjóðfélaginu og átti hann þar að sjálfsögðu við inn- flytjendur landbúnaðarvara sem voru i þann veginn að ryðja honum úr sæti með dráttarvél- um slnum, heyþyrlum og fóður- bætisbirgðum. Undir þessu fargi lá ritstjórinn uns honum bættist óvæntur bandamaður, Gunnar Thoroddsen, fulltrúi Kassagerðarinnar i Reykja- prenti. Er nú svo að sjá sem þeir félagar séu að rísa upp undan fóðurbætisbirgðunum frá Glóbus. s. ... OG SKORIÐ

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.