Þjóðviljinn - 26.07.1975, Blaðsíða 10
10 SH A — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 26. júli 1975.
Lyfsöluleyfi sem
forseti íslands veitir
Lyfsöluleyfið á Akranesi er laust til um-
sóknar. Umsóknarfrestur er til 28. ágúst
1975, en leyfið veitist frá og með 1. janúar
1976. Umsóknir sendist landlækni.
Samkvæmt heimild i 2. málsgrein 32. gr.
lyfsölulaga nr. 30 29. april 1963 er viðtak-
anda gert skylt að kaupa húseign þá, er
lyfjabúðin og ibúð lyfsala er i. Jafnframt
er viðtakanda skylt að kaupa vörubirgðir
og áhöld lyfjabúðarinnar.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
25. júlí 1975.
Skólastjóra
og kennara
vantar að Barna- og Gagnfræðaskóla
Reyðarfjarðar. Æskilegar kennslugreinar
islenska, enska og danska.
Umsóknarfrestur til 10. ágúst 1975.
Upplýsingar i sima 97-4179 eða 97-4245.
Umsóknir skulu sendar Sigfúsi Guðlaugs-
syni, Reyðarfirði.
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
KLEPPSSPÍTALINN:
HJÚKRUNARKONUR óskast til
afleysinga og i föst störf. Vinna
hluta úr fullu starfi kemur til
greina, svo og einstakar vaktir.
Upplýsingar veitir forstöðukonan,
simi 38160.
Reykjavik 25. júli 1975.
SKRIFSTOFA
RÍKISSPÍTALANNA
EIRÍKSGÖTU 5, SÍM111765
Blómabúðin MÍRA
Suðurveri, Stigahlið 45-47, simi 82430
Blóm og gjafavörur í úrvali.
Opið alía daga og um helgar.
Blikkiðjan
Ásgarði 7,
Garðahreppi
Önnumst þakrennusmíði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíði.
Gerum föst verðtilboð.
SIMI 53468
Auglýsmgasíminn er
17500 E
'JOÐVIUm
Helgi Guðmundsson, formaður kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins I Norðurlandskjördæmi eystra, að
starfi við innréttingarnar. Til hægri á myndinni sjáum við framan i Steinar Þorsteinsson. (Ljósm. sj.)
Starfsaðstaðan gerbreytist
• » x Rœtt við Steinar Þorsteinsson um
tll CPCM/ÍYhCtíjtJtT* nýja húsnœði Alþýðubandalags
ins á Akureyri
Síðastliðið ár gaf Lárus
Björnsson, trésmiður, Al-
Viðtalið
Framhald af 5. siðu
er að frétta af Bernhöftstorf-
unni?”
„Mér er nú satt að segja farið
að leiðast þófið. Húsin halda á-
fram að grotna niður. Máln-
ingar,,aksjónin” virðist hafa ró-
að fólk i stað þess að hvetja menn
til dáða. Annars er rétt að geta
þess varðandi litina á Bernhöfts-
torfuna, sem hafa verið stældir
hingað og þangað með misgóðum
árangri að þessir litir voru ekki
hugsaðir sem framtiðarlitir fyrir
húsin. Að visu er valið miðað við
það að litirnir séu eins og húsin
hefðu getað verið máluð, þ.e. úr
litarefnum sem til voru fyrir
meira en 100 árum, en hér er þó
fyrst og fremst um að ræða á-
bendingu og áróður fyrir varð-
veislu húsanna.”
„Hafa ekki margir viljað fá þig
til ráðlegginga um litaval á hús
sin?”
„Jú, það hefur verið heilmikið
kvabb um þetta, en ég hef reynt
að losna undan þvi. Það er erfitt
að velja t.d. liti á blokk, þegar 100
kerlingar hafa sinar hugmyndir
og vilja allar sem ein ráða litun-
um. Ég vildi frekar ráðleggja
fólki um litaval á t.d. gömul timb-
urhús og hef raunar gert það, en
aðallega fyrir vini og kunningja.”
sagði Magnús.
þs
Herbergi
óskast
Reglusamur piltur
og áreiðanlegur ósk-
ar eftir herbergi. Til-
boð sendist af-
greiðslu Þjóðviljans
fyrir 31. júli nk.
merkt „Reglusemi”
SKIPAIITGCRB RIKISINS
M/s Baldur
fer frá Reykjavík
þriðjudaginn 29. þ.m.
til Breiðaf jarðar-
hafna. Vörumófffaka:
mánudag og til hádegis
á þriðjudag.
þýðubandalaginu á Akur-
eyri hæð í húsinu Eiðs-
vallagötu 18 þar í bæ. Er
hér um að ræða tvílyft hús
og er það neðri hæð þess,
sem Alþýðubandalagið
hefur þannig eignast. Af
tilefni þessarar höfðing-
legu gjafar hafði Þjóðvilj-
inn tal af Steinari Þor-
steinssyni, sem er í stjórn
Alþýðubandalagsins á
Akureyri, og spurði hann
nokkurra spurninga við-
víkjandi húsinu og starfi
Alþýðubandalagsins í höf-
uðstað Norðurlands.
— Þessi gjöf Lárusar er ómet-
anleg fyrir starf flokksins á Akur-
eyri, sagði Steinar. — Lárus, sem
nú er aldraður orðinn, hefur á
langri ævi verið óhvikull baráttu-
maður sósialismans. Hann studdi
fyrst Kommúnistaflokkinn, siðan
Sósialistaflokkinn og nú Alþýðu-
bandalagið. Með þvi að gefa
flokknum þessa húseign hefur
hann enn á ný lagt stóran skerf af
mörkum til sósialisks starfs á
Akureyri.
— Eruð þið þegar farnir að
starfa i húsinu?
— Eigendaskiptin fóru fram
um siðastliðin áramót, en við gát-
um ekki þá strax byrjað á að
framkvæma nauðsynlegar breyt-
ingar á húsnæðinu, þar eð það var
þá ekki laust. I öðrum enda hæð-
arinnar var matvöruverslun og
trésmfðaverkstæði og i austur-
endanum litil ibúð, sem enn var
búið i. En ibúðin losnaði svo i vor,
i april — mai, og þá var hægt að
hefjast handa um nauðsynlegar
breytingar á innréttingunni þar.
Við innréttuðum þar skrifstofu-
húsnæði, eldhúskrók og dálitið
fundarherbergi og bættum þar að
auki mikib upp á húsnæðið, mál-
uðum, veggfóðruðum og teppa-
lögðum, smiðuðum húsgögn og
hillur, þar á meðal vélritunarborð
og skrifborð. 1 skrifstofuhúsnæð-
inu er vinnuaðstaða fyrir fjóra
menn og i fundarherberginu ætti
að vera nógu rúmt fyrir tólf til
fimmtán manns.
— Ver ekki verulegur kostnað-
ur við þessar framkvæmdir?
— Ekki fyrir félagið, þvi að öll
vinna og allt efni i húsgögn og
innréttingu var gefið af hinum
ýmsu félagsmönnum. Timinn
hafði uppi um þessar fram-
kvæmdir róg i morgunblaðsstil og
var með dylgjur um að við réðum
yfir gildum sjóðum. En við höfð-
um úr engu að spila nema fús-
leika hinna ýmsu félagsmanna til
að leggja fram vinnu og standa
straum af kostnaðinum við þess-
ar breytingar á húsnæðinu.
— En þið hafið ekki enn tekið
við hluta húsnæðisins?
— Hinn endi hæðarinnar er enn
ekki laus. Húsnæðið þar sem mat-
vöruverslunin er til húsa, er leigt
áfram og enn óvist hvenær við
tökum það til okkar þarfa, en hús-
Steinar Þorsteinsson.
Lárus Björnsson trésmiður, sem
gaf Alþýðubandalaginu á Akur-
eyri neðri hæð hússins Eiðsvalla-
gata 18.
næði trésmiðaverkstæðisins losn-
ar i sumar. Þar er stór salur sem
við ætlum að innrétta sem
fundarsal, og þar ættu að komast
fyrir um sextiu manns.
— Starfsaðstaða ykkar ger-
breytist að sjálfsögðu við að fá
þetta húsijæði til afnota?
— Já, og við gerum ráð fyrir að
þarna verði miðstöð sósialisks
starfs á Akureyri. Enn er ekki á-
kveðið i öllum atriðum, hvernig
starfseminni verður háttað, en
við höfum hugsað okkur að húsið
verði opið meira en rétt á kvöldin
eða einu sinni i viku. Þarna gæti
orðið kaffisala og væntanlega að-
staða til að hýsa gesti.
—- Hvað er annars að frétta af
starfsemi Alþýðubandalagsins á
Akureyri?
— Starfið er á uppleið. Við
reynum i þvi að forðast að forust-
an lendi að mestu leyti i höndum
eins eða fárra manna, en af þvi
höfum við slæma reynslu úr for-
tiðinni. Við vinnum sem sé að þvi
að forustan sé samvirk. Og með
þessu húsnæði hefur öll okkar
starfsaðstaða gerbreyst til batn-
aðar. dþ.