Þjóðviljinn - 30.07.1975, Síða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðviku4agur 3». júli 1975.
Ónæmisaðgerðir
gegn mislingum
Fyrir börnfæddl969. Vinsamlegast pantið
tima fyrir þau börn sem ekki hafa þegar
fengið mislinga.
Heiisuverndarstöð Hafnarfjarðar
Barnadeild, simi 50275
Ljósmæður
Ljósmóðir óskast að Sjúkrahúsi Vest-
mannaeyja frá og með 15. ágúst nk.
Nánari upplýsingar veitir forstöðukonan.
Simi 98-1955.
Stjórn Sjúkrahúss og
Heilsugæslustöðvar Vestmannaeyja
Málflutningsskrifstofa
Jón Oddsson hæsta-
réttarlögmaður
Garðastræti 2.
Lögfræðideild sími 13153
Fasteignadeild sími 13040
Magnús Daníelsson sölustjóri
kvöldsími 40087
Hafnarstræti 86
Akureyri sími 23909
KVALLSÖPPET i Nordens
hus torsdagen 31. juli
kl. 20,00 - 23,00
Kl. 20:30 FINNS DET ETT MODERNT
ISLAND? Káseri af lektor HARALDUR
ÓLAFSSON
Kl. 22:00 visas Magnús Jónssons film.
ISLAND OCH HAVET (med norskt tal)
öppet i kafeterian och biblioteket.
VALKOMMEN
NORRÆNA
Allir velkomnir. J-n'lCHF*
Alúðarþakkir fyrir samúö og vinarhug við andlát og
jarðarför
ÁSGEIRS GUÐMUNDSSONAR
húsasmiðs
Guðmunda Guðmundsdóttir
og systkini.
VL-menn stefna vegna ummœla i varnarrœðu:
Hann ætlar að reynast langur halinn á VL-málun-
um, enda stefnuglaðir menn, sem fyrir þeim
standa.
Eins og fram hefur komið i blaðinu hafa VL-ing-
amir 12 stefnt Sigurði A. Magnússyni enn á ný, og
nú fyrir ummæli i varnarræðu, og mun það vera
harla óvenjulegt. Þjóðviljim birtir hér að neðan
málatilbúnað stefnenda eins og hann kemur fram i
stefnu þeirri, sem birt hefur verið Sigurði A.
Magnússyni.
„Höfðun framhaldssakar á sér
tviþætt tilefni. I fyrsta lagi kemur
þar til sú málsástæða stefnda i
frumsök, að sýkna beri hann af
refsikröfu stefnenda vegna fyrn-
ingar. Er málsástæða þessi byggð
á þvi, að stefnubirting hafi eigi átt
sér stað i tæka tið. En i öðru lagi
er tilefni framhaldssakar
ummæli i greinargerð stefnda i
frumsök, er stefnendur telja æru-
meiðandi fyrir sig, en greinar-
gerð þessi var birt i heild i þvi
tölublaði dagblaðsins „Þjóðvilj-
inn”, sem auðkennt er á forsíðu
sem 40. árg. 48. tbl. og Ut kom
fimmtudag 27. febrúar 1975. Er
greinargerðin birt á bls. 6, 7 og 11.
Stefnendur telja, að nefnd fyrn-
ingarástæða stefnda hafi ekki við
rök að styðjast, en til að taka af
ummæla visast til frumstefnu á
bls. 3-4, en það sýnist óþarft að ti-
unda þær röksemdir aftur hér.
Ummæli þau, sem ekki hefur
verið stefnt út af áður, og birtust i
téðri greinargerð, verða rakin
hér á eftir orðrétt. Ummæli þessi
eru undirstrikuð i þvi eintaki dag-
blaðsins „Þjóðviljinn”, sem lagt
verður fram i málinu. Eldri um-
mæli verða einnig auðkennd i
blaðinu en með öðrum hætti. Um-
mæli þau, sem hér ræður um,
verða nú rakin undir tölulið-
um 1—6:
1. Kaflafyrirsögn á bls. 7:
„Atferli 12 óhappamanna”.
2. ,,.... tólf óhappamanna
3. kærurnar eru tilræði við
tjáningarfrelsið....”
Hinir
œru-
kœru
Til upprifjunar eru taldir
hér að neðan þeir 12 ærukæru
samborgarar, sem standa nú i
umfangsmestu meiðyrða-
málaferlum, sem um getur
hér á landi. Þeir eru: Bjarni
Helgason, jarðvegsfræðingur,
Björn Stefánsson, skrifstofu-
stjóri, Hreggviður Jónsson,
framkvæmdastjóri, Jónatan
Þórmundsson, prófessor,
Ólafur Ingólfsson B.A.Stefán
Skarphéðinsson, fram-
kvæmdastjóri, Unnar Stefáns-
son, viðskiptafræðingur, Þor-
steinn Sæmundsson, stjarn-
fræðingur, Þorvaldur Búason,
eðlisfræöingur, Þór Vil-
hjálmsson, prófessor, Ragnar
. Ingimarsson, prófessor og
Valdimar J. Magnússon,
framkvæmdastjóri.
„Tjna œru með
málshöfðunum”
allan vafa og spara málflutning
um það atriði, og þar eð ákveð’n
var höfðun framhaldssakar hvort
eð var vegna nýrra, ærumeiðandi
ummæla, þótti rétt að láta fra n-
haldssökina einnig taka til þeir a
ummæla, sem áður var búið að
stefna útaf að því leyti, se ri
sýknuástæða stefnda vegna
fyrningar gat til krafna stefnem'.a
i frumsök tekið.
Til glöggvunar verður ummsl-
um þeim, sem stefnt er út af i
framhaldssök, skipt i tvo þætti,
sem auðkenndir verða A. og B.
Undir A.koma ummæli þau, sem
áður var búið að stefna útaf i
frumsök, og verða auðkennd með
tölustöfum frá 1-5, en undir B
koma aftur á móti þau ummæli i
nefndri greinargerð stefnda, sem
eigi hefur áður verið stefnt út af.
Samkvæmt þessu er ummæli þau,
sem nú er stefnt útaf öll að finna i
téðri grein, sem birtist i dagblað-
inu „Þjóðviljinn”, er út kom 27.
febrúar 1975.
A.Ummæli úr frumsök, sem nú
er stefnt útaf á nýjan leik, eru
orðrétt þessi:
1. „Hér er um að ræða alvarleg-
ustu atlögu við tjáningarfrelsi
sem mér er kunnugt um hér-
lendis...”
2. „Þeir þýlyndu og þjóðvilltu
tólfmenningar, sem þykjast
vera að verja æru, sem þeir
hafa að dómi þjóðhollra fs-
iendinga týnt, eru hér að fara
inn á braut, sem gæti ekki ein-
ungis reynst hættuleg tján-
ingarfrelsi landsmanna,
heldur sjálfu lýðræðinu i land-
inu....”
3. ,,.... hrokafullu þjóðvilling-
ar....”
4. ,, ....Þessir kumpánar þykjast
hafa að baki sér hinn svokall-
aða þögla meirihluta, en
mættu gjarna minnast þess, að
Adolf Hitler og hans nótar fóru
sinu fram i sömu blindu trú, og
allir vita hvað af þeirri trú
leiddi....”
5. ,, ... heigulshætti og vald-
beitingartrú þeirra tólf ný-
stéttarmanna, sem standa að
þessu tilræði við tjáningar-
frelsi islendinga, og mun
skömm þeirra uppi meðan
nokkur ærleg hugsun bærist
með þjóðinni”.
Um röksemdir fyrir refsi-
ábyrgð vegna framangreindra
Krefjast fang-
elsis og fjár-
seklu i fram-
V
haldssök gegn
Sigurði A.
Magnússyni
rithöfundi
4. afstaða þeirra til hins
erlenda „varnarliðs”......ber
vitni undirlægjuhætti og þræls-
ótta við húsbændurna i vestri.
Það er að minu mati þýlyndi af
verstu tegund að vilja stofna
þjóð sinni i bráða tortimingar-
hættu til að þóknast vestur-
heimskum ráöamönnum, jafn-
vel þótt fjárhagsleg umbun
komi fyrir — eða öllu heldur:
Þýlyndið verður að þvi skapi
fyrirlitlegra sem það á dýpri
rætur í ábatavoninni....”
5. ,,.... tólfmenningarnir hafi týnt
æru sinni með málfhöfðunum
sinum og öllu umstangi i sam-
bandi við hina illræmdu undir-
skriftasöfnun og tölvuvinnslu.
6. ,,.... heigulshætti og valdbeit-
ingartrú nýstéttarmannanna
tólf. Ég tel það vera i senn
gikkshátt og heigulshátt ...
valdbeitingartrú ..”
Um B. 1.
Orðið óhappamaður táknar
samkvæmt málvenju þann, sem
framið hefur glæp eða annan
verknað svivirðilegan að almenn-
ingsáliti. Þegar frumkvæði
stefnenda, sem um ræðir i mál-
inu, er auðkennt sem „atferli 12
óhappamanna”, er þvi verið að
tjá það sem slikan verknað og
stefnendur sem fremjendur hans.
Erþetta næsta gifuryrt ærumeið-
ing og sóðaleg. Telja stefnendur
ummæli þessi varða við 234., 235.
og 236. gr. laga nr. 19/1940.
Um B. 2.
Hiðsama á við um þessi ummæli,
sem hér eru endurtekin, og rakið
er undir B. 1.
Um B. 3.
Hér er það kallað tilræði við tján-
ingarfrelsið að neyta þess réttar,
sem áskilinn er og berum orðum
tilgreindur I 72. gr. stjórnarskrár-
innar. Er þetta að sjálfsögðu frá-
leit fullyrðing og ber vott um
virðingarleysi fyrir lögum og
rétti. Telja stefnendur ummæli
þessi varða við 234. og 235. gr.
laga nr. 19/1940.
Um B. 4.
Hér er dylgjað um annarlegar og
auvirðilegar hvatir stefnenda.
Þeir eru vændir um landráð og
undirlægjuhátt við erlent vald og
að þeir láti einskis svifast á
kostnað þjóðfrelsis tslendinga
sjálfum sér til fjárhagslegs á-
vinnings. Dylgjur þessar eru að
sama skapi fráleitar og þær eru
sóðalegar. Telja stefnendur, að
ummæli þessi i heild varði við 234.
gr., 235. gr. og 236. gr. laga nr.
19/1940.
Um B. 5.
Hér er þvi umbúðalaust haldið
fram, að stefnendur hafi glatað
ærunni; séu ærulausir menn.
Þetta er að sjálfsögðu gróf
móögun, en ummlin íela einnig i
sér aðdróttun um, að stefnendur
Framhald á bls. 10