Þjóðviljinn - 30.07.1975, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 30. júli 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Frásögn af útvarpsþætti um landhelgismálið
— Taismenn þess að samið
vcrði við útlendinga um veiðar
innaii landhelginnar hafa eink-
um nefnt þrjú atriði sem mæli
með þvi að slikir samningar
verði gerðir. i fyrsta lagi scgja
þeir að semja eigi af viðskipta-
legum ástæðum vegna tolla-
mála og fleira. En við islending-
ar hiifuni alltaf I landhelgismál-
inu lagt áherslu á að viðskipta-
máluin og landhelgismálinu
megi ekki blanda saman: við
seljum ekki okkar landhelgi. i
öðru lagi er sagt að við verðum,
að semja vegna vináttu við
aðrar þjóðir. En i landhelgis-
málinu höfum við alltaf gert
okkur grcin fyrir þvi að við yrð-
um að berjast fyrir rétti okkar
og jafnvel að standa I slag við
aðrar þjóðir. Undan þvi verður
stæð búseta sem væri talin for-
senda þess af mörgum aðilum
að viðkomandi eyland ætti rétt á
þvi að miðlinusjónarmiðið væri
virt.
Aðrir þátttakendur I umræð-
unum töldu flestir að hér væri
um tæknilegt vandamál að
ræða, sem þyrfti sérfræðinga til
að leysa fram úr. Kvaðst Bene-
dikt Gröndal helst ekki vilja
viðurkenna Jan Mayen við notk-
un miðlinu. Hvað þá um Kol-
beinsey, spurði hann. Annars
taldi Benedikt almennt að hér
væri um að ræða eðlilega máls-
meðferð íslands á þessu stigi
málsins. Karvel Pálmason
kvaðst heldur hafa kosið að til-
kynnt yrði að við viðurkenndum
ekki miðlinuna við Jan Mayen.
Einar Agústsson lýsti samþykki
Andskotinn, enn einn þorskurinn frá tslandi. Teikning eftir blaðinu
„Westfalische Rundschau”.
Vonandi tekur
þjóðin i taumana
Lúðvik Jósepsson kvað það
aðalatriði þessa máls hvort við
eigum að veita útlendingum
veiðiheimildir innan landhelg-
innar eftir 13.11. eða ekki.
Stjórnarflokkarnir ætla að
semja um veiðar innan land-
helginnar. 1 þessu sambandi
rakti Lúðvik röksemdafærslu
undansláttarmanna og eru
ummæli hans um rökin birt i
upphafi þessarar frásagnar af
útvarpsþættinum.
Vonandi tekur þjóðin i taum-
ana áður en gerðir verða
samningar um veiðar i land-
helginni á vegum útlendinga.
Kvaðst Lúðvik vonast til þess að
Vonandi tekur þjóðin í taumana
og stöðvar undansláttarmennina
ekki vikist. t þriðja lagi er nú
sagt að við verðum að semja við
útlendinga vegna þess að við
þurfum að tryggja okkur veiði-
aðstöðu við strendur annarra
rikja. Einnig þetta er fráleitt og
I rauninni algert yfirklór og
ekkert annað. Við höfum auðvit-
að alltaf vitað — áður en nú er
fært út í 200 mílur — að sllk
vandamál geti komið upp á,
þegar og þá fyrst er aðrar þjóðir
liafa einnig fært landhelgi sina
út i 200 sjómilur. Þegar land-
lielgin við Grænland eða Bret-
land verður komin út i 200 sjó-
milur er hægt að athuga málið,
en það er fráleitt að ætla að gera
slikt áður en til útfærslu kemur
hjá þeim.
— Eitthvað á þessa leið mælt-
ist Lúðvik Jósepssyni, fyrrver-
andi sjávarútvegsráðherra, i
útvarpsþætti um landhelgis-
málið i fyrrakvöld. Þátttakend-
ur i þættinum voru fimm, einn
frá hverjum þingflokkanna.
Auk Lúðviks voru það Benedikt
Gröndal, (A) Einar Agústsson
(F), Karvel Pálmason (SFV) og
Matthias Bjarnason, sjávarút-
vegsráðherra. Þátturinn var
undir stjórn Árna Gunnarsson-
ar, fréttamanns.
Þátturinn tók um eina klukku-
stund og var rætt um land-
helgismálið almennt en þó sér-
staklega um það hvort veita ætti
útlendingum undanþágur til
veiða innan islensku fiskveiði-
landhelginnar.
Jan Mayen
1 þættinum kom fram að allir
þátttakendur voru sammála um
útfærslu i 200 sjómilur 15. októ-
ber. Minnti sjávarútvegsráð-
herra á að útfærsla þessi væri
byggð á samþykkt alþingis frá
15.2. 1972. Nokkur var rætt um
tilhögun útfærslunnar og minnti
Lúðvik Jósepsson þar á þær
ábendingarsem hann hefði látið
koma fram i landhelgisnefnd
varðandi það að Hvalbakur yrði
grunnlinupunktur og linur
dregnar frá honum i Gerpi og
Eystra-Horn. Við þetta hefðu
grunnlinur breyst við Suðaust-
urland okkur í vil gagnvart
miðlinu vegna Færeyja. Þá
taldi Lúðvik að réttara hefði
verið að færa i 200 milur að Jan
Mayen þar sem þar væri ekki
hugsanleg efnahagslega sjálf-
sinu við útfærsluna, en Matthias
Bjarnason minnti á að hér væri
um að ræða fiskveiðilögsögu en
ekki „efnahagslögsögu”, og við
afsöluðum okkur engum rétti
þótt fyrst um sinn gilti miðlina
gagnvart Jan Mayen.
Óviturlegt fyrirfram
Næsta umfæðuefni þáttarins
var það hvort semja ætti við út-
lendinga um veiðar innan land-
helginnar. Matthias Bjarnason
sagði fyrst, að Sjálfstæðisflokk-
urinn teldi skylt að hlusta á þá
sem óska að ræða við islendinga
og rikisstjórnin hefði tekið þá
afstöðu að samþykkja viðræður
ef eftir þeim yrði leitað, en
engin afstaða hefði verið
ákveðin um það hvernig skyldi
samið, slikt væri óviturlegt
fyrirfram. Hann kvað nauðsyn-
legt að semja við aðrar þjóðir
um fiskveiðar um þeirra
strendur. Það gæti þvi haft
alvarleg áhrif ef við neituðum
að ræða við aðrar þjóðir. Ef
samið yrði, væri þó fráleitt að
ganga inn á svipaðan aflakvóta
og 1972, samningur nú yrði að
fela i sér meiri aflatakmörkun
og hann yrði að vera til mjög
skamms tima. Við þurfum að
hafa samningsaðstöðu vegna
fiskimiða við Grænland, Bret-
land og Nýfundnaland, sagði
sjávarútvegsráðherrann.
Ekki að semja
Lúðvik Jósepsson lagði
megináherslu á að 13. nóvember
næstkomandi væri liðinn sá um-
þóttunartimi sem við gætum
gefið erlendum þjóðum. Við höf-
um heldur ekki um neitt að
semja við útlendinga, það er
ekkert til skiptanna. Við getum
fullnýtt þorskstofninn sjálfir, en
það er nauðsynlegt að haga
veiðunum þannig að þorskstofn-
inn aukist frá þvi sem nú er. Það
er auðheyrt, að Matthias
Bjarnason vill semja við útlend-
inga. Það er auðvitað sjálfsagt
að tala við þá, en það er ekki
hægt að semja við þá. Þvi er
haldið fram að það gæti haft
alvarleg áhrif á hafréttarráð-
stefnuna ef við neitum að semja
við aðra vegna 200 milnanna.
Þessi er auðvitað alveg öfugt
farið, en það gæti nefnilega haft
alvarleg áhrif ef við semdum
áður og gæfum þannig tóninn
við lok ráðstefnunnar.
,,Ég er eins
og asni”
Benedikt Gröndal var spurður
að þvi hvort hann tæki fremur
afstöðu með Lúðvik eða
Matthiasi. ,,Ég er eins og asni
milli tveggja heysáta, og vil þvi
ekki taka afstöðu með öðrum
fremur en hinum. En i grund-
vallaratriðum er Alþýðuflokk-
urinn andvigur undanþágum
handa útlendingum og flokkur-
inn hefur lýst þvi yfir að við
þurfum einir að nýta landhelg-
ina. En við munum náttúrlega
hlusta á það sem fram kemur og
taka afstöðu til þess.
Undansláttur
i bigerð
Karvel Pálmason kvaðst
algerlega andvigur samningum
við útlendinga um veiðar innan
landhelginnar. Lagði hann þar
sérstaka áherslu á svæðið innan
50 milnanna. Hann kvað aug-
ljóst að Matthias Bjarnason
væri nú að undirbúa
undanslátt i landhelgismálinu á
svipuðum grundvelli og fólst i
samkomulagsdrögunum við
vestur-þjóðverja, sem stjórnin
þorði ekki að keyra áfram sl.
vetur.
30 milur
i nefnd
Einar Agústsson kvað það
stefnu Framsóknarflokksins að
tryggja bæði sem fyrst full yfir-
ráð yfir 200 milunum og þó
alveg sérstaklega svæðinu
innan 50 milnanna. Hann kvað
framsókn hafa samþykkt að
eðlilegt væri að hefja viðræður
um undanþágur á svæðinu milli
50 og 200 sjm. Hins vegar hefði
verið sett nefnd i það á vegum
flokksins að kanna málið að
öðru leyti. Sú nefnd myndi skila
áliti um það leyti er hann kæmi
úr leiðangrinum til vesturheims
og þá yrði tekin afstaða til máls-
ins i heild innan þingflokks
framsóknar. Við eigum að
hlusta á óskir annarra sagði
Einar Agústsson, en samningar
falla út gildi 13. nóvember um
veiðar innan 50 mílnanna. Þá er
allt laust og óbundið. Það
stendur alls ekki til að fram-
kvæma samningsdrögin sem
gerð voru við vestur-þjóðverja.
A þeim verður mikil breyting að
eiga sér stað ef við þá á að
semja.
Hann minnti á að sá texti, sem
komið hefði út úr hafréttarráð-
stefnunni væri aðeins álit for-
seta ráðstefnunnar. Varla yrði
lokatextinn okkur hagstæðari.
Hættan væri sú að reynt yrði að
miðla málum meðal annars
þannig að svæðasamtök fengju
meiri heimildir til ákvörðunar
afla en nú er. Það gæti verið
slæmt fyrir málstað Islands,
ekki sist ef hægt væri að sýna
fram á að islendingar hefðu
misnotað útfærsluna.
Svik eða
ekki svik
Matthias Bjarnason kvað það
dylgjur einar hjá Karvel að
gera ætti samninga eins og
samningsdrögin við vesturþjóð-
verja hefðu áður gert ráð fyrir.
Það væri ósanngjarnt að vera
að gera sér eða rikisstjórninni i
heild upp einhver svik i málinu.
Matthias sagði að I samn-
ingunum við breta fælist engin
viðurkenning á rétti okkar eftir
13.11.1975.
Karvel sagði að væru það
aðdróttanir um svik að nefna
vestur-þýska samninginn hefði
samningurinn greinilega verið
svik. Hann sagði að samning-
arnir við breta á sínum tima
hefðu verið vandræðasamn-
ingar, en hann hefði sem
stuðningsmaður þáverandi
stjórnar ekki átt annarra kosta
völ en að styðja samningsupp-
kastið eftir að forsætisráðherra
stjórnarinnar hefði i raun gert
samninginn við breta. Karvel
minnti á að Matthias Bjarnason
hefði verið á móti þeim samn-
ingi, en nú væri hann manna
ólmastur i að semja.
Benedikt Gröndal sagði að
landhelgismálið hefði alltaf
verið helgasta mál þjóðarinnar,
en nú væru menn farnir að
hnakkrifast eins og á pólitiskum
fundi i Bolungavik eða á Isa-
firði.
sjómenn og allir aðrir landmenn
létu stjórnarflokkana finna það
að almenningur væri andvigur
samningum við útlendinga: að
landsmenn brygðust við á svip-
aðan hátt og i vetur þegar þeir
hrintu af sér vestur-þýsku
samningsdrögunum. Það þarf
að láta Matthias bakka eins og I
vetur, sagði Lúðvik.
Ástæðulaust að hræða
með herskipum
Karvel Pálmason minnti á að.
aðrar þjóðir væru vinsamlegri
eftir yfirlýsinguna um útfærslu
nú en oft áður.
Að lokum fjallaði þátturinn
um það hvort hugsanlegt væri
að verja landhelgina ef til átaka
kæmi hér innan 200 milna mark-
anna.
Benedikt Gröndal kvaðst enga
trú hafa á hernaði annarra
þjóða gegn okkur. Ljóst væri að
aldrei hefði dregða þjóðarinnar
til þess að veita undanþágu-
samninga verið meiri en einmitt
nú.
Einar Ágústsson kvaðst ekki
hafa trú á þvi að bretar færu i
nýtt þorskastrið eftir þá reynslu
sem þeir hafa fengið. Það er
erfittverk að verja landhelgina.
Matthias Bjarnason kvað það
ekki takast að verja landhelgina
i fjandskap við aðrar þjóðir, það
hefði ekki tekist áður.
Lúðvik Jósepsson sagði að
aðstaða til þess að verja land-
helgina nú væri betri en oft
áður. Bretar eru hlynntir 200
milum og það er óliklegt að þeir
sendi herskip inn fyrir islenska
200 milna landhelgi. Það er
ástæðulaust að vera að reyna að
hræða menn með herskipum
hér.
Að lokum kom það fram i
þættinum, i máli utanrikisráð-
herra að engar umræður væru
nafnar við útlendinga um
undanþágur. Framsóknarflokk-
urinn væri reiðubúinn að ræða
um undanþágur á svæðinu frá
50-200 niilutn, en hafi ckki gert
upp hug sinn varðandi svæðið
innan 50 milnanna. .En það
kæmi þvi aðeins til greina að
minu matii’ sagði utanrikisráð
herrann, .að með þeim liætti
megi ná yfirráðum yfir fisk
veiðilögsögunni á skemmri tima
en ella værit
Þ j óðleikhúsið:
Fyrsta leikförin til Vesturheims
Föstudaginn 31. júli heldur
héðan vcstur um haf fyrsti leik-
hópur frá Þjóðleikhúsinu til
sýninga I islendingabyggðum I
Kanada og I Bandarikjunum.
Þessi för var farin fyrir frum-
kvæði Þjóðræknisfélaganna hér
og vestra, cnda liður i hátiöahöld-
unum i tilefni 100 ára afmælis
fyrstu islendingabyggðarinnar á
Nýja islaiuli. Rikisstjórn islands
hefur lagt styrk til þessarar
ferðar. Menntainálaráðherra Vil-
hjálmur Hjálmarsson og kona
hans og þjóöleikhússtjóri Sveinn
Einarsson og kona hans verða
með i förinni.
Dagskrá sú, sem hópurinn
flytur er allfjölbreytt og verður
þar leitast við að rifja upp sam-
eiginlegan menningararf Islend-
inga báðum megin hafs, eins og
leikskáldin, ljóðskáldin og tón-
skáldin hafa séð hann. Þarna
verða flutt brot úr nokkrum leik-
ritum, sem lýsa að einhverju sögu
og lifsháttum þjóðarinnar fyrr á
öldum, Islandsklukku Halldórs
Laxness, Jóni Arasyni og Skugga-
Sveini eftir Matthias Jochums-
son, Pilti og stúlku eftir þá frænd-
ur Jón og Emil Thoroddsen og
loks úr Gullna hliðinu eftir Davið
Stefánsson. Þá verða lesin ljóð og
Framhald á bls. 10