Þjóðviljinn - 30.07.1975, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 30.07.1975, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 30. júlí 1975. ÞJÓÐVILJINN ;— SÍÐA 5 af erlendum vettvangi Maður úr yrði vikið málum. gæslusveitum SÞ á verði f Sinai-skaga. Ef fsraelsmönnum úr SÞ yrði enn erfiðara fyrir samtökin að reyna að miðla K refjas t brottrekstrar lsraels úr Sþ urinn, sem hefur fengist að kynnast nýlendustefnu evrópu- manna frá hinni hliðinni. Stjórnmálamenn þessara þjóða lita þvi gjarnan svo á að barátta Palestinuaraba sé sama eðlis og þeirra eigin barátta var meðan þeir voru undir yfirráðum nýlenduvelda. Þeir sjá ekki neinn reginmun á ástandinu i Israel og t.d. ástandinu sem var i Alsir, þar sem franskir land- nemar höfðu sölsað undir sig bestu landsvæðin og réðu land- inu. Það er áreiðanlegt að hefði verið reynt að leysa Alsir- deiluna á sinum tima með þvi að stofna þar eins konar „sjálf- stætt riki” undir forystu frönskumælandi alsirbúa hefðu þjóðir þriðja heimsins nú vé- fengt tilverurétt sliks rikis og krafist þess aö réttur innfæddra alsirbúa yrði virtur. Nú er vitanlega mikill munur á alsirskum frökkum og Undanfarna daga hefur þess tvivegis verið krafist að tsrael verði vikið úr samtökum Sameinuðu þjóðanna. I fyrra skiptið voru það utanrikisráð- herrar Múhameðstrúarrikja á sameiginlegum fundi i Djeddah, sem báru fram þessá kröfu og gerðu þannig málstað araba að málstað allra Múhameðstrúar- rikja, — en það vill reyndar oft gleymast að arabar eru ekki nema fimmti hluti allra þeirra þjóða sem fylgja boðorðum spámannsins, og hafa sumar þeirra, t.d. tyrkir og iranar, löngum haft tiltölulega vinsam- leg samskipti við Israel. A siðasta fundi Múhameðstrúar- bandalagsins i Lahore 1974 var þess aðeins krafist að irsaels- menn drægju her sinn þegar burt úr hernumdu svæðunum, og gátu allir fallist á það hver sem samskipti þeirra voru við tsrael. Nú hefur verið gengið enn lengra, og sam- þykktu utanrikisráð- herrarnir þá tillögu, sem hörðust var, en það var til- laga sýrlendinga. Hún krafðist þess einfaldlega að Sameinuðu þjóðirnar ógiltu ákvörðun nr. 237, sem gerði Israel að fullum þátttakanda i samtökunum. Þessi samþykkt fullnægði öllum kröfum Palestinuaraba, sem áttu nú i fyrsta skipti fulltrúa á fundinum. Tyrkir höfðu hins vegar of mikla þörf fyrir stuðning i Kýpur-deilunni, og iranar of mikla þörf fyrir hlut- leysi annarra rikja gagnvart yfirgangi þeirra við Persaflóa til að geta skorið sig úr og reynt að verja tsrael. t seinna skiptið voru það utan- rikisráðherrar rikja Einingar- sambands Afrikurikja á fundi i Kampala sem kröfðust brott- rekstrar tsraels. Krafa þeirra var þó ekki eins róttæk og krafa utanrikisráðherra Múhameðs- trúarmanna. Tvær tiltögur voru bornar upp á fundinum, önnur frá frelsishreyfingu Palestinu- búa um að tsrael yrði vikið úr samtökum Sameinuðu þjóð- anna, en hin frá egyptum um að israelsmönnum væri meinað að taka þátt i starfi Sameinuðu þjóðanna þangað til þeir féllust á að fara eftir samþykktum samtakanna um deilumálin fyrir botni Miðjarðarhafs, og fór það svo að lokum að seinni til- lagan var samþykkt. Nú á þessi tillaga að visu eftir að koma fyrir fund æðstu manna Afriku- rikjanna, sem er að hefjast um það leyti sem þessar linur eru skrifaðar, en flest bendir til þess að hún verði samþykkt þar. Reyndar skiptir það ekki ýkja miklu máli hvor tillagan er samþykkt. Til að visa tsrael úr Sameinuðu þjóðunum þarf sam- þykki öryggisráðsins, og vist er að bandarikjamenn myndu beita neitunarvaldi sinu ef það mál kæmi til kasta þess. Hins vegar er unnt að banna israels- mönnum að taka þátt i starfi Allsherjarþingsins — eins og suður-afrikubúum i fyrra — og eftir samþykktirnar á fund- unum i Djeddah og Kampala bendir allt til þess að meirihluti séfyrir sliku banni ef tillaga um það verður borin upp á Alls- herjarþinginu. Þessir atburðir allir eru til marks um vaxandi einangrun israelsmanna — og hefði mörgum þótt það undarlegt fyrir fáum árum að tillaga um að visa burt úr Sameinuðu þjóð- unum eina rikinu, sem þessi samtök hafa hreinlega skapað, fengi slikan hljómgrunn. Flestir vesturlandamenn sem um þetta hafa fjallað telja þessa þróun mjög ósækilega. Eru þeir yfir- leitt sammála um að það sé mjög óhagstætt að nokkurt riki sem máli skiptir séu utan Sameinuðu þjóðanna, hvernig svo sem það kann að haga sér, þvi að samtökin eru nauðsyn- íegur viðræðuvettvangur, — og hafa reyndar margir bent rétti- lega á það að enn erfiðara myndi vera að fá israelsmenn til að fara eftir samþykktum samtakanna um deilumál þeirra og araba ef þeim væri meinað að taka þátt i starfi þeirra. Sjálfir segja israels- menn að slik útilokun muni um siðir stuðla að eyðileggingu SÞ. En i rauninni stendur þessi deila ekki um það hvort eitt riki eigi að taka þátt i starfsemi SÞ eða ekki, heldur hitt hvort Israel sé riki eins og önnur og hver sé tilveruréttur þess. Yfirleitt hafa vesturlandabúar litið svo á að tilvera tsraelsrikis sé alveg sjálfsagður hlutur sem allir nema arabiskir hryðjuverka- menn séu sammála um, og ein sterkasta röksemdin gagnvart aröbum hefur lengi verið sú að þeir ,,virði ekki tilverurétt tsra- els”. Þegar tsraelsriki var stofnað, var evrópskur hugsunarháttur rikjandi innan Sameinuu þjóð- anna. Allir voru sammála um að gyðingar yrðu að fá þjóðar- heimili eftir hörmungar striös- áranna, en fæstir sáu neitt athugavert við það þótt það gerðist á kostnað arabiskrar þjóðar, en alls ekki þeirra sem höfðu framið hermdarverkin gegn gyðingum. Eina lausnin sem reynd var þegar deilurnar mögnuðust var skipting Palestinu milli gyðinga og þeirra manna sem þar bjuggu og töldu sig eiga fullan rétt á öllu landinu. Siðan þetta gerðist hefur mikið vatn runnið til sjávar og til sögunnar er komið nýtt pólitiskt afl, þriðji heim- gyðingum, þvi að hinir fyrri þurftu ekki að skapa sér nýjan griðastað. En frá sjónarmiði þriðja heims þjóðanna horfir málið öðru visi við, þvi að þær skilja ekki hvers vegna palestinubúar ættu að borga skaðabætur fyrir afbrot Hitlers. Afstaða þeirra gagn- vart tsrael er þvi sú sama og vera myndi gagnvart einhverju gervi-Alsir, sem reynt hefði verið að koma upp; þeir vilja ekki tala um tilverurétt tsraels fyrr en búið er að tryggja rétt Palestinuaraba. Á þennan hátt verður að skilja viðleitni þeirra til að bola Israel úr alþjóðasam- tökum og einangra það sem mest; næsta stigið verður væntanlega að mynda útlaga- stjórn Palestinu og fá henni þau sæti sem tsrael er svipt. Nú er það augljóst mál að ekki vilja atlir leiðtogar þriðja heimsins né jafnvel arabaland- anna ganga svo langt. Meðal þeirra er Anwar Sadat egypta- landsforseti sem vill nú finna einhverja málamiðlun og varar við þvi að einangra israelsmenn um of; hann hefur m.a. mælt gegn róttækustu tilraunum um brottrekstur þeirra. En hann getur ekki samið neitt nema israelsmenn geri tilslakanir á móti, t.d. þær að afsala sér her- numdu héruðunum og viður- kenna sjálfsagðan rétt Palestinuaraba. Þetta verða israelsmenn að skilja, þvi biði stefna Sadats ósigur má það heita tryggt að miklu einstrengingslegri menn munu þá móta stefnuna. Þvi miður hafa israelsmenn sýnt litla sáttfýsi að undan- förnu. Með þvi er þó ekki eingöngu átt við talsmáta ráðamanna þeirra — sem hefur mjög spillt fyrir sátta- tilraunum Kissingers og annarra — heldur einnig aðgerðum þeirra i hernumdu svæðunum. Þar vinna þeir að þvi að hrekja burt Palestinu- araba og setja i staðinn israelska landnema; franska blaðið Le Monde hefur m.a. sagt frá þvi að jarðýtur séu látnar ryðja burt þorpum og tjaldbúðum araba og eyðileggja alla jarð- yrkju þeirra en ibúarnir séu fluttir burtu nauðungar- flutningum. A svipaðan hátt.að visu heldur mildari, er verið að gera Jerúsalem að alisraelskri borg. Þetta bendir engan veginn til þéss að israelar hyggist gera nokkrar tilslakanir — og þessa sömu ályktun neyðast arabar til aö draga. Þvi miður þarf ekki annað en lita á kortið (og þarf ekki einu sinni skýrslur um oliufram- leiðslu) til að sjá hvernig þessi skammsýni getur komið israelum i koll. e.m.j. Norrœni sumar- háskólinn 25 ára Norræni sumarháskólinn er 25 ára í sumar og af því tilefni höfðum við sam- band við formann íslands- deildar sumarháskólans, Þorstein Vilhjálmsson eðlisfræðing og spurðum hann um starfsemi íslandsdeildarinnar. „Þetta er fyrst og fremst náms- hópastarf, sem fer fram á um 20 stöðum á öllum Norðurlöndunum. A hverjum stað eru valin nokkur viðfangsefni úr þeim efnum, sem ákveðið hefur verið að sumar- háskólinn fjalli um hverju sinni. Hér á tslandi hafa i ár verið starf- andi átta hópar, sem fjalla um sjö efni. Einn hópur er starfandi á Akureyri með sama viðfangsefni og annar hér i Reykjavik.” „Er mikill áhugi hér á að taka þátt i þessu námsstarfi?” „Já, og áhuginn fer mjög vax- andi. Hóparnir hafa aldrei verið eins margir og i ár og þeir hafa Rœtt við Þorstein Vilhjálmsson, eðlisfrœðing, formann Islands- deildar sumarháskólans einnig verið mjög virkir. 1 hverjum hópi eru 5 til 12 manns.” „Hvernig er hagað starfsemi hópanna?” „Um áramótin er starfsemin auglýst og fólk skráir sig i hóp- ana. Allir geta tekið þátt i starfinu, án tillits til menntunar. Hóparnir starfa yfir veturinn undir handleiðslu hópstjóra. Venjulega eru fundir einu sinni i viku eða hálfsmánaðarlega. Siðan er sumarmót á einhverju Norðurlandanna, og fara þá nokkrir þátttakendur úr hverjum hópi og hitta þátttakendur úr hlið- stæðum hópum frá hinum Norðurlöndunum. I ár er sumar- mótið i Abo i Finnlandi dagana 1,- 10. ágúst. Hér verður sumarmótið liklega haldið næst 1977. Hóparnir bera saman bækur sinar á sumarmótinu og halda siðan áfram starfseminni i sinu heimalandi, en á haustmisseri eru niðurstöður starfsins dregnar saman.” „Hvernig er starfsemin fjár- mögnuð?” „Norræna menningarmála- skrifstofan styrkir sumarháskól- ann, en hluti af styrknum fer i ferðir á sumarmótið.” „Verðið þið með svipuð efni til umfjöllunar á næsta starfstima- bili?” „Ég geri ráð fyrir þvi og það má búast við að margir haldi áfram i sinum hóp. Einhverjir nýir hópar verða þó trúlega éinnig með”, sagði Þorsteinn. Hóparnir sem starfa i ár i Reykjavik eru þessir: 1. Orkumál á Norðurlöndum. Hópstjóri Hrafn Hallgrimsson. 2. Heilbrigðis- og félagsmála- stefna. Hópstjóri Sigrún Július- dóttir. 3. Visindasaga. Hópstjóri Páll Skúlason, lektor. 4. Saga verkalýðshreyf- ingarinnar. Hópstjóri ólafur R. Einarsson. 5. Félagsmótun, mál og stéttar- vitund. Hópstjóri Jón R. Gunn- arsson. 6. öreigabókmenntir og borgaralegur hugsunarháttur. Hópstjóri Ólafur Jónsson. 7. Hlutverk fjölskyldunnar i viðhaldi vinnuaflsins. Hópstjóri Þórhannes Axelsson. Á Akureyri starfar einnig hópur um Orkumál, en Katrin Friðjóns- dóttir er hópstjóri. Þí „200 fiskar fyrir kú99 sýnd í Norrœna húsinu Eins og undanfarin fimmtu- dagskvöld'verður Norræna húsið opið fimmtudagskvöldið 31. júli n.k. frá kl. 20-23. HARALDUR ÓLAFSSON, lektor, talar kl. 20.30 um tsland nútim- ans, Finns det ett modernt Island? Hann flytur erindi sitt á sænsku. Kvikmyndin 240 fiskar fyrir kú —Island og havet, norsk text) verður svosýnd kl. 22:00, en kvik- mynd þessa gerði Magnús Jóns- son árið 1973. 1 sýningarsölum i kjallara Norræna hússins er opin sýningin HÚSVERND, sem sett hefur verið upp i tilefni húsfriðunarárs Evrópu. Kaffistofan verður opin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.