Þjóðviljinn - 30.07.1975, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 30.07.1975, Qupperneq 7
Miðvikudagur 30, júlf 1975. ÞJOÐVILJINN — SIÐA 7 I tilefni af þvi að álits- gerð Iðnþróunarnefndar um eflingu iðnaðar á ís landi 1975—1985 er komir út, sneri blaðið sér til Guð mundar Ágústssonar hag fræðings og ræddi við hanr almennt um iðnþróunar mál. t fyrstu var Guðmundur spurður að þvi af hverju málefni iðnþróunar væru nú sífellt oftar á dagskrá. í atvinnulegu tilliti er nú að taka við nýtt tlmaskeið, iðnþróun, sem er eðlilegt framhald af fyrri skeiðum á þessari öld, landbún- aðarsamfélagi, fiskimannaþjóð- félagi og siðan almennri tækni- þróun samfara uppbyggingu iðn- aðar. Iðnþróun er hér eðlilegt framhald fyrri timaskeiða og i kjölfar hennar fylgir sérhæfð þjónusta við atvinnugreinar og almenn þjónusta i þjóöfélaginu, sem hvilir á afkastamiklum framleiðslugreinum. — Ekki eru sjávardtvegur og landbúnaður úr leik? — Siður en svo. Þetta er ávöxt- ur af afkastaaukningu i þessum greinum. En I stað þess að standa kyrr eða boða rómantiskt aftur- hvarf — vaka yfir ánum og halda á grasafjall —■ er þá ekki rétt að reyna að skoða næsta viðfangs- efni i atvinnulegum efnum og móta það á þann veg, að vel megi við una? A siðustu áratugum hefur orðið glfurleg afkastaaukning í land- búnaði fyrir tilstuðlan ræktunar, vélvæðingar, kynbóta, fóðurbæt- is, baráttu við sjúkdóma, mennt- unar og fleira. Nú starfa nálægt 10% þjóðarinnar við þennan at- vinnuveg eða um 9 þús. manns reiknað I fullum starfsárum og ekki er að búast við fjölgun þar. 1 landbúnaði hefur einnig verið fjárfest mjög mikið og á einstaka sviðum er jafnvel um tima- bundna yfirfjárfestingu að ræða, svo hún iþyngirbúrekstrinum hjá bændum. Lausnin er ekki sú að auka þar á, heldur að stuðla að hagkvæmari nýtingu fjármunanna með auk- inni samvinnu milli búa og sér- hæfinguþeirra i framleiðslu. 1 þvi er fólgin innri styrking fyrir land- búnaðinn. — Hann á þá ekki að deyja, en það er alltaf verið að skjóta á hann. — Það þarf eflaust að huga að ýmsu, m.a. fjárfestingar- og verðmyndunarkerfi hans. Verð- lagskerfi hans er ekki byggt á lögmálum villta vestursins — heldur á félagslegum grunni eins og raunin er um fleiri svið i efna- hagslifi okkar, þar sem bændur geta selt sinar afurðir á föstu verði. 1 verðlagskerfinu eru bein tengsl milli bænda og verkalýðs I bæjunum og þessi öfl þurfa að tryggja þaö sameiginlega, að fjárfestingar- og verðlagskerfi landbúnaöarins taki jafnan þeim breytingum, sem leitt geta til þess, að afuröir og störf i land- búnaöinum komi að sem bestum notum öllu þjóðfélaginu og ekki sé hætta á þvi, að kerfið leiði til þess að landbúnaðurinn taki sitt eigið strik, óháð þörfum iðnaðar og neytenda. Þá er hætta á að hann Iþyngi þjóðfélaginu, tengslin slitni við verkalýð bæjanna, fé- iagslegur grundvöllur landbúnað- arins bresti og hann verði skotinn i kaf af kábojum villta vestursins, sem skjóta nú titt út og suður. En vonandi styrkist hans innri máttur enn frekar, en það breytir engu um það, að iðnaðurinn er næsta skrefið i atvinnulegum efn- um og þá meðal annars útflutn- ingsiönaður, sem byggir á út- flutningi iðnaðarvara úr ull og skinnum en til þess þarf úrvalsull og góðar gærur. — En sjávarútvegurinn? — En sjávarútvegurinn er og Úr áliti lönþróunarnefndar Breytingar á mannaflaskipun iönaðar Tegund iðnaðar 1972 1985 Þjónustuiðnaður 4500 6400 Heimaiðnaður 9600 8600 Útf lutningsiðnaður 1600 4600 15.700 19.600 IÐNÞRÓUN AF HVERJU - FYRIR HVERN? verður ein megin stoðin. Rétt er þó að hafa eftirfarandi i huga. Fiskistofnarnir við landið eru flestir fullnýttir og sumir jafnvel ofveiddir. Hætta er á stórslysi á uppeldisstöðvum þorsksins fyrir norðan land — að stofninn hrein- lega hrynji niður — og litið gagn er 1 200 milum, ef ekki tekst að verja 50 fyrir erlendri ásókn. Verndun fiskimiðanna og skipu- leg nýting stofnanna undir leið- sögn okkar þróttmiklu fiskifræð- inga geta leitt til töluverðrar aukningar afla og jafnari með timanum — jafnvel 800—900 þús. tonn af botnfiski i stað 400—500 þús. núna. Til þess að veiða þenn- an afla, þarf ekki að auka við okk- ar nýja fiskiskipaflota — kannski skipta um einstaká skip og endur- nýja bátaflotann á eðlilegan hátt og þá að stórum hluta hérlendis — en fjárfestingin i heild þarf ekki að aukast að ráði. Aftur á móti þarf töluvert fé til að byggja upp fiskvinnsluna. — Þannig er ætlað að fjöldi fiskimanna breytist litt, en fólki við fiskvinnslu kann að fjölga eitthvað við aukið aflamagn — en varla hluti þess af mannafla vegna aukinnar tækni við upp- byggingu fiskiðnaðarins. Aukn- ingin verður annars staðar. Annars má benda á að samfara auknum kröfum um skynsamlega nýtingu fiskistofna hefur skipan mála i sjávarútvegi svolitið breyst. Hin stærri, nýju skip eru flest komin i eigu bæjar- og sam- vinnuútgerða, sem að jafnaði tengjast fiskvinnslustöðvunum og miða veiðar sinar við þau til þess að jafnari vinnsla fáist, m.a. vegna kjarasamninga verkafólks um kauptryggingu i húsunum. Hér hefur skipulagshyggja rutt sér nokkra braut á skynsaman hátt og vonandi fylgir á eftir frek- ari sparnaður við skipulegri rekstur — þvi ýmsu var sóað i kapphlaupinu hér áður fyrr. Þróttmikill sjávarútvegur og styrkur landbúnaður eru bestu forsendur iðnþróunar. Iðnaðurinn vex þá upp við styrkar stoöir og honum er veitt sú keppni, i vinnu- afli og launum, að hann verður að ná ákveðnu> afkastastigi til að standa þar jafnfætis. Láglauna- iðnaður fær ekki þrifist. Þannig er iönþróun ekki andstæða þess- ara tveggja atvinnugreina, held- ur eölilegt framhald i atvinnuþró- un. — Hvað þarf helst að gera til þess að iðnaðurinn geti tekið við þvi hlutverki, sem nefnt hefur verið? — Iðnþróun er ekki það að reisa eina verksmiðju, heldur þarf að huga að allmörgum atrið- um. Til einföldunar hér má nefna að búnaðarmál eða ytri skilyrði sem greinin býr við eins og tolla, verðiagskerfi, lánakerfi o.fl., innri mál greinarinnar, sem snúa að skipulagi, stjórnunarmálum o.fl. og svo nýiðnaðarverkefni. — Hér þarf hið opinbera eða Iðnþróun er mál verkalýðs og vinstri samtaka. Þróttmikill sjávarútvegur og styrkur landbúnaður eru bestu forsendur iönþróunar. iðnaðarráðuneytið að hafa frum- kvæði um samhæfingu á starfi þvi, sem unnið er til þess að markviss iðnþróunarstefna veröi framkvæmd. Svo þarf að vera hvað viðvikur hinum almennu ytri skilyrðum, en þar vantar mikið á að framleiðsluiðnaðurinn búi við hliðstæð skilyrði sem aðr- ar greinar. Ráðuneytið þarf einn- ig að hvetja til og hafa frumkvæð- iö um samstarf stofnana og iðn- fyrirtækja um tæknimál, mennt- un og skipulag og að sjálfsögðu að hafa forystu um stærri nýiðnað- arverkefni. Fyrir tveimur árum var iðn- þróunarnefnd komið á laggirnar til að hrinda af stað og samhæfa ýmis störf i tengslum við iðnaðinn og athuga ýmis málefni hans. Alitsgerðin er sprottin af þessari viðleitni og þar eru dregin saman helstu atriði þessara mála og varpað fram allmörgum tillög- um. Hana ber þó ekki að skoða sem neitt lokaorð, eins og væri hún sendibréf frá Saigon, heldur er henni ætlað að skýra mál og draga fram helstu verkefni, sem þarf að fá umræður um, hvernig best er að leysa og kunna menn að hafa ólikar skoðanir þar um ein- staka liði en eflaust svipaðar um marga þeirra. — t spá iðnþróunarnefndar eru taldar likur á að það muni fjölga i iðnaði uin 2—3000 manns á næstu árum og þar starfi um 18 þús. manns árið 1980. A hverju byggist þessi spá? — Tölur í þessa veru eru ekki óliklegar, en þessber að gæta, að þegar komið er að svona málum er hægast um vik að spá um mannafla og jafnvel skiptingu hans. En slik skipting er afleiðing af öðrum þáttum, bæði efnahags- legum og félagslegum, sem erfið- ara er að spá um, t.d. hvert verður fjármagni stýrt, hvemig verður skipulagsmálum i grein- inni og afköstum háttað. — Við höfum þegar vikið að horfum i landbúnaði og sjávarút- vegi. Auk þess er fyrirsjáanlegt að fækka muni i þeirri vörufram- leiðslu sem keppir við vaxandi innflutning vegna lækkandi verndartolla, m.a. fataiðnaði, innréttinga- og húsgagnaiðnaði. Hér er þvi um grisjun að ræða og eftir standa afkastamiklar iðn- greinar. Sama er að segja um út- flutningsgreinar, en þær þurfa að stóreflast, ef um fjölgun á að vera að ræða. Fjölga mun þá væntan- lega einnig i þjónustu- og við- gerðaiðnaði, en þar þarf að stuðla að því, að honum verði veitt nokk- urt aöhald til hagkvæms rekstrar, svo að starfsemi hans leggist ekki á aðrar framleiðslugreinar. — A einum stað i áliti nefndar- innar er lagt til að arður af hluta- fé verði skattfrjáls til að örva þannig fjármögnun I iðnaði. — Hvað um þá tillögu? — Æjá, þetta er smá meinloka. Sllkt mundi litlu breyta um fjár- mögnun og er ekkert sérmál iðn- aðar, heldur er þetta samskonar stéttarleg afstaða um dreifingu á arði i þjóðfélaginu. Með hluta- fjárarð hefur nú oftast verið farið eins og almenna vexti af sparifé. Svona kukl mundi nú litlu breyta um fjármögnun á meðan verð- bólgan geymir best peninga i á- visun á framtiðina, verðtryggð- um rikisskuldabréfum eða stein- steypu. —, Fjármögnunarmálin eru miklu stærri en þetta. Hér kemur m.a. inn i myndina spurningin um, hvernig fjármagni er dreift á sjóði og atvinnulif, svo og þátt- taka Hfeyrissjóða i fjármuna- myndun. Iðnaðurinn hefur verið smár og iðnrekendur ekki alltaf þungir á vogarskálinni. Iðnþróun verður þvi ekki siður verk verka- lýðs og vinstri samtaka. — Það liggur eftir að fjalla nánar um þátt verkalýðshreyf- ingarinnar i þessu máli, þess fjármagns sem hún hefur yfir að ráða ásamt opinberu fé og hvern- ig það kemur til með að nýtast best á félagslegum grundvelli, Itök og áhrif starfsmanna i fyrir- tækjunum sjálfum svo og opin- bert áætlunarstarf varðandi framkvæmdir og atvinnurekstur, sem ætlunin var að taka nýjum tökum hér fyrrum, en tókst ekki sem skyldi, eins og drepið er á i nýútkominni ársskýrsiu Fram- kvæmdastofnunar. — En hvað um menntunarmál þess fólks seni starfar i iðnaði? — Þar vildi ég helst leggja áherslu á fræðslu þess fólks, sem starfar i verksmiðjuiðnaði. Þær þjóðir, sem tekið hafa umbreyt- ingu I iðnþróun siðari árin, leggja mikinn þunga á þennan þátt fræðslukerfisins og laga jafnvel aðra þætti eftir honum. Því fyrir hvern er iðnþróunin og hver á að bera hana uppi? Mikilvægt er að tengja verk- menntunina almennu mennta- kerfi þjóðarinnar, svo kennslan verði ekki einskorðuð við hand- brögð, heldur fái starfsmaðurinn tækifæri til að auka við sina al- mennu menntun og taka þátt i þróun þjóðfélagsins samhliða og til jafns við aðra. Nokkur góð námskeið hafa þó verið haldin i framleiðsluiðnaði, en það þarf miklu meira tii. 1 lög- um um atvinnuleysistrygginga- sjóð er kveðið svo á að stjórn sjóðsins sé heimilt að veita þátt- takendum í viðurkenndum starfs- þjálfunarnámskeiðum styrk og gæti þar verið um fjárhagslegan bakgrunn að reglubundnu nám- skeiðahaldi að ræða, en stjórn sjóðsins hefur ekki enn sett nein- ar nánari reglur um veitingu þessara styrkja. Samhliða menntun þarf að bæta tækniþjónustu við iðnfyrirtækin og afgreiða lög um Iðntæknistofn- un, sem lögð voru fyrir Aiþingi 1973—74. — Þá eru cflaust fleiri mál, sem vinna þarf að. — Innan iðnaðarins hefur verið unnið að ýmsum aðgerðum ogmá þar til nefna tækniþjónustu við húsgagna-, innréttinga- og bólst- uriðnað og einnig skipasmiðaiðn- að. Útflutningshópar hafa verið myndaðir á ýmsum sviöum og rekstrarlegt ráðgjafastarf fyrir iðnfyrirtæki verið eflt svo eitt- hvað sé nefnt. Hér eru yfirleitt á ferðinni þeir aðilar, sem ætla sér að auka getu sina og standast harðari kröfur, en tæknileg end- urnýjun vinnustaða og aukin menntun getur kostað nokkuð átak og skipulagsbreytingu vegna sérhæfingar og samvinnu eða jafnvel samruna fyrirtækja. Auk þess eru miklir möguleikar á fjölþættum smærri iðnaði, sem framleiddi til útflutnings og var nokkurra þeirra getið i Þjóðvilj- anum fyrir stuttu. Hér er um mjög fjölbreytt svið að ræða og að þeim öllum þarf að vinna. — t álitsgerðinni er tekið dæmi um uppbyggingu á orkufrekum iðnaði. — Já, en þetta er aðeins dæmi til að skoða. Þar er gengið út frá þvi að raðnýting orkunnar sé aðalatriði, þ.e. að hefja byggingu nýs orkufreks stórfyrirtækis um ieið og öðru lýkur og vatnsorka verði samt nóg fram yfir alda- mót. Mikið lengra er dæmið ekki reiknað og útkoma þvi engin fengin. Hvorki innbyrðis hag- kvæmnisathuganir, dæmi um aðra stóriðju en orkufreka, hvað þá allanþann fjölda smá-og miðl- ungsfyrirtækja, sem til greina koma. Dæmið er ekki búið og fleiri liðir þurfa að útfærast og koma fram. Aður hét, að nauðsynlegt væri að reisa orkufrekan iðnað af þvi að vatnsorkan væri að verða verðlaus — núna af þvi hún sé alltaf að aukast i verði. En iðn- þróunin er ekki orkunnar vegna. — Iðnþróunin þarf að koma af þvi hún er eðlilegt framhald i at- vinnulegu tilliti, hún opnar tæki- færi til atvinnustarfsemi og aukn- ingu þjóðartekna. Það getur farið eftir ýmsu hvaða verkefni eru tekin fyrir. Tryggja þarf öllum atvinnutækifæri og byggja jafn- framt eftir mætti háþróaðan iðn- að, smáan eða stóran eftir getu og hagkvæmni hverju sinni. Þá koma byggða- og náttúrusjónar mið við sögu og að sjálfsögðu við- horf gagnvart félagslegum þátt- um og efnahagsiegu sjálfstæði landsins. En öll þessi sjónarmið mega sin meir eftir þvi sem efna- hagsleg undirstaða er styrkari fyrir.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.