Þjóðviljinn - 30.07.1975, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 30.07.1975, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 30. júli 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Miklir erfiöleikar meö mannskap landsliösins Jón og Örn forfölluðust skyndilega án skýringa! og þrír aðrir úr 22ja manna hópnum höfðu áður boðað forföll Þegar við heimsóttum islenska landsliðið í æfingabúð- irnar á Laugarvatni í gær kom í Ijós að tvo menn, sem valdir voru í 16 manna hópinn vantaði. Það voru þeir Jón Alfreðsson og örn óskarsson, sem báðir höfðu þó á hádegi í fyrradag lýst sig fúsa til þess að leika með landsliðinu þennan leik. Báðir gáfu þá skýringu að þeir væru meiddir, sem óneitanlega er þó erfitt að taka fylli- lega trúanlegt. Að vísu hefur Jón átt við meiðsli að stríða i hné að undanförnu en hann hefur þó leikið þrátt fyrir það. Munu forráðamenn IA hafa beðið hann að leika ekki með landsliðinu þennan leik ef hann teldi sig ekki 100% i lagi. Landsliðsnefndinni mun, að því er heimildarmaður Þjóðviljans sagði okkur, ekki hafa tekist á ná í örn óskarsson til þess að afla sér frekari skýringa á hans meiðslum þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Þetta er mikið áfall fyrir landsliðið sem leikur gegn rússum í kvöld, ekki hvað síst vegna þess að þrír aðrir úr 22ja manna hópnum eru meiddir. Rétt er að taka það fram að þessar heimildir okkar um ástæður forfallanna og allt málið þar á bak við eru e.t.v. ekki alveg „pottþéttar” en hitt er þó vist aö þeir Jón og Orn voru ekki i æfingabúöunum og munu ekki leika með f kvöld. Landsliösnefndin hafði sam- band við Einar Gunnarsson i IBK, sem ekki hefur gefið kost á sér i landsliðið til þessa og bað hann, vegna þessara óvæntu forfalla, að koma inn i liðið i þessum leik. Einar taldi sig hins vegar ekki geta endurskoöaö afstöðu sina vegna landsliðsins og gaf þvi ekki kost á sér. 1 stað þeirra Arnar og Jóns komu þeir Janus Guö- laugsson og Hörður Hilmarsson inn i hópinn. Jóhannes Eðvaldsson kom til landsins meö skurð á enni eftir siöasta leik sinn úti og er þvi ekki heill heilsu þótt hann muni verða með i leiknum. Tony Knapp er samt brattur „Þetta eru vissulega miklir erfiðleikar sem við eigum i” sagði Tony Knapp, landsliðs- þjálfari þegar við spurðum hann út i þessi forföll. „Það er erfitt að fá þetta fyrir jafn erfiðan leik og þann sem er fyrir höndum. Hins vegar höfum við átt hérna i æfingabúðunum stórkostlegan dag og mórallinn i liðinu er hreint út sagt frábær. Þetta er þvi alls ekki rothögg á liðið og við ætlum að standa okkur á morgun. Stuðn- ingur áhorfenda verður að vera látlaus og þá látum viö ekki okkar eftir liggja. Þetta eru mestu erfiðleikar sem ég hef lent i með landsliöið” sagði Knapp. „Það var óvænt aö missa þá Jón og örn og skýring- arnar sem gefnar eru, eru að minu mati ekki fullnægjandi. Við höfum gert itrekaðartilraunir til þess að ná i örn Óskarsson þar eð hann tilkynnti forföllin eingöngu til framkvæmdastjóra KSI en það er sama hve mikiö er reynt, við náum ekki sambandi við hann.” —- Reynduðþiöekkiaðfá Einar Gunnarsson? — Jú, það er rétt.við leituðum til hans en hann sagöist ekki geta endurskoðað afstöðu sina. — En þið ætlið að leika til vinn- ings? Það var léttyfir strákunum og mórallinn að þvi er virtist frábær. Ilér hafðiTony Knapp tekið fyrirliða landsliðsins, Jóhanncs Eðvaldsson og lagt hann á islensku klofbragði. T m ilipt. Það var sólskin og hiti á Laugarvatni þegar við hittum landsliðsstrákana og þeir stilltu sér fúslega upp i myndatöku með Tony Knapp og landsiiðsnefndarmönnunum Jens Sumarliöasyni og Arna Þorgrimssyni. Myndir: gsp sannarlega ætlum við að skora þau sem þeir skora. Við ætlum aö mörk hjá rússunum og hérna vinna þennan leik. heima verða þau vonandi fleiri en — gsp — Já, já, við erum i miklum ham hérna og ég er mjög ánægður með liðsandann. Svo Matthias. — Við erum ckki undir eins mikilli pressu nú og fyrir leikinn gegn norðmönnum. Eg held að áhorfendur geri ekki beinlinis þær kröfur að við vinnum leik- inn heldur fyrst og fremst að við gerum okkar besta. Við erum þvi undir minni pressu núna og liðiö virkar miklu afslappaðra og léttara þótt vissulega sé erfiður leikur framundan. Þessar ferðir okkar i æfinga- búðirnar eru alveg ómetanlegar maður kemur miklu friskari i leiki eftir samverustundir á borð við þessar sem við eigum hérna saman. —Ilafið þið kynnt ykkur rúss- ana nokkuö? — Nei, við förum út i óvissuna þegar við hlaupum inn á Laugardalsvöll. Hér hafa þcir varla veriö nefndir á nafn, þaö veit enginn neitt um liöiö sem þeir tefla hér fram. Jóhannes — Þetta er nú ekki mikill skurður — sagði Jóhannes Eð- valdsson þegar hann lyfti hár- inu frá og sýndi okkur sárið. — Ég verð með I leiknum og þetta mun ekki hindra mig á nokkurn hátt i skallaboltunum. Við ætl- um að gera stóra hluti I leikn- um, hann á að verða eftirminni- legur. Það veröur kannski erfitt að ná stigum af rússum en við erum taplausir á heimavelli i sumar og margt ótrúlegt hefur skeö á Laugardalsvellinum á þessu keppnistimabili. Hver veit nema við komum á óvart einnig i þessum leik, — sagöi fyrirliði íslenska landsliðsins. Arni — Ég hef aldrei vitað lands- liðiö svona samstillt og fyrir þennan leik. Mórallinn er alveg i toppi og Tony Knapp þjálfari hefur verið fremstur i flokki með að hressa okkur upp. Hann er búinn aö vera frábær hérna upp frá. — Er Ol-draumurinn úti? — Nei, ég er ekki viss um það. Það ræðst i leiknum við rússa hérna heima og fyrir þann leik er ég ekki reiðubúinn til þess að skrifa undir að við séunt útilok- aðir eftir tapið gegn norðntönn- um. Viö ræddum I gærkvöldi unt mistökin úti, þau voru tekin i gegn eitt af öðru og konta von- andi ekki fyrir aftur. Hér eru allir staðráðnir i að gera sitt allra besta. —gsp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.