Þjóðviljinn - 30.07.1975, Page 10
10 slÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 30. júli 1975.
Atriði úr Islandsklukkunni, sem sýnt verður I Vesturheimi.
Leikförin
Framhald af bls. 3.
Bæta
sungin, úr Völuspá, Lilju og þjóð-
kvæðum jafnt og verk yngri
höfunda. bað er Gunnar Eyjólfs-
son sem hefur tekið saman þessa
dagskrá og er hann jafnframt
leikstjóri og kemur fram sem
þulur og flytur skýringar á ensku,
sem tengja saman atriðin.
Auk Gunnars koma eftirtaldir
leikarar fram i þessari dagskrá:
Baldvin Halldórsson, Bessi
Bjarnason, Guðbjörg Þor-
bjarnardóttir, Guðrún Step-
hensen, Gisli Alfreðsson, Herdis
Þorvaldsdóttir, Klemens Jóns-
son, Margrét Guðmundsdóttir,
Róbert Arnfinnsson Rúrik Har-
aldsson, bóra Friðriksdóttir og
Valur Gislason. Þá taka þátt i
ferðinni 30 söngmenn úr Þjóðleik-
húskórnum, sem flytja mikið af
efni dagskrárinnar og siðan gert
ráð fyrir, að kórinn komi eitthvað
fram, eins og einstakir leikarar.
Orðað hefur verið við hópinn, að
hann verði viðstaddur, þegar
heimili Stephans G. Stephans-
sonar i Markerville verður frið-
lýst, og að hann komi fram við
það tækifæri. Annars verður
fyrsta sýningin á Gimli á aðal-
hátiðahöldunum og verður þá
dagskráin flutt tvisvar. Siðan
verða sýningar i Winiard i Vatna-
byggðum Saskatshewan, i Red
Deer i Alberta-fylki, i Vancouver
og Seattle. Hópurinn er væntan-
legur aftur að morgni 22. ágúst.
Framhald af 1 siðu
kvæmt úrskurði skaðabótanefnd-
ar.
Þar sem telja má mjög liklegt
að kapallinn við Eldey sé hluti af
hlustunarkeðju NATÓ-hersins,
sem gengur i sjó fram á Stafnesi,
virðist eigendur Þorkels Arna-
sonar, ekki vonlausir um að fá
tjón sitt bætt, enda hafa þeir góð
vitni af atburðinum, þar sem eru
skipverjar á Bjarna Sæmunds-
syni, en þeir reyndu árangurs-
laust að aðstoða við að losa trollið
frá kaplinum. —ekh.
Þórunn
Framhald af bls 8.
Þórunn Alfreðsdóttir 828 stig fyrir
200 m flugsund.
Guðmundur Ólafsson 786 stig
fyrir 100 m bringusund.
Þórunn Alfreðsdóttir 782stig fyrir
800 m skriðsund
Guðmundur ólafsson 773 stig
fyrir 200 m bringusund
Þórunn Alfreðsdóttir 758stig fyrir
400 m skriðsund. —gsp
Tilboð óskast i framkvæmdir við byggingu heilsugæslu-
stöðvar á Dalvik.
Innifalið I útboði er að skila byggingunni fokheldri auk
mýrhúðunar að utan.
Otboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7,
Reykjavik, gegn 10.000,- kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 21. ágúst
kl. 11.30.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BOPGARTUNI 7 Sl.V.I 26344
Rjómabúið á Baugsstöðum
Stanslaus straumur
gesta í sumar
Þann 21. júni töldust 70 ár liðin
siðan Rjómabúið á Baugsstöðum
tók til starfa. 1 dag er það eina
rjómabúið, sem stendur eftir með
öllum búnaði, og nýlokið er gagn-
gerðri viðgerð á búinu, sem hófst
árið 1971. Eru það Búnaðarsam-
band Suðurlands, Byggðasafn Ar-
nessýslu og búnaðarfélög Stokks-
eyrar-, Villingaholts- og Gaul-
verjabæjarhreppa, sem að endur-
gerð búsins standa, og yfir þessa
þrjá hreppa náði einmitt starfs-
svæði búsins.
Rjómabúið Baugsstaðir eins og
það hét upphaflega var stofnað
1904, og var stofnfundurinn hald-
inn á Baugsstöðum 8. október það
ár. Voru 48 félagar i búinu fyrsta
árið, og hófust þeir handa um að
grafa 1400 metra langan vatns-
veituskurð ofan úr Hólavatni, en
rjómaskálanum var valinn staður
hjá Þórðarkeri við Baugsstaðaá
spölkorn fyrir vestan Baugsstaði.
Hagleikssmiðurinn Jón Gestsson
i Villingaholti sá um smiði húss-
ins, og þann 21. júni 1905 tók búið
tilstarfa. Var það siðan starfrækt
óslitið til 1952 að undanskildum
árunum 1925 og 1927.
Rjómaskálinn við Baugsstaði
er bárujárnsklætt timburhús að
grunnfleti 6x7 m. Er skálinn graf-
inn nokkuð i jörð, og eru veggirnir
að neðan úr steinsteypu um 1 m
háir. Gólfið er einnig úr stein-
steypu. Skálanum er skipt i
þrennt, vinnuherbergi, þar sem
sjá má strokk, hnoðunarvél og
ostapressu. Strokkur og hnoðun-
arborð voru knúin af vatnsafli, og
austast á húsinu utanverðu er
stórt yfirfallshjól, og var vatni
veitt úr skurðinum á hjólið. Yfir-
fallshjólið, liklega hið eina sinnar
tegundar á Islandi nú á dögum,
hefur verið endursmiðað af Ólafi
Gunnarssyni á Baugsstöðum og
Magnúsi Hannessyni i Hólum.
Það er nú komið, tryggilega fest,
á sinn stað, og vatnsrennan getur
flutt að þvi vatn og knúið það, eins
og við upphaf búsins.
Inorðurhluta rjómaskálans var
móttökustofa með suðupotti og
ýmsum öðru áhöldum, tunnu, vigt
og fl., en þar til hliðar er ibúðar-
herbergi fyrir bústýruna og að-
stoðarstúlku.
Félagatala i Baugsstaðabúinu
var óstöðug, en jöfn aukning i
fyrstu. Flestir urðu þeir 94 árið
1913, en laust eftir stofnun Mjólk-
urbús Flóamanna fer þeim að
fækka, uns aðeins þrir eru eftir
seinasta starfsárið.
Er kom fram á sjöunda tug
þessarar aldar, myndaðist nokk-
ur áhugahópur um varðveislu
búsins. Voru þar forgöngumenn
þeir Baldur Teitsson fyrrv. sim-
stjóri á Stokkseyri og Jóhann
Briem listmálari. Þjóðminja-
verðirnir dr. Kristján Eldjárn og
Þór Magnússon skoðuðu búið i
aprilmánuði 1968, og hvöttu mjög
til viðhalds þess i óbreyttu formi
á staðnum, enda er þarna afar-
fallegt og skemmtilegt, og er
heldur ekki að sjá, að hrófla
þurfi við þessum stað i náinni
framtið.
Ahugamenn komu saman á Sel-
fossi þann 18. april 1970, og voru
þar á meðal formenn búnaðarfé-
laga hreppanna þriggja, er starf-
semin náði til, og fulltrúar Bún-
aðarsambands Suðurlands. Um
haustið varð Byggðasafn Árnes-
sýslu aðili að endurreisninni, og 5.
ágúst 1971 var formlega stofnað
Varðveislufélag Rjómabús
Baugsstaða með aðild allra fyrr-
greindra félaga. Rikisstyrkur
fékkst fljótlega til verksins. 50
þúsund krónur á ári nú i 5 ár, og
hrepparnir, Búnaðarsamband
Suðurlands og Árnessýsla hafa
einnig styrkt þetta verkefni, hver
eftir sinni getu. Eitt stærsta til-
lag, sem borist hefur frá öðrum
aðilum er vinna við legur og öxul
vatnsaflshjólsins, sem Velsmiðj-
an Héðinn gaf I minningu
Markúsar heitins tvarssonar,
sem upphaflega vann það verk.
Þá barst félaginu einnig mjög
óvænt kærkomin peningagjöf frá
Búnaðarfélagi Hrunamanna.
Erfingjar Margrétar heitinnar
Júniusdóttur, sem lengi veitti bú-
inu forstöðu, Jón Adolf Guðjóns-
son, sr. Guðjón Guðjónsson og
Kristin Guðjónsdóttir, gáfu félag-
inu til eignar búið allt með mun-
um, og ennfremur var gerður
samningur við landeigendur á
Baugsstöðum um endurgjalds-
laus lóðarréttindi fyrir Rjómabú-
ið. Miðaði framkvæmdum siðan
áfram eftir þvi sem fjárframlög
dugðu hverju sinni, og kom fjöldi
hagleiksmanna að verki. Nefna
má Baugsstaðabændur, Ólaf
Gunnarsson og Sigurð Pálsson,
sem sáu um mestalla smiði. Er
ekki ofmælt, að mestan skerf til
endurbótanna hafi Sigurður Páls-
son lagt fram, og hann hefur einn-
ig verið nk. húsvörður búsins
þessi siðustu ár. — Sigurður Sig-
urðsson i Götuhúsum á Stokks-
eyri tók að sér að endursmiða öll
gluggafög. Sigurjón Kristjánsson
i Forsæti endursmíðaði reimar-
hjól úr tré, hnoðunarborð og
marga fleiri hluti. Hinrik A.
Þórðarson i Otverkum smiðaði
ostadalla næst þvi I upprunalegri
mynd. Herbert GrSns málara-
meistari sá um alla málningu
sem næst upprunalegum litum og
Einar Sigurðsson trésmiðameist-
ari Selfossi færði margt til betri
vegar innan húss.
Frá þvi endurbætur hófust fyrir
alvöru hefur stjórnað þeim-
þriggja manna nefnd frá áður-
nefndum félögum, þeir Helgi
ívarsson i Hólum, fulltrúi búnað-
arfélaganna þriggja, Stefán
Jasonarson i Vorsabæ fyrir
Búnaðarsamband Suðurlands og
Páll Lýðsson i Litlu-Sandvik fyrir
hönd Byggðasafns Árnessýslu.
Rjómabúið verður opið al-
menningi til sýnis til loka ágúst-
mánaðar, laugardaga og sunnu-
daga frá kl. 2—6 siðdegis. Að-
gangur er kr. 100 fyrir fullorðna.
Börn innan við fermingu fá ó-
keypis aðgang. Þá gefur gæslu-
maður, Skúli Jónsson, stærri hóp-
um kost á að sjá safnið á öðrum
timum en almennt er opið ef haft
er samband við hann með nokkr-
um fyrirvara.
Frá þvi að safnið var opnað hef-
ur veriðstanslaus straumur gesta
að skoða það. (Frá forstöðu-
mönnum búsins.)
VL-menn
Framhald af bls. 2.
hafi gerst sekir um einhverja þá
háttsemi, er þvi ætti að valda, að
höfðun meiðyrðamála af þeirra
hálfu væri gjörsamlega fráleit.
Telja stefnendur ummæli þessi
fela I sér móðgun og aðdróttun og
vera refsiverð samkvæmt 234. gr.
og 235. gr. laga nr. 19 frá 1940.
Um B. 6.
Stefnendur telja orðin gikkshátt
og heigulshátt fela i sér móðgun
og varða við 234. gr. laga nr.
19/1940.1 orðunum valdbeitingar-
trú nýstéttarmanna felst aðdrótt-
un um það, að stefnendur aðhyll-
ist valdbeitingu fyrir þá sök eina
að þeir leita æruverndar fyrir
dómstólum lögum samkvæmt.
Telja stefnendur þessi ummæli
refsiverð samkvæmt 235. gr., en
til vara 234. gr., laga nr. 19/1940.
Stefnendur krefjast þess, að
frumsök og framhaldssök verði
sameinaðar og gera þær dóm-
kröfur að öðru leyti i frumsök og
framhaldssök eftir sameiningu
þeirra:
Að öll framangreind ummæli veri
dæmd dauð og ómerk
samkvæmt 1. mgr. 241. gr.
laga nr. 19/1940.
Aðstefndi verði dæmdur til
refsingar að mati dómara fyrir
brot á 234, 235. og 236. gr. laga
nr. 19/1940 vegna
framangreindra ærumeiðandi
ummæla.
Aðstefndi verði dæmdur til að
greiða hverjum stefnanda
fyrir sig kr. 50.000,00 i miska-
bætur skv. 1. mgr. 264. gr. laga
nr. 19/1940 með 9% ársvöxtum
frá 25. júni 1974 til 15. júli s.á.,
en 13% ársvöxtum frá þeim
degi til greiðsludags.
Aðstefndi verði dæmdur til að
greiða stefnendum sameigin-
lega kr. 30.000.00 i kostnað skv.
2. mgr. 241. gr. laga nr. 19/1940
til að kosta birtingu forsendna
og dómsorðs væntanlegs dóms
i máli þessu i opinberum blöð-
um.
Aðstefndi verði dæmdur skv. 22.
gr. laga nr. 57/1956 til að sjá
um, að birt verði forsendur og
dómsorð væntanlegs dóms i
máli þessu i fyrsta eða öðru
tölublaði dagblaðsins „Þjóð-
viljinn”, er út kemur eftir birt-
ingu dómsins.
Aðstefndi verði dæmdur til að
greiða stefnendum sameigin-
lega hæfilegan kostnað
(málskostnað) I frumsök og
framhaldssök að mati dómara.
I.S.I.
LANDSLEIKURINN
ÍSLAND - RÚSSLAND
fer fram á Laugardalsvellinum i kvöld miðvikudag 30. júlí kl. 20,00 e.h.
Knattspyrnusamband íslands
Verð aðgöngumiða:
Stúkusæti KR. 800,00
Stæði Kr. 500,00
Barnamiðar Kr. 200,00
Aðgöngumiðar eru seldir við tJtvegsbank-
ann til kl. 18.00 og I Laugardal frá kl. 13.00 e.h.
DÓMARI: Mr. J.R.P. Gordon frá Skotlandi.
LÍNUVERÐIR: Mr. Burns & Toms frá Skot-
landi.
Rússnesku knattspyrnumennirnir eru meðal
bestu knattspyrnumanna heims.
Fjölmennið á völlinn og hvetjið islenska lands-
liðið til sigurs. Forðist þrengsli og kaupið miða
timanlega.