Þjóðviljinn - 21.08.1975, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 21.08.1975, Qupperneq 1
Fimmtudagur 21. ágúst 1975—40. ág. —187. tbl. Bæjarstjórn Siglufjarðar Samþykkt tillögu um landhelgismál frestað Ihaldið samt við sig, en Framsókn tvístígur að vanda 30. júli s.l. lögðu fulltrú ar Alþýðubandalagsins i bæjar- stjórninni á Siglufirði fram eftir- farandi tiilögu: „Bæjarstjórn Siglufjarðar lýsir fyilsta stuðn- ingi við þá ákvörðun að færa fisk- veiðimörkin út i 200 miiur. Bæjar- stjórnin lýsir sig andviga öilum samningum við erienda aðila um ivilnanir eða veiðiheimiidir innan viskveiðimarkanna. Bæjarstjórnin hvetur til þess, að hinar ströngustu reglur verði settar um nýtingu landhelginnar og bendir sérstaklega á hið alvar- lega ástandssem er á miðunum við norðurland. Rányrkja undan- farinna ára stefnir nú atvinnulifi og lifsafkomu ibúa þessa lands- hluta i voða, ef ekki verður gripið til róttækra ráðstafanaþ Bæjar- stjórn Siglufjarðar hvetur alla landsmenn til órofa samstöðu um þetta lifshagsmunamál þjóðar- innar og að láta ekki ofbeldi eða hótanir um viðskiptaþvinganir verða til þess að útfærslan i 200 milur verði nafnið tómt.” A bæjarstjórnarfundi þeim, sem þessi tillaga var lögð fram á, gérðist svo aftur á móti, að meiri- hluti bæjarstjórnar, sem er framsóknarmenn, kratar og ihald, samþykkti að frésta afgreiðslu á þessari tillögu til næsta bæjarstjórnarfundar. Það virðist þvi liggja i loftinu, að meirihlutinn virðist ekki vera til- búinn að samþykkja tillöguna, á meðan i henni er að finna klausu um að ekki verði gerðir samn- ingar við erlenda aðila um veiðar innan lögsögunnar, enda i sam- ræmi við hugsunarhátt rikis- stjórnarinnar, og ætti þvi enginn að undrast viðbrögðin. Hitt er svo annað mál, að meirihlutinn virð- ist ekki vera hugmyndafrjórri en það, að hann samþykkir frestun á málinu, i staðinn fyrir að gera þá þær breytingar sem væri meira að skapi hans. Það skyldi þó aldrei vera rétt til getið sem segir i Mjölni, blaði Alþýðubandalagsins á Siglufirði, A nokkrum dögum hefur Land- helgisgæslan staðið 8 islenska báta að meintum ólöglegum veið- um innan landhelgi, þar af einn tvivegis. i fyrrakvöld á tiundatimanum stóð þyrlan Gná Gunnar Jónsson VE 500 að ólöglegum togveiðum um 1.8 sjómilur innan við mörkin úti fyrir Ingólfshöfða. Vár bátur- inn færður inn til Vcstmannaeyja þar sem dæmt verður i máli hans. í gærmorgun var svo Arvakur á ferð i Breiðafirðinum. NNV af öndverðarnesi kom skipið að tog- en þar er spurt hvort verið geti, að ekki hafi verið rætt nógu mikið um málið i Mogganum og Timan- um. Með öðrum orðum, meiri- hlutann i bæjarstjórninni á Siglu- firði vantar linuna, og skyldi enginn lá honum, þvi að hún virð- ist harla óljós, að ekki sé meira sagt. Verður þvi fróðlegt að fylgjast með hvaða afdrif þessi tillaga fær, þó aö ýmsa gruni að snöggt verði um hana, eins og svo margt annað sem fer i gegnum hendur meirihlutans. bátnum Gullfaxa SH 125 þar sem hann var að ólöglegum veiðum hálfa aðrá sjómilu innan við mörkin. Var báturinn færður inn til heimahafnar sinnar, Grundar- fjarðar, þar sem dæma átti i máli hans i gær. Fyrir tæpri viku var Gullfaxi staðinn að ólöglegum veiðum á svipuðum slóðum. Fékk skip- stjóri hans 200 þúsund króna sekt og mánaðar varðhald auk þess sem afli og veiðarfæri voru gerð upptæk. Hvað fær hann núna? —ÞH Tekinn tvisvar á tœpri viku t gær komu lifandi ininkar, ættaðir ofan af Akranesi, á vöru- sýninguna i Laugardalshöllinni. Við erum mcð fleiri myndir og frásögn af undirbúningi I blaðinu i dag. Sjá opnu Costa Gomes forseti Portúgal: Stj órnarskipti yæntanlega á næsta leiti Kommúnistar styðja áœtlanagerð Carvalhos um framtið Portúgal Vasco Goncalves og Costa Gomes (til hægri) meðan allt lék i lyndi. LISSABON 20/8 — Francisco Costa Gomes, forseti Portúgals, gaf þaö í skyn í dag að stjórn Vasco Goncalves, forsætisráð- herra myndi segja af sér innan fárra daga. Hann tók til máls, þegar vararáð- herrar stjórnarinnar, sem setið hefur að völdum í þrettán daga, sóru em- bættiseið, og þakkaði þeim fyrir það hugregkki og föðurlandsást, sem þeir hef ðu sýnt með því að taka sæti í stjórninni, því að ,,valdátimi hennar kynni að verða talinn í dögum". Portúgalskir kommúnistar hvöttu fylgismenn sina í dag til að sækja útifund i Lissabon i kvöld til stuðnings áætlunar róttækra hermanna um framtið landsins. Þessi áætlun var eftir Otelo Saraiva de Carvalho, yfirmann öryggislögreglunnar og einn „þristjóranna” og nefndi hún kommúnista sem eina ástæðuna fyrir ástandinu i Portúgal nú. Þessi íundur er haldinn þegar virðist harðna i ári fyrir kommún istum og forstæisráðherranum Vasco Goncalves, sem þeim er hlyntur. Eftir að kommúnistar höfðu hætt við að halda fundinn i Oporto i gær, þar sem Alvaro Cunhal, leiðtogi flokksins, átti að halda ræðu, urðu þar miklar óeirðir og réðust óeirðaseggir á skrifstofu eins stuðningsflokka kommúnista, lýðræðishreyfing- una M.D.P. Hópur manna ók upp að skrifstofum flokksins i sjö bil- um og köstuðu bensinsprengjum inn um gluggana. Siðan ruddist mannfjöldi inn og kastaði hús- gögnum og skjölum á götuna. Uppþot andstæðinga kommún- ista i norðurhluta Portúgals hafa nú orðið sex mönnum að bana og valdið þvi að hundruð manna hafa særst. Samkvæmt áætluninni um framtið Portúgals, sem de Car- valho samdi á landinu að vera stjórnað af „alþýðuþjóðþingi” fulltrúa hverfisráöa, en fulltrúar venjulegra stjórnmálaflokka, hvorki kommúnista né annara, eiga að sitja þar. Aætlunin ásakar stjórnmálaflokka, og sérstaklega kommúnista um að hafa reynt að ná valdi á stjórnkerfi landsins og hvetur stjórnina til að taka upp nánara samband við alþýðu landsihs. Kommúnistar veittu áætluninni stuðning, og telja fréttamenn að sú afstaða þeirra bendi til þess að flokkurinn sé að draga til baka stuðning sinn við Vasco Goncalves forsætisráð- herra, sem margir hvetja nú til að segja af sér. Goncalves hefur ekki sagt álit sitt á þessari áætlun beinlinis, en hann hefur gagnrýnt hana óbeint i ræðu þar sem hann sagði að allt of mikil áætlanagerð væri nú i Portúgal, og kæmu þessar áætlanir upp um smáborgaraleg viðhorf höfundanna. Areiðanlegir heimildarmenn sögöu að Goncal- ves hefði ekki verið viðstaddur Framhald á bls. 10 Visismálið: Panta vélar „Það stoppar okkur ekkert i þessari blaðaútgáfu, hvorki lögbann né aðrar aðgerðir. Við erum búnir að tryggja okkur á alla kanta, og ég get sagt, að við liöfum þegar gert ráðstaf- anir til að fá tvö „blaðaunit” frá Goss-verksmiðjunum (vélar Blaðaprents eru einnig þaðan), sem eru þar tilbúin til afhendingar, með flugvél til tslands, ef á einhverju strandar hér heima.” Þetta sagði Sveinn R. Eyjólfsson, framkvæmda- stjóri Nýja Visis i gær, þegar hann var inntur eftir gangi mála. „Ég held hinsvegar að éngin ástæða sé til að ætla annað en að Nýi Visir verði prentaður i Blaðaprenti. Sem formaður stjórnar Blaðaprents er ég sammála þeirri ákvörðun stjórnarinnar i gær að fara varlega i sakirnar og athuga vel sinn gang. En stjórnin ákvað þó að hefja athugun og undirbúning á móttöku Nýja Visis i Blaðaprenti, enda er það i fullu samræmi við stofn- skrá hlutafélagsins, sem kveöur á um að tilgangur félagsins sé að reka verk- Framhald á bls. 10

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.