Þjóðviljinn - 21.08.1975, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 21.08.1975, Qupperneq 2
'2 SIÐA*—'bJ’ó'DVll.JlNN Fimmtudagur 2l. ágúst’l975 FRÉTTIR AF LANDSBYGGÐINNI Grímsey Allstaðar rekur kapla „Hér hefur viöraö illa og enginn þurrkur verið hjá okkur", sagöi Ásgeir Erlendsson bóndi og vita- vörður á Hvallátrum er Þjóðviljinn hafði sam- band við hann i gær. „Raunar hefur ekkert sumar verið, en gras- spretta ágæt í júli og ágúst, en þurrka vantað, annars hefur gengið betur að heyja hjá bænd- unum í sveitunum innaf. Ekkert sumar á Hvallátrum, segir Asgeir vitavörður Á Hvallátrum búa nú 5 manns á tveim heimilum og er það af sem áður var, þegar þar voru um 70 manns fyrir strið. bá sagði Ásgeir að trjárekar væru hættir að koma á fjörur siðan isinn hætti að leggjast aö, en eitthvað hefði rekið á Rauða- sandi, sem væri þó ekkert til að tala um miðað við það sem áður var. \ Eggjataka i Bjarginu er litið stunduð af heimamönnum nú orðið, en reykvikingar, sem ættaðir eru af þessum slóðum koma á hverju sumri til að siga i bjargið og fengu þeir nokkur þúsund egg i sumar. bá sagði Ásgeir að mikil breyting væri á fiskigengd frá þvi sem áður var þegar allt var fullt af fiski upp á grunnslóð, en þyrfti nú allt að klukkutima siglingu til að komast i fisk. Annars væru handfærabátar farnir að fá ágætan afla aftur á Patreksfjarðarflóa og i Vikum (milli Blakks og Bjargtanga), og væri það sennilega 50 milna útfærslunni að þakka, þvi að siðan hún kom hefur ekki sést hér togari, en áður voru þeir hér allt upp að 12 milunum. Einhverjar kapladræsur rak á fjörur i Keflavik i Rauða- sandshreppi i sumr við svo- kaliaö Brimnes. Slikardræsur rak ii'ka á fjörur þar i fyrra- haustog eru það sennilega álika kaplar oghefurverið að reka á fjörur sunnan lands.” Félagsheimiliö hefur lengi verið i smíðum sem vonlegt er. Franskur listamaður skreytti framhlið þess, annað mótiviö er maður að siga i björg. (Ljósm. sj.) Hér liggur norðurheimskauts- baugur þvert yfir fiugbrautina og gegnum land Bása. Ef hug- urinn skyldi leita út i hinn stóra heim þá sjást vegalengdir til nokkurra kunnra staða. mönnum hefur komið til Grims- eyjar i sumar, bæði innlendir og útlendir. Hingað komu 5 land- búnaðarráðherrar i sumar, sagði Alfreð, og fengu sér kaffi. betta voru landbúnaðarráð- herrar Norðurlandanna sem voru að þinga á Húsavik og skruppu i stutta heimsókn til eyjarinnar. Að visu er aðstaða til að húsa ferðamenn ekki góð i Grimsey, en fólk hefur fengið að sofa i svefnpokum i skólahúsinu og jafnvel gist á heimilum. bá er félagsheimiiii þeirra grims- eyinga fullbúið og er ekki að efa að það er mikil bót fyrir ibúana. Drangur flytur varning og for- vitna ferðamenn til Grimseyjar, og hér sést hvar verið er að skipa varningi á land i Grimsey. Farartækið er dráttarvél, en i sumar var lika einn jeppi á eyjunni og hann óspart notaður. MEÐALSUMAR Margir ferðamenn til Grímseyjar í sumar, hefur fjölgað ár frá ári Það var gott hljóð í odd- vitanum í Grímsey Alfreð Jónssyni, þegar blaðið hafði sambana við hann í fyrradag. Vorið var kalt og lélegar gæftir framanaf sumri en siðan brá til betri tíðar og hafa bátar nú aflað nokkuð vel, þannig að það má segja að aflabrögð í heild séu i meðallagi. Eggjataka er nú ekki lengur atvinnugrein i Grimsey eins og áður fyrr, þó fara menn eitthvað i bjargið á sumrin, en þó meira til gamans enda oftast fært á þeim tima þegar mest er að gera i fiskinum. Mikið af ferða- Farmannadeilan '■ V erkf all boðað næsta miðviku- dag Deila undirmanna á far- skipum og útgerðarmanna virðist nú alveg komin í hnút. Tveir samninga- fundir hafa verið haldnir eftir að sjómenn felldu sa mningsdrögin fyrir skömmu en á þeim hefur „ekkert umtalsvert gerst" að því er Hilmar Jónsson hjá S jó ma n na f é la g i Reykjavíkur tjáði blaðinu í gær. Siðasti fundur var halöinn á þríðjudag en siðan hefur enginn nýr fundur verið boðaður. 1 gær ákvað stjórn Sjómannafélagsins að beita verkfallsheimild þeirri sem sjómenn veittu henni i siðustu viku. Sagði Hilmar að boðunin hefði verið afhent i gær og ef ekkert gerðist hæfist verk- fall á miðnætti aðfaranótt 28. ágúst eða á miðvikudagskvöld. Hver eru helstu ágreinings- málin i þessari deilu, Hilmar? — bað er fyrt og fremst krafa sjómanna um hækkun á mánaðarkaupi og þó sérstaklega yfirvinnukaupinu. beir vilja fá sama kaup fyrir vinnu við lestun og losun skipanna og hafnar- verkamenn i Reykjavik. betta er eðlileg krafa þvi sjómenn höfðu sama kaup og verkamenn þar til i vetur er hlutfallið skekktist sjó- mönnum i óhag. Útgerðarmenn eru hins vegar ekki á þvi að láta undan þessari kröfu. Segja þeir að hún brjóti i bága við þann ramma sem ákveðinn var i heildarsamningunum við ASÍ 13. júni sl. Við teljum okkur hins vegar á engan hátt bundna af þessum ramma þar sem við skrifuðum ekki undir heildar- samningana og höfum farið aðrar leiðir i samningamálum en ASf, sagði Hilmar að lokum. —bH Fyrirsagna- brengl í auglýsingum bau klaufalegu mistök urðu hjá okkur i blaðinu á þriðju- daginn, að i tveimur aug- lýsingum frá Sildarútvegs- nefnd höfðu i prentsmiðjunni vixlast fyrirsagnir, þannig að þar sem átti að vera „Orðsending frá Sildarútvegs- nefnd til útgerðarmanna sild- veiðiskipa” stóð „Orðsending frá Sildarútvegsnefnd til umráðamanna sildarsöltunar- og sildarpökkunarstöðva”- og öfugt. Blaðið biðst afsökunar á þessu, en væntir að lesendur hafi yfirleitt áttað sig á mistökunum, og að aug- lýsingarnar hafi þrátt fyrir þetta náð tilgangi sinum. Þróun hyggðar á íslandi í ágústhefti Samvinnunnar I ágústhefti Samvinnunnar er m.a. athyglisverð grein eftir Bjarna Einarssson, bæjarstjóra á Akureyri, um þróun byggðar á íslandi allt frá landnámi til vorra daga. Hér er um að ræða itarlegt og greinagott yfirlit yfir þetta mikilsverða mál, sem siður en svo hefur verið nægilegur gaumur gefinn hér á landi. Næsti áratugur ræður úrslitum um það, hvort fsland verður borgriki i framtiðinni — eða hvort tekst að snúa við óheillþróun siðustu ára- tuga, svo að allt landið verði áfram byggt og meira jafnrétti riki milli landshlutanna. Af öðru efni Samvinnunnar má nefna smásögu eftir Klaus Rif- bjerg, kunnasta nútimahöfund dana, frásögn af fyrsta framboði Ásgeirs Ásgeirssonar forseta eftir Gunnar M. Magnúss., grein i tilefni af hundrað ára afmæli Bólu-Hjálmars og margt fleira. Bjarni Einarsson Gunnar M. Klaus Rifbjerg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.