Þjóðviljinn - 21.08.1975, Side 4

Þjóðviljinn - 21.08.1975, Side 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 21. ágúst 1975 MOÐVIUINN MÁLGAGN sösíalisma VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón meö sunnudagsblaöi: Árni Bergmann Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólavörðust. 19. Slmi 17500 (5 linur) Prentun: Blaöaprent h.f. EITT ER AÐ KENNA HEILRÆÐIN - ANNAÐ AÐ HALDA ÞAU Fyrir svo sem tveimur árum var gerð um það samþykkt á þingi Banda- rikjanna að fækka mjög svo verulega i herliði bandarikjamanna erlendis og leggja i þvi sambandi niður fjölmarg- ar bandariskar herstöðvar i öðrum löndum. Þegar svona horfði gerðist Morgunblaðið og aðrir talsmenn Sjálf- stæðisflokksins ákafari en nokkru sinni fyrr i hrópum sinum um það, hvaða voði væri vis, ef bandarikjamenn fækk- uðu nokkurs staðar i herliði sinu.og á þessum tima átti Morgunblaðið sér reynd- ar m.a. einn bandamann i Washington, sem það setti traust sitt á, en það var herra Nixon þáverandi Bandarikjaforseti, sem ekki var sáttur við slika stefnu Bandarikjaþings frekar en Morgunblaðið á íslandi. — Og svo fór, að með örfárra at- kvæða mun tókst Nixon og hans nánustu að knýja Bandarikjaþing til að falla frá samþykkt sinni hvað fækkun hermanna og herstöðva i öðrum löndum snerti. Þetta er rifjað upp hér nú i tilefni af þvi, að enn sem oftar gerist það,á þriðjudaginn var, að Morgunblaðið tjáir i leiðara sinum þungar áhyggjur aðstandenda blaðsins yf- ir þvi, að Vestur-Evrópuþjóðir skuli sifellt draga úr fjárframlögum til hermála og telur þá spurningu verða sifellt brýnni, hvernig takast megi að fá almenning til að heimta meiri vigbúnað, fleiri sprengjur og fleiri herfylki grá fyrir járnum. En skýringuna á sljóleika almennings i þess- um efnum telja Morgunblaðsmenn vera vaxandi velmegun fólks er valdi þvi að það daufheyrist, þegar herlúðrarnir gjalla. Má kannske eiga von á þvi, að skýring- in, sem Sjálfstæðisflokkurinn kemur til með að bera fram, þegar næsta kjara- skerðing dynur yfir, verði á þá leið, að nauðsynlegt sé að draga úr velmegun manna, svo að við verðum herskárri og sjáum betur i gegnum vélabrögð rússa og annars illþýðis, sem sitji um að gleypa okkur, þegar við séum orðin nógu feit og sljó af velmeguninni? Talsmenn Sjálfstæðisflokksins við Morgunblaðið telja það greinilega skyldu sina, að veita jafnan þungar ákúr- ur, þeim stjórnmálamönnum i Vest- ur-Evrópu eða Bandarikjunum, sem láta sér til hugar koma að draga úr vigbúnaði og verja nokkrum hluta af þvi gegndar- lausa fjármagni, sem þangað rennur, til annarra og þarfari hluta. — Munið eftir ófreskju heims- kommúnismans',er hrópað yfir hafið frá ritstjórnarskrifstofum Morgunblaðsins bæði til austurs og vesturs: Látið ekki rússana leika á ykkur i Helsingfors eða Genf, eða skipa fyrir verkum í Washing- ton. En fyrst Morgunblaðið telur sig vera slika aðvörunar- og sannleiksraust fyrir allan hinn kapitaliska heim, fyrst ráða- menn þess telja sig sjá betur en flestir stjórnmálamenn i grannrikjum okkar hætturnar sem liggja i leyni og nauðsyn- ina á að snúast gegn heimskommúm- ismanum meö óvigum her — þar megi enga krónu spara — hvers vegna i ósköp- unum leggur Morgunblaðið þá ekki til, að við islendingar tökum sjálfir á okkur nokkru meiri byrðar i þessu „heilaga striði”? Ef heil brú leyndist i siðfræði Morgun- blaðsins, væri þá ekki fyrir löngu kominn timi til að það flytti islendingum boðskap um að koma sér upp a.m.k. eins og einu herfylki, eða þó ekki væri nema að vopna nokkra vel uppalda heimdellinga og fylkja þeim á blóðvöllinn? Hvers vegna skammar Morgunblaðið dani, norðmenn og bandarikjamenn fyrir .of litil f járframlög til hermála, fyrst rikis- stjórn Geirs Hallgrimssonar treystir sér ekki til að leggja til að íslendingar taki á sig, þó ekki væri nema kostnaðinn af rekstri einnar ómerkilegrar herstöðvar á Keflavikurflugvelli? Nei, — það fer víst svo fyrir Matthiasi Morgunblaðsritstjóra og félögum hans.að þeim reynist auðveldara að kenna bræðr- utn sinum i NATO heilræðin en að halda þau sjálfir. Eða hvernig halda menn að færi fyrir þvi værukæra kjötkatlaliði, sem stenaur að baki Gunnars og Geirs og á sér Matt- hias Morgunblaðsritstjóra að menningar- vita, ef mál skipuðust þannig hér á ís- landi, að ekki væri lengur hægt að renna hýru auga til herstöðvarinnar i Keflavik i hagnaðarvon, heldur væri sú kvöð lögð á sérhvern flokksmann i Sjálfstæðisflokkn- að leggja fram aleiguna i þágu baráttunn- ar við heimskommúnismann? Ætli margir reyndu þá ekki að læðast út um bakdyrnar á nýju höllinni hans Al- berts? Hvað heldur Matthias um það? —k KLIPPT.. Fegurðin er dýr Umhverfisnefnd Reykjavikur borgar hefur fellt Salómonsdóm sinn um fegurö borgarinnar i ár. Hún kemst að þeirri niðurstööu að ekki fari milli mála að Reykjavik sé falleg borg. Sum- um finnst hún nú ansi tætingsleg „arkitektoniskt” séð, eins og segir á fagmálinu. Og svo fáum viö fyrirmyndina aö þvi hvernig viö eigum aö byggja: Jú, auö- vitaö eins og Ragnar Halldórs- son, forstjóri álverksmiöjunnar i Straumsvik. Minna má ekki gagn gera. Og svo eigum viö aö láta lita út i kringum okkur eins og þeir á Sunnuveginum, sem er fegursta gata i Reykjavik að mati dómnefndar. Einbýlishús og iburöur i um- hverfi er hámark lifsgæðakapp- hlaupsins — ekki sakar að sú vissa skuli vera kveðin upp fyrir okkur enn einu sinni — þótt vit- aö sé aö ekki geta allir veitt sér þennan verölaunamunaö. Eignarrétturinn og landeigendur Suöurnesjatiöindi taka afréttarlausa afstööu til Svarts- engismálsins, og hafa oftsinnis bent á þá fjarstæðu, sem i þvi felst, aö nokkrir handhafar lands, sem engar nytjar hafa haft af landinu, ælta nú að selja það fyrir offjár, þegar að þvi kemur aö það skuli nýta i þágu almennings. Sumir þeirra manna sem ætla-sér þarna skjótfenginn gróöa, eru jafnvel I forsvari bæjarfélags á Suður- nesjum. í leiðara siðasta tölu- blaös Suöurnesjatiöinda er þannig fjallað um eignaréttinn: „Hægt miöar hitaveitufram- kvæmdum Suðurnesjamanna. Viða af landinu berast þó fréttir af heitaveituframkvæmdum. Allsstaðar viröist ganga sam- kvæmt áætlun eöa betur. Siö- ustu fréttir af þessu tagi voru af áformum tveggja bænda i Flat- ey á Breiðafirði um aö bora eftir heitu vatni fyrir sig. Meöan öllu þessu fer fram megum viö Suðurnesjamenn una þvi, aö timinn fari i þjark viö „landeigendur” um hvað mörg hundruð milljónir þeir eigi aö fá fyrir gatiö i hrauninu sinu. Þeirra „eignarrétt” skal ekki skeröa, um það sér öruggur meirihlutisextiumenninganna á alþingi. .Eignarrétturinn er helgur, segja þeir. Mikil vá er fyrir dyrum ef hrófla á viö hon- um. Sömu menn setja þó á hverju þingi allskonar lög um eignatilfærslu og hámarksverö á margskonar vörum og þjónustu. Td. hundruö milljóna færslu á milli manna i útgerö og fisk- verkun árlega, þar er ekkert spurt um eignarrétt. Hámarks húsaleiga á aö heita i gildi og svo mætti lengi télja En þótt „landeigendur” hirði af hverjum húsbyggjanda tugi þúsunda i efnisgjald fyrir fyll- inguna i grunninn hefur löggjaf- inn ekkert við þaö að athuga. Ef bátur fiskar vel verður hann lögum samkvæmt, að greiða miklar fúglur til hinna, sem lltiö fiska. Sá sem mikið þénar, greiðir mikiö til sameig- inlegra þarfa (með undantekn- ingum þó). En sá sem getur sannaö að ættingi hafi einhvern- timan átt lögbýli telst eigandi aö svo og svo miklu af óbyggðum landsins. Af því borgar hann engin gjöld og óhæfa þykir, að hann láti nokkuö af þvi af hendi til sameiginlegra þarfa, þótt samfélagiö eitt sé fært um aö nýta gæöin. Hans réttur nær I orðsins fyllstu merkingu fjandans til, samkvæmt réttarvitund meiri hluta sextíu menninganna.” Dómsmála- ráðherra í vanda Þau eru ekki færri en 12 sýslu- mannsefnin og bæjarfógeta- kandidatarnir I Gullbringu sýslu, Keflavík og Grindavlk. • Ahuginn fyrir þessu embætti bendir til þess aö hér sé um feitt embætti að ræö'a. Prófessorinn og VL-maðurinn Jónatan Þór mundsson vill skipta á sinni stööu og sýslumannsstöðunni og Hallvarði H. Einvarössyni þykir hún eftirsóknarverðari en embætti vararlkissaksóknara. Þaö er úr vöndu aö ráða fyrir dómsmálaráöherra að velja milli þeirra 12 heiöursmanna, sem um embættiö sækja. Dómarafélagiö hefur gagnrýnt harðlega embættaveitingar Ölafs Jóhannessonar og sjálf- sagt verður vel fylgst með þvl hvernig hann sker á hnútinn aö þessu sinni. Embættisveiting verður ef aö likum lætur flokks- pólitisk, en þaö leysir ekki allan vanda ráöherrans, þvi að I hópnum eru fleiri en einn Framsóknarmaður. Afstöðuleysi Framsóknar Framsókn ætlar ekki aö loka neinum leiðum varöandi samn- inga við erlendar þjóöir um framhald veiöiheimilda innan 50 milna eftir 15. október. t viötali viö Þórarin Þórarins- son, formann þingflokks Framsóknarflokksins, I Þjóð- viljanum I gær, kemur m.a. fram, aö þingflokkurinn hyggst ekki taka afstöðu til þess hvort til greina komi aö gera samn- inga um veiöar innan 50 milna fyrr en aö viöræðum við breta afstöönum. öllum má vera ljóst aö bretar munu setja fram slikar kröfur. Hattersley, aöstoðarutanrikis- ráöherra, hefur gefiö þaö ber- lega i skyn I umræöum i Bretlandi aö bretar hyggist ekk- ert gefa eftir i kröfum sinum. Þaö væri þvi mikilsverð trygg- ing fyrir þvi aö ekki yröi samið um veiðar innan 50 milna, ef Framsóknarflokkurinn hefði mótað skýra afstööu áöur en til samninga er gengiö. Þaö myndi einnig gera bretum ljósara að islendingar eru i rauninni ekki til viðræöu um smávægilegar breytingar á veiöum þeirra hér við land, eins og þeir virðast halda. Þórarinn Þórarinsson. Fjölmörg samtök tengd sjávarútvegi svo og verkalýðs- félög hafa gert samþykktir þar sem skorað er á stjórnina að gera enga undanþágusamn- inga, um veiöar innan 200 milna. Krafan um „hreinar 50 milur” á sér öflugan stuöning i öllum flokkum. Samt sem áöur er Framsóknarflokkuripn hik- andi. Stefna hans er ef marka má ummæli Þórarins Þórarins- sonar að ná sem mestu sem fyrst af veiðum viö tsland fyrir islendinga, en hvaö varöar framkvæmdina vill flokkurinn halda öllum dyrum. opnum. Hætt er við aö þeir sem fylgja þessari stefnu vakni upp viö þaö einn góðan veöurdag aö allt er orðiö um seinan. ... OG SKORIÐ

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.