Þjóðviljinn - 21.08.1975, Qupperneq 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 21. ágúst 1975
Skotarnirhöföu vinninginn
í öllum tvísýnu greinunum
og fyrir bragðiö varð tveggja
stiga forysta eftir fyrri
keppnisdaginn í landskeppninni
að botnlausu tapi
Síðari keppnisdagurinn í
iandskeppni í frjálsum
iþróttum við skoska karla-
landsliðið var ekki eins
hagstæður landanum og sá
fyrri. Að þessu sinni höfðu
skotarnir vinninginn í öll-
um greinunum þar sem
tvísýnt var með úrslit og
eins töpuðum vic t.d.
óvæntum stigum í stangar-
stökki.
Tveggja stiga forysta
okkar eftir fyrri daginn,
54—52, breyttist strax eftir
fyrstu grein í nokkurra
stiga tap, og eftir því sem á
leið í gærkvöldi jókst mun-
urinn. Þegar síðustu grein-
inni var lokið stóðu
Þjóöviljinn hefur frétt að i bi-
gerð sé hjá Frömurum að kæra
akurnesinga vegna ólöglegs leik-
manns i 6-3 leiknum fræga, þar
sem að margra áliti réðust úrslit i
1. deildinni í ár.
Það er Hörður Helgason mark-
vörður, sem þarna lék i stað
Daviðs sem var meiddur, sem
deilt er útaf. Hann gekk i Fram úr
skotarnir uppi sem sigur-
vegarar, munurinn varð 24
stig, llo stig fyrir skota á
móti 94 hjá íslandi.
— Okkur vantar góða lang-
hlaupara til að fá skemmtilega
keppni og fleiri stig —, sagði örn
Eiðsson eftir mótið. — Annars
tókst mótið að minu viti ljómandi
vel. Við fengum töluvert af áhorf-
endum og oft skemmtilega keppni
i einstökum greinum. Skotarnir
voru enda hinir ánægðustu og
þökkuðu okkur mikið fyrir skipu-
lagningu mótsins og ekki siður
fyrir að útvega þeim jafn gott
veður og raun varð á. —
Siðari dagurinn hófst með 400
m. grindahlaupi. Þar munaði
ekki nema hársbreidd að Stefán
Hallgrimsson næði fyrsta sæti. —
Ég var oröinn ansi framlár þegar
að markinu kom — sagði Stefán.
1A um áramótin 73/74 en mun
siðan hafa hætt við að flytjast til
Reykjavikur. Hélt hann þvi að
sögn áfram að æfa með IA en
gleymdi að tilkynna félagaskipti
á ný yfir sitt gamla félag sem
hann aldrei yfirgaf.
Meðal Framara munu vera
deilur um hvort kæra eigi eða
ekki. —gsp
— Ég tók þetta of geyst eftir 200
metra og varð að gefa hraðann
eftir vegna þreytu. Skotinn seig
svo fram úr á siðustu metrunum
og þá missti ég eiginlega jafn-
vægið og varð að kasta mér yfir
' marklinuna. Það kostaði nokkrar
skrámur en bjargaði trúlega
sekúndubrotum, — þá er þetta
þess virði, — sagði Stefán hinn
brattasti.
Skotar náðu þarna eins stigs
forystu með sigri og þriðja sæti i
hlaupinu. Næst var keppt i 200
metrum. Þar hljóp Bjarni
Stefánsson á mjög góðum tima,
21.5, og dugði það til annars sætis.
Sigurður Sigurðsson vantaði þó
sárlega i þetta hlaup. Hann er á
unglingamóti i Aþenu og ekki er
ótrúlegt að hann hefði sett nýtt
met ef hann hefði hlaupið i gær-
kvöldi við þæraðstæður sem voru
er hlaupið fór fram. — Mig vant-
aði bara betra start, — sagði
Bjarni eftir hlaupið. — Þetta var
jú mitt besta i ár, en ég hefði trú-
lega verið rétt við metið ef startið
hefði tekist betur.
Enn juku skotar þvi forskotið
og i þriðju greininni náðu þeir
tvöföldum sigri — stungu islend-
ingana algjörlega af i 800 metra
hlaupi.
I-spjótkastinu kom hins vegar
islenskur sigur. óskar Jakobsson
var ekki nema 12 sentimetra frá
eigin Islandsmeti, kastaði 75,68
metra. — Ég verð ekki ánægður
nema ég nái metkasti fyrir vetur-
inn, —sagðiöskar. — Viðfengum
góða tilsögn hjá útlenska
þjálfaranum sem hér var en
ennþá er maður þó ekki farinn að
beita sér eftir þeim aðferðum
sem hann sýndi okkur. Maður
verður að fara sér hægt i
breytingarnaren þetta á að koma
fyrir veturinn, — maður vonar
það að minnsta kosti.
Enn var komið að hlaupagrein
og enn tapaði landinn. Að þessu
sinni voru það 5 km. og þeir
Sigfús og Gunnar P. Jóakimsson
áttu enga möguleika i skotana
sem hlupu mjög skemmtilega.
Agúst Asgeirsson stóð sig hins
vegar i 3000 metra hindrunar-
hlaupi. Hann komst á milli
Kæra framarar
akurnesinga v/
markmannsins?
Karl Þórðarson
kominn í hópinn
Búið er að velja 22
menn til landsliðsfarar-
innar i haust þegar keppt
verður við Belgíu og
Frakkland í evrópu-
keppni landsliða og síðan
við rússa í Ol-keppninni.
Nýtt nafn er komið i hópinn,
Karl Þórðarson, sem hefur nú
loks hlotið náð fyrir augum
landsliðsnefndar. Mörgum hef-
ur fundist að gengið hafi verið
framhjá Karli i undanförnum
leikjum en á hitt ber þó að lita
að oft hefur það gefið góða raun
að halda ungum og vaxandi
leikmönnum ekki of stift við
landsliðsæfingar og leiki. En
Karl er sem sagt loks kominn
inn og er svo sannarlega að þvi
er virðist vandanum vaxinn.
Ottó Guðmundsson KR er einnig
nýliði i landsliðshóp.
Búið er að gefa grænt ljós að
þátttöku Asgeirs Sigurvinsson-
ar i evrópuleikjunum. Erfiðlega
gengur hins vegar að fá Jó-
hannés Eðvaldsson lausan.en þó
má telja fullvist að hann leiki
fyrri leikinn, þ.e. við frakka.
Vinnist sá leikur hins vegar er
liklegt að gengið verði enn
harðar að Celtic að fá hann
lausan i leikinn gegn belgum, en
þá á Celtic leik gegn erki-
fjendunum Dundee. Guðgeir
Leifsson verður einnig með i
þessum leikjum en að sjálf-
sögðu fá engir okkar ágætu at-
vinnumanna að leika gegn rúss-
um þvi þar er um algjöra
áhugamannakeppni að ræða!
Lið íslands sem tilkynnt hefur
verið til rússa er þannig skipað:
Arni Stefánsson
Þorsteinn Ólafsson
Diðrik Ólafsson
Gisli Torfason
Björn Lárusson
Marteinn Geirsson
Jón Pétursson
Jón Gunnlaugsson
Ólafur Sigurvinsson
Janus Guðlaugsson
Ottó Guðmundsson
Jón Alfreðsson
Árni Sveinsson
ólafur Júliusson
Karl Hermannsson
Grétar Magnússon
Hörður Hilmarsson
Elmar Geirsson
Matthias Hallgrimsson
Teitur Þórðarson
Karl Þórðarson
örn Óskarsson
Þessir verða tilkynntir til
Sovétrikjanna. Siðan bætast
þeir Jóhannes, Asgeir
og Guðgeir við og i leikina sem
þeir fara I verða eftirtaldir ekki
meö: Diðrik, Janus, Ottó, ólaf-
ur Júlíusson, Karl Hermanns-
son og örn Óskarsson. Sá 19
manna hópur sem þá er eftir
mætir frökkum og belgum.
16 manna hópur verður siðan
tilkynntur nk. þriðjudag. —gsp
skotanna með harðfylgi á siðustu
hringjunum og náði þannig i 2.
sætið. — Ég stefndi alls ekki að
þvi að ná meiru, maður var á
toppnum fyrir meira en mánuði
siðan og það var vonlaust að
reyna að ná presónulegu eða 01-
lágmarki að þessu sinni, — sagði
Agúst. — Það er hins vegar von-
andi að ég nái Ol-lágmarkinu á
næsta sumri, það væri gaman að
komast þangað.
— Ég hefði eiginlega átt að
byrja á 4.20, sagði Valbjörn eftir
stangarstökkið, en þar kom einn
skotinn á óvart og hirti gullverð-
launin. — Ég hef gert það nokkr-
um sinnum i sumar, að byrja á
4.20, sagði Valbjörn, — og þá
vantaði ekki að maður hafi flogið
yfir. Núna hins vegar gekk þetta
ekki neitt og 3.70 metrar er litið til
að státa af. — Elias Sveinsson
náði 4.20 metrum en það dugði
ekki til sigurs þvi skotinn fór
sömu hæð i færri atrennum.
I þris'tökkinu átti Friðrik Þór við
meiðsli á fæti að striða og gat
ekki beitt sér af fullum krafti. —
Það er ekki við góðu að búast
þegar maður er með tognun i
læri, slæmur i hné og ómögulegur
i ökklanum — sagði Friðrik þegar
við gengum á hann með að fá
sjúkrasöguna. — Það bætir svo
ekki úr skák að allt þetta hefur
raðað sér á stökkfótinn — sagði
Friðrik.
1 sleggjukasti fengum við ann-
an og þriðja mann en skotinn náði
fyrsta sætinuaf Erlendi. — Maður
getur nú ekki alltaf náð sinu
besta, — sagði Erlendur. — Það
væri ekki félegt ef maður setti
persónulegt met á hverju móti.
Annars átti skotinn yfir 60 metra
kast í ár en ég bara rúma 58
metra þannig að það var vart við
öðru að búast, — sagði Erlendur.
Siðasta greinin var 4x400 m.
boðhlaup. Enn tapaði landinn
hlaupagrein enda voru forföll i
boðhlaupssveitinni. Vilmundur
bilaði I fætinum eins og 1 fyrra-
kvöld en skrölti þó i mark i 200
metra hlaupinu sem fór fram fyrr
um kvöldið. Hann treysti sér hins
vegar ekki i boðhlaupið. Sigurður
Jónsson HSK gat heldur ekki
keppt en hann átti að koma inn i
stað nafna sins Sigurðssonar sem
er eins og áður var sagt úti i
Aþenu.
Björn Blöndal hljóp fyrsta
sprettinn mjög vel fyrir Island,
þá tók Hafsteinn Guðmundsson
við og skilaði keflinu til Bjarna
Stefánssonar. Siðasta sprettinn
hljóp Stefán Hallgrimsson en þá
var forysta skota orðin mjög mik-
il og ekki viðlit að vinna muninn
upp.
Orslit i gær urðu þessi:
400 m grindahlaup: sek.
S. McCallum, Skotland 52.3
Stefán Hallgrimss. Isl. 52.6
A. Tarquini, Skotland 56.2
Jón S. Þórðarson, Isl. 56.3
(Stig eftir 11. grein: Island 58 —
Skotland 59).
200mhlaup: sek.
A. McMaster, Skotland 21.4
Bjarni Stefánsson, Isl. 21.5
A. Harley, Skotland 21.7
Vilm. Vilhjálmsson, Isl. 22.2
(Stig eftir 12. grein: Island 62 —
Skotland 66).
800mhlaup: min.
R.Baillie,Skotland 1:52.9
N.Scott.Skotland 1:54.6
Jón Diðriksson, ísl. 1:55.6
Július Hjörleifss. Isl. 1:59.9
(Stig eftir 13. grein: Island 65 —
Skotland 74).
Spjótkast: m
Óskar Jakobsson, Isl. 75.68
C. Harrison, Skotland 65.36
D. Birkmyre, Skotland 61.58
Snorri Jóelsson, Isl. 60.10
(Stig eftir 14. grein: Island 71 —
Skotland 79).
5000 m hlaup: mln.
J. Dingwall, Skotland 15:02.3
J. Brown, Skotland 15:02.3
Sigfús Jónsson, Isl. 15:25.9
Gunnar Jóakimss. ísl. 15:37.6
(Stig eftir 15. grein: Island 74 —
Skotland 87).
3000 m hindrunarhlaup: min.
I. Gilmour, Skotland 9:01.6
Agúst Asgeirsson, Isl. 9:10.2
J. Evans,Skotland 9:12.5
Sig. Sigurðss. Isl. 10:00.2
(Stig eftir 16. grein: Island 78 —
Skotland 94).
Stangarstökk: m
N. Donachie, Skotland 4.20
Elias Sveinsson, Isl. 4.20
Valbjörn Þorlákss. ísl. 3.70
D. Martin, Skotland 3.00
(Stig eftir 17. grein: Island 83 —
Skotland 100).
Þrlstökk: m
W. Clark, Skotland 15.22
(vindur 2.0)
Friðrik Þ. Óskarss. Isl. 14.98
(vindur 0.0)
P. D. Knowles, Skotland 14.30
(vindur 0.0)
Framhald á bls. 10
Þróttur íslands-
meistari 5. flokks
Þróttur varð Islandsmeistari i
5. flokki knattspyrnunnar.
Örslitaleikurinn fór fram i gær-
kvöldi og lauk honum með 3-2
sigri Þróttara eftir að Valur haföi
haft yfir 2-1 i byrjun siðari hálf-
leiks.
Mynd af íslandsmeisturum 5.
flokks verður að biða til næsta
dags. —gsp
ÚRSLITALEIKIR ÚTI-
MÓTSINS í KVÖLD
Kl. 18.30. leika Valur og Haukar um
3.-4. sætiö og strax að honum loknum
leika Fram og Víkingur um fyrsta til
annað sætið. Leikið er við
Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi