Þjóðviljinn - 21.08.1975, Page 9
Fimmtudagur 21. ágúgt »75 ÞJ6ÐVILJINN — StÐA 9
Aslaug á
15. ágúst 1920 — ágúst 1975
Einn mikilvægasti þátturinn i
umhverfi hvers manns og sá sem
hvah mestu veldur um Hfsánægju
hans eru vinirnir sem honum
veljast. Þegar skarð brestur
skyndilega i þann hóp, er ekki
einasta að allt umhverfið verði
fátæklegra i dráttunum,heldur er
oftlega um svo sárt að binda, að
aldrei fullgrær. Þvilikur söknuð-
ur er nú að okkur kveðinn sem
áttum Aslaugu á Heygum að nán-
um vini. Þar sem hún var, kemur
ekki maður i manns stað. Og þó er
söknuður okkar sem skuggi hjá
þeim ofurmissi sem eiginmaður
hennar, einkasonur og öldruð
móðir hafa orðiö fyrir við dauöa
Aslaugar. Sjálf var hún einka-
barn móður sinnar, og sonur
þeirra Magnúsar einkabarn
þeirra, svo þetta var lltil fjöl-
skylda og fasttengd i samheldnl
sinni. Varla gat heitið aö þau
hjónin viki nokkurn tima hvort
frá annars hlið. Þvi er þetta
sorgarslag svo yfirtakanlegt, sé
þá sliku nokkurntima við annað
að jafna.
Þótt viö Aslaug ælumst upp i
sömu götunni i Vestmannaeyjum,
stafa kynni okkar ekki þaðan.
Varla var til meiri fjarlægð milli
tveggja punkta en frá hornhúsinu
neðsl i götunni, þar sem ég átti
heima, á þröskuldi sjálfra
vertiðarumsvifanna, og upp i
Baðhúsið ofar i Bárugötunni,
þar sem frú Emma, móö-
ir Aslaugar, og Kati systir
hennar héldu öllu hvitu og skin-
andi undir höndum sinum. Það
sunnudagur —
smáauglýsingar:
lægsta verð
Sérkennarar
óskast til starfa I haust viö Nesjaskóla í
Austur-Skaftafellssýslu og I Tjaldanesi I Mosfellssveit.
Menntamálaráðuneytið
20. ágúst 1975.
um
yár allt önnur veröld, útlend/og
framandi, enda mest finar og siö-
írrénntaðar dömur og aðkomnir
eihbættismenn i frökkum sem
þóngað gerðu sér erindi. Auk þess
var Aslaug ekki viöföst i Eyjum á
unglingsárum sinum, heldur i
skóla i Danmörku eða i föðurtúni
sinu i Vestmanna á Færeyjum,
sem hún kenndi sig viö.
Aslaug fæddist i Danmörku
þann 15. ágúst 1920, dóttir Emmu
og Ólafs á Heygum. Kornung
fluttist hún með foreldrum sinum
til Færeyja, en er hún missti ‘
föður sinn, brá frú Emma á það
ráð að flytjast meö hana til
Vestm.eyja, þangað sem syst-
ir hennar var komin og hafði
stofnað baðhús. Báðar voru þær
lærðar frá Skodsborg i greinum
baöa, nudds og likamsræktar.
Siðan ráku þær saman þessa
hvitu og merkilegu stofnun, mitt i
athafnasamasta sjávarplássi
landsins.
í Eyjum kynntust þau Aslaug
og Magnús Magnússon, sem nú
hefur um áraskeiö verið skóla-
stjóri Höföaskólans i Reykjavlk,
og festu brátt ráð sitt. Allan hjú-
skap sinn hafa þau veriö búsett i
Reykjavik og alið þar upp einka-
son sinn, Orra Ólaf, sem nú
stundar listsögunám við háskól-
ann I Kaupmannahöfn.
Djúpstæð listhneigð Aslaugar
beindi henni i Handiöaskólann
skömmu eftir að hann var stofn-
aður, og þar bundust þær
Ásgerður kona min og hún vin-
áttuböndum. Þeirrar vináttu,
KROI S| VERÐ:
Hámarks- KRON-
verð VERÐ
Kaffi 118.00 110.00
Strásykur l.kg. 7 396.00
Molasykur 1. kg. ? 235.00
Hveiti 5 Ibs 241.00 218.00
Hveiti 10 Ibs 482.00 436.00
Vex þvottalögur 511.00 460.00
3,8 1
KRON MATVÖRUBÚÐIR
sem og Magnúsar, hef ég siöan
notið á þriöja áratug. Siöar meir
stundaði Aslaug framhaldsnám i
myndlistum i Zurich og Miinchen,
en hneigðist jafnframt að ljóöa-
skáldskap. Upp úr þvi hvoru-
tveggju spratt fögur bók meö
ijóðum hennar og teikningum,
Við hvitan sand, . sem Heims-
kringla gaf út áriö 1970. Af ljóðum
og myndum þeirrar bókar má
glöggt sjá, i hve fingerðan vef
sálarlif hennar var slegiö. Ljóöin
eru eins og hún, innhverf og ihug-
uí, fáguð og nákvæm. 1 augum
hennar var athöfnin hiö ytra aö-
eins hluti raunverunnar; þaö sem
undir bjó var henni löngum stærri
veröld og margslungnari. 1 þeim
efnum haföi hún og gengiö i
langan skóla. Engan veit ég i
vinahópi minum né kunningja
sem las eins mikið af góðum bók-
menntum og Aslaug. Klassisku
höfundarnir rússnesku, nýju
stefnurnar i þýskum bókmennt-
um, spænsk og frönsk heimspeki-
rit og bækur um listir, það var
hennar kjörlestur. Og sama var
hvort það voru norðurlandamál-
in, enska, þýska eöa franska sem
hún bar sér fyrir augu.
Um langt árabil gekk Aslaug
ekki heil til skógar. Þó hefði
engan grunað þaö sem ekki
þekkti nánar til, svo fallega sem
hún var á sig komin, smágerö,
hýr, mjúkrómuö, hláturmild og
skapprúð meö eindæmum.
Ég minnist sunnudagsmorgna
þegar þau Magnús litu við hjá
okkur hjónum, og þá búin aö
ganga Alftanesfjörur eöa annaö
með heiöi eöa strönd. Þá var ekki
1 annaö að sjá en lifskrafturinn
ljómaöi af henni, en undir niðri
ágerðist sjúkleiki hennar og sam-
eiginleg andspyrna gegn honum
batt þau Magnús enn traustari
böndum, ef orðið gat. Hún varð
fjöregg hans og lif, og þeirra
feðga beggja. Þegar hún var lögð
inn á sjúkrahús til rannsóknar i
lok júli, uggöi okkur engrar
bráörar hættu, og sist helfregnar.
A fimmtiu og fimm ára afmælis-
daginn sinn var hún kistulögð, og
i dag klukkan hálf tvö verður hún
borin til grafar frá Fossvogs-
kapellunni.
Það er undarlega táknlegt um
hiö örmjóa bil og.þá ægividd sem
aðskilur lifiö og cíauöann, áö ann-
arsvegar viö Reykjanesbrautina
verður hún lögö i gröf, en hins-
■ vegar viö veginn er risinn skólinn
nýi, sem Magnús Magnússon á nú
að taka viö og ganga þar áfram
brautina til liknar lifendum. Þar
sem ég veit hversu mikill mann-
skapar- og kjarkmaöur Magnús
Magnússon er, þá trúi ég þvi, að i
hinu merka starfi sinu, aö leiða
vangefin börn á veg sjálfsbjargar,
finni hann og sjálfum ser þá leiö
til lifs, sem nú er svo dimmum
skugga hulin. Hann er þar maður
til kallaöur, hversu sem klukkan
glymur. Sonur þeirra, Orri Ólaf-
ur, er á framtiðarvegi i námi
sinu, og honum má þar ævinlega
vera til styktar sá bakhjarl sem
móðir hans var. Móöur Aslaugar,
Emmu á Heygum, á ég engin orð
að segja til harmabóta nema þau,
að i hjarta hvers einasta okkar
sem Aslaugu þekktum bærist og
sorg hennar, en samslungin ljúf-
um minningum um yndislegan
vin.
Björn Th. Björnsson.
Eina sælgætiö úr
innlendu hráefni
BITAFISKUR
FRAMLEIÐANDi
B.E. ESKIFIRÐI SÍMI6139
Fæst um allt land
Dreifingaraöili í Reykjavík:
Heildverslun Eiríks Ketilssonar
Greiðsla olíustyrks
í Reykjavík
Samkv. 2. gr. 1. nr. 6/1975 og rgj. frá 30.5.
1974 verður styrkur til þeirra, sem nota
oliukyndingu fyrir timabilið marz — mai
1975 greiddur hjá borgargjaldkera,
Austurstræti 16.
Greiðsla hefst fimmtudaginn 21. ágúst.
Afgreiðslutimi er frá 9.00 — 15.00 virka
daga. Styrkurinn greiðist framteljendum
og ber að framvisa persónuskilrikjum við
móttöku.
19. ágúst 1975.
Skrifstofa borgarstjóra
Otför
Aslaug á Heygum
Granaskjóli 19
verður gerö frá Fossvogskapellu I dag kl. 13.30.
Emma á Heygum
Orri Ólafur Magnússon
Magnús Magnússon
Utför mannsins mins
Sigurjóns Pálssonar
frá Hjörtsbæ Keflavlk
fer fram á morgun föstudaginn 22. ágtlst kl. 3 frá Foss-
vogskirkju.
Heiga Finnsdóttir