Þjóðviljinn - 06.09.1975, Blaðsíða 3
Alþjóðlega vörusýningin
Laugardagur 6. september 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
1. hæðin á nýju Fæðingardeildinni fullgerð:
Kvenlækningadeild
tekin í notkun í gær
F orvitnilegar nýjungar
í raf- og málmiðnaði
Sýnir i Hliðarbœ i Glœsibœjarhreppi
Fyrsta einkasýning
Helga Vilbergs
Um helgina lýkur myndlistar-
sýningu Helga Vilbergs i Hliðar-
bæ, sem er samkomuhds Giæsi-
bæjarhrepps rétt fyrir utan Akur-
eyri. Helgi Vilberg er Akur-
eyringur. Hann útskrifaðist úr
Myndlista- og handiðaskólanum
vorið 1973 og hefur siðan verið
teiknikennari við barnaskólann i
Glerárhverfi.
Helgi hefur einkum fengist við
aB mála á sumrin. Þetta er fyrsta
einkasýning hans, en áður hafði
hann tekið þátt i samsýningum. A
sýningunni i Hliðarbæ eru 30
myndir og þar af allmargar i
seriu er nefnist „Lýðveldið is-
land”.
Næsta verkefni Helga er þátt-
taka i sýningu i vinabæ Akureyr-
ar, Alasundi. Listabandalagið þar
á 70 ára afmæli i april á næsta ári
og er tveimur listamönnum úr
hverjum vinabæ boðin þátttaka
þar. Helgi sýnir fimm myndir i
Alasundi.
Á meðfylgjandi mynd er lista-
maðurinn við eina myndina úr
seriunni „Lýðveldið tsland” og
nefnist hún „Jón Sigurðsson”.
Málfrœðibœkur Val-
fells komnar út á ný
Bókaútgáfan Valfell h/f. kemur
nú með endurprentanir bóka
sinna i Islensku, þar sem allt er
skráð á nýju stefsetningunni, en
það eru bækur eftir Gunnar Finn-
bogason cand. mag. Þær eru
þessar:
Málfariog Málið mitt,fyrir 3ja
bekk i gagnfræöaskóla, og er þar
að finna málfræði, setningarfræöi
og hljóðfræði og jafnframt þess-
um er ætluð til kennslu á sama
stigi bókin Mál og ljóð, en i henni
er bragfræðin og atriði sem
snerta málnotkun, svo sem nú er
krafist til gagnfræðaprófs.
Til stafsetningarkennslu eru
ætlaöar bækurnar Listvörog Rit-
vör og er hin siðarnefnda nokkru
auðveldari til náms en Listvör. Sú
breyting hefur verið gerð á bók-
unum að nú er nýr kafli þar um
greinarmerkjasetningu og verk-
efni fyrir nemendur en felldur er
brott kaflinn um samningu rit-
gerða. Þó eru 1 bókinni allmörg
ritþjálfunaratriði.
Þá er enn fremur um eina nýja
bók að ræða Réttritun — Ritþjálf-
un (148 bls.) og er hún ætluð til
æfinga á fyrsta námsári I fjöl-
brautarskóla, menntaskóla eða
öðrum framhaldsskólum.
Bækur þessar eru á góðum
pappir og smekklegar að allri
gerð.
Rafeinda- og máimiðnaður á
islandi — hvað skyldi þessi nafn-
gift standa fyrir? Niu fyrirtæki i
þessari iðngrein boðuðu til blaða-
mannafundar sl. fimmtudag, til
að kynna heistu framieiðslu og
nýjungar. Vilja þau Ieggja
áherslu á frumkvæði, hvert i
sinni framleiðslugrein. Þarna
getur að lita forvitnilegar nýjung-
ar, svo sem laxateljarann frá
Raflgnatækni s.f., öryggisbúnað á
linuspil frá Sig. Sveinbjörnsson
h.f., forða- og vinnuvélsleða frá
Sverri Þóroddssyni & Co,
iðnaðarrafgeima frá Tækniver
Já.|. og margt fleira.
Laxateljarinn virkar þannig, að
• motta erlögð i árfarveg og virkar
fiskurinn sem saltmassaáreiti á
mottuna. Þetta áreiti skilar sér til
sirita, sem skráir alla fiska sem
synda yfir mottuna. Teljarinn
kemur svo að gagni við
ákvarðanir um aukningu seiða i
ánni, eða takmörkun fiskveiða.
Fyrsta hæð hinnar nýju bygg-
ingar Fæðingardeildar Land-
spitalans var tekin I notkun i gær,
5. september. Eru I þessari nýju
deild 26 sjúkrarúm, en 23 verða
tekin I notkun til að byrja með.
Skapast nú mun betri aðstaða
til þess að meöhöndla ma.a.
krabbameinssjúklinga, en full-
komin aðstaða er til að rannsaka
sjúklinga og sérstaklega einangr-
uð stofa er fyrir sjúklinga I
geislameðferð. Eru innbyggð
salerni á herbergjunum og einnig
sturtuböð i flestum. Mikilli bygg-
ingarvinnu er enn ólokið á 2. og 3
hæö hússins og er gert ráð fyrir að
nokkuð ónæði verði af þvl á
meðan þær framkvæmdir standa
yfir, en báðum hæðunum á að
ljúka i vetur. Göngudeildin I
kjallaranum var tekin I notkun I
marslok ’74, en næsti áfangi er
þriðja hæðin, sem væntanlega
verður lokið fyrir jól, en þar eru
m.a. skurðstofur og fæðingarher-
bergi.
þs
0S0G0G
Þetta herbergi er með sérstakri
einangrun i veggjum fyrir geisla-
meðferð, en upptökutæki myndar
sjúklinginn , og frammi er sjón-
varpsskermur svo að hjúkrunar-
kona geti fylgst með sjúklingn-
um. Þetta herbergi er á hinni
nýju k v en lækn in gad eild
Fæðingardeildarinnar, sem var
opnuð i gær.
Starfsmenn skipasmiðastöðvarinnar Stálvikur I Garðahreppi sjást hér
smiða 1 af 52 hlutum nýs togara, sem I smiðum er hjá stöðinni fyrir
Súgfirðinga. Veröur þctta stærsti togari, sem stöðin hefur smiðað.
Nánar eftir helgi. (Ljósm. —úþ)
Oryggisbúnaðurinn á linuspil er
afskaplega sjálfsagt mál enda
kominn i reglugerð, sem skyldar
framleiðendur til að hafa útbúnað
á spilinu, sem getur stöðvað það á
augabragði. Ekki er blaðamanni
kunnugt um hve margir bátar
hafa ekkislikan öryggisbúnað, en
Sig. Sveinbjörnsson hafa afgreitt
þennan búnað i 8 báta.
Samkvæmt lauslegri áætlun
hafa verið fluttir inn uþb. 1000
vélsleðar til landsins, en Sverrir
Þóroddsson sagðist vonast til að
geta hafið framleiðslu á 20 vél-
sleðum kringum næstu áramót.
Tilraunasleðinn sem sýndur er i
Laugardal hefur kraftmikinn
mótor og er sérlega léttbyggður,
enda fremur ætlaður til að kom-
ast áfram með sæmilegt hlass.
IBnaðarrafgeymarnir frá
Tækniver eru frábrugðnir þess-
um „venjulegu” geymum á þann
hátt, að rörplöturnar eru með
innilokuðum blýmassa, til að
botnfalla siður og þola meira
hnjask. Þessir geymar eru ætlað-
ir fyrir 12-15 ára endingu. Aætlað
er að hefja framleiðslu næsta vor.
Sigurður Sveinbjörnsson Ibás sinum ásamt starfsmanni fyrirtækisins.
Loks má geta um blikksmiðj-
una Vogur h.f. Þetta fyrirtæki
framleiðir einkum lofthitunar-og
loftræstikerfi, en eitt slikt kerfi
heldur hitanum á tjaldbygging-
unni I Laugardal. Lofthitun hefur
einkum þann kost að nýta hita-
gjafa mun betur en annarskonar
kerfi. Td. þarf mun minna magn
af hitaveituvatni, og hitunarkerf-
iðskilarþvimunkaldara útaftur,
en td. ofnar. Betri nýting orku-
gjafa. Eins og flest önnur þessara
9 fyrirtækja, leggur Vogur h.f.
stolt sitt i að hanna og framleiða
söluvöru sina sjálfur.
IOGARA-
SMÍÐI