Þjóðviljinn - 06.09.1975, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 06.09.1975, Blaðsíða 10
10 ÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 6. september 1975. Nýtt verð á síld Yfirnefnd Verölagsráös sjávar- útvegsins ákvað á fundi i gær eftirfarandi lágmarksverö á sild veiddri f reknet til söltunar frá byrjun reknetaveiða til 15. sept- ember 1975. A) Stór sild (34 cm og stærri), hvert kg.............kr. 40.50 B) Millistærð (32 sm til 34 cm), hvert kg.................30.50 C) Smá slld (undir 32 cm), hvertkg..............kr. 14.00 Stærðarflokkun framkvæmist af Framleiðslueftirliti sjávaraf- urða. Verðið er miðað við sildina upp til hópa komna á flutningstæki við hlið veiðiskips. 1 yfirnefndinni áttu sæti: Ólafur Daviðsson, sem var oddamaður nefndarinnar, Guðmundur Jör- undsson og Ingólfur Ingólfsson af hálfu seljenda og Dagbjartur Einarsson og Margeir Jónsson af hálfu kaupenda. Framangreind stærðarflokkun var samþykkt með fjórum at- kvæðum gegn atkvæði Margeirs Jónssonar, en verðið var ákveðið með atkvæðum oddamanns og fulltrúa seljenda gegn atkvæðum fulltrúa kaupenda. Norrœna húsið: þorpið til umrœðu Að undanförnu hafa orðið all- miklar umræður um nýfram- komnar tillögur að nýju skipulagi Grjótaþorps I Reykjavik. Að þessu tilefni hafa Norræna húsið og Torfusamtökin ákveðið að efna til almenns fundar á morgun, sunnudaginn 7. sept. kl. 16 um efnið „VERNDUN GAMALLA HÚSA OG BORGARHVERFA”. Á fundinum kynna arkitektarn- ir Guðmundur Kr. Guðmundsson og Olafur Sigurðsson tillögu sina að skipulagi Grjótaþorps. Hörður Ágústsson, listmálari, mun halda stutt erindi um tillögu til húsafriðunar, sem hann gerði ásamt Þorsteini Gunnarssyni fyrir Reykjavlkurborg. Loks fjallar Trausti Valsson, arkitekt, um verndun og friðun út frá skipulagslegum sjónarmið- um. Á eftir gefst tækifæri til spurninga og umræðna. Fundarstjóri.verður Thor Vil- hjálmsson, forseti Bandalags Is- lenskra listamanna. Fundurinn verður í Norræna húsinu. Breska alþýðusambandið Ekki verði fyrir verk- smiðju- tökur Blackpool 2/9 reuter — Þing breska alþýðusambandsins, TUC, hefur krafist þess að hætt verði að sækja til saka verkamenn sem taka verksmiðjur á sitt vald. Á undanförnum árum hefur æ oftar komið fyrir að verkamenn yfirtaki vinnustaði stna og i mörgum tilvikum halda þeir framleiðslunni áfram fyrir eigin reikning. Eru þessar aðgerðir oftast vörn verkamanna gegn ákvörðunum eigenda verksmiðja um að leggja rekstur þeirra niður með þvi fororði að hann sé ekki lengur arðbær. Það var fulltrúi stéttarfélags hönnuða og tækniteiknara sem bar þessa tillögu fram. Sagði hann að atvinnurekendur teldu sig ævinlega hafa rétt til að hætta rekstri ef hann gæfi ekki af sér nægan gróða að þeirra mati. — Þeir sýna of litla virðingu framtlð fólkinu, staðnum, iðnaðinum og þjóðinni, sagði hann. Fyrir skömmu voru verkamenn I Hull kærðir fyrir verksmiðju- töku og fékk eigandinn þvi framgengt að loka fyrirtækinu. I öðru tilviki knúðu verkamenn rlkisstjórnina til að veita fé til að stofna samvinnufélag verka- manna um rekstur mótorhjóla- verksmiðju sem Iýst hafði verið gjaldþrota svo unnt reyndist að haiHa rekstri hennar áfram. Dögg spilar úti Hljómsveitin Dögg heldur úti- hijómleika I Austurstræti á morg- un, sunnudag. Dögg mun þenja strengina frá kiukkan 15 til 16. Þrir fræðslu- stj ór ar settir til eins árs Stöður fræðslustjóra i Austur- lands-, Suðurlands- og Vestur- landsumdæmum samkvæmt grunnskólalögum voru fyrir nokkru auglýstar lausar til um- sóknar. Að fengnum tiilögum þeirra fræðsluráða, sem hlut eiga að máli hefur ráðuneytið sett i stöðumar sem hér segir: Jón R. Hjálmarsson, skóla- stjóri Héraðsskólans að Skógum undir Eyjafjöllum hefur verið settur fræðslustjóri I Suðurlands- umdæmi, en það umdæmi nær yfir Vestur-Skaftafellssýslu, Vestmannaeyjar, Rangárvalla- sýslu og Árnessýslu. 2) Kristján Ingólfsson, náms- stjóri, hefur verið settur fræðslu- stjóri I Austurlandsumdæmi, en það nær yfir Norður-Múlasýslu, Seyðisfjarðarkaupstað, Suður- Múlasýslu, Neskaupstað, Eski- fjarðarkaupstað og Austur- Skaftafellssýslu. 3) Snorri Þorsteinsson, kenn- ari, hefur verið settur fræðslu- stjóri' i Vesturlandsumdæmi, en það nær yfir Borgarfjarðarsýslu, Akraneskaupstað, Mýrasýslu, Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu og Dalasýslu. Kínverjar hrósuðu Rússum HONG KONG 3/9 reuterKInverj- ar héldu það hátiðlegt I dag að 30 ár voru liðin siðan japanir voru sigraðir á meginlandi Klna. Hrós- að var framgöngu sovéska hers- ins á striðsárunum en um leið ráðist harkalega á núverandi stjórnendur Sovétrikjanna og þeir ásakaðir fyrir „sósial- imperlalisma”. Alusuisse Framhald af bls. 1. Austurlandi, og reyndar þóttí ekki ástæða til að gera forsvars- mönnum raforkumála á Austur- landi viövart um komu sendi- manna auðhringsins. Miklar vegaframkvæmdir standa nú yfir á Fljótsdalsheiði eystra, og fer ekki milli mála, að þar er um varanlegar framkvæmdir að ræða, en ekki aðeins I tengslum við rannsóknir. Vilja seilast lengra Þær fréttir sem hér eru birtar um þátt sendimanna hins erlenda auðhrings i undirbúningi virkjana á Austurlandi verða óhjákvæmi- lega til að minna á áform, sem skýrt var frá I Þjóöviljanum fyrir nokkrum mánuðum. Það er sem sagt vitað, að full- trúar auðhringsins Alu-Suisse hafa óskað eftir þvl við islensku rikisstjórnina að hringurinn þurfi ekki lengur að láta sér nægja að eiga verksmiðju (eða verk- smiðjur) á Islandi, heldur verði hann einnig beinn aðili að virkjunum hér á landi. Beiðni auðhringsins felur i sér, að is lenska rikið leggi fram i eitt skipti fyrir öll mjög verulegan hluta af öllu virkjanlegu vatnsafli á Is- landi sem framlag i sameiginlegt fyrirtæki með hringnum, en hringurinn ieggi fram fjármagn og námuréttindi. Þyrluflug sendimanna auðhringsins milli hugsanlegra virkjunarstaða á Austurlandi kann þvi að vera upphafið að öðru og meira. Og timabært er að Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra svari þvi, hvers vegna hann telur að ekki sé lengur hægt að láta is- lenska starfsmenn orkumála annast virkjunarrannsóknir hér á landi óstudda, eins og hingað til? Njósnir Framhald af bls. 1. milli togaraeigenda og ráðuneytis og bréf frá skipstjóranum á v- þýska eftirlitsskipinu Meerkatze. I þessum skjölum kemur meðal annars fram að Sambandsrlkið þýska greiðir allan herkostnað |hverju nafni sem hann nefnist i fyrir þýska togara I islenskri ílandhelgi og gerir enn. Þá kom fram að skipstjórnar- menn á v-þýsku eftirlitsskipunum beittu sér fyrir náinni samvinnu við yfirmenn á bresku herskipun- um I siðasta landhelgisstrlði og kröfðust Ihlutunar v-þýska sjó- hersins. Vestur-Þjóðverjar eru eina : erlenda þjóðin sem enn heldur uppi veiðiþjófnaði innan 50 mllna llandhelgi. Og það var v-þýska Istjórnin sem fyrir tilstilli auðhringa I V-þýskalandi knúði I gegn viðskiptaþvinganir gegn íslandi innan Efnahagsbandalags Evrópu. nn •• 1 opum Framhald af bls. 1. árið 1974 til þessara landa var Is- varinn fiskur, að verðmæti 1794 miljónir. Tollur af honum er nú 15%, en þó ekki nema 8% af karfa, sem er nokkur hluti þessa útflutnings. Þótt við semdum um veiðirétt handa EBE rikjum inn- an fiskveiðimarkanna félli þessi tollur ekki alveg niður heldur yrði 3,7% af öðrum fiski en karfa, en tollur af honum yrði 2%. Annar mestur útflutningur sjávarafurða var útflutningur fiskimjöls. Af þvi er greiddur 2% tollur, og mun hann falla niður ef samið verður um veiðar handa EBE rikjum, en mjöl var flutt til þessara landa fyrir 1253 miljónir á siðasta ári. Þessir tveir liðir út- fluttra sjávarafurða gerðu þannig meira en helming alls útflutnings til þessara landa á siðasta ári og hagnaður af niðurfellingu tolla af þeim er óverulegur. Af frystum flökum er nú greiddur 15% tollur, af rækju 20% tollur, af kaviar 30% toílur, og mun tollur af þessum vöruflokk- um falla niður með öllu ef við semjum við EBE riki. Hins vegar er tollur af niðursuðuvörum nú 20% en yrði 10% þrátt fyrir það að við veittum EBE rikjunum veiði- rétt innan fiskveiðilögsögunnar. Þessir slðasttöldu vöruflokkar vega ekki mikið I heildarút- flutningi, auk þess sem tollur verður ekki felldur niður af þeim öllum. Reikna má með að meðal- talstollur allra útfluttra sjávaraf- urða til EBE rikja sem falla mundi niður við það að semja við þau um veiðirétt innan fiskveiði- markanna geti numið 10% af heildarútfiutningi þessara vöru- flokka til fyrrtaldra landa. Það þýðir með öðrum orðum 600 milj- ón króna hagnað í tollafrfðindum á móti þvi að hleypa stórvirkustu veiðitækjum þessar landa inn fyrir fiskveiðimörkin. Og með enn öðrum orðum: 3 miijónir fyrir hverja milu nýrrar fisk- veiðilögsögu! Getur slikur og þvilikur kaup- skapur vart talisthagkvæmur. —úþ - - . SKIPAUTGCRB RÍKISINS M/s Esja fer frá Reykjavlk föstudaginn 12. þm. vestur um land I hring- ferð. Vörumóttaka miðviku- dag og fimmtudag til Vest- fjarðahafna, Norðurfjarðar, Sigluf jarðar, Ólafsfjarðar, Akureyrar, Húsavlkur, Raufarhafnar, Þórshafnar, Bakkafjarðar, Vopnafjarðar og Borgarfjarðar eystra. M/s Baldur fer frá Reykjavlk I næstu viku til Breiðafjaröarhafna. Vöru- móttaka mánudag og þriðju- dag. Nesprestakall Stuðningsmenn sr. Guðmundar óskars Ólafssonar hafa opnað skrifstofu i KR-heimilinu, Frostaskjóli. Opið kl. 5-10. Simar 18336 og 18337. Upplýs- ingar um kjörskrá o.fl. liggja þar frammi. Frá Digranesskóla Nemendur komi i skólann mánudaginn 8. sept. sem hér segir: Böm fædd 1963 og 64 (11 og 12 ára) kl. 9 Böm fædd 1965 og 66 (9 og 10 ára) kl. 11 Böm fædd 1967 og 68 (7 og 8 ára) kl. 13. Skólastjóri KAUPMENN — INNKAUPASTJÓRAR ISLENZKUR FATNAÐUR Haustkaupstefna (SLENZKS FATNAÐAR verður haldin að Kristalsal Hótel Loftleiða 7.- 9. september n.k. Kaupstéfnan opnar kl. 14:00 sunnudaginn 7. september og verður opin frá kl. 10:00-18:00 mánudag og þriðjudag 8. og 9. september. Tískusýningar kl. 14:00 alla daga. Komið og kynnið ykkur haust- og vetrartísku íslenskra fataframleiðenda. fslenskur fatnaður HÓTEL LOFTLEIÐIP, Atvinna ■ Atvinna Lausar stöður Stöður fræðslustjóra I Norðurlandsumdæmi vestra og Norðurlandsumdæmi eystra samkvæmt lögum nr. 63/1974, um grunnskóla, eru lausar til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil sendist menntamálaráðuneytinu fyrir 1. október n.k. Menntamálaráðuneytið 5. sept. 1975. Grjóta

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.