Þjóðviljinn - 06.09.1975, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 6. september 1975.
Kjartan
á Loftinu
„Svona sýningaraðstöðu hef-
ur mér alltaf þótt vanta,” sagði
Kjartan Guðjónsson listmálari,
sem opnar sýningu á 28 mynd-
um á Loftinu að Skólavörðustig
4 laugardaginn 6. september.
Kjartan sýnir að þessu sinni
aðeins litlar myndir, flestar
málaðar á þessu ári, en einar
fimm eða sex eru þó gamlar,
reyndar allt frá þvi um 1950.
Myndirnar eru flestar málaðar
með vatnslitum, en stöku krit-
armynd hangir þó á veggjum
Loftsins.
Myndirnar eru allar til sölu og
verðið mun vera i réttu hlutfalli
við stærð myndanna.
Nú er eitt og hálft ár siðan
Kjartan sýndi siðast, en þá
höfðu liðið 12 ár milli sýninga
hjá málaranum.
,,Það er nauðsynlegt að hafa
svona sal eins og Loftið. Hér er
svo heimilislegt — fólk getur
betur gert sér grein fyrir hvern-
ig myndirnar fara heima”.
Og þú heldur þig við abstrakt-
ið?
,,Já, þetta er orðin gamalgró-
in aðferð”.
Sýning Kjartans Guðjónsson-
ar verður opin á laugardaginn
frá 14 til 18 en aðra daga á versl-
unartima. Sýningin mun standa
i tvær vikur. — GG
Hringur
sýnir pastel-
myndir
„Þetta eru myndir sem ég hef
málað undanfarin 14 ár, en fæst-
ar hafa verið til sýnis áður.
Sumar eru frummyndir að
stærri verkum, sem ég hef þeg-
ar sýnt,” sagði Hringur Jóhann-
esson listmálari, en hann opnar
á laugardaginn sýningu i Boga-
sal Þjóðminjasafnsins i pastel-
myndum. Myndirnar eru allar
til sölu nema tvær og er verði
þeirra stillt i hóf, 20—40 þúsund
kr. hver mynd. Hringur sagðist
hafa unnið mikið i sumar norður
i Haga i Þingeyjarsýslu, en þar
dvelst hann oft á sumrin.
„Þar vinn ég langbest, hef
góða vinnustofu og næði. I
sumar hef ég unnið 8—10 tima á
dag og gert ein 10—12 málverk
og um 40 kritarmyndir. Ég geri
ráð fyrir að halda stóra sýningu,
jafnvel á næsta ári. Ég var bú-
inn að sækja um að fá að sýna á
Kjarvalsstöðum, en dró mig til
baka þegar deilurnar urðu i vet-
ur. Ég mun ekki sýna þar, nema
einhver breyting verði á gangi
mála. Það er óneitanlega hart
im§i
en það væri synd að segja að
Kjarvalsstaðir hafi gert það i
sumar.” sagði Hringur. Sýning
að ekki skuli vera hægt að hafa
eitt gott sýningarhúsnæði sem
heldur einhverjum „standard”,
hans er opin daglega til 14. sept-
ember frá kl. 2—10.
Það er verst að hafa ekki
islensku áhorfendurna
Leikurinn
verður
þrælerfiður
Segja landsliðsmennirnir
Landsleikurinn við belga i kvöld:
Þetta er munurinn
á atrinnu- og áhuga-
„Það sem gerði okkur einkar
erfitt fyrir var að áhorfendur
stuttu sfna menn svo dyggilega f
Frakklandi”, sögðu Isl. landsliðs-
mennirnir. „Það var sannarlega
erfitt að hafa ekki áhorfendurna
úr Laugardalnum á leiknum.”
Elmar Geirsson sagðist búast
viö svipuðum leik og gegn frökk-
um. Taldi hann belgana þó eiga
betra lið en frakkana.
Asgeir Sigurvinsson sagði að
belgar ættu tvimælalaust
sterkara lið en frakkarnir, en um
úrslit leiksins vildi hann ekkert
segja.
Ég var ekki ánægður með úr-
slitin i leiknum við frakka 1-0
hefði verið nær þvi, sem ég hefði
getað sætt mig við.”
Landsliðið býr sig sem sagt
undir erfiðan leik. Andinn var þó
góður og í gærkveldi var Ásgeiri
Sigurvinssyni afhent gullúr fyrir
25 leikna landsleiki og Jóhannesi
Eðvaldssyni var gefin afmælis-
gjöf. Slðan var sungiö og leikið á
gítar, en margir góðir söngmenn
og gitarleikarar eru I landsliðs-
hópnum.
„Ég sá ekkert, ég heyrði ekk-
ert, ég hreyfði bara fæturna”,
sagði Karl Þórðarson eftir fyrsta
landsleik sinn.
Frönsku blöðin skrifa margt
um landsleik islendinga og
frakka. 1 blöðunum er Asgeir
Sigurvinssyni jafnað við Pele sem
knattspyrnumanni.
íslenska liðið fær góða dóma og
þá sérstaklega Asgeir og Arni
Stefánsson, markvörður.
Belglskur njósnari, sem sá leik-
inn I Frakklandi sagði að þeir
LIÐIÐ
í KVÖLD
Það er ekki öfundsvert hlut-
verk, sem þeir landsliðsnefnd-
armenn eru i sem þurfa að
velja liðið fyrir landsleikinn i
kvöld. Óvist er hvort þrir
fastamanna verði með, hinir
fjórir, sem eru á sjúkraskrá
munu þó væntanlega leika.
Ekki er óliklegt að liðið
verði þannig skipað, ef enginn
forfallast frekar en nú er:
1 markinu verður Arni Stef-
ánsson. Varnarmenn verða
þeir Ólafur Sigurvinsson og
Jón Pétursson bakverðir og
Marteinn og Gisii á miöjunni.
Tengiliðir verða þeir Guð-
geir og Hörður. Asgeir og
Matthias, sem kemur aftur i
stað Jóhannesar.
Elmar og Teitur verða siðan
i framlinunni.
Guðgeir og Ásgeir væru stór-
hættulegir saman. Ennfremur
sagði hann að belgar yrðu að fara
að öllu með gát, leikurinn væri
ekki unninn fyrirfram.
Sterkur orðrómur gengur um
það, óstaðfestur að visu, að As-
geir verði fyrirliði islenska lands-
liðsins I leiknum við belga I kvöld.
mönnum
Sagði Tony Knapp
um leikinn við
frakka. — Sjö
leikmenn i
lœknismeðferð i dag
Frá Gunnari Steini Pálssyni,
Liege Belgiu.
t kvöld fer fram á heimavelii
Asgeirs Sigurvinssonar hér I
Belgiu leikur tslands og Belgiu i
Evrópukeppni landsliða. Hér
glima menn við ýmis vandamál
24 stundum fyrir leikinn, hvorki
meira né minna en 7 leikmenn eru
undir læknishendi og fyrirliðinn
Jóhannes Eðvaldsson mun ekki
leika með.
Jón Pétursson fékk matareitr-
un. Guðgeir er með hálsbólgu og
hita. Gisli Torfason meiddist og
var borinn út af i leiknum við
frakka. Þá hafa þeir ólafur Sig-
urvinsson, Matthias, Arni
Stefánsson, Elmar og Hörður
Hilmarsson verið i meðferð hjá
læknum I dag vegna minniháttar
erfiðleika.
Tony Knapp: „Ég get ekki
hugsað neitt um hvernig liðið
verður. skipað. Vandamálin eru
ægileg, og óskemmtilegt að eiga
að berjast við landslið, sem talað
er um sem sterkasta lið i Evrópu,
þegar svo margir eru á sjúkra-
Iista. Við getum skipað i 11
manna lið, en þar af eru tveir
markmenn.