Þjóðviljinn - 06.09.1975, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.09.1975, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 6. september 1975. DJOÐVIUINN MALGAGN SÖSlALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Háraldsson Umsjón með sunnudagsblaði: Arni Bergmann Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 iinur) Prentun: Blaðaprent h.f. UMSKIPTINGAR Á FLÓTTA í umræðum siðustu daga milli dagblað- anna Timans og Þjóðviljans um kaupmátt launa verkafólks borinn saman við kaup- mátt heildartekna þjóðarbúsins og þróunina i þessum efnum nú og fyrr, — þá hefur Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri Timans og formaður þingflokks Fram- sóknarflokksins verið á flótta. Þórarinn hefur aldrei treyst sér til að véfengja þær tölulegu staðreyndir, sem hér i Þjóðviljanum var vakin athygli á i siðustu viku, og i blaði sinu á miðvikudag kemst Þórarinn svo að orði, „að Þjóð- viljinn haldi áfram að hamra á útreikn- ingum Þjóðhagsstofnunar” um þjóðar- tekjurnar og viðurkennir þar með að við höfum að sjálfsögðu farið rétt með hinar opinberu tölur hagfræðinga rikis- stjórnarinnar. Ritstjóri Timans er nú lika hættur að bera fyrir lesendur sina þá fjarstæðu, að i tölum Þjóðhagsstofnunar um þróun þjóðartekna á föstu verðlagi sé ekki búið að taka fyllst tillit til allra breytinga á viðskiptakjörum okkar. En hver er þá siðasta vörn formanns þingflokks Framsóknarflokksins, sú sem kemur fram i blaði hans á miðvikudaginn var? Hún er sú, að Þjóðviljinn hafi jú ekki birt útreikninga um það, hvort óbreytt verðgildi þjóðartekna nægi til að standa undir óbreyttum kaupmætti launa — það var orðið. Það er rétt, um þetta hefur Þjóðviljinn enga útreikninga birt. Okkar skoðun er reyndar sú, að af hálfu verkalýðshreyfingarinnar ætti það á hverjum tima, að vera alger lágmarks- krafa, að kaupmáttur tekna lágtekjufólks hækki til jafns við hækkaðan kaupmátt þjóðartekna, eða með öðrum orðum til jafns við hækkun þjóðartekna á föstu verðlagi. Og krafa Alþýðubandalagsins er sú, að kaupmáttur tekna láglaunafólks hækki meira en þessu nemur, vegna þess að flokkurinn vill breyta tekjuskiptingunni i þjóðfélaginu verkafólki i hag, svo sem stefnt var að með nokkrum árangri á árum vinstri stjórnarinnar. Við teljum sem sagt að óbreyttar þjóðartekjur að raungildi nægi til að standa undir óbreyttum kaupmætti verka- fólks og vel það. En hver er afstaða Framsóknar- flokksins i þessum efnum nú i herleið- ingunni? Orð Þórarins ritstjóra i Timanum á miðvikudag og i forystugrein i gær er vart hægt að skilja á annan veg en þann, að Framsóknarflokkurinn telji að óbreyttar heildartekjur þjóðarinnar nægi ekki til að standa undir óbreyttum kaupmætti tekna verkafólks. Að minnsta kosti fer formaður þingflokks Framsóknarmanna fram á , að Þjóðviljinn birti útreikninga, sem sýni að þetta nægi ekki! Það mun verða bið á að slik talnaspeki birtist hér i Þjóðviljanum, en i tilefni af skrifum Þórarins gerum við þá kröfu, að i Timanum verði því svarað skýrt og skorinort, hvort það sé stefna Fram- sóknarflokksins nú, að kaupmáttur launa verkafólks eigi að fara minnkandi, þótt raungildi þjóðartekna samkvæmt út- reikningum Þjóðhagsstofnunar standi i stað eða fari vaxandi? Við hvetjum blaðalesendur eindregið til að taka vel eftir svörunum. Ritstjóri Timans leyfir sér að halda þvi fram, að hér i Þjóðviljanum hafi verið fullyrt—að ekkert tillit þurfi að taka til viðskiptakjara i sambandi við kaup- gjaldsmál. Slikt er rakalaus fölsun. Það sem við höfum vakið athygli á eru opinberar tölur, sem sýna, að þegar tekið hefur verið fyllsta íillit til breytinga á viðskiptakjörum, þá er niðurstaðan sú, að af heildararði þjóðarbúsins kemur nú enn minna i hlut verkafólks heldur en var fyrir 5 árum, — fyrir daga vinstri stjórnarinnar. Þessi staðreynd liggur fyrir þrátt fyrir það, að á árum vinstri stjórnarinnar tókst að auka kaupmátt launa lágtekjufólksins nokkru meira en nam vexti þjóðartekna. Svo alvarleg er sú kjaraskerðing, sem núverandi rikisstjórn ber ábyrgð á. Formaður þingflokks Framsóknar- flokksins heldur þvi blákalt fram i blaði sinu, að það sé óbilgirni af hálfu Þjóð- viljans, að gera þá sjálfsögðu lágmarks- kröfu, að kaupmattur launa lágtekjufólks á íslandi nái að vaxa i samræmi við hækk- andi kaupmátt heildartekna þjóðarbúsins. Það er algerlega nýtt i pólitiskri umræðu siðari ára á íslandi, að sjá svo glórulausan fjandskap i garð verkafólks borinn blygðunarlaust á borð fyrir þjóðina til að gaumgæfa. Meðan annað kemur ekki fram hljóta menn að hafa fyrir satt, að Þórarinn túlki i þessum efnum núverandi stefnu Fram- sóknarflokksins. k. KLIPPT... Milljón undir borðið — þ.e.a.s. I húsbyggingasjóð Sjálfstæðisflokks- ins — þurfti Armannsfell aö greiða gegn loforði Alberts um lóö á „grænu svæöi”. Mútaði r Armannsfell Sjálfstœðis- flokknum? Það er farið að leka Ut af flokksráðsfundum Sjálfstæðis- flokksins. Alþýðublaðið birtir i gær frásögn af heiftarlegum deilum Daviðs Oddssonar, borgarfulltriia, og Alberts Guð- mundssonar, borgarráðs- manns, um ióðaúthlutunina til Armannsfells. Lóðin var endur- gjald fyrir einnar milljón krónu framlag Armannsfells til Sjálf- stæðishússins. Davið hélt þvi fram að Sjálfstæðisflokkurinn hefði orðið fyrir miklum álits- hnekki meðal almennings vegna þessa máls. Þannig segir Al- þýðublaðið frá flokksstjórnar- fundinum: ,,Davið Oddsson sagði á fundinum, aöhonum væri kunn- ugt um, að fyrirtækið Armanns- fell hefði greitt 1 milljón króna i hUsbyggingasjóð Sjálfstæðis- flokksins gegn loforði frá Albert Guðmundssyni um, að fyrirtæk- ið myndi fá byggingalóð i borg- inni i staöinn. Sagði Davíð, aö fyrirtækið hefði svo kallað eftir efndunum og heimtaö lóð á þeim staö, sem þaö siðar fékk — en þar hafði veriö gert ráð fyrir „grænu svæði” i borginni. — Albert barði þetta i gegn, sagði Davið, og gagnrýndi harð- lega slik vinnubrögð samstarfs- manna sinna i borgarstjórnar- meirihlutanum. Mikið uppistand varð á fundinum vegna þessara upp- ljóstrana Daviðs Oddssonar. Kom til harðra deilna milli hans og Alberts Guðmundssonar með þeim afleiðingum, að fundurinn flosnaði upp. Hafði Albert i heitingum við Davið og mun m.a. hafa látið þau orð falla, að hann ætti ekki erindi á fundi með sliku fifli og slefbera, sem Davið Oddsson væri.” Hver er jafnaða rmaður ? íslenskir sósialistar hafa lengi haldið þvi fram að kórrétt þýöing á orðunum sósialisti og sosialismi væri jafnaðarmaður og jafnaðarstefna. Alþýðu- fldcksmenn hafa hinsvegar vilj- að eigna sér þessi hugtök ein- vörðungu og hafa jafnan haldið þvi fram aö þau væru þýðing á erlendu heitunum sosialdemo- krat og'sosialdemokrati. Enloksins hefur Alþýðublaðið jafnað sig á þessum hugtaka- ruglingi. t forystugrein Alþýðu- blaðsins miðvikudaginn 3. september viðurkennir leiðara- höfundur að sosialisti sé á is- lensku jafnaðarmaöur. Nákvæm þýðing á þessum er- lendu heitum ætti þvi sam- kvæmt kenningu Alþýðublaðs- ins i dag aö vera jafnaðarmaður og jafnaðarstefna annarsvegar og lýðræðisjafnaðarmaður og lýðræðisjafnaðarstefna. Ef menn svo vilja nota önnur orð en Alþýöuflokksmaður og Al- Er Gylfi sósíaiitalciðtogi? þýðubandalagsmaður ætti þvi að nota orðin krati (lýðræðis- jafnaðarmaður) og jafnaðar- maður. Stefna Alþýðuflokksins er þvi kratismi eða lýðræðis- jafnaðarstefna en stefna Al- þýðubandalagsins jafnaðar- stefna. Eru menn ekki nokkru nær, eða hvað? En vilji nU Alþýðuflokksmenn halda þvt fram að þeir séu hinir einu og sönnu sósialistar i landinu, sem hlýtur þá að koma fram I breyttri stefnu flokksins á næstunni,er Gylfi Þ. Gislason einn helsti leiðtogi sósialist á Is- landi. Hann ætti þá að meta til jafns við hinn portUgalska Soares og franska Mitterand. Þeir sem muna Gylfa við- reisnaráranna geta tekið undir með Bjarna Guðnasyni, þegar hann lýsti undrun sinni á is- lenskum stjórnmálum i frægri þingræðu með þessum fleygu oröum: „Það er það, þaö er nU það, þaö er nefnilega það.” Launþegasjóð- irnir í Svíþjóð Hugmynd sU sem hagfræöing- ur sænska alþýðusambandsins, Rudolf Meidner.hefur hrundið á og kynnt var hér i blaðinu i gær kemur i beinu framhaldi af ára- tuga viöleitni jafnaðarmanna i Sviþjóð að umskapa þjóðfélag sitt með hægfara umbótum i nokkurri togstreitu við auðvald- iðen þó að jafnaði með allgóð- um borgfriði við það. Fyrir ýmsum dráttum þessarar þjóð- félagsþróunar var gerö nokkur grein i ágætu samtali við Gisla Gunnarsson sagnfræðing i Þjóð- viljanum i sumar, og þar var drepið á þá miklu möguleika sem sænskir jafnaðarmenn virðast óneitanlega hafa til að reka sina pólitik sem er vissu- lega einstæð- i veröldinni, en jafnframt var bent á hinar miklu takmarkanir: auðvalds- herramir með Wallenberg i broddi fylkingar hafa i reynd alla þá aðstöðu til gróða- söfnunar og samþjöppunar auðs og valda og best verður á kosið — fyrir þá. Og nU er spurningin hvort aðferð Meidners er til þess fallin að snUa hlutunum við loksins og takmarka eign og efnahagslegt áhrifavald kapitalista i þessu gósenlandi „stéttasamvinnunnar”. Um manninn að baki hug- myndinni um vaxandi hluta- fjáreign launþegasjóða er sagt að hann hafi gerst æ róttækari með árunum. Honum sé nU ljóst að sU breyting sem Urslitum veldur á aðstöðu launafólks og annarrar alþýðu fáist þvi aöeins fram að eignarafstæðum sé breytt i grundvallaratriöum. Viðþað verði ekki unað að 1% af 600 þUsund hlutabréfaeigendum Sviþjóðar eiga meira en helminginn af markaðsverö- mæti bréfanna og hafa þar með alger yfirráð yfir öllu hlutafénu. Jafnframt gerir Meidner þaö full-ljóst að fyrir honum vaka ekki þær smáborgaralegu hug- myndir um „dreifingu eignar- innar” sem sumir borgara- flokkanna i Sviþjóð gætu vel hugsað sér að taka undir. Það er nefnilega algert grundvallar- atriði hjá Meidner að hin vax- andi hlutabréfaeign verkafólks i fyrirtækjum skuli vera sameign verkalýðshreyfingarinnar og undir félagslegri stjórn. hj—ekh. ... OG SKORIÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.