Þjóðviljinn - 07.09.1975, Side 4

Þjóðviljinn - 07.09.1975, Side 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 7. september 1975. DJOÐVIUINN MALGAGN SÖSlALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Ctgefandi: Ctgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón meö sunnudagsbláöi: Árni Bergmann Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólavöröust. 19. Sími 17500 (5 linur) Prentun: Blaöaprent h.f. STAÐREYNDIR SEM EKKI VERÐA UMFLÚNAR 1 þessari viku hefjast samningaviðræð- ur milli fulltrúa islensku rikisstjórnarinn- ar og þeirrar bresku um landhelgismál. Allur þorri þjóðarinnar biður þessara viðræðna með ugg og tortryggni vegna þess að allur málflutningur ráðherra okk- ar hefur mótast af kjarkleysi og heimótt- arskap. Þegar reglugerðin um stækkun fiskveiðilögsögunnar i 200 milur var gefin út var meginboðskapur Matthiasar Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra sá að semja yrði við breta og v-þjóðverja og raunar allar þær erlendar þjóðir sem veitt hefðu innan 200 milnanna, og málflutning- ur Geirs Hallgrimssonar forsætisráðherra var i hliðstæðri tóntegund. Siðan hefur verið klifað á sömu viðhorfum i Morgun- blaðinu, en málsvarar Framsóknar hafa verið loðnir i yfirlýsingum sinum eins og jafnan fyrr—þeir hafa aldrei frumkvæði i neinu máli heldur elta. Siðast á fimmtu- daginn var sagði Morgunblaðið i forustu- grein að viðræðurnar við Breta þurfi að leiða til þess að veiðar þeirra ,,minnki”, að heimildir þeirra til að nýta auðlindir okkar verði ,,takmarkaðar bæði að magni til og timalengd”. Jafnframt er boðið upp á kaupskap: yfirráð okkar yfir land- grunnshafinu skulu föl ef Efnahagsbanda- lagið fellst á að standa við gerða samninga um tollalækkanir á islenskum fiskafurðum! Eins og margsinnis hefur verið rakiö hér i blaðinu skera tvær meginstaðreyndir úr um svigrúm okkar að þvi er varðar veiðar innan hinnar nýju landhelgi: 1. Allir helstu fiskistofnar okkar eru nú ýmist fullnýttir eða háskalega ofnýttir, svo að islendingum er það alger lifsnauð- syn að sóknin verði takmörkuð til mikilla muna. Þorskstofninn er nú þegar þannig á sig kominn að hann skilar aðeins hluta af eðlilegri nýtingu, og verði óbreyttri sókn haldið áfram biður okkar sama reynsla og við þekkjum af sildinni. 2. Veiðifloti okkar er nú svo stór og af- kastamikill að hann getur annað öllum þeim veiðum sem skynsamlegt er að stunda innan 200 milnanna, og verður þó að hafa fyllstu aðgæslu svo að hann einn gangi ekki of nálægt fiskistofnunum. Þessar staðreyndir, sem ráðherrarnir viðurkenna i orði ekki siður en aðrir, sanna að við höfum ekki upp á neitt að bjóða annað en skerðingu á brýnustu hagsmunum okkar, annaðhvort i bráð eða lengd. Ef við nýtum veiðiflota okkar að fullu, er allt það sem útlendingar veiða innan 200 milnanna skerðing á fiskistofn- unum. Ef við viljum vernda fiskistofnana, yrðum við að takmarka veiðar okkar eigin flota sem nemur afla útlendinga. Með samningum við útlendinga værum við þannig annað tveggja að skerða aflamagn sjálfra okkar og þar með efnahagsgetu þjóðarbúsins og afkomu landsmanna eða stuðla að enn frekari eyðingu þeirra auð- linda sem eru forsenda þess að islend- ingar geti lifað i landi sínu. Fram hjá þessum grundvallarstaðreyndum verður ekki komist. Að þvi er breta varðar sérstaklega hafa islendingar öll tök i sinum höndum. Bretar hafa veitt innan islenskrar fiskveiðilög- sögu um þriggja ára skeið, fyrst með of- beldi, siðan með samningum sem renna úr gildi 13da nóvember n.k. Þeir hafa þvi notið mikillar góðvildar islendinga og fengið ærinn umþóttunartima. Með samn- ingunum viðurkenndu þeir í verki 50 milna lögsögu islendinga: með þvi að samþykkja að samningurinn rynniúr gildi 13da nóvember 1975 skuldbundu þeir sig siðferðilega til þess að hætta þá öllum veiðum innan 50 milnanna. Þeim var full- kunnugt um þær yfirlýsingar Ólafs Jóhannessonar þáverandi forsætisráð- herra að frekari undanþágur yrðu ekki veittar i einni eða neinni mynd. í rauninni eiga þeir það eitt erindi i viðræðum að þakka fyrir sig. Fitji þeir upp á öðru er ástæðan einvörðungu þær þjóðhættulegu yfirlýsingar núverandi ráðherra að veiði- heimildir innan hinnar nýju fiskveiðilög- sögu séu falar. — m Geimrannsóknir eru orðnar vísindalegri Hreint eins og skýrsiugeröar- fræðin eru geimrannsóknir ekki sjálfstæö grein náttúruvisinda heldur má frekar kalla þær tæknilegt meðal. Sem slikt spanna geimrannsöknir mjög vitt sviö. Allt frá læknisfræöilegum tilraunum til reksturs njósna- hnatta og annarra hernaöarlegra tiltækja. Þýöing þeirra tilrauna sem gerðar eru innan ramma geimrannsókna er þvi I mjög rik- um mæli háö þýöingum þeirra greina, sem til þessara rann- sókna gripa. Allt frá fyrstu tilraunum og þangað til seint á siðasta áratug mótuðust geim rannsóknir Bandarikjanna og Sovétrikjanna einkum af tvennu: af metnaði og prófun á tæknilegri getu þeirra geimfara sem á loft fóru. Þetta þróunarstig varð til þess að til urðu ýmsir hlutir, sem menn hafa getað notað á fleiri sviðum en i geimferðum (t.d. þróun skýrslu- gerðartækni, smiði örsmárra raf- eindatækja o.fl.) En það sem var eiginlegur til- gangur þessarar viðleitni (rann- sóknir utan úr geimnum) hefur ekki byrjað að ráði fyrr en á síð- ustu árum. Gervihnettir á braut um jörðu fást við athuganir sem skila beinum hagrænum ávinn- ingi. Til dæmis gera þeir veður- VÍSINDI OG SAMFÉLAG kort, kortleggja hráefnabirgðir I hinum ýmsu jarðlögum, sem finna má utan úr geimi. Þar með fylgja athuganir á göngum fiska i höfum og á plöntusjúkdómum. Geimferjan Vegna efnahagskreppu var fjárhagsáætlun bandarísku geim- rannsóknamiðstöðvarinnar NASA skorin niður eftir að Apolloáætluninni lauk úr 4 milj- örðum dollara á ári i 2,2 miljarða. Þetta ýtti undir hagræðingu sem leiddi til nýrrar geimferða- áætlunar: Geimskutlan (Space Shuttle), sem á næsta áratug á að gleypa öll fyrri störf að geim- rannsóknum. Geimskutlan er einskonar flugvél, sem eldflaugar geta komið á braut umhverfis jörðu, og getur siðan lent eins og venjuleg flugvél og siðan má nota hana aftur eftir að hún hefur ver- ið yfirfarin. Aformað er að á næsta áratug verði haldið uppi áætlunarflugi út i geiminn og til baka ca. einu sinni i viku þar eð ferð með geimskutlu fylgir ekki sérlega mikið likamlegt álag geta „venjulegar” manneskjur einnig verið með i slikum ferðum (til dæmis visindamenn þeir sem vinna beint að ákveðinni rann- sóknará ætlun). Alþjóöaf lug Frá pólitisku sjónmáli er það merkilegast, að með þessari áætlun leitast Bandarikin við að draga afganginn af heiminum, eða a .m.k. hluta hans — með inn i sinargeimrannsóknaáætlanir. Til dæmis geta önnur riki, háskólar og fleiri aðilar keypt sér pláss i geimrannsóknastöð af þessari gerð, eða þá heila ferð ef vill. Þessi önnur riki verða að likind- um einkum hin evrópska geim- ferðasamsteypa ESRU, sem vesturþjóðverjar ráða mestu i. Ekkert ei þvi til fyrirstöðu að sovéskar áætlanir komi með i þetta spil, en það er varla búist við þvi að af þvi verði að ráði á næstunni, hvað sem samfluginu nú I sumar leið. Lykilorð að sovéskum geim- rannsóknum hin siðari ár eru Saljút og Sojús. Saljút er geimrannsóknastöð Merkúr, innsta pláneta sólkerfis- ins, er furðulega líkur okkar tungli. sem er á stöðugri hringrás um jörðu og fær með nokkrum hléum heimsóknir mannaðra geimfara af Sojús-gerð, sem tengd eru Saljút meðan geimfararnir starfa i stöðinni. Siðast var Sojús-18 þar á ferð og hafði langa viödvöl. Að þvi er varðar geimrann- sóknir lengra frá jörðu, þá hafa menn hugann mest við reiki- stjörnurnar Mars og Júpiter. Mars Eftir að bandarisk og sovésk könnunarför hafa I meira en ára- tug skoðað Mars hafa menn feng- ið allnákvæmar upplýsingar um eðlisfræðilega eiginleika — form, segulsvið, andrúmsloft, útlit o.s.frv. Ennfremur höfum við fengið mikinn fjölda mynda af tveim litlum tunglum Mars, Föbus og Deimos. En við vitum ekki margt um efnafræði og byggingu yfirborðs Mars. Sovétmenn reyndu árið 1973 að bæta úr þessu með þvi að láta þrjú geimskip lenda á Mars. En lendingin var of harkaleg fyrir mælitækin sem geimskip þessi höfðu meðferðis. Líf á Júpiter? Veturinn 1974—74 fór geimskip- ið Pioner-10 framhjá JUpiter og sendi heim bæði myndir og margskonar upplýsingar sem forvitnilegar eru bæði eðlisfræð- ingum og liffræðingum. Allt bendir til þess, að Júpiter sé umlukinn þéttri skýjabreíðu, sem ljós kemst ekki i gegn um og andrúmslofti sem er heldur hlið- hollt llfi. Fyrir nokkru gátu menn héðan frá jörðu staðfest, að til er vatn á Júpfter. Þareð þetta þýðir, að sá grundvöllur fyrir lif sem al- mennt er viðurkenndur — súrefni — sé til á Júpíter, hafa þeir hjá NASA sýnt endurnýjaðan áhuga á þvl að senda geimfar á braut um- hverfis Júpiter árið 1981, til að hægt sé að kortleggja hnött þenn- an á sæmilega löngum tíma og leita eftir vísbendingum um lif. Mikill áhugi hefur verið á þeim reikistjörnum sem nær eru sólu en við, Merkúr og Venus, einkum eftir þær frábæru ljósmyndir af Merkúr, sem Mariner-10 tók i fyrra. Við vitum nú, að Merkúr er nauðalikur okkar tungli, og hefur þessi staðreynd mikla þýðingu fyrir kenningar um myndun og þróun sólkerfisins. Hvaða réttlætingu má finna rannsóknum á öðrum reikistjörn- um? t þeim skiptir það mestu sem gefur visbendingu um fram- tfð jarðar og mannkyns. Menn vita til dæmis, að Mars hefur i eina tið snúist um sólu á svipaðri brautu og jörðin gerir nú (allar reikistjörnur fjarlægjast sólu smám saman) og að aðstæður á Mars hafa áður minnt skuggalega mikið á þær sem við búum við á jörðunni. Með því að rannsaka á Mars minjar um þennan tima, getum við fengið nokkra vfsbend- ingu um það, hvaða þróun getur beðið jarðar í fjarlægri framtíð, Þetta er að sjálfsögðu mjög þýð- ingarmikið fyrir möguleika mannkyns til að lifa af breytingar i sólkerfinu. Húsbyggjendur EINANGRUNARPLAST Getum afgreitt eiuangrunarplast á Stór- ■^vy Reykjavikursvæðið með stuttum fyrir- vara. Afhending á byggingarstað. Borgarplast hf. Borgarnesi Simi 93-7370 Helgar- og kvöldslmi 93-7355. (Eftir Information)

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.