Þjóðviljinn - 07.09.1975, Page 6

Þjóðviljinn - 07.09.1975, Page 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 7. september 1975. ADDA BÁRA SIGFÚSDÓTTIR: BORGARFULLTROARNIR OG ALLIR HINIR Fimmtán persónur kosnar á 4 ára fresti gegna þvi hlutverki að stjórna Reykjavik i umboði sem næst 50 þúsund samborgara sinna. Sem ein af þessum 15 per- sónum sem eiga að stjórna borg- inni hef ég stundum velt þvi fyrir mér hvort við,15 borgarfulltrúár, séum i raun og veru fær um að leysa þetta verkefni af hendi i nafni lýðræðisins, án ihlutunar allra hinna nema á kosningadegi með fjögurra ára millibili. Staðreyndin er sem sé þvi miður sú að alla aðra daga eiga þessir tveir hópar borgarbúa, borgarfulltrúarnir og allir hinir næsta litil bein samskipti. Talað yfir tómum pöllum Borgarstjórn heldur fundi sina i heyranda hljóði. Þeir fara þannig fram að borgarfulltrúr flytja ræður hver yfir öðrum, eða auð- um stólum annarra borgarfull- trúa og nokkrum blaðamönnum sem greinilega leiðist oftast nær. Aheyrendapallarnir blasa jafnan galtómir við ræðumönnum. Blaðamennirnir koma siðan mál- flutningi borgarfulltrúanna til skila hver i sinu blaði og hver frá sinu pólitiska sjónarhorni. Það er hins vegar afar sjaldgæft að sjá einhver viðbrögð i tilefni þessara pistla frá borgarstjórn. Þeir valda sjaldnast teljandi umræðu á opinberum vettvangi og það heyrir til algerrar undantekning- ar ef útvarp og sjónvarp gefa þeim einhvern gaum. Eitt dæmi um slika undantekningu man ég i svipinn. Þegar það kom fram i borgarstjórn að húsnæðisvandi hinna efnaminnstu meðai borgar- búa var svo átakanlegur að hvorki borgin sjálf né Fram- kvæmdarnefnd byggingar- áætlunar gat séð af einni einustu ibúð sem þessir aðilar áttu i smiðum til Vestmannaeyinga sem flúðu undan eldgosi, þá fannst sjónvarpinu ástæða til þess að kalla á tvo borgarfulltrúa til viðræðna um málið. Örfá önnur dæmi má vafalaust grufla upp en i aðalatriðum rikir þögn um borgarstjórn i útvarpi og sjónvarpi. Borgarfulltrúar fara öðru hvoru á stúfana og halda fundi um borgarmál og þeir hafa viðtalstima á vegum flokka sinna fyrir borgarbúa. Þetta eru sjálf- sögð vinnubrögð en hrökkva skammt til þess að gefa borgar- búum almennt tækifæri til þess að koma sjónarmiðum sinum á framfæri og eignast hlutdeild i stefnumótun borgarstjórnar eða einstökum ákvörðunum hennar. Breytum skipulaginu A hinn bóginn skortir borgar- fulltrúa oft þekkingu á vilja borg- arbúa. Borgin er einfaldlega orðin það stór og umsvif hennar það mikil að hver einstakur borgarfulltrúi getur ekki þekkt allt út og inn i borginni og stofnun hennar eins og gerðist hér áður fyrr. Hér verður eitthvað nýtt að koma til svo að sá grundvöllur lýðræðis bresti ekki að kjörnir fulltrúar geti tekið ákvarðanir fyrirhöndheildarinnar með næga þekkingu á vilja umbjóðanda sinna að bakhjarli. Veturinn 1973—1974 var stjórn- kerfi Reykjavikur rökrætt i um- ræðuhópi á vegum Aiþýðubanda- lagsins. Meginniðurstaða hóps- ins, sem siðar var lögð fram i stefnuyfirlýsingu Alþýðubanda- lagsins fyrir borgarstjórnar- kosningar vorið 1974, var tillaga um hverfa stjórnir. Þar segir svo: Borginni verði skipt i hverfi er hafi sérstakar hverfastjórnir, sem kosnar verði beinni kosningu og þeim sköpuð viðunandi starfs- aðstaða. Hverfastjórn skal gera tillögur til borgarstjórnar um þau mál er varða hverfið sérstaklega og hafa frumkvæði að boðun al- mennra hverfafunda um hags- munamál hverfisbúa. Fulltrúi stjórnarinnar skal sitja fundi borgarráðs með málfrelsi og til- lögurétti, þegar málefni, er varða hverfið, eru rædd. Borgarstjórnin skal leita um- sagna hverfastjórna um eftirtalin atriði-: — um breytingar á skipulagi og meiriháttar mannvirkjagerð i hverfinu. — um málefni er varða dagvistun barna, skólamál, tómstunda- starf unglinga, leikvelli, iþróttaaðstöðu og opin svæði. — um heilbrigðisþjónustu, aðstoð við aldraða, aðra félagsmála- aðstoð og önnur atriði, er varða hverfisbúa sérstaklega. Sá timi sem liðinn er siðan þessi stefna var sett fram hefur sann- fært mig æ betur um það að hún er i grundvallaratriðum rétt. Hún leiðir til þess að mun fleira fólk en áður fær það verkefni að. gefa gaum að stjórn borgarinnar og hvert mál sem er til úrlausnar á ákveðnu svæði verður skoðað af fólki með staðarþekkingu. Það er höfuðatriði að hverfin mega ekki vera stærri en svo að hverfa- stjómimar geti þekkt sitt hverfi vel. Mikilvægt er einnig að hverfastjórnir hafi góð sambönd við hverskonar félög sem kunna að starfa i hverfinu jafnframt þvi sem hann ber að ræða við hverfis- búa almennt á opnum fundum! Verði gert að skyldu að leita umsagnar hverfastjórna um framkvæmdir i hverfunum ætti það m.a. að leiða til þess að full- trúar almennings fylgdust með málum frá upphafi. Reynslan frá Noregi En það eru fleiri en Alþýðu- bandalagsmenn i' Reykjavik sem hugleitt hafa lýðræði og stjórn borga. Borgarstjórnin i Oslo ákvað i desember 1972 að skipta borginni i 34 hverfi. Hverfi þessi eru misstór, ibúar allt frá 500 upp i 26000 en að meðaltali er ibúa- fjöldi i hverfi um 14000. Þetta mundi tilsvara þvl að Reykjavik væri skipt i 5—6 hverfi. Norðmenn höfðu undirbúið þetta mál vel og lengi, og hverfa- stjórnirnar fengu I veganesti mjög itarlega samþykkt um verkefni og starfsgrundvöll. 1 rökstuðningi sem fylgir sam- þykktinni er m.a. látin i ljós sú skoðun að hverfastjórnir verði til þess að styrkja sambandið milli kjörinna borgarfulltrúa og kjós- enda. Hverfastjórnir skapi grundvöll fyrir þeim kjarna lýð- ræðis að sérhver maður sem til- tekin ákvörðun snertir eigi að hafa raunhæfan möguleika á að hafa áhrif á þá ákvörðun. Hverfastjórnir Ósloborgar hafa nú starfað i rösk tvö ár og eru borgarfulltrúar þar m jög ánægðir með tilvist þeirra. Það viðhorf kom greinilega fram á ráðstefnu höfuöborga Norðurlanda um lýð- ræði istjórn borga sem haldin var i Stokkhólmi i siðastliðnum janú- ar. Þá ráðstefnu átti ég kost á að sitja sem fulltrúi Reykjavikur ásamt Davið Oddsyni. Oslobúar kjósa enn'sem komið er ekki hverfastjórnir sinar beinni kosningu, heldur eru þær kosnar af borgarstjórn og fá þvi sömu pólitfsku samsetningu og borgarst jórnin sjálf. Hver hverfisstjórn er skipuð 13 mönn- um og 13 varamönnum. Þeir sem i þeim sitja verða að sjálfsögðu að hafa búsetu i viðkomandi hverfi. Þessar stjórnir eru ólaunaðar, en þrátt fyrir það hefur enginn hörgull verið á fólki sem fúst er til starfa i þeim. Tölvert hefur hins vegar verið um mannaskipti i h v er f as t j ó r n u n u m vegna flutnings fólks milli hverfa og af öðrum orsökum. Sameiginleg starfsmiðstöð annast skrifstofu- vinnu fyrir hverfastjórnirnar og fá þær sameiginlega nokkurt fé til þess að standa straum af henni, en auk þess fær hver hverfis- stjórn afmarkaða upphæð til ráð- stöfunar. Hver stjórn hefur með höndum ýmsa starfsemi á eigin vegum. Það eru haldnar menningarvikur, gefin út blöö o.s.frv. Eitt af mikilvægum verkefnum hverfisstjórnar er aö semja skýrslu um hverfið, eina á hverju kjörtimabili. Þar á að gera grein fyrir ástandinu i' hverfinu hvað hverfið hafi upp á að bjóða, hverra úrbóta sé þörf og hvaða úrbætur eigi að hafa forgang. Samkvæmt samþykktunum ber borgarstjórn að leita álits hverfa- stjórnanna i ýmsum málum áður en ákvörðun er tekin i borgar- stjórn. Þar er m.a. um að ræða: 1) Stofnum og staðsetning dag- heimila, skóla leiksvæða, iþrótta- svæða og garða. 2) 011 skipulagsmál, en það þýðir að fólk fær i reyndinni miklu fyrr vitneskju um hug- myndir um skipulagsbreytingar i nánasta umhverfi sinu og þar með tækifæri til þess að koma fram með álit sitt áður en það er um seinan. 3) Ferðir strætisvagna, ökuleiðir og tiðni ferða. 4) Staðsetningu og starfsemi félagsheimila áætlanir um ný bókasafnsútibú, og ákvarðanir um kvikmyndahús, en i Oslo eru kvikmyndahúsin eign borgarinn- ar. Reyndin hefur orðið sú að auk þessara og annarra málaflokka sem sérstaklega eru tilgreindir i samþykktinni um hverfastjórnir visar borgarstjórn næstum þvi öllum málum semeiga heima i til- teknu hverfi til umsagnar hverfi- stjómar. Sá mikli fjöldi mála sem hverfastjórnirnar hafa fengið til meðferðar hefur valdið þvi að miklu fleira fólk en hinir 13 aðal- menn og 13 varamenn i stjórnun- um koma við sögu við athugun mála, en það var einmitt einn höfuðtilgangurinn með skiptingu borgarinnar i hverfi að fá sem flesta með i það vandasama verk aö stjórna borg. Norðmenn leggja áherslu á að hverfastjórnir eigi á engan hátt að rýra gildi framfarafélaga og annarra félaga sem starfa i hverfum. Þvert á móti eigi þær að vera þeim til styrktar. Félögin hafi tekið þessari nýbreytni vel og snúi sér óspart til hverfastjórn- anna með áhugamál sin. Borgarfulltrúar i Oslo telja sig geta bent á að tilkoma hverfa- stjórnanna hafi vakið pólitískan áhuga i borginni og sjálfir telja þeir sig hafa öruggari grundvöll að standa á við af- greiðslu mála i borgarstjórninni. Þaðvar ánægjulegt að kynnast þessu hressilega andsvari frænda vorra við þvi uppgjafartali sem er i tisku um þessar mundir um stjórnmálaþreytu, ráðleysi stjórnmálamanna og vantrú alls almennings á stjórnmálamönn- um. Stöðnum gamalla forma er öll lifandi lýðræði hætuleg. Breyting og hreyfing er nauðsyn. ísama farinu hálfa öld Stjómkerfi Reykjavfkur hefur verið i sama farinu i að minnsta kosti hálfa öld og ég hygg að það sé fyrir löngu orðinn hemill á vilja manna til þess að skipta sér af borgarmálum, orðinn hemill á þróun borgarlýðræðis þessu staðnaða kerfi eigum við að breyta og reynslan frá Oslo á að geta verið okkur gagnleg til hliðsjónar i þvi starfi. Hitt er ljóst að tillögur Alþýðu- bandalagsins um hverfastjórnir féllu ekki i' góðan jarðveg hjá Sjálfstæðismönnum i borgar- stjóm. Þeirra áhugi snýst um það eittað halda óskoruði meirihluta- valdi i borgarstjórn og hin fá- menna borgarstjórn hentar valdakerfi þeirra vel. Fámenn borgarstjórn gerir það auöveldara að halda málum inn- an þröngs hóps flokksmanna, en i þeim hópi eru æðri embættis- menn borgarinnar svo til allir með tölu. 1 þessum hópi er hægt að ráða málum til lykta áður en þau koma til umræðu i borgar- stjóm og það má nota þessi óskoruðu innanhússvöld til þess að hygla þeim sem flokkurinn hefur hag af að hygla. Kvöð um að senda mál, svo sem breytingu á skipulagi til umfjöllunar út i hverfi dregur úr tækifærum til þess að hagræða málum fyrir rétta aðila i kyrrþey óg það er vafalaust ein af ástæðunum fyrir þvi að sjálfstæðismenn halda fast við óskorað miðstjórnarvald þeg- ar um borgarstjórn Reykjavikur er að ræða. tþessu hiisi vlð Skúlatún heldur borgarstjórn Reykjavlkur fundi sfna, —tvisvar t múnuM, annan hvern fimmtudag, og byrja fundirnir að jafnaði klukkan fimm. Hvernig væri að bregða sér ú úheyrendapall- ana?

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.