Þjóðviljinn - 07.09.1975, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINNSunnudagur 7. september 1975.
Kristni,
marxismL
Róðukross
frá
indjánum
I Perú
A.B.: Þetta er gömul og ný
kristin röksemd, menn skuli ekki
ofmetnast, beygðu þig stolti
maður, sagði Dostoéfski. I annan
stað mætti bera hér upp þá spurn-
ingu, hvort þessi sérkennilega
spenna með ástarhaturstil-
burðum á stundum sem getur
risið milli kristinna og marxista,
hvort hún gæti ekki verið tengd
þvi, að tvö allsherjarkerfi eru að
mætast. Þvi kristni er, eins og
önnur, trúarbrögð, allsherjar-
kerfi. Og hafi menn faðmað
kenningu sem telur sig spanna
allt, þá er náttúrlega ekki mikið
aflögu fyrir aðra. Annað mál er,
hvort það sé i raun og veru rétt að
lita á marxisma sem allsherjar-
kenningu þött það sé oft iðkað af
áhangendum og andstæðingum.
Friedrich karlinn Engels sagði á
þá leið, að marxisminn væri ekki
kennisetning heldur leiðsögn til
athafnar.
Innsýn marxista
En i samtalinu sagði ég sem
svo: er það rétt skilið, að ef þér
telduð marxismann ekki gera til-
kall til að vera allsherjar-
kenningu, heldur „bara” út-
skýringu á sögu og stéttabaráttu,
formúlu fyrir æskilegu þjöð-
félagskerfi og baráttu fyrir þvi.
t ágúst var haldið i Reykjavik
fjölmennt kristilegt samnorrænt
stúdentamót. Að sjálfsögðu var
frá þessu móti sagt i blöðum, dag-
skrá þess rakin í stórum dráttum.
En þótt skrifaðir væru leiðarar,
sem lofuðu slikt mót, var i raun
harla litið fjallað um það, sem
þar gerðist (fyrir utan þá roku-
frétt sem matareitrunin mikla
hleypti af stað). Hér i Þjóðviljan-
um var þessu móti einn dag likt
við herferðir bandariska
prédikarans Billy Garahams. Ég
held að það hafi verið hæpinn
samanburður, það er alllangur
vegur frá Billy þessum að þeim
varfærnu og spéhræddu þjóð-
kirkjum Norðurlanda, sem eru
bakhjarl mótsins i Laugardals-
höll.
Finnskur
umræðustjóri
En það er i reynd fróðlegt að
hnusa nokkuð af þvi', hvernig um
ýmisleg veigamikil mál er fjallað
á sliku móti. Hvernig t.d. reynt er
að svara þeirri spurningu, hvern
hlut ætla ungir kristnir menn á
okkar slóðum trú sinni i nútima
samfélagi? Þaðkom á daginn, að
ungur stúdentaprestur frá Finn-
landi Raimo Makelö var með
námshóp um efnið „Menningar-
skilgreining, hugmyndafræði og
áhrifavald Bibliunnar”. Og i
drögum að umræðu sagði, að það
yrði einmitt marxisminn sem
tekinn yrði sem dæmi um hug-
myndafræði, vegna þýðingar
hans nú og hér. Ég skal strax taka
það fram, að Raimo Makala taldi
alla „hugmyndafræði” neikvæða
— það þýðir þá meðal annars, að
hann telur kristindóminn eitthvað
annað en hugmyndafræði. Þarna
er strax komið eitt atriði sem ég
bið menn að hafa i huga ef þeir
nenna að lesa þessa frásögn:
menn nota hugtök á svo ólikan
hátt .leggja i þau svo mismunandi
merkingu, að það er næsta auð-
velt að villast i þessum merking-
armun einum saman.
Það fór svo að ég átti samtal við
Raimo Makela einmitt morgun-
inn eftir eitrunina miklu, en ekki
hefur fyrr unnist timi til að setja
frásögn af henni á blað. Þetta var
ekki beinli'nis viötal, ekki kapp-
ræða heldur. Ég vona að viðhorf
þessa ágæta finna komi hér fram
óbrengluð, þótt endursögn þeirra
verði kannski full ágripskennd.
Spurningar blaðamanns til
Makalas eru merktar sem slikar,
en þær athugasemdir sem mér
dettur i hug að gera meðan þeta
er skrifað eru merktar AB.
Efnið og andinn
F'yrst var spurt að skoöunum
gestsins á hliðstæðum og and-
stæðum kristinnar og marxiskrar
þjóðfélagsrýni.
Makela : Marxisminn litur á sig
sem eina heild, heilstætt kerfi. En
það er réttast að kristnir menn
geri i afstöðu sinni til marxisma
greinarmun á meðferð hans á
sannindum, á tilverufræðum
annarsvegar og á samfélagi hins-
vegar.
Marxisminn er einþættur
monistiskur. Hann heldur sig við
efnið eitt, andinn er honum aðeins
birtingarform efnis. Það er lika
til ýmisleg fleirþætt, plúralisk
hugmyndafræði, sem ekki verðúr
farið út i hér. En kristindómur er
sérstætt fyrirbæri sem fellur
undir hvorugt þessara hugtaka.
Hann er ekki mónistiskur af þvi
að við trúum á þrfeinan guð, sem
grundvöll alls sem er. Þetta þýð-
ir, að skilningur á guði sem slik-
um er forsenda fyrir þvi að við
skiljum bæði efni oganda. Guð er
eining og margbreytileiki i sam-
ræmi, þar með er fenginn grund-
völlur fyrir þeim skilningi okkar
að við getum ekki tæmt heiminn
með mónisma. Með tilvisun að-
eins til efnis eða aðeins til anda.
Það hafa verið til andlegheita-
hreyfingar ( spiritúaliskar)
kristnar hreyfingar sem segja:
allt er andi. Þetta er ekki réttur
kristindómur, við megum ekki
vanmeta það efnislega sem guð
hefurskapað. Allt er jafnrétthátt.
Einstaklingar og
samfélag
En þessi tilveruskilningur
marxista (efnishyggjan) sem
áður getur, hefur margar af-
leiðingar. Marxistar hneigjast til
að vera ekki ateistar, guðsafneit-
arar, heldur nonteistarar
guðlausir — m.ö.o. þeir setja ekki
einu sinni fram spurninguna um
guð. Hér á eftir fylgir afstaða
flestra marxista til trúarbragða:
það yfirnáttúrulega i persónu
Jesú er þeim blátt áfram
„ómögulegt”, óhugsandi. 1
félagslegu tilliti held ég, að þessi
skilningur hafi þær afleiðingar aþ
einstaklingurinn glati mikilvægi
sinu, sjálfstæði. Kristindómur
veit að visu, að maðurinn er ekki
óháður (guði), en hann leggur
áherslu t.d. á persónulegt sam-
band einstaklingsins við guð. En
hjá marxistum verður sam-
félagið, kollektifið, ráðandi yfir
einstaklingnum — t.d. i undir-
gefni undir vilja flokks, hreyfing-
ar osfrv.
Stopp: hér var samtalið á leið
niður á jörðina og verður nú
nokkurt orðaskak. Ég geröi þá at-
hugasemd við ræðu Makelas, að
undirgefni undir vilja kollektifs,
hóps, væri mjög sterkur þáttur i
kristinni hefð: austurkirkjan tel-
ur sig hafa lög að mæla þegar hún
er „saman komin” (sobornost),
Viðmælandi minn fór út i þá
sálma, að reyndar væri einstak-
lingshyggja eins og við þekktum
tiltölulega nýtt fyrirbæri, en for-
ræði samfélagsins hópsins,
kollektifismi, afar sterkur i eldri
og frumstæðári samfélögum.
ranglæti
Giacometti: Maöur á göngu.
Aldo Simoncini: Teikning.
Flutraðist þetta ágæta umræðu-
efni einhvernvegin niður.
Allsherjarkenning
og nú komað merku atriði:
Makela: Kristnir menn geta
aldrei viðurkennt að nokkur
hugmyndafræði og þá ekki
marxismi hafi rétt til að gera til-
kall til að vera allsherjarkerfi
sem felur i sér alla hluti og út-
skyrir ailt. Þar með fer
manneskjan yfir sin takmörk.
Það er ómögulegt að þekkja upp-
haf hluta og framtiðina, og
þekking okkar á tiltölulega
nálægri sögu er lika takmörkuð.
þá væri afstaða yðar til marx-
isma jákvæðari?
Jú, nú vék Makela aftur að þvi,
að það þyrfti að gera greinarmun
á marxiskum skilningi á hinum
æðstu sannindum (tilverufræði)
og skilningi marxista á sam-
félagi. Það er, ef ég man rétt,
nokkur hliðstæða i þessari
sundurgreiningu við boöskap Jó-
hannesar páfa um sama efni i
páfabréfinu Pacem in terris.
Makela: Ég hefi oft dáðst að
innsýn marxista i samfélags-
gerðina, djúpstæðri þekkingu
þeirra á þeim hlutum. Það er
reynsla min sem súdentaprests,
að fáir úr minum hópi hafi sett sig
jafn rækilega og þeir inn i þessi
mál.
Tökum Finnland sem dæmi.
Verklýðshreyfingin þar, sem er i
heild sinni ekki sama og marx-
ismi en að sjálfsögðu mjög undir
hans merkjum, hefur i reynd
verið það afl sem framkvæmdi
þýðin garmestu félagslegar
nýjungar á þessari öld. Vinnu-
vernd, stytting vinnutfma, al-
mannatryggingar, barnahjálp og
margt fleira. Áhrif þessa hafa
orðið til góðs nauðstöddum og
allir kristnir menn verða að meta
þetta að verðleikum.
Sambúð verklýðshreyfingar-
innar og kirkjunnar (sem R.M.
reyndar sagði að væri ekki það
sama og kristnin) hefur verið
misgóð. Sósialdemókratar voru
t.d. um alllangt skeið ekki i mikl-
um árekstrum við kirkjuna. En
nú hefur afstaða þeirra harðnað,
eins og fram kemur til dæmis i
nýrri stefnuskrá þeirra, sem er
neikvæð gagnvart trúarbragða-
kennslu i skólum og fleiri málum
sem að kirkjunni snúa.
Spurning: Var ekki sú andúð
sem i'stærri eða minni mæli hefur
gætt hjá verklýðshreyfingunni og
flokkum hennar blátt áfram
tengd þvi, að kirkjan var I augum
þessa fólks stoð og stytta valdhaf-
anna, hins óbreytta ástands?
Makcla: Ef ég tala um liðna tið
I mínu landi, þá voru innan kirkj-
unnar alltaf til réttlátir og góð-
viljaðir menn, sem hjálpuðu ein-
staklingum. Einkum
sóknarprestar sem stóðu fólkinu
næst og gerðu margt þarflegt i
þess þágu. Gleymum þvi heldur
ekki, að það var reyndar stétta-
skipting innan kirkjunnar lika,
mikill munur á háklerkum og lág-
klerkum. Ég held persónulega, að
samfélagið hafi i reynd verið
gagnrýnt af kristindómi og staða
kristninnar i heild i þessum rétt-
lætismálum hafi verið heldur já-
kvæð. En það er liklega rétt, sem
i spurningunni fólst, að kristnir.