Þjóðviljinn - 07.09.1975, Side 9
Sunnudagur 7. september 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
menn hafi um of látiö sér sjást
yfir óréttlæti, félagslegar rætur
þess, aöeins látið sér nægja ein-
staklingsbundna hjálp.
Það er ekki fyrr en nii á siðustu
timum að menn taka breytingar á
samfélaginu meira inn i viðleitni
sina til þess að gera sér grein
fyrir stöðu kristindómsins. Það er
að breiðast út þetta sem menn
kalla ,,hin nýju afskipti af félags-
málum”. Ahuginn er til, en
hingað til a.m.k. hefur hann ekki
leitt til þess, að menn hafi borið
fram skýrar niðurstöður i þessum
málum.
Áherslur
Spurning: Teljið þér að félags-
leg umbótahyggja geti verið
háskaleg kirkjunni að þvi leyti, að
hún varpi skugga á leyndardóm
fagnaðarerindis? (Spurningin er
sniðin eftir ritstjórnargrein i is-
lenska Kirkjuritinu. Svarið er
mjög diplómatiskt).
Makela: Það er alltaf hugsan-
legt, að hætta fylgi þvi, ef menn
flytja þyngdarpunkt frá einu at-
riði trúarinnar yfir á annað. En
svo þarf ekki að vera.
Við þurfum að gera greinar-
mun á þvi i fyrsta lagi: hvað
kirkjunni ber að gera og hvað
ekki. Og i öðru lagi: hvað er
skylda kristins manns sem ein-
staklings i samfélagi.
Það er ekki verkefni kirkju aö
flækja sig i pólitiska starfsemi I
eigin nafni, heldur er það verk-
efni hennar að boða guðs orð. En
það er einnig okkar verkefni að
boða guðs orð rétt, og það felur i
sér fræðslu um og skilning á
réttu og röngu i samfélaginu. Það
er verk okkar sem presta, vitnis-
bera, að segja þetta áheyrendum
okkar. En það er ekki kirkjunnar
að hrinda þessum skilningi i
framkvæmd, heldur einstaklinga
úti i samfélaginu. Ef að kirkjan
leggur höfuðáherslu á þjóðfélags-
mál, þá getur hún að minu viti
ekki verið trú herra sinum.
Kristnir og ekki
kristnir
Það kann að þykja djarflega
mælt, en það er persónuleg sann-
færingmin,aðhinn réttahvata til
réttrar breytni i þjóðfélaginu geti
menn aðeins fengið frá guði i
trúnni.
A.B.: Þaö var komið að hefð-
bundnu vanmati kristinna manna
á þeim, sem af óteljandi ástæðum
aöhyllastaðrarhugmyndir og rök
en þeir, vanmat sem líklega er
óhjákvæmilegt vegna eðlis trúar-
innar: vér einir höfum lykilinn I
höndum. Enda var nú komið aö
þeirri spurningu sem menn einatt
leggja fyrir trúaða kunningja
sina: Er ekki framganga trulauss
manns sem gengur fram i ágæt-
um og óeigingjörnum verkum og
hlýtur fyrir margskonar and-
streymi, er það I raun ekki meira
virði en framganga þess manns,
sem hefur trú til að styöjast við i
sinni viðleitni undir sólinni?
Makela: Hér er komið að ýmsu
þvi sem erfiðast er. Kristnir
menn svara þvi til, að það sé i
raun ekki hægt að setja málið
þannig upp. Er það mögulegt að
menn búi yfir einlægri óeigingirni
án guðs náðar? Þetta vitum við
aldrei, þvi hugur einn það
veit....Það er svo margt i þessum
efnum sem verður aldrei sann-
prófað. Það er sjálfs min trú og
reynsla, að það sé svo margt
hæpið sem leynist með mönnum
innst inni, að það verði ekki yfir-
unnið nema meö guðs náð. Hér er
komið að flóknum og við
kvæmum málum. Annarsvegar
er þaö staðreynd, að ókristinn
maður getur einatt látiö margt
miklu betra af sér leiöa en krist-
Glacometti: Háar ffgiirur.
inn. Hinsvegar er komið meðal
annars að þeim gamla luterska
vanda sem heitir réttlæting fyrir
trú.
A.B.: Hér var hreyft andmæl-
um gegn þvi sem ég vildi kalla
sjálfsupphafningu eða sjálf-
hverfni hjá kristnum mönnum:
það er meðal þeirra sterk til-
hneiging að ýta þeim vanda til
hliðar i huganum sem ris af þvi,
aö mannkindin er ekki „frjáls” i
reynd i vali sinu i trúmálum eðá
heimsskoðun. Þaðer aðeins mik-
ill minnihluti manna t.d. sem hef-
ur nokkrar forsendur til að gera
það upp við sig hvort hann velji
kristni eða hafni henni. Mikill
meirihluti fólks á jörðunni hefur
um þennan möguleika heyrt. A
hinn bóginn er mikill fjöldi fólks
fæddur inn i nokkurnvegin krist-
inn hugmyndaheim og hefur ekki
áhyggjur af honum til eða frá
siðan.
Makela: Okkur skilningur er
sá, að allir menn geti þekkt hið
rétta og hið ranga (samanber
skarplegar útskýringar marxista
á þjÆfélagsmálum) en að enginn
getur gert rétt. Þvi er manneskj-
an dæmd.
Velmegun
A.B. skilst að hér hafi náðin átt
að koma til skjálanna til að brúa
bilið á milli þess að vita rétt og
gera rétt. En sú spurning sem
lögð var fram, næst, var reyndar
tengd skrifum Heimis skálholts-
rektors. Taldi viðmælandi minn,
að það væri kannski vænlegast til
að efla samband manna við guð I
nútima velferðarsamfélagi, að
menn lendi I stórum kreppum,
örvæntingarhriðum?
Makela: Ég held þaö sé engm
ástæða til að fegra, idealisera
þjáningar. Það er vilji guðs að
mönnum líði vel. í fimmtu Móse-
bók segir: „Þegar Drottinn leiðir
þig inn I landið, sem hann sór
feðrum þinum...að gefa þér stór-
ar og fagrar borgir sem þú hefur
ekki reist og hús full af góðum
hlutum án þess að þú hafir fyllt
þau...vingarða og oliutré, sem þú
hefur ekki gróðursett, og þú etur
og verður saddur, þá gæt þú þin,
að þú gleymir ekkj Drottni, sem
leiddi þig út af Egyptaíandi, út úr
þrælahúsinu” (VM, 6, 10-12). Með
öðrum orðum, þeirri velliðan sem
þú átt að keppa að fylgir freisting
i þá veru að menn gleymi guði....
Tilbrigði
Verður nú þetta samtal ekki
rakið lengur að sinni. Vissulega
eru svona samtöl glopótt og
stefna þeirra duttlungafull —
þarna vantar i ýmsar athuga-
semdir sem eðlilegt væri að gera
og svo spurningar til dæmis um
kristni og kapitalisma. Ég vona
a.m.k. að staðið sé við það loforð,
að rétt sé frá sagt.
Þaö er ljóst að það eru mörg til-
brigði til i sambúð kristni og rót-
tækra pólitiskra hreyfinga. Eins
og alltaf áður eru til sterk öfl inn-
an kirkna sem láta ekki hnifinn
ganga milli sin og yfirstéttar og
hafa tilhneigingu til að telja
óbreytt ástand guðlega forsjón.
Til eru þau öfl, sem vilja tengja
kristinn boðskap i auknum mæli
við félagsmálaumræðu samtiðar-
innar, m .a. til þess að koma i veg
fyrir einangrun og ná auknu sam-
bandi við ungt fólk. Sá finnski
stúdentaprestur, sem hér var við
rætt, er liklegast hluti af heldur
varfærnum armi slikra afla. Og
siðan er einnig til, ekki sist i ka-
þólskum löndum þriðja heimsins,
mjög róttækur armur, eins og sá
hópur guðfræðinga, kaþólskra og
mótmælénda, frá norður- og
Suður-Ameriku sem saman kom i
Detroit fyrir skömmutilað ræða
hugöarefni siit „guðfræði
frelsunar”.
Guðfræöi
frelsunar
Nýlegt hefti af Time segir svo
frá þessari ráðstefnu: þátttak-
endurnir vörðu röksemdir sinar
með tilvisunum til Jeremiasar
eða LUkasarguðspjalls, og siðan
vitnuðu þeir af engu minni alvöru
til Marx I fordæmingu á efna-
hagslegu óréttlæti. i reynd tengir
Samtal
á
norrænu
kristilegu
stúdenta-
móti
ÁRNI
BERGMANN
SKRÁÐI
guðfræði frelsunar marxiska
útlistun á efnahagsmálum við
kenningar spámanna Gamla
testamentis og kröfur
guðspjallanna til að skapa kröfu-
harða siðfræði: að það sé skylda
hvers kristins manns að berjast
ggn kúgun, einkum gegn
iðnaðarkapitalisma, sem þessi
guðfræði telur höfuðmeinsemd
samtiðarinnar.
Hinir rómverskamrisku guð-
fræðingar sem hafa komið á
þessu bandalagi Marx og Krists
sjá ekki i þvi neinar þverstæður.
Til að útskýra það dýpi sem er
staðfest milli rikra og fátækra,
milli fyrsta heims og þriðja
heims, sneru þeir sér til
marxiskra skilgreininga og
komust að þeirri niðurstöðu að
ástæðan sé kapitalisk kugun. Til
lausnar á böli sneru þeir sér til
kristinna .ritninga og komust að
þeirri niðurstöðu að kristnir
menn hafi fengið andleg fyrir-
mæli um að berjast við hlið þeirra
sem eru fótum troðnir. Þeir taka
það fram, að Jesús hafi snemma
á ferli sinum lýst þvi yfir, að hann
hafi komið til að boða fátækum
gleðileg tiðindi, bandingjum
lausn og til að veita kúguðum
frelsi.
Þessir guðfræðingar, segir
blaöið ennfremur, hafa fengið
hluta þróunarkenningar franska
jesúitans Pierre Teilhard de
Chardin að láni og túlki þeir sögu
mannsins sem linu er stefnir upp
á við og á þar guð samstarf við
manninn um að frelsa mannkyn
og heiminn. Synd er allt það sem
er andstætt þessum ferli eða
truflar hann, eða hverskyns kúg-
un manns eða hóps á öðrum.
Frelsun er fölgin i trúnaði við
kærleika til náungans og þáj fús-
leik til að berjast gegn kúgun,
með byltingu ef nauðsyn krefur.
Camillo Torres, prestur og
skæruliði, sem stjofnarhersveit
Kólumbiu skaut til bana 1966, er
alþýöuhetja þessarar guðfræði.
Eina sælgætið úr
innlendu hráefni
BITAFISKUR
Fæst um allt land
Dreifingaraðili í Reykjavík:
Heildverslun Eiríks Ketilssonar
Blikkiðjan SLV
Önnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð.
SÍMI 53468