Þjóðviljinn - 07.09.1975, Side 11

Þjóðviljinn - 07.09.1975, Side 11
Sunnudagur 7. september 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 og e.t.v. Brasiliu. Fáum dögum siðar taka að birtast ritstjórnar- greinar i blöðum þessara borga, og þrýstingur vex á stjórn Venesuelu að hún beiti kommúnista hörku” (bls 72). Einmitt slikur leikur var leikinn i Ecuador (bls. 289). ög slik ,,hljómsveitarstjórn” minnir nú siðast mjög mikið á fréttaflutning 'borgaralegra blaða um Portúgal, enda hefur Philip Agee einmitt nýlega ritað grein, sem við vitn- uðum til hér um daginn, þar sem hann þykist heldur betur kannast við handbragðið á mörgu þvi sem frá Portúgal og um Portúgal berst nú um stundir. Að æsa upp kirkjuna. t Ecuador hafði CIA agenta til að dreifa venjulegum áróðri — þekktastur þeirra var Gustavo Salgado, fyrrum kommúnisti, tal- inn frjálslyndur, sem skrifaði fastan dálk i stærsta blað landsins El.Comercio. Ýmis smápeð fylgdu með, m.a. ristjóri hægri sinnaðs stúdentablaðs. Þá hafði CIA á snærum sinum prentsmiðju til að prenta falsaðan vinstriá- róður (án lífgskipaðs prent- smiðjumerkis) og kaþólskan stúdentahóp til að dreifa slikum áróðri. Dæmi um slikt samstarf getur verið á þessa leið: íhaldssamur kardináli gefur út hirðisbréf þarf sem varað er við fordæmi Kúbu og guðlausum kommúnisma. CIA semurharðort andsvar gegn kardinálanum, sem vinstrisinnar eru skrifaðir fyrir (það þýðir ekki fyrir þá að leiðrétta, þvi að engir munu birta mótmælin nema litil vinstriblöð). Þetta falsskjal vekur hinsvegar heilaga reiði kaþólskra blaða sem hamast siðan gegn þessu sköpunarverki CIA i nokkra daga. t annað skipti urðu kúbanskir diplómatar fyrri til en CIA: sendiráð Kúbu komst að þvi og gat varað við þvi fyrirfram, að gerfivinstrimenn mundu sýna sig á götum páskavikuna, trufla prósessiur og hrópa: ,,Lifi Kúba, Fidel og Rússland”. (bls. 154. ). I hið þriðja sinn tókst CIA að auka reiði hersins gegn vinstrisinnum með þvi að láta nokkra „sósialkristna” slást i göngu róttækra háskólastúdenta og hrópa þaðan svivirðingar um her- inn. Hér má geta þess, að Agee telur sig skrifa bók sina meðal annars vegna þess, að verið sé að flytja CIA-aðferðir heim til Banda- rikjanna i stórum stil. Watergate- málið kom m.a. upp um það, að agentar Nixons höfðu fengið hippa og homma til að fjölmenna á framboðsfundum demókratans McCoverns og hafa þar mjög hátt um ást sina á þessum andstæðingi Nixons.’ Skirslan í tannkremstúbunni Dæmi um það hvernig ýmsir hlutir þessa kerfis vinna saman er svonefnd Flores-skýrsla frá 1963. CIA vissi að von var á ekvadorskum kommúnista, Antonio Flores Benitsez að nafni, heim frá Kúbu. Maður þessi var einn af helstu stuðningsmönnum foringja hins herskárri arms kommúnistaflokks landsins, Echeverria. CIA tók nú saman „skýrslu” þessa hóps um pólitiskt ástand i landinu. Þar var forysta kommúnistaflokksins harðlega gagnrýnd fyrir „umbótastefnu, færð rök að nauðsyn vopnaðrar uppreisnar að kúbanskri fyrir- mynd og gefið til kynna að hópur Echeverria hefði fengið fé frá Castro til þessa. CIA skrifaði i skýrslu þessa, að ákveðið hefði verið að hefja allsherjar árásir á rafstöðvar, simstöðvar og sprengjutilræði við foringja i her og lögreglu seint i jþli, en þá vissi CIA að. von var á verkfalli hjá hinum róttækari verklýðssam- tökum, CTE. Skýrsla þessi var siðan falin i tannkremstúbu, og Rendon, einkaritari eins af ráð- herrum landsins, Sevilla, sem var á mála hjá CIA, var þar nálægt er leitað var i farangri Flores, þegar hann kom heim, og lét túbu þessa „finnast” við ítarlega leit. Þegar svo ljóst var, að Arosemena forseti ætlaði að liggja á „skýrsl- unni” var eintak látið „leka” i blöðin. Af þessu varð mikill hvell- ur. Blöðin i Quito og nálægum höfuðborgum fylltust af heiftar- skrifum um hina kommúnisku hættu sem yfirvofandi var. Echeverria var rekinn úr Við höfðum þjálfað og eflt lögregluna.... en I hverra þágu? kom múnistaflokknum fyrir ævintýramennsku (en í skýrsl- unni kom CIA nógu miklu fyrir af réttum upplýsingum- frá erindrekum sinum i flokknum, að plaggið hlaut að vekja illar grun- semdir). úlfaþyturinn út af þessu máli verður svo — meðal annars — til þess að herforingjar magnast i áformum sinum um að steypa borgaralegri stjórn, sem þeir og gerðu i júli þetta sama ár, 1963 (bls. 280—294) Efasemdir Verða nú fleiri dæmi ekki rakin hér að sinni. Lýsingarnar á starfsferli Agess i Urugauy og Mexikó bera þvi vitni, að svipað kerfi er á ferð þar, með svipuðum afleiðingum. Kaflarnir um Uru- guay eru og fróðlegir til skoðunar á þvi, hvernig herforingjaeinræð- ið i Brasiliu, sem CIA hafði stutt til valda á margan hátt verður mjög þægilegur og áhrifamikill hjálparkokkur i þvi, að þoka stjórnarfari langt til hægri, banna vinstrisamtök og koma á ritskoð- un. En á þeim tima fer Agee að finna til efasemda sjálfur. Hann hafði áður hugsað sem svo: „Byltingin á Kúbu hafði hrært upp i og hvatt öfl óstöðugleika um alla álfuna, og þá er okkar starf að kveða þau niður. Starf CIA stuðlar að traustu ástandi (stabil- ity) með þvi að stjórnir á hverj- um stað fá aðstoð við að byggja upp öryggissveitir sinar — eink- um lögreglu, en herinn einnig — og við að kveða niður öfgamenn til vinstri. Þetta er sem i hnot- skurn það sem við erum að gera: byggja upp öryggissveitir og bæla niður, veikja, eyðileggja, þau Öfl sem lengst eru til vinstri. Með þessum áætlunum kaupum við vinveittum rikisstjórnum tima til að framkvæma þær umbætur, sem munu útrýma þvi óréttlæti sem kommúnisminn þrifst á”. (bls. 137) En þessi röksemdafærsla dugir Agee ekki lengur. Tveir atburðir hafa mikil áhrif á hann: innrás bandariskra landgönguliða i Dominikanska lýðveldið 1958: hann trúir ekki þeirri útskýringu að þetta hafi verið nauðsynlegt af þvi að „58 þjálfaðir kommúnist- ar” hafi sölsað undir sig hina fjöl- mennu hreyfingu umbótasinna sem studdi Juan Bosch. 1 annan stað verður hann fyrir þeirri reynslu, að heyra stunur i manni sem verið er að pynda á lögreglu- stöð I Montevideo: hann hafði sjálfur komið þessum manni i hendurnar á samstarfsmönnum sinum i lögreglunni i Uruguay. Hvaö varö um umbæturnar? Hann tekur að hugsa á þessa leið: með okkar aðstoðfiafa verið kveðnar niður byltingarhreyfing- ar, hættan frá Kúbu. En umbæt- urnar láta standa á sér. Hann fer i auknum mæli áð efast um. að bandarisk yfirvöld og þá ráðandi hópar i Rómönsku Ameriku hafi nokkurn verulegan áhuga á slik- um umbótum. „Þvi meira sem ég hugsa um innrásina i Dominik- anska lýðveldið, þvi meira efast ég um að stjórnmálamenn i Washington vilji i raun sjá um- bætur eiga sér stað i Rómönsku Ameriku. Má vera það væri ekki sem verst ef kommúnistar tækju þátt (i umbótastarfi), þvi þannig mætti betur fylgjast með þeim. En að halda að 58 þjálfaðir kommúnistar, sem taka þátt i al- þýðlegri umbótahreyfingu, geti yfirtekið hana, það þýðir um leið að menn hafi harla litið traust á umbótunum sjálfum. Það versta er, að þvi meira sem við (CIA) gerum til að byggja upp öryggis- sveitir eins og lögreglu, her og njósnaþjónustur, þeim mun minna sýnist mönnum liggja á umbótum. Hvað er gott við að uppræta undirróðursstarfsemi ef að óréttlætið heldur áfram?” (bls. 439). Þessar efasemdir eflast siðan i Mexikó og leiða að lokum til þess, að Agee segir af sér 1968 og tekur til við það tveim árum siðar að skrifa þá bók, sem hér er um fjallað. Hann hefur þá sannfærst um. að lýsing á starfi CIA muni sýna, hvernig hagsmunir þeirra litlu forréttindahópa sem stjórna Rómönsku Ameriku og yfirstétt- ar i Bandarikjunum eru sam- tvinnaðir, og hvernig þessir aðil- ar sameinast i gagnbvltingar- starfi um að reyna að túlka allt verulegt andóf gegn forræði þeirra sem sovéskt útþenslupot. en ekki sem eðlileg viðbrögð við þjóðíélagslegu óréttlæti. Hann telúr einnig að slik bók geti að nokkru útskýrt, með hvaða hætti Bandarikin sukku i Vietnamfenið, og svo útbreiðslu ýmissa glæp- samlegra aðferða heima fyrir, sem Watergatemálið leiddi allvel i ljós. Niðurstaðan Sjálfur er Agee kominn á þá skoðun að ekki verði Rómönsku Ameriku annað til bjargar en sósialismi, og hefur hann sjálf- sagt mest i huga margt úr reynslu byltingarinnar á Kúbu. Hann fær- ir einnig tal að þvi, að öll áform um að stuðla að borgaralegu frjálslyndisstjórnarfari hafi guf- að upp. „Framfarabandalagið” sem átti að styðja viö bakið á „frjálslyndum” forsetum eins og Betancourt, Haya de la Torre, Kubichek og Munoz Martin, hefur engu breytt — og nú eru þeir og aðrir menn og sumir skárri miklu horfnir fyrir þeim herfor- ingjafasisma sem nú ræður um mestalla álfuna. Agee minnir og á það, að ástæðurnar fyrir þvi að gripið er til grimulauss einræðis eru meðal annars endurspeglun á efnahagslegri þróun: Siðustu tölur ECLA, Efnahagsnefndar SÞ um Rómönsku Ameriku, sýna að þau 20% ibúa álfunnar sem fá- tækastir eru fá i sinn hlut aðeins 3,1% þjóðartekna. Sá helmingur ibúanna, sem snauðastur er, fær i sinn hlut aðeins 13,4%. En þau 5% sem i yfirstéttum sitja fá i sinn hlut 33,4% þjóðartekna — ,,og það sem verr er, tekjur þessara 5% vaxa hraðar en meðaltekjufólks og lágtekjufólks og þar með eykkst ójöfnuðurinn enn '. Og CIA, er að dómi Agees, m jög snar þáttur i þvi kerfi sem til þessarar þróunar leiðir. Hvaö um island? Ef menn gerðu sér það til skemmtunar að draga upp hlið- stæður á umsvifum CIA i Ecua- dor og á Islandi, þá gæti útkoman orðið eitthvað á þessa leið. CIA hefði þá á sinum snærum vara- formann eða ritara Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks, og leið- beindi og kostaði að nokkru kosn- ingabaráttu herstöðvasinna hjá Framsókn. Þjónustan ætti góða hauka i horni á fréttastofum út- varps og sjónvarps og náttúrlega höfund Reykjavikurbréfa. Þjón- ustan væri fús til að hjálpa efni- legum Vökupiltum til að gefa út Eimreiðina og benda þeim á greinar um að CIA hefði hvergi komið nærri valdaráninu i Chile (ein slik birtist þar i fyrra við mikinn fögnuð). Einhverja mið- stjórnarmenn ætti kompaniið að hafa hjá Samtökum frjálslyndra og i Alþýðubandalaginu og Fylk- ingunni — þeir menn gætu kannski verið allra manna harð- astir og rauðastir, eða þá allra manna „borgaralegastir”. CIA ætti að verkalýðsforingja, sem gættu þess að vera sérlega harð- snúnir i launamálum þegar vinstristjórn fer með völd. Og þar eftir götum. Nú er auðvitað ekki ástæða til að ætla. að CIA hafi umsvif i þess- um mæli hérlendis — af bók Agees má einmitt ráða að i landi af stærð og gerð íslands væri þeirra ekki eins mikil þörf. Bandariskir geta haft sin áhrif eftir þægilegri leiðum i mörgum tilvikum — það þarf til dæmis ekki að „kokka” neitt efni ofan i Morgunblaðið hér (nema auðvit- að það sem búið er að malla ann- arsstaðar, sbr. „hljómsveitar- stjórnina”) — moggamenn skrifa alveg eins og CIA best kemur af fúsum og frjálsum vilja. En það er einnig eins liklegt, að einhverj- ar hliðstæður finnist milli tslands og Rómönsku Ameriku og þvi er CIA umsvif varðar (það efast t.d. fáir um það, að simahleranir séu stundaðar hér i þó nokkrum madi). Og vissulega væri gaman að fá rannsókn á þvi máli. En hver ætti að stunda slika rann- sókn? Lögreglan kannski? Sam- kvæmt bók Agees er gott og inni- legt samstarf við lögreglu á hverjum stað (eða sérstakar deildir hennar) slik höfuðfor- senda hjá CIA, að ef sliku máli væri visað þangað, þá væri það engu öðru likara en að fela þeim þjófum að rannsaka sin eigin inn- brot. Arni Bergmann.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.