Þjóðviljinn - 10.09.1975, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.09.1975, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 10. september 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Helgi Tómasson: „Mun reyna að dansa hér eins oft og ég get” „Ég var að byrja að æfa með is- lensku dönsurunum, og mér list vel á þetta. Þessi hópur er á góðri leið, en aðaiatriðið er að hann fái tækifæri til þess að dansa i dans- sýningum. Annars má búast við að hann tvistrist, sumir fari utan og aðrir hætti. Ég mun sannar- lega reyna að koma og dansa hér, þegar möguleikar eru á að koma þvi inn i mína dagskrá, sem er mjög stif,” sagði Helgi Tómas- son, balíettdansari, sem byrjaði að æfa i gær með islenska dans- flokknum, en hann mun dansa i fjórum sýningum á Coppelíu i Þjóðleikhúsinu. Frumsýningin verður á föstudaginn. Sem kunnugt er gerði Alan Carter kóreógrafiuna i sýning- una, en Auður Bjarnadóttir, 17 ára, tók við aðalhlutverkinu eftir að Julia Carter fór utan. Þetta hefur þvi verið mikil þolraun fyrir hana, og þá ekki siður nú er hún dansar á móti Helga, sem tal- inn er i fremstu röð karldansara i heiminum, en þau fá aðeins 3ja daga æfingu. „Coppelia er mjög skemmti- legur ballett og kóreógrafian er oftast svipuð. Ég hef þó dansað nokkuð aðra kóreógrafiu i Coppe- liu en var hér, en Balanchine gerði hana hjá okkur i New York City Ballet. Við Auður samræm- um kóreógrafiuna á milli okkar og mér sýnist að þetta muni ekki verða mjög erfitt,” sagði Helgi. Auður sagðist búast við að ganga meira inn i danssporin, sem Helgi hefur lært en var mjög bjartsýn eftir fyrstu æfinguna. „Ég er ekkert hrædd við þetta núna. Helgi er frábær mótdansari og ég hef þegar lært mjög mikið af honum. Þessi kóreógrafia sem hann hefur dansað er sist erfiðari, en sú sem við vorum með hér i vor,” sagði hún. Við spurðum Helga hvað væri langt siðan hann dansaði hér sið- ast með islenskum dönsurum. Hann sagðist hafa komið hingað fyrir nokkrum árum með banda- riskri dansmær og dansað i dans- sýningu með islenskum dönsur- um, en hann hefur ekki dansað hér i alislenskri sýningu siðan hann var unglingur. í fyrra kom hann hingað með ameriskum hóp, sem hann fer að æfa með nú i haust. „Annars er ég fastráðinn hjá New York City Ballet , en dansa sjálfstætt af og til og með öðrum hópum. Nú er ég að koma frá Suður-Afriku þar sem ég dansaði með hóp sem nefndist „Stars of American Ballet”. Það eru litil viðbrigði að koma frá Afriku og hingað i rigninguna, þvi þar er eiginlega vetur, — rétt að byrja að vora.” Helgi talar ágæta islensku þótt hann hafi búið i Bandarikjunum i nær 15 ár. „Ég fæ sárasjaldan tækifæri til þess að tala islensku, kannski einu sinni til tvisvar á ári. En ég reyni að koma hingað i frium og hitta fjölskyldu mina, og hún heimsækir okkur út. Ég er ennþá islenskur rikisborgari, þótt það gerist æ sjaldnar að talað sé um mig sem islendinginn Helga Tómasson, t.d. i blöðum.” „Og þú heldur að þú munir koma og dansa oftar hér með is- lenska dansflokknum?” „Já, ég mun gera mitt besta til að hjálpa honum. Hann er efni- legur, en það verður að byggja hann vel upp og gefa honum tæki- færi til þess að spreyta sig,” sagði Helgi að lokum; og nú mátti ekki tefja þau lengur, þvi þau æfa frá morgni til kvölds fram að frum- sýningum. Það er Edda Scheving sem æfir sýninguna núna I fjar- veru Alans Carter. —þs Helgi og Auöur taka fyrstu danssporin saman á æfingunni I gær, en þau munu nota þeSsar æfingar til þess aö samræma kóreógrafiuna sem þau hafa lært. Helgi hefur dansaö Coppeliu mjög oft áöur, en mótdansari hans hjá New York City Ballet var Patricia Mac Brite. Auöur er aöeins 17 ára gömul og tók viö hlutverkinu af Juliu Carter sl. vor. (Mynd: Haukur Már) Samkomulag náðist við kennara Um helgina náðist samkomulag milli Landssambands framhalds- skólakennara og fulltrúa fjár- málaráðuneytisins um samræm- ingu á kennsluskyldu á fram- haldsskólastigi. Eins og Þjóðviljinn skýrði frá fyrir helgi lá i loftinu, að kennar- ar gagnfræðaskóla, iðnskóla og framhaldsskóla á svipuðu stigi mættu ekki til vinnu á mánudag vegna þess, að þeir höfðu ekki fengið leiðréttingu mála sinna, en sumir Kennarar við þessa skóla höfðu 32 stunda kennsluskyldu, aðrir 30 stunda kennsluskyldu. Um helgina náðist svo sam- komulag um samræmingu kennsluskyldunnar. Verður kennsluskylda þeirra, sem höfðu 32 stunda kennsluskyldu lækkuð niður i 31 tima á mánuði fram til 1. janúar, en eftir það verður kennsluskylda allra kennara á gagnfræðastigi 30 stundir, en 27 stundir á mánuði hjá kennurum við iðnskóla, stýrimannaskóla, vélskóla og aðra framhaldsskóla á svipuðu stigi. —úþ Styrkir eru grundvöllur „frjálsrar” samkeppni! Vöruflutningafyrirtækið Is- cargó, sem flýgur með vörur til og frá landinu og milli annarra landa fær 100 þúsund króna styrk úr rikissjóði á viku hverri, eða um 5 miljónir á ári. Þessar upplýsingar koma fram i Morgunblaðinu i gær og eru hafðar eftir Höskuldi Jónssyni, sem nú gegnir ráðuneytisstjóra- starfi i fjármálaráðuneytinu. Tilkoma þessa styrkjar var sú, að Iscargó fékk styrk greiddan fyrir hrossaútflutning, en hrossa- sölumenn fengu hann þá frá ráðu- neytinu til þess að auðvelda út- flutning á hrossum! í þrjú ár hef- ur siðan verið um reglulegar greiðslur að ræða, 100 þúsund fyrir hverja ferð, sem flogin er til útlanda með útflutningsvörur, þó ekki fleiri en 50 ferðir á ári. 1 þessu s'ambandi má geta þess, að Flugleiðir hafa og hlunnindi vegna farmflutnings. Þau eru, að aðeins er greiddur tollur af helm- ingi flutningskostnaðar. Er þetta gerttil þess að auðvelda Flugleið- um samkeppnina við skipafélög- in, en þar er greiddur tollur af öll- um flutningskostnaði, enda berj- ast þau flest i bökkum og eiga i erfiðleikum með að endurnýja skipakostinn svo sem þurfa þætti. Verðandi Verðandi heldur fyrsta félags- fund sinn á vetrinum i Félags- heimili stúdenta I kvöld kl. 8. A dagskrá fundarins er kosning bráðabirgðastjórnar og vetrar- starfið. Verður þar m.a. rætt um 1. desember og væntanlegt fag- kritiskt starf i háskólanum. Verðandi er félag róttækra i Þó ekki verði séð við hverja hrossaútflytjendur voru að keppa þegar þeir fengu rikisstyrk til þess að selja hross úr landi, er þó ljóst af þeim upplýsingum sem ráðuneytisstjórinn gefur, að hin „frjáisa” samkeppni á að- og út- flutningsmarkaðinum er greidd með peningum skattgreiðenda. —úþ byrjar H.l. og markmið þess er að virkja róttæka nemendur skólans i pólitisku starfi byggðu á fræði- kenningu marxismans. Verðandi skorar á þá sem leggja vilja sliku starfi lið, jafnt nýstúdenta sem aðra, að fjölmenna á fundinum og taka þátt i vetrarstarfinu frá byrjun. (fréttatilkynning | Almenn stefnuskrá Alþýðubandalagsins komin út í bókarformi Handhók og hugmyndagrun dvöllur Almenn stefnuskrá Al- þýðubandalagsins er kom- in út í bókarformi. Er það langsamlega viðamesta stefnuskrá sem nokkur pólitísk hreyfing á Islandi hefur sett sér. Gengið var endanlega og einróma frá texta stefnuskrárinnar á miðstjórnarfundi 4. mars sl., en á landsfundi flokks- ins í fyrra var miðstjórn falið að ganga frá þar samþykktri stefnuskrá til prentunar. Asamt stefnuskránni er i bók- inni ritgerð eftir Ragnar Arnalds: Agrip af sögu Alþýðubandalags- ins, og einnig lög flokksins. Alls er bókin 136 blaðsiður, þar af er stefnuskráin sjálf 100 siður. A blaðamannafundi i gær kynnti Ragnar Arnalds formaður Alþýðubandalagsins ritið, en einnig voru viðstaddir af hálfu flokksins þeir ólafur Jónsson framkvæmdastjóri hans og Iijalti Kristgeirsson sem fulltrúi þeirra nefnda er unnið hafa að gerð stefnuskrárinnar. Ragnar Arnalds sagði m.a. að stefnuskráin væri fræðileg grein- argerð um hugmyndagrundvöll flokksins og lýsti hún lifsskoðun islenskra sósialista i mikilvægum greinum. Stefnuskráin er sam- eiginleg niðurstaða flokksmanna i viðleitni þeirra að vinna hug- sjónum sósialismans brautar- gengi og umskapa þjóðfélagið I samræmi við hagsmuni allrar al- þýðu. Stefnuskráin breytir engu um fyrri ályktanir flokksins i ein- stökum málum, en i henni eru helstu þættirnir dregnir saman á einn stað án þess þó að um sé að ræða upptalningu eða skrásetn- ingu einstakra stefnumála. T.d. er þess ekki að vænta að mikið sé fjallað i stefnuskránni um þau mál sem nú eru efst á baugi á þingi eða i bæjarstjórnum nema þá sem hluta af stærri heild. Lýöræöi Ragnar benti á að spurningin um lýðræði stendur i þungamiðju baráttunnar fyrir sósialisma og hver þjóð yrði frjáls og óháð að skapa sér sinn sósíalisma i sam- ræmi við aðstæður og hefðir. I 1. kafla stefnuskrárinnar sem ber heitið „sósialisminn” er þetta orðað svo: „Hið sögulega hlutverk sósial- ismans er að skapa miklu full- komnara lýðræði en nokkurt stéttaþjóðfélag getur gert. Þetta tekur til allra höfuðþátta lýð- ræðisins: jafnréttis þegnanna, virkrar þátttöku þeirra i pólitisk- um ákvörðunum, réttarins til op- inberrar gagnrýni og pólitisks samtakafrelsis og tryggingar á réttindum einstaklingsins gagn- A blaöamannafundi I gær kynntu Ragnar Arnalds, formaöur Alþýöubandalagsins, ólafur Jónsson, framkvæmdastjóri flokksins, og Hjalti Kristgeirsson, fulltrúi stefnuskrárnefndar, hina nýútkomnu stefnuskrá. (Mynd: Haukur Már). vart fulltrúum almannavalds- ins”. Fleirþætt skipan 1 þessu sambandi lagði Ragnar áherslu á það að Alþýðubanda- lagið stefnir ekki að einþættu þjóðfélagi þar sem allt er reyrt I viðjar rikisvalds og flokkshyggju heldur að fleirþættri skipan þar sem margir kraftar og samtök leggjast á eitt um að skapa frjáls- an sósialisma. Stefnuskrá Alþýðubandalags- ins verður, að þvi er Ólafur Jóns- son upplýsti, send nú á næstunni til allra flokksdeilda Alþýðu- bandalagsins og þannig komið i hendur flokksmanna. Bókiii verð- ur einnig til sölu á almennum markaði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.