Þjóðviljinn - 10.09.1975, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.09.1975, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 10. september 1975. HORN í SÍÐU Ofstœki Ofstæki er undarleg kennd. Svo virðist, sem ofstæki byrji einhvern veginn þannig, að sjónhringur manna skerðist, svo heyrnarskyn og siöan hvert skynsviðið af öðru. Loks er engu likara en þeir, sem ofstæki á háu stigi eru haldnir, gangi um sjónlausir og heyrnarlausir i glampandi sól og vaði á hvað- eina. Allt sem fyrir slikum verð- ur er þá jafnan á röngum stað, en þeir á réttri leið. Þannig virðist komið fyrir þeim vesalingsmanni, sem las yfir þjóðinni i útvarpið á mánu- dagskvöld i þættinum um dag- inn og veginn, og undarleg stefna er það hjá útvarpinu, að visu ekki nýupptekin, að lita á sig sem vettvang lækninga fyrir menn, sem slikri sýki eru haldn- ir, sem ofstæki er. Ef útvarpið telur sér skylt að veita sjúkum liö, þá væri það áreiðanlega öll- um fyrir bestu, að sú aðstoð yrði veitt i formi greiðslna til hjúkrunarhæla, sem reyndu eft- ir læknisfræðilegum aðferðum að veita slikum vesalingum ein- hverja bót. Nú er ekki svo, að maður þessi geti talist með öllu óábyrgur gerða sinna og orða. Hér er á ferðinni einn af bæjar- fulltrúum Sjálfstæðisflokksins i hinum nýja kaupstað, Sel- tjarnarneskaupstað. Þvi ætti að vera enn meira áriðandi að hann kæmist sem fyrst undir læknis hendur, þvi ef til vill mætti ráða bót á ofstæki hans og ekki með öllu útilokað að hann gæti þá orðið nýtur maður, og einhverjum til gagns og jafnvel gleði. Það var sama hvar maður þessi bar niður i máli sinu, jafn- an voru sjúkdómseinkennin augljós. Verslunarstéttin, en henni tilheyrir sjúklingur þessi, átti að hætta að auglýsa i Þjóð- viljanum vegna þess að Þjóð- viljinn vilji alla þá stétt feiga! Guð átti að hætta að lita til með sovétmönnum vegna þess að öllum kristnum mönnum þar eystra væri stungið i tugthús! Sami guð átti svo að veita sjálfstæðismönnum sérlegan frið vegna þess að þeir bera svo mikla umhyggju fyrir öldruðu fólki! Þetta sagði maðurinn vegna þess að hann var svo mikill frelsisunnandi að eigin áliti. Nú er það svo, að aldrei hefur Þjóðviljinn haldið þvi fram, að verslunarstéttin væri best kom- in dauð, fólk tugthúsað austur i Sovét fyrir það að trúa á guð almáttugan né heldur, að sjálf- stæðismenn hafi borið umtals- verða umhyggju fyrir öldruðu fólki. Hins vegar eru staðreyndir, sem engu skipta svo sjúkan mann þær, að Þjóðviljinn hefur bent á það oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, að kaupmannastéttin og þá sér i lagi heildsalastéttin sé allt of fjölmenn hérlendis og mun væntanlega halda áfram að senda á það i náinni framtið ef ekki rætist úr. Guðstrú með öll- um afbrigðum hennar stendur undarlega sterkum fótum i Sovét, og innan landamerkja þeirra eru t.d. einhver fjöl- mennustu söfnuðir Votta Jehova sem fyrirfinnast með nokkurri þjóð svo undarlegt sem það er. Heldur hefur Sjálf- stæðisflokkurinn ekki borið neina sérstaka umhyggju fyrir öldruðum, og mætti sá sjúki, þegar honum fer að liða skár, lita til baráttu fyrir lifeyri fyrir aldraða, baráttu fyrir löggjöf um elliheimili og fl. og fl.. Ef hins vegar heilsa hans tekur ekki nógu skjótum framförum, og honum ekki treystandi að lita nokkur ár aftur i timann til þess að kynna sér frammistöðu flokksmanna sinna i ofan- greindum málum, ætti honum að vera i lófa lagið að lita til höfuðborgarinnar, eins og hún býr að öldruðum i dag. Þar ráða flokksmenn hans einir og hafa gert i meira en hálfa öld. Ekki veit ég til þess að borgin reki mörg né merkileg heimili fyrir aldraða, og sannast sagna minnist ég þess að hafa heyrt borgarstjórann og pótintáta hans hvern af öðrum halda um það ræður á borgarstjórnar- fundi i vor, að litið yrði hægt að gera i ma'lefnum gamalla borgarbúa þetta árið. Hvað svo með Seltjarnarnes? Er'elliheimili þar? Það getur verið sárt að ganga á veggi, einkum og sér i lagi i glampandi sól þegar samferða- mennirnir ganga með opin augu fram hjá eins og leið liggur. En það er lika sárt fyrir samferða- mennina að sjá slikar ágöngur. Þvi væri það allra hagur, að læknis verði leitað, og það fljótt. — úþ. Margir í mat í Fannahlíð Maður, kunnugur húsakynnum i félagsheimilinu Fannahlið, sem notað verður sem mötuneyti fyrir verkamenn á Grundartanga, vill koma eftirfarandi á framfæri: „Þjóðviljinn sagði nýlega að 30 manns gætu matast i Fannahlið. Ég er hærddur um að núll hafi fallið aftan af þeirri tölu, þvi að á pallinum hér einum er auðveld- lega hægt að koma fyrir 40, og i sjálfum salnum er lafhægt að koma fyrir á annað hundrað manna i mat”. Fyrirspurn til Sjómannadags- ráðs og stjórnar DAS Velunnari DAS spyr: Er það rétt, sem flýgur fyrir að til standi að ráða Grétar Hjartar- son, stýrimann hjá Eimskipa- félaginu og flokkssmala Sjálf- stæðisflokksins hjá þvi fyrirtæki, til þess að verða forstjóri fyrir nýja DAS-heimilinu, sem risa á suður i Hafnarfirði, og að þetta eigi að gerast án auglýsingar? Gamalt nautakjöt á boðstólum nœstu árin? Páll Helgason hringdi: „Hvernig stendur á þvi, að Framleiðsluráð landbúnaðarins getur boðið lækkað verð á nauta- kjöti þessa dagana? Hver er til- gangurinn raunverulega? Hvernig kemur þessi kjötverðs- lækkun almenningi til góða? Ég þekki fáa sem geta keypt hálfa eða heila skrokka af þessu árs gamla kjöti fyrir þetta verð. Enda stendur ekki til að við kaup- um kjötið, heldur eru það veit- ingahúsin sem munu kaupa upp þessi 200 tonn af nautakjöti. Siðan bjóða veitingamenn fólki upp á gamalt nautakjöt næstu árin og kalla það fyrsta flokks”'. Nokkur misbrestur á innheimtu orlofsfjár — Þetta tiltekna fyrirtæki hef- ur ekki staðið sig með orlofs- greiðslur, sagði Hans Ólafsson hjá Pósti og síma. Sagði Hans að fyrirtæki þetta skuldaði einhverj- um starfsmanna sinna orlof fyrir árin 1973 ’74 og ’75. Fyrirtækin standa sig mjög misvel í greiðslum orlofsfjár, en mestur hluti þeirra stendur þó i skilum með greiðslurnar. Um 30 innheimtumál eru nú i gangi hjá Pósti og si'ma, en einhverjum þeirra mun vera lokið. Fyrirtæki það, sem að ofan greinir er útgerðarfyrirtæki, og er um að ræða orlof sjómanna, sem á togara þess hafa starfað. Einn sjómanna þeirra, sem hlut eiga að máli hringdi til blaðsins og sagði að sér kæmi það undar- lega fyrir sjónir, að heyra það nú, að gengi fyrirtækisins væri allt i einu slikt, að það hygðist kaupa annan togara, að visu með öðru fyrirtæki, en það hefði til skamms tima veriðenn bágar statt en það greiða honum orlof allt frá árinu fyrirtæki, sem hann hafði unnið 1973. hjá og ckki hafði haft fé til að ' —úþ Auglýsing Auglýst er laus til umsóknar staða ritara við Skattstofu Austurlandsumdæmis Egilsstöðum. Laun skv. kjarasamningi BSRB og fjármálaráðherra frá 15. des. 1973. Staðan veitist frá 1. október nk. Umsóknir um menntun og fyrri störf sendist Skattstofu Austurlandsumdæmis, Egilsstöðum, fyrir 20. sept. nk. Fjármálaráðuneytið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.