Þjóðviljinn - 10.10.1975, Blaðsíða 1
DJOOVIUINN
Föstudagur 10. október 1975—40. árg. — 230. tbl.
Á þriðja hundrað
á Staparáðstefnu
Um tvö hundruð manns hafa
þegar tilkynnt þátttöku sina i ráð-
stefnunni Hersetan og sjálfstæði
tslands sem hefst kl. 12.30 á
Á að klípa 100 miljónir
af „þjóðargjöfínni”?
morgun I samkomuhúsinu Stapa i
Njarðvikum. Að sögn Finns Torfa
Hjörleifssonar, sem er fram-
kvæmdastjóri ráðstefnunnar fyr-
ir hönd undirbúningsnefndar, er
þvi ljóst að þátttakendur verða á
þriðja hundrað, þvi búast' má við
að margir geymi fram á siðustu
stund að tilkynna sig.
Þeir sem vilja leita upplýsinga
um ráðstefnuhaldið eða gefa kost
á lausum sætum i bifreiðum sin-
um hafi samband viö Finn Torfa
Hjörleifsson, sima 40281 og 28655,
Einar Braga, sima 19933, Gils
Guðmundsson, sima 15225 og
Eiias Snæiand Jónsson, simar
42612 og 12002.
Engar verðlagsbœtur í ár
Umsjónarmenn fjármála
ríkissjóðs eru nú að undir-
búa önnur svik í sambandi
við loforð um „þjóðargjöf"
fil landgræðslu. Er ætlunin
að greiða ekki í ár verð-
lagsbætur á gjöfina, en
þær nema rúmlega 100 mil-
jónum króna.
Eins og alþjóð minnist sam-
þykktu allir þingmenn með
handauppréttingu undir berum
himni og i glampandi sól á Þing-
völlum i fyrrasumar, að þjóðin
gæfi sjálfri sér 1 miljarð til þess
að rækta upp landið, sem svo illa
er farið eftir 11 alda búsetu i þvi.
Þvi var og heitið, að gjöfin yrði
verðtryggðsvo hún eyddist ekki i
verðbólgubrunanum. Auk þess
var svo lofað að þær fjárveiting-
ar, sem til þess tima hefðu farið
til landgræðslumála yrðu í engu
skertar.
Seinna loforðið var svikið i vor,
er þingmenn rikisstjórnarinnar
samþykktu að skera af fjárlögum
10 miljón króna framlag til land-
græðslu.
Loforðinu um að greiða verð-
lagsbætur af gjöfinni á nú aö slá á
frest. Er um að ræða liðlega 100
miljón króna verðbætur, en mil-
jarðinn á að reiða af höndum á
fimm árum. Hafa forráðamenn
fjármála rikissjóðs i huga að
fresta greiðslu bótanna til næsta
árs og setja hana inn á fjárlög
ársins 1976.
Sveinbjörn Dagfinnsson, ráðu-
neytisstjóri i landbúnaðarráðu-
neytinu, sagði að enn hefði engin
endanleg ákvörðun verið tekin
um þetta i þvisa ráðuneyti, málið
væri enn á umræðustigi.
—úþ
Karlar mæta
með börnin
í skólana 24.
Allar horfur eru á því að
karlmenn í starfsliði
framhaldsskóla mæti með
börn sín í skólana 24. októ-
ber, þegar kvenfólk leggur
niður vinnu. Talsverður á-
hugi virðist vera fyrir
þessu meðal kennara og
annarra skólastarfs-
manna.
hliða kennslunni 24. október.
Þetta þýðir með öðrum oröum, að
þess er farið á leit að karlmenn i
hópi kennara og nemenda mæti
nieð börn sin i skólann. Tuttugasti
og fjórði október ætti þvi aö geta
orðið fjörugur skóladagur.
Sláturtib er nú I fullum gangi og þegar GSP leit inn
hjá SS i gær var verið að sviða hausa af kappi. Það
er fleirum en okkur sem þykja svið góð, þvi að fær-
eyingar kaupa um 100 þúsund „seyðahöfuð” af okk-
ur á ári.
Alþingi sett
í dag
Alþingi kemur saman til funda i
dag eftir sumarhlé og mun forseti
tslands, herra Kristján Eldjárn
setja þingið að lokinni guðsþjón-
ustu i Dómkirkjunni, er hefst kl.
13.30.
Þetta verður 97. löggjafarþing-
ið siðan alþingi fékk löggjafar-
vald með stjórnarskránni árið
1874. Samkvæmt venju má búast
við, að fjárlagafrumvarpið verði
lagt fram einhvern fyrstu daga
þingsins.
Uppmælingin
var of
hátt reiknuð
Álagning bygginga-
meistara á uppmælinga-
skala hefur um nokkurt
skeið verið allt að fjórum
prósentum of há, segir i
fréttatilkynningu frá verð-
lagsstjóra vegna blaða-
skrifa um að uppmælinga-
taxti verktaka við bygg-
ingarf ramkvæmdir hafi
verið ólöglega hár.
Hjá trésmiðameisturum reynd-
ist álagningin rúm 11% eða rúm-
lega 1% hærri en leyfileg er. Hjá
múrarameisturum, málara-
meisturum, pipulagningarmeist-
urum og veggfóðrarameisturum
var álagningin rúm 14% eða rúm-
lega 4% of há. Samþykkti verð-
lagsnefnd i framhaldi af þessum
upplýsingum, að álagningin yrði
leiðrétt þegar i stað. —-gsp
Nýtt frá kjararannsóknanefnd:
Kennarafélag Menntaskólans
við Tjörnina samþykkti einróma
á fundi i gær um leið og það lýsti
fullum stuðningi við kvennaverk-
fallið, að beina þvi til allra karl-
manna I starfsliði skólans, sem
eiga foreldraskyldum að gegna,
að vinna þau skyldustörf sam-
Sakarof
fékk
Nóbels-
yerðlaun
Sjá baksíðu
Rauntekjur verka-
fólks lœkka œ meira
t nýútkomnu Fréttabréfi kjara-
rannsóknanefndar kemur fram
að á 2. ársfjórðungi þessa árs hélt
kaupmáttur tekna verkafólks enn
áfram að lækka, þrátt fyrir
kjarasamningana i júni.
Samkvæmt-' skýrslu
kjararannsóknanefndar var
kaupmáttur m eðaltim akaups
verkamanna á 2. ársfjórðungi
1975 aöeins 114,7 stig á móti 141,7
stigum á sama tima í fyrra, og er
þá kaupmáttur timakaupsins árið
1971 lagður til grundvallar og
talinn 100. Viö útreikninga á
kaupmætti er miðað við visitölu
framfærslukostnaðar.
Þessar tölur sýna, að á 2. árs-
fjórðungi þessa árs hefði tima-
kaup verkamanna þurft að vera
nær 24% hærra en það var til að
halda sama kaupmætti og fyrir
ári siðan.
Siðán hefur ástandið enn
haldið áfram að versna vegna
áframhaldandi óðaverðbólgu.
Þá kemur einnig fram i skýrslu
kjararannsóknanefndar að yfir-
vinna hefur dregist mjög veru-
lega saman hjá verkamönnum að
undanförnu, þannig að kaup-
máttur ráðstöfunartekna heimil-
anna hefur enn minnkað af þeim
ástæðum.
Þannig var aðeins 12,2% af
heildarvinnutima verkamanna
unninn i næturvinnu á 2. ársf jórð-
ungi þessa árs, en 18,5% á sama
tima i fyrra. Hlutur dagvinnu i
heildarvinnutima verkamanna
var hins vegar nú 75,5%, eða
meiri en nokkru sinni fyrr siðan
nefndin hóf störf, og má til sam-
anburðar nefna, að hlutur dag-
vinnunnar var aðeins 68,4% á
sama tima i fyrra og ekki nema
75.% á 2. ársf jórðungi 1969, þeg-
ar atvinnuleysið var hér þó hvað
mest á siðari árum.
Samkvæmt skýrslu kjara-
rannsóknanefndar var sem sagt
Framhald á bls. 10
Kvenna-
verkfall:
Uppsögn og málsókn?
- Sjá
baksíðu