Þjóðviljinn - 10.10.1975, Blaðsíða 10
JO SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 10. október 1975.
60 kínverskir loftfimleika-
menn œtla að syngja
á islensku í Laugardalshöll!
og leika sinar frábœru listir á fjórum sýningum
hérlendis auk þess sem þeir heimsœkja vinnustaði
Þaö er svo þröngt i Kina aö þar veröur aö gjörnýta farartækin!
Menningar- og fræðslusamband alþýðu
Félagsmálaskóli alþýðu
tekur til starfa 2. nóvember I Ölfusborg-
um.
Skólinn starfar I 2 vikur, frá 2. nóvember til 15. nóvem-
ber.
Námsstarfið fer fram I fyrirlestrum hópstarfi og fi jálsum
umræöum og stendur flesta daga frá kl. 9.00—18.00. Auk
þess verða listkynningar og umræður um menningarmál.
Skólavist er ætluð meðlimum verkalýösfélaganna og geta
nemendur orðið 18 alls.
Námsstjóri verður Bolli B. Thoroddsen.
Umsókn um skólavist þarf að berast skrif-
stofu MFA fyrir 20. október.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu MFA,
Laugavegi 18 VI. hæð simi 26425.
RÍKISSPÍTALARNIKt
lausar stöður
LANDSPÍTALINN
EÁÐSKONA OG AÐSTOÐAR-
RÁÐSKONA óskast til starfa i borð-
stofu spitalans. Húsmæðrakennara-
menntun æskileg i stöðu ráðskonu
eða önnur jafn góð menntun.
Umsóknir um stöðurnar, er greini
frá aldri, menntun og fyrri störfum,
óskst sendar stjórnarnefnd rikis-
spitalanna, Eiriksgötu 5, fyrir 23.
október n.k.
Reykjavik, 8.10. 1975.
SKRIFSTOFA
RÍKISSPÍTALANNA
EIRÍKSGÖTU 5, SÍM111765
í næstu viku kemur
hingað til lands 60 manna
hópur f jölleikafólks frá
Kína, sem verið hefur á
sýningaf erðalagi um
Norðurlöndin. Hafa þeir
sýnt í Finnlandi, Sviþjóð,
Noregi og Danmörku og
enda þeir siðan ferð sína
hér á Islandi. Fyrirhugað
var að halda héðan til
Spánar og sýna þar víða
um land en hætt var við þá
ráðagerð vegna þess, að
hinar umdeildu aftökur
þar áttu sér stað. Hefur
öllum sýningum flokksins
á Spáni verið aflýst.
Kinverjar munu sýna hér á
landi fjórum sinnum auk þess,
sem þeir munu e.t.v. heimsækja
vinnustaði og bregða þar á leik.
Sýnt verður laugardag og sunnu-
dag um þar næstu helgi og siðan á
þriðjudags- og miðvikudagskvöld
i þar næstu viku. Miðaverð er 800
krónur i stúku og 500 i stæði Hver
sýning stendur i hátt á þriðja
tima og eru dagskráratriði yfir
tuttugu talsins.
Kinverjar koma hingað á
vegum Iþróttabandalags
Reykjavikur og Kinversk-
Islenska Menningarfélagsins.
Leikin verður hefðbundin kin-
versk hljómlist með sýningar-
atriðum og mestmegnis notuð
þarlensk ihljióðfæri. Auk þess
hyggjast kinverjarnir leika
islensk þjóðlög og meira að segja
taka eitt eða tvö islensk lög og
syngja þau á kjarnyrtri
islensku!!!
Flokkurinn, sem álitinn er einn
sá besti sem kinverjar eiga,
kemur hingað með tæplega sjö
tonn af áhöldum og er ekki svo
litið fyrirtæki að taka á móti
þessum stóra hópi og farangri
hér. Kinverska sjónvarpið sendi
menn i þessa för og er að vinna
heimildarkvikmynd um ferð
flokksins þannig að ekki er ólik-
legtað okkar ágæta iþróttahöll og
umhverfi höfuðstaðarins verði á
skjánum i Kina, fyrir framan
hundruð miljóna sjónvarps-
áhugamanna þar i landi.
Loftfimleikamenn i Kina hafa á
undanförnum rúmlega tuttugu
árum heimsótt reglulega verk-
smiðjur, námur, þorp og herbúðir
i Kina. Mikil áhersla er lögð á
slikar heimsóknir þar i landi og
munu þeir hafa hug á að lita inn á
vinnustaði hér.
—gsp
Ármannsfellsmálið
Bréfið ekki
komið til
Sakadóms!
v
Bréf borgarfulltrúa Alþýðu-
bandalagsins til Saksóknara,
þar sem farið var fram á, að i
sambandi við rannsókn hins
svokallaða Ármannsfells-
máls, yrðu og rannsakaðar
aðrar lóðaúthlutanir borgar-
innar á byggingatima Sjálf-
stæðishússins og hugsanlegt
samband milli framlaga i
byggingasjóð hússins og
lóðaveitinga, hefur ekki enn
borist Sakadómi, þrátt fyrir
það að rannsókn Ármanns-
fellsmálsins fyrir Sakadómi sé
,,vel á veg komin,” eins og
Erla Jónsdóttir, sakadómari
orðaði það i gær.
Astæðan fyrir þvi að bréfið
er ekki enn komið i hendur
Sakadóms mun vera sú, að
saksóknari er i útlandinu, og
svo virðist, sem enginn gegni
starfi hans þá hann er fjar-
verandi.
úþ
SNJÓFLÓÐA-
VARNIR
í blaðinu i gær var birt frétt um
snjóflóðavarnir i Neskaupstað.
Hún var tekin úr vikuritinu
„Austurlandi” og hafði birst þar
sem fréttatilkynning i siðustu
viku. Við lestur fréttarinnar þarf
þvi að taka tillit til þess að tima-
tilvisanir eiga við næstliðna viku.
Minning:
Jón Pétursson
F. 11.11. 1906 - D. 25.9. 1975
A laugardag var til moldar bor-
inn vinur minn Jón Pétursson,
Borgarnesi.
Ég kynntist Jóni fyrst er hann
réðist sem húsvörður að Barna-
og gagnfræðaskólanum i Borgar-
nesi.
Ég ætla ekki að rekja æviferil
hans, heldur einungis að þakka
honum fyrir samstarf og vináttu
og margar ógleymanlegar sam-
verustundir. Þessar samveru-
stundir voru mér meira virði en
flest annað, — föðurlegar ábend-
ingar, hreinskilni hans, hjarta-
hlýja og fræðsla um gamalt og
nýtt, um menn og málefni.
Jón var einn þeirra mörgu
manna, sem vinna störf sin i
kyrrþey, sem sjaldan er getið, en
allir njóta ávaxtanna af verkum
þeirra. Jón var sannur sósialisti,
einn af boðberum, er skærast
skina og ylja upp umhverfi sitt til
gróðurverndar islensku mannlífi;
án sérhyggju og öfundar i garð
annarra manna.
Jón var bæði velvirkur og at-
orkumaður mikill til allrar vinnu,
stjórnsamur og laginn. Segja
þeir, sem gerst mega um vita, að
hvérju verki hafi verið vel borgið,
sem hann sá um. Hinn heiðarlegi
og samviskusami maður undi
ekki öðru en að leysa hvert verk
svo vel af hendi sem verklagni og
kunnátta frekast leyfðu án þess
að hugsa um tima eða peninga.
Aðaláhugamál hans hin siðari
ár var að prýða og bæta umhverfi
sitt við islenska gróðurmold. Var
unun á að horfa er hann fór hönd-
um um jurtir þeirrar moldar,
sem hann er nú horfinn til.
Jón missti konu sina árið 1970.
Minntist hann hennar með sökn-
uði og hlýju, en hjónaband þeirra
Jóns og Ingveldar Halldórsdóttur
konu hans var með miklum ágæt-
um, og talaði hann oft um hversu
mikill hamingjumaður hann væri
F j árstuðningur
Framhald af 12 siðu
sjúkrahúsanna og konur sem við
þau starfa munu ekki leggja niður
vinnu.
En hversu langt á að ganga? A
til dæmis að koma i veg fyrir
aðalæfingu á óperunni Carmen
sem er á dagskrá að kvöldi 24.?
Allar horfur eru á að það gerist
þótt frumsýningin eigi að vera
daginn eftir þvi konur i Sinfóniu-
hljómsveitinni ætla allar sem ein
að leggja niður vinnu.
Og eins og við var að búast taka
atvinnurekendur þessu verkfalli
ekki með þögninn einni saman
frekar en öðrum vinnu-
stöðvunum. Nokkuð mun vera um
að atvinnurekendur hafi haft i
frammi hótanir um uppsagnir ef
starfsfólk þeirra tekur þátt i
verkfallinu. Til þess hafa þeir að
visu lagalegan rétt en konur sem
fyrir slikum hótunum verða ættu
að hafa hugfast að full samstaða
þeirra getur stöðvað öll slik
áform, td. samstaða um að neita
að vinna með konum sem
atvinnurekendur ætla að setja i
störf þeirra sem reknar eru. 1
slikum tilfellum er best að hafa
samráð við viðkomandi verka-
lýðsfélag.
Sumir atvinnurekendur ganga
lika lengra en aðrir i hótunum
sinum. Til dæmis hefur blaðið
frétt af einum slungnum kaupa-
héðni sem hefur margar konur i
vinnu við sauma og afgreiðslu-
störf. Hann mun hafa hótað þeim
konum sem ætla að leggja niður
vinnu þann 24. að fara i mál við
þær. Ætlar hann að fá þær
dæmdar til að bæta sér upp það
tap sem verður á rekstri fyrir-
tækja hans þennan dag!
ÞH
Rauntekjur
Framhald af bls. 1.
minna um yfirvinnu nú i ár,
heldur en á atvinnuleysisárunum
1968 - 1969 hjá verkamönnum.
Slikt hefði vissulega verið
ánægjuefni, ef kaupmáttur dag-
vinnukaupsins hefði farið hækk-
andi, og menn þannig fengið
meiri ráðstöfunartekjur fyrir
minni vinnu.
En eins og nú er, þegar kaup-
máttur dagvinnukaupsins hefur
fariðstórlega lækkandi og við það
bætist svo, verulega minni yfir-
vinna, þá ættu jafnvel núverandi
stjórnvöld að sjá, hve herfileg
útkoman er fyrir islensk alþýðu-
heimili.
MADRin 9/10 — Einn major og
tveir höfuðsmenn i spænska
hernum hafa verið handteknir i
Barcelona. Þeir eru sakaðir um
að vera félagar i Lýðræðisbanda-
laginu, leynisamtökum sem
einkum munu starfa innan hers
ins. Nfu herforingjar voru hand-
teknir i Madrid snemma í sumar
og eru þeir allir sakaðir um and-
róður gegn stjórninni. Þeir eiga
einnig að vera meðiimir i
Lýðræðisbandalaginu.
að hafa átt svo góðan félaga og
lifsförunaut.
Hvaö er lif án samhjálpar?
sagði hann.
Drengskaparmaðurinn Jón
Pétursson er horfinn sjónum okk-
ar. Ljósgeisli augna þinna er
slokknaður. En megi það ljós, er
þú tendraðir i brjóstum barna
þinna, vina og samferðarmanna
verða að gróðursprota fyrir betra
lifi á þessari jörð frá þeirri mold,
sem allir eru sprottnir frá.
Eyjólfur Magnússon,
Borgarnesi.