Þjóðviljinn - 04.11.1975, Side 1

Þjóðviljinn - 04.11.1975, Side 1
Þriðiudagur 4. nóvember 1975 — 40. árg. 250. tbl. Fundur í landhelgisnefnd Fundur var haldinn i landhelgisnefndinni i gær eftir langt hlé. A fundinum voru lagðar fram skýrslur af gangi mála i viðræðunum við breta og vestur-þjóðverja og ákveðið að halda annan fund i nefndinni mjög fijótlega. Ekki lengur í þingpallaskapi — Engar verðbœtur á þjóðargjöfina Sjá síðu 10 Áhrif stöðvunar hraðfrystihúsanna í Keflavík 78 þegar atvinnulausir Dregur fólk frá þessari atvinnugrein segir Guð- mundur J. 70-80 manns hafa látið skrá sig atvinnulausa í Keflavik vegna stöðvunar frystihúsanna þar. Eru þetta að sögn aðallega kon- ur. Frystihús annars stað- ar á Suðurnesjum munu vera í fullum gangi. Að sögn Karls Steinars Guðna- sonar, form. Veralýðs- og sjó- mannafélags Kelfavikur eru fjög- ur hraðfrystihús i Keflavik og Njarðvik þegar lokuð. Eru það Hraðfrystihús Sjöstjörnunnar, Ólafs Lárussonar, Jökuls H/f og Framhald á 14. siðu. Óveðrið i fyrrinótt, olli hundruð miljóna tjóni á Eyrabakka Allir sem vettlingi gátu valdið i þorpinu hjálpuðust að i gær við að styrkja undirstöður frystihússins (Ljósm. S.dór) Stóráfall fyrir þorpið Tveir bátar sukku, einn rak á land, frystihúsið skemmt — Ég þori ekki að spá neinu um það hve mikið tjón hefur orðið hér á Eyrarbakka I nótt, en bara það sem að okkur snýrnemur á annað hundrað miljónum, sagði Einar Guðmundsson framkvæmdastjóri frystihússins á Eyrarbakka, sem er eigandi Sólborgar AR 15, 80 tonna stálbáts, sem rak á land á Eyrarbakka I óveðrinu i fyrrinótt og er talinn ónýtur. Auk þess stór- skemmdist frystihúsið sjálft þcgar sjórinn gróf undan grunni þess og veggur og þak salthúss þess hrundi. Auk þessa sukku tveir bátar í höfninni, Skúli fógeti, 27 tonna bátur, og Sleipnir, sem var 11 tonn að stærð. Er talið liklegt að Sólborgin hafi sökkt þeim er hana rak á land, i það minnsta liggur hún ofan á þeim báðum i hafnar- króknum. Elstu menn segjast vart muna annan eins sjógang og var við Eyrarbakkaifyrrinótt. Þarna fór saman mikið rok, stórstreymi og sérl. djúp lægð, 950 millibör en hver tiu millibör niður á við frá meðaltali sem er i kringum 1000 þýðir 10 sm hækkun á yfirborði sjávar. Þegar þetta fer svo allt saman eins og i fyrri nótt er ekki að undra þótt mikið gangi á. Einar Guðmundson sagðist ekki vita hvernig frystihúsið, sem er aðal vinnuveitandinn á Eyrar- bakka, þar munu vinna um 60% af vinnufæru fólki þorpsins, færi að þvi að bæta þetta tjón. — Það er að minnsta kosti útilokað, að við getum bætt þaðá eigin spýtur, hér hlýtur viðlagasjóður eða eitt- hvað svipað að verða að koma til, sagði hann. Grindavík: — Annars erum við ekki búnir að sjá fyrir endann á þessu, það má búast við öðru eins i kvöld (mánudagskvöld) þar sem veðrið gengur litið niður og enn er stór- streymt. í gær unnu sjálfboðaliðar viða að, m.a. úr gagnfræðaskólanum á Eyrarbakka við að hlaða sand- pokum likt og i hernaði við undir- stöðu frystihússins, til þess að reyna að treysta þær fyrir kvöldið. S.dór RÆKJAN: Róið með semingi við Djúp Sjá síðu 14 Sólborg AR gerónýt að talið er uppi grjótgarðinum Veðrið setti bát á land Vogum og Vatnsleysuströnd Miklar skemmdir í llrafn GK, fyrrum Héðinn ÞH i eigu Þorbjarnarins h/f i Grinda- vík slitnaði frá bryggju i Grinda- vik i óveðrinu i fyrrinótt og rak upp i fjöru innan hafnarinnar. Hrafn er 530 lesta stálskip. Gera átti tilraun til þess að ná Hrafni út á flóðinu i gær. Ekki er vitað um skemmdir á honum, en liklegt er talið að þær séu ekki miklar. Stórir steinar úr brimgarðinum gengu inn i höfnina að sögn lög- reglunnar i Grindavik, en aldan kom svo til óbrotin yfir garðana. A brimgarðinum átti Hafna- og vitamál tvo bora. Fóru þeir báð- ir með sjónum inn i höfnina. Nokkuð var um að plötur fykju af húsum. Mikið tjón i Vogum Sjór gekk á land i Vogum á Vatnsleysuströnd. Sópaði hann á burt grjótgarði, sem átti að vera sjónum til varnar. Bar sjórinn stórgrýti viða um lendur i Vogum og á Vatnsleysuströnd. Þá fuku og mannvirki nokkur þar. Fok Ekki urðu aðrar skemmdir i Keflavik en þær, að þar fauk uppskipunarskúr og lystisnekkja losnaði frá i höfninni og rak á land og er nokkuð skemmd. — úþ

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.