Þjóðviljinn - 04.11.1975, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 25. október 1975.
Til umhugsunar
Mig hefur lengi langað að skrifa
um eða koma fyrir almennings-
isjónir hugmyndum, sem ég geng
með i kollinum, er varða mengun
‘sem fólk veldur yfirleitt i algjöru
hugsunarleysi.
Það hefur oft angrað mig hvað
reykingafólk er tillitslaust við þá
er ekki reykja, reykingamanni
dettur sjaldan i hug að spyrja um
vilja húsráðenda þar sem hann er
gestkomandi, hvort þeim sé það á
móti skapi að reykt sé i húsa-
kynnum þeirra, heldur brælir
hann svo vart sér mili veggja i
ibúðinni, verður svo undrandi yfir
þvi að gestgjöfum skuli súrna i
augum.
Hvað getum við gert sem ekki
gleðjumst yfir slikum heimsókn-
um, en viljum samt gjarna
þekkja þetta fólk án þess að særa
það. Við þurfum á aðstoð að
halda, þvi hver sá sem tekur upp
hjá sjálfum sér að útbúa skilti og
setja upp á vegg heima hjá sér,
þar sem beðið er um að ekki sé
reykt i húsinu, er talinn stór-
skrýtinn, ef ekki fífl.
Fyrir nokkru siðan var sett á
fót nefnd sem nefnist samstarfs-
nefnd um reykingavarnir. Væri
ekki verðugt verkefni fyrir þessa
nefnd að útbúa snoturt veggskjal
til notkunar i ibúðarhúsum, með
góðfúslegumum tilmælum til
hinna reykjandi manna að spilla
nú ekki friðhelgi heimilanna með
ólofti þvi er þeir framleiða.
Legg ég svo til, að til dæmis þau
tryggingafélögsem tryggja innbú
og hús, taki að sér dreifingu á
þessum veggskjöldum, nú og
fleiri ef fyrirfyndust sem hefðu á-
huga svo sem stúkur og önnur
bindindissamtök.
önnur megnuo særir fegurðar-
skyn mitt enn meir, en það er
glerið sem sumt ferðafólk gerir
sér gaman af að brjóta, meðfram
vegum og hvar sem er, nefni til
dæmis Húsafellsskóg, Þingvelli
og jafnvel Hellisgerði i Hafnar-
firði.
Það er nær hvergi orðið hægt að
setjast niður i gras án þess að
eiga á hættu að slasa sig á gler-
brotum.
Ég dvaldist tvo daga á þessu
sumri i Húsafelli og gekk talsvert
um staðinn, allt það gler sem bú-
ið er að brjóta þar niður i þann
fagra stað er með ólikindum,
skiptir ábyggilega tonnum, og er
með ólikindum hvar fólk hefur
getað brotið gler, manni liggur
stundum við að álykta að þetta
fólk hafi haft hamar við hendina
til að geta fullnægt þessari þörf
sinni.
Ég byrjaði að tina upp glerbrot
er á leið minni urðu, en komst
fljótt að þeirri staðreynd að ætl-
aði ég að sjá staðinn yrði ég að
horfa yfir glerið og fara i vel sól-
aða skó.
Ef þú, ferðamaður, gerðir þér
að skyldu að tina upp sem svarar
tveim flöskum af glerbrotum i
hvert sinn er þú kemur i Húsafell
og kæmir þeim i sorpilát, sem nóg
'er af þar, legðir niður þann leiða
vana að brjóta gler, mættum við
búast við að landið yrði orðið
nokkuð hreint að 10 árum liðnum.
Þetta er svona á mörgum fleiri
stöðum þar sem mannamót eru
haldin eða hafa verið haldin, og
þvi ekki ástæða til að nefna Húsa-
fell sérstaklega, en náttúrufegurð
er svo rikuleg þar að mann sviður
enn sárar þar en annarsstaðar.
Ekki þýðir að banna fólki, þvi
það æsir það bara upp svo það
leggur enn meira kapp á það for-
boðna. En hvað skal þá.
Min hugmynd er sú, hvað glerið
varðar, að gera það einhvers
virði, svo fólk hafi ekki efni á að
brjóta það eins og gert hefur ver-
ið. Mætti ekki láta öl og vinflösk-
ur, glerið á ég við, kosta svona 100
kr. og skylda alla sem selja þess-
ar vörur til að kaupa glerið aftur,
ég held að rikið okkar græði það
mikið á áfengissölunni að það geti
veleyttþessu gleri. Til að neitend-
ur greiði sinn hlut af þessum
kostnaði mætti taka upp sama
fyrirkomulag og er hjá ölsölunum
að skipta gierinu eða selja það
fyrstog kaúpa siðan á sama verði
aftur, ég veit að þetta tiðkast
viða erlendis og gefur góða raun.
Væri þetta ekki verðugt verk-
efni fyrir þingmennina okkar, að
semja um þetta einhver lög,
svona sem viðbót við þjóðargjöf-
ina frá i fyrra, nú eða landvernd:
það væri gaman að heyra frá
þeim.
Eitt vil ég nefna enn sem meng-
að hefur ferðamannaslóðir mjög i
sumar, það eru litlu fernurnar ut-
anaf kókómjólkinni.
> Þingvöllum er bókstaflega
a1lt svæðið undirlagt, sama er að
segja um Hellisgerði, samkomu-
svæðið i Vatnsfirði, meðfram öll-
um vegum og viðar og viðar.
Er nú ekki hér kjörið tækifæri
til að koma boðskap á framfæri til
yngstu kynslóðarinnar á þessum
litlu fernum, og orða hann þannig
að hann höfði til barnanna og
festist vel i mynni.
Ég held að börn hendi ekki rusli
hvar sem þau eru stödd, ef þeim
er gert skiljanlegt hvilikur sóða-
skapur það er.
Gamalt máltæki segir ,,Hvað
ungur nemur, gamall temur”.
Ég vona að það sé i fullu gildi
enn. Vona ég svo að þessi orð min
veki umhugsun um þessi mál og
megi koma okkar fagra landi til
góða.
Gert i Búðardal 7/9 1975
Aðalsteinn Valdimarsson.
O.L. auglýsir vetrarfatnað
Uanskir kuldajakkar á drengi.
(Jlpur bæði i mitti og siðar.
Frá Noregi:
Rúllukragapeysur bæði úr ull og krepi.
Ullarnærför bómullarnærföt (siðar buxur) frá Devold.
Buxur i úrvali.
Þýskar jerseyskyrtur
Ameriskir sokkar stuttir og háir.
Allt úrvalsvara á góðu verði.
Ó. L.
Laugavegi 71. Simi 20141
Vélaviðgerðir
Tek að mér vélaviðgerðir, bifreiðavið-
gerðir og nýsmiði.
Upplýsingar i sima 99-5609 og 99-5638.
Sigursveinn
Magnússon
skrifar
um tónlist
Elisabeth Söderström
Tónleikar Sinfóníu-
hljómsveitar Islands
30, októher
Karsten Andersen
Stjórnandi: Karsten Andersen
Einsöngvari: Elisabcth Söder-
ström.
Efnisskrá:
Wagner: Meistarasöngvararnir
i NUrnberg. Forleikur
Jónas Tómasson: 1,41
J. Haydn: Scena di Berenice.
Ur óperunni Antigónu
Malcoim Williamsson:
Portraitof Dag Hammarskjöld
J. Brahms:
Tilbrigöi um stef eftir Haydn
Stiórnandinn Karsten Ander-
sen fór mjúkum höndum um
fyrsta verkið á efnisskránni.
Meðferðin var öll i ljóðræna átt,
e.t.v. heldur um of, svo þunga-
miðja verksins og hápunktar
náðu ekki fullri reisn fyrr en
undir lok forleiksins að sú sam-
staða náðist sem hélst það sem
eftir var tónleikanna.
Tónsmiðin 1,41 eftir Jónas
Tómasson samanstendur af
þrem þáttum sem hverjum er
gefið það hlutverk að túlka
augnablik, mynd, atburð eða
eins og höfundur segir 1 efnis-
skrá, áheyrandanum er frjálst
að finna aðrar skýringar. Höf.
teflir fram hvit-svörtum and-
stæðum i hljóðfæra- og tónavali
ásamt frisklegum rytmlskum á-
tökum, sem skapa sterkar svip-
breytingar. Athyglisverðast
finnst mér hvað stefna og still
Jónasar virðast skýr. Allir þætt-
irnir bera nokkuð heilsteyptan
svip, mun alvarlegri en hin
gamansömu heiti gefa til kynna.
Það hefur óneitanlega góð áhrif
á hlustanda að nýju verki þegar
imyndunaraflið er sett á stað
með skýringum eins og þeim
sem höfundur setur fram i
efnisskrá; það að nefna þátt
„Komið til Islands með þotu að
vetrarlagi” er nokkuð sem ef-
laust hefur fengið marga til að
leggja við hlustirnar. Það vekur
athyglihvað verk islenskra tón-
skálda eru tið á tónleikum S.í. i
byrjun þessa starfsárs, vonandi
verður framhaldið jafn efnilegt
og upphafiö.
Það leyndi sér ekki þegar
fyrstu tónarnir úr „Scena di
Berenice” ómuðu að hér var
sérstakur viðburður i aðsigi.
Það sem einkenndi flutninginn
var djúpstæð tjáning, sett fram
af frábæru hugviti og tækni.
Haydn vildi með þessari aríu
gefa söngkonunni möguleika til
að sýna flestar hliðar getu sinn-
ar, og Elisabeth Söderström not
færði sér þessa möguleika svo
sannarlega út I ystu æsar.
Spenna, mikil styrkleikabreidd
ásamt dramatiskri litadýrð og
ljóðrænni mýkt, hjálpaðist allt
aö til að undirstrika það örlaga-
rika augnablik sem arian fjall-
aði um.
Það var einmitt þessi ljóð-
ræna mýkt og fljótandi gæði
raddarinnar sem á reyndi i
næsta verki „Portrait of Dag
Hammarskjöld” eftir Malcolm
Williamsson. 1 verki þessu sem
er samið fyrir sópranrödd og
strengjasveit við ljóð eftir
Hammarskjöld er málað dökk-
um litum, likt og til að túlka
hugrenningar þess manns sem
vildi svo vel, en fékk litlu áorkað
og fórst við störf sin á sviplegan
hátt. Hafi Elisabeth Söderström
töfrað gesti óperuhúsanna, er
ljóst að ekki njóta hin lýrisku
einkenni raddar hennar sin
siður, og aldrei var rödd hennar
ferskari en einmitt undir lok
verksins.
Siðast á efnisskránni voru
tilbrigði eftir Brahms um stef
eftir Haydn við sálm heilags
Antóniusar. Eftir ofurlitið hik-
andi inngangsstef einkenndist
spilamennskan af festu og ein-
hug, dálitið bar á veikleika
strengjanna, sem skorti bol-
magn til að veita blásarasveit-
inni nægilegt mótvægi I hinum
þykkri sinfóniskari köflum, en
þegar litið er á tónleikana i heild
er Utkoman góð, stjórnandi og
hljómsveit skiluðu sinum hlut-
verkum með ágætum. Ekki skal
hér látið hjá liða að minnast
ofurlitið á gerð efnisskrár, sem
mér finnst einkennast af nokk-
urri ósamsvörun. Það ber við
eins og þetta kvöld að hingað
kemur heimsfræg söngkona
sem stóran þátt tekur i
prógrammiþessara tónleika. Ef
litið er i tónleikaskrá kemur i
ljós að ekki er þar staf að finna
um það efni sem hún ætlar að
flytja. Mér finnst það vægast
sagt vanmat á þeim sem sækja
tónleika ab imynda sér að þeim
standi á sama um meiningu
þess skáldskapar sem tónlistin
er sett við. Nú má enginn skilja
orð min svo að ég sé með þessu
að hallmæla þeim útskýringum
og yfirliti, sem listakonan gerði
sjálf áður en flutningur hófst,
öðru nær, en þeir eru eflaust
margir sem vegna ónógrar
málakunnáttu hafa ekki fengið
út Ur þeim mjög heilsteypta
mynd og ékki notið sem skyldi
fyrir vikið. Auk þessa virðist
rikja nokkurt ósamræmi i þýð
ingu titla og kaflaheita. Að
þessu sinni var aðeins einn titill
þýddur, en allir hinir skildir
eftir á frummálinu. Á siðustu
tónleikum voru yfirskriftir
þátta i sinfdniu Schumanns
þýddir af þýsku yfir á islensku,
en önnur kaflaheiti itölsk látin
óhreyfð. Skyldu islendingar
vera álitnir læsari á itölsku en
þýsku?
Þetta mætti lagfæra mikið t.d.
með þvi að birta öll erlend heiti
með þýðingu eða útskýringu á
isl. Mér finnst, að ef stefnt
er að þvi að brúa frekar bilið á
milli hins svokallaðs æðri tón-
listarflutnings hér á landi og
hins almenna hlustanda, þá
væri það að minnsta kosti spor i
rétta átt.
Reykjavik2. 11.75
Sigursveinn Magnússon
Iðnnemar á Austurlandi:
Efla þarf virðingu
fyrir verkmenntun
Eftirfarandi ályktun var ein-
róma samþykkt á fundi nemenda
og kennara Iðnskóla Austurlands
I Neskaupsstað:
Nemendur og kennarar Iðn-
skóla Austurlands I Neskaupsstað
lýsa fullri samstöðu með Iðn-
nemasambandi tslands í mót-
mælum þeirra gegn öllum niður-
skurði á fjárveitingum til iðn-
fræðslumála sem og til annarrar
verkmenntunar á sama tima og
yfirvöld menntamála tala um
þjóðarnauðsyn á eflingu verk-
men ntunar.
Þá viljum við benda á það
óréttlæti, sem felst i fjármagns-
legri uppbyggingu bóklegs fram-
haldsnáms annars vegar og verk-
menntunarkerfisins hins vegar,
þar sem rikið byggir sjálft og rek-
ur skóla fyrir þá, sem fara i bók-
legt framhaldsnám, en sveitar-
félögum er ætlað að byggja og
reka að hálfu verkmenntunar-
skóla eins og til dæmis iðn-
fræðsluskólana.
Við tökum heilshugar undir orð
hæstvirts menntamálaráðherra
um að auka þurfi virðingu fyrir
öllu verklegu námi, en leggjum
áherslu á, að til þess að þjóðin
sjálf meti verkmenntun til jafns
við þá bóklegu þarf fram-
kvæmdavaldið og löggjafinn að
ganga á undan.