Þjóðviljinn - 04.11.1975, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.11.1975, Blaðsíða 4
4 StOA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 4. nóvember 1975 DJOÐVIUINN MALGAGN SÓSlALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Otgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: EJinar Karl Haraldsson Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólavöröust. 19. Slmi 17500 (5 llnur) Prentun: Blaöaprent h.f. STJÓRNARBLÖÐUNUM ÞÓTTI PLAGGIÐ EKKI FRÁSAGNARVERT!!! í siðustu viku lagði Ragnar Arnalds, formaður Alþýðubandalagsins fram á alþingi tillögu um að fela rikisstjórninni að undirbúa nú þegar lagafrumvarp um breytingu á tekjuskattslögum með eftir- talin markmið i huga: 1. Hin svokallaða flýtifyrning fyrirtækja og fyrning samkvæmt verðhækkunar- stuðli verði afmunin, en fyrningarhlutfall miðað við eðlilegan endingartima eigna. 2. Að þvi verði takmörk sett, hve mikla vexti megi draga drá tekjum, þannig að hámark vaxtafrádráttar sé ákveðið ár- lega mið hliðsjón af meðalvöxtum, ibúðarverði og fjölskyldustærð. 3. Að einstaklingum, sem hafa tekjur sinar af eigin rekstri verði franvegis áætlaðar ákveðnar lágmarkstekjur, hvort sem reksturinn skilar bókhaldslegum hagnaði eða ekki. Með þingsályktunartillögu Ragnars Arnalds fylgdi listi yfir 432 fyrirtæki i Reykjavik, sem veltu samtals yfir 20 þúsund miljónum króna á siðasta ári, en borga samt ekki eina einustu krónu i tekjuskatt á þessu ári, samkvæmt skatta- skrá Reykjavikur, vegna þeirra furðulegu friðinda, sem fyrirtæki njóta samkvæmt lögbundnum afskriftareglum. Þessi mjög svo athyglisverði listi hefur verið birtur i heild hér i Þjóðviljanum. En hvað hefur verið sagt um málið i öðr- um blöðum? Litil klausa i Alþýðublaðinu, en i öllum stjórnarblöðunum fjórum ekki eitt orð. i Morgunbiaðinu, Timanum, Visi og Dagblaiiinu þykir það ekki fréttnæmt, ekki frásagnarvert, þótt 4-500 fyrirtæki í Reykjavik, sem velta samtals yfir 20 miljörðum á ári, borgi alls ekki neitt i tekjuskatt. Málgögn rikisstjórnarinnar vilja ekkert vera að raska ró lesenda sinna með svona upplýsingum um stað- reyndir. Stjórnarherrarnir ætla al- menningi að trúa þvi, að hvergi hafi verið um nokkurn minnsta gróða að ræða hjá öllum þessum fyrirtækjum, og það þótt eignir fyrirtækjahópsins og eigenda fyrirtækjanna þenjist út ár frá ári fyrir allra augum. Stóreignamyndun fyrirtækjahópsins verður ekki vegna gróða að skilningi skattalaganna, sem rikisstjórnin ber ábyrgð á, heldur þenjast eignirnar sifellt út á bullandi tap!! — og þvi engar tekjur að skattleggja. Það gegnir furðu, að almenningur á ís- landi skuli láta bjóða sér upp á slikan skripaleik. Hvernig halda menn, að fólkinu i Borgarnesi, Bolungarvik og Hveragerði, sem bar fram alvarlegar kvartanir i sumar yfir skattaálagningunni, litist á listann yfir þessi 4-500 skattfrjálsu fyrir- tæki i Reykjavik með yfir 20 miljarða i ársveltu? Dettur mönnum i hug að þetta fólk bara loki augunum og neiti að lita á slikt blað, eins og rikisstjórnin og málgögn hennar f jögur gera, — láti eins og listinn sé ekki til, né sá lögverndaði fjármagns- flutningur frá almenningi til gróðamanna, sem plaggið er til marks um? — Nei þessi listi yfir fyrirtækin 432 birt- ist i Þjóðviljanum á föstudaginn var, þann 31. október og þar getur öll alþýða virt hann fyrir sér og dregið sinar eigin álykt- anir, þótt Morgunblaðinu, Timanum, Dagblaðinu og Visi hafi ekki þótt taka þvi að nefna slikt plagg. Og það má vissulega vera öllum ljóst, að þeir miljarðar, sem „tapfyrirtækjum” i Reykjavik, og vitt um land, er sleppt við að greiða i skatta með fyrningareglum, sem kalla það tap, þegar gróðinn á ári er nær 30% af stofnkostnaði, — þessir milljarðar eru i staðinn teknir af almenn- ingi i landinu með margvislegri skatt- heimtu i beinu og óbeinu formi. Á sama tima og rikisstjórn Geirs Hallgrimssonar og Ólafs Jóhannessonar býður almenningi upp á skattakerfi, sem skilar auðstéttinni i skattfrjálsri eignamyndun miljarði á miljarð ofan, þá er kveinað og kvartað yfir slæmri stöðu rikissjóðs, — verulegar framkvæmdir úti um allt land skornar niður um a.m.k. fjórðung samkvæmt fjárlagafrumvarpinu og miljarðar króna klipnir af f járveiting- um til aldraðs fólks og öryrkja og af námsmönnum. Slik er sú stefna i hnotskurn, sem tengir saman Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn- arflokkinn. k. KLIPPT.. Opið Ijóð Reykjavíkurbréf Morgun- blaösins að undanförnu eru einskonar opin ljóð; ekki miklu verri en önnur ljóð sem þá eink- unn hafa fengið. t Reykjavikur- bréfi sl. sunnudags er enn kveð- ið i sama stil, sama stemman, en vissulega eru sefasýkisein- kennin alvarlegri og ömurlegri en oftast áður. Þetta bréf fjallar einkum um Þjóðviljann og bók- menntaskrifara hans, Arna Bergmann. Hér eru nokkur sýnishorn úr þessu opna ljóði: „Þjóöviljinn er málpipa svartasta afturhalds og mesta kúgunarvaids okkar tima...” ...þetta skinhelga og hræsnisfulla málgagn mann- úöarinnar.” „Abyrgöina bera aö sjálf- sögöu skráöir ritstjórar og andlegir kommissarar blaös- ins....” „Og — ekki slst — Arni Berg- mann, sérfræöingur i meöal- mennsku. Hann ritar aö jafn- aöi I þetta siöferöisslappa málgagn, þvaðrar og veöur forheimskunarelginn sýknt og heilagt...” „Eru hinir bergmálalausu múrar Kremlar máttarstoö þessa endemis blaös úti á ts- íandi og kennir sig viö alþýö- una, þegar mikið liggur viö.” „Við getum sagt: bergmanns- lausir múrar(l ) Það kemur I einn stað niður.” „Nei, ekki eitt orð frá hinum bergmannslausu múrum(l)" „Nei, Þjóðviljinn er bæði bergmálslaus og bergmanns- laus.” Fjaðrafok En hver er ástæðan fyrir þessum einstöku árásum Matthiasar Johannessens á Matthias Jóhannessen Þjóöviljann? Er ástæðan sú að honum sé fremur en öörum mönnum mikilvægt að mann- réttindi fái lif i Sovétrikjunum? Er ástæðan sú aö Matthias Jö- hannessen sé réttsýnni mann- úðarkempa en allir aörir? Þvi fer fjarri að þvi er reynslan seg- ir okkur. Moröin i Vietnam og Chile lætur Matthias Johannes- sen sér i léttu rúmi liggja, en samkvæmt stefnuskrá Sjálf- stæðisflokksins mega ihalds- menn hafa skoðanir á mann- úðarmálum i Sovétrikjunum. Ekki á Spáni, um morðin I Madrid eru ekki skrifaðir leið- arar i Morgunblaðiö, bréf né stakir steinar. öðru máli gegnir um Sovétrikin. Nei, ástæðan fyrir sefasýkis- kasti ritstjóra Morgunblaðsin's gagnvart Þjóðviljanum og Arna Bergmann er sú að Arni skrifaði fyrir nokkru ritdóm um leikrit eftir Matthias Johannessen. Þessi ritdómur var hógvær og málefnalegur eins og önnur skrif Arna Bergmanns; þar var ekkert ofsagt um þessi leikrit og hvergi farið eins stórum orðum um þau og kannski veröast væri vegna þess að Arni Bergmann kærir sig ekki um að bók- menntaskrif hans séu pólitisk einkunnagjöf eins og skrifin eru um bókmenntir i sjálfshóls- klúbbi Morgunblaðsins. En vegna þessara skrifa Arna um leikrit Matthiasar tryllist Matt- hias — hluta af tryllingsvið- brögðunum sjá menn hér á und- an. Hlutlœgur dómur Sá sem hefur skrifað einna sannoröasta lýsingu á þessum leikritum Matthiasar Johannes- sens er Þorvaröur Helgason sem nú skrifar um bókmenntir I VIsi. Hann segir ( ritdómi sinum sl. föstudag: „Eins og þér sáiö. Hugmyndin er kannski ágæt en úrvinnslan ris aldrei upp af leiöinlegu and- lausu þrasplani.” „Fjaörafok. Hér hefur höfund- ur ætlað að takast á við stórt verkefni en átakið dreifist meira en góðu hófi gegnir og gildi sem ætti að vera umgjörð, jarðvegur, verða alltof stór og valda kollsteypu niður i hyldýpi leiðinda langdreginna aukaat- riða og á ég hér við hlandteppu- ofmengaðan heimilisbraginn, sem á ugglaust aö vera forsenda fyrir hegðun stúlkunnar...” „Húskveöja. Skop, sem ég kann ekki að meta, á líku plani og Eins og þér sáið.” „Sókrates. Spennulitil sam- ræða, ekki nærri nógu brjáluð til að hef ja sig upp af hallærisplani Húskveðjunnar og Eins og þér sáið.” Þorvarður gefur öðrum þátt- um leikritanna eins og Sól- borgu, Jóni gamla, Lungnaæf- ingu og Sókratesi góðar einkunnir, þannig að dómur hans er vafalaust svo hlutlægur sem verða má. I ógöngum Og þá vitum við um hvað næsta Reykjavikurbréf fjallar. Það fjallar um menn sem ekki kunna að meta skáldskap né leikrit Matthiasar Johannes- sens. Það fjallar um það hversu slikt vanmat getur verið háska- legt i baráttunni gegn sósial- imperialismanum. Það fjallar um Þorvarð Helgason. Þjóðviljinn tekur ekki nærri sér sjúklegan skæting Matthias- ar Johannessens; þvert á móti ber að lita á hann sem hól um Þjóðviljann og blaðamenn hans. En áreiöanlega eru þeir menn til sem taka nærri sér skrif Matthiasar Johannessens; það eru flokksfélagar hans og sam- starfsmenn. Vonandi reyna þeir aö leiða Matthiasi fyrir sjónir i hverjar ógöngur hann er kom- inn sem skáld, sem ritstjóri, sem maður. Reykjavikurbréf Morgun- blaðsins voru i upphafi pólitisk- Þorvaröur Helgason ar sunnudagsgreinar. Þar var fjallað um vandamál liðandi stundar og margir töldu að i þessu bréfi mætti lesa pólitiska stefnu forustumanna Sjálf- stæðisflokksins á hverjum tima. Nú er af sú tið. Reykjavikur- bréf Morgunblaðsins eru aðeins til vitnis um persónuleg sálræn vandamál höfundanna; þar kemur engin pólitik, engin stjórnmálastefna við sögu. Ekki er þetta skrifað hér til þess að harma þá breytingu sem oröið hefur. Þvert á móti eru Reykja- vikurbréfin stundum blátt áfram stórskemmtileg og fynd- in. En bréfið á sunnudaginn var hvorki fyndið né skemmtilegt. Það var dapurlegt; ömurleg heimild um það hversu langt menn geta gengið þegar þeir eru slitnir úr tengslum við allt og alla, þegar sjálfsdýrkunin er komin á háskalegt stig. „Osmekkleg rangfœrsla99 Þessi sjálfsdýrkun er nú kom- in á það stig að Matthias Jo- hannessen hefur gerst eigin pislarvottur með þvi að hann hefur talið sjálfum sér trú um að þær stofnanir sem flytja leik- húsverk á Islandi vilji ekki flytja eftir hann leikrit. Þetta kallar Þorvarður Helgason i áðurnefndri ritsmið „ósmekk- lega rangfærslu”. Þorvarður segir orðrétt um eftirmála leik- ritabókar Matthiasar: „I þessari ritsmið er meira en tæpt á þvi að höf. hafi orðið mjög illa úti i viðskiptum sinum við þá aðila, sem flytja leikverk á Islandi. Miðað við aðstæður er þaö ósmekkleg rangfærsla.” — s. . ÖG SKORIÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.