Þjóðviljinn - 04.11.1975, Page 6

Þjóðviljinn - 04.11.1975, Page 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 4. nóvember 1975 Styrktarfélag vangefinna efnir til almenns fundar í Norræna húsinu fimmtudaginn 6. nóvember kl. 20.30. Fundaref ni: 1. Fræðslukerfi vangefinna. 2. Tannlæknaþjónusta vangefinna. 3. Styrktarsjóður vangefinna. 4. Stofnun landssambands styrktarfélaga vangef inna. Menntamálaráðherra, Vilhjálmur Hjálmars- son, mætir á f undinum. Ennf remur hef ur ein- um þingmanni úr hverjum þingflokki og full- trúum frá félagsmálaráðuneytinu og heil- brigðismálaráðuneytinu verið boðið á fund- inn. Að loknum framsöguræðum verða almennar umræður. Aðstandendur og áhugafólk um málefni van- gefinna er hvatt til að mæta. ÚTBOÐ Tilboð óskast i framkvæmdir við lagningu 2. áfanga aðalæðar og aðalræsis Vatns- veitu Reykjavikur frá vatnsbólum i Heið- mörk til Reykjavikur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3. gegn 10.000.- kr. skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, mið- vikudaginn 19. nóvember 1975. kl. 11.00 f.h. INNKAUP'ASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 V erkf ræðingur óskast Orkustofnun óskar eftir að ráða vélaverk- fræðing, starfssvið varðar rannsóknir og athuganir á hagnýtri notkun jarðvarma. Umsóknum með upplýsingum um nám og fyrri störf, sé skilað til starfsmannastjóra Orkustofnunar fyrir 15. desember næst- komandi. Orkustofnun Þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför Gunnars Ólafssonar véltæknifræðings Sérstakar þakkir færum við björgunarsveitinni Brák i Borgarnesi. Fyrir hönd aðstandenda Nanna, Sigrún og Kristin ólafsdætur Halldór Ólafsson, ritstjóri, isaíirði, andaðist s.l. sunnudag 2., nóv. á Landakotsspitala. F.h. aðstandenda Halldóra Sigurðardóttir * Útför eiginkonu minnar og dóttur okkar Þórhildar Jónasdóttur fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 6. nóvember kl. 13.30. Stefán Árnason lirefna Magnúsdóttir Jónas Valdimarsson Jakob B. Pétursson: Smásaga úr menntakerfinu Um þessar mundir birtast stundum i fjölmiðlum fréttapistl- ar frá Reykhólum i Barða- strandarsýslu, enda standa þar yfir stórar framkvæmdir. Þar gerast einnig sögur, eins og að likum lætur, og gætu sumar haft fróðleik að geyma fyrir utanstað arfólk ef grant er skoðað. Það litla sögukorn, sem hér skal upp rifjað i örfáum orðum snýr að menntamálum staðarins núna á allra siðustu timum. Hún hefst haustið 1971, þegar ég réðst sem kennari til Reykhóla. Hugði ég gott til þess starfs I nálægð minna æskustöðva. Þar var þá i smiðum einn áfangi nýrrar skóla- byggingar, og i þeim hluta ibúð, sem mér var tjáð að ég flytti inni við komuna. Hún reyndistað visu ekki tilbúin til nota fyrr en rúm- um tveimur árum siðar. Þeim húsnæðismálum var þó bjargað með dugnaði þáverandi formanns fræðslumála þar heimafyrir. Að skóla þessum standa fjórir næstu hreppar, þó varla nema þrir i raun. Bar svo fátt til tiðinda fyrsta árið, nema erfiðléikar miklir við skólastarfið sökum skorts á skólahúsnæði. En um haustið 1972 virtist allt komast á tjá og tundur i skóla- málum Reykhóla. Eftir leiðinleg- an flokkadrátt heimafyrir og ýfingar, var skólastjóra vikið frá og hann settur i ársfri á launum. Þá hófst harðsnúin barátta með auglýsingaherferð að útvega mann ihans stað. En árangur var ekki i samræmi við erfiði. Mér vitanlega varð hann ekki annar en sá, að umsókn kom frá manni, sem að visu hafði lögverndaðan starfsstimpil frá Brodda Jó- hannessyni, nú ne&idum rektor, en verðleikar hans til starfsins tortryggðir á æðri stöðum, og eytt var ómældum tima og fyrirhöfn við að beina honum á aðrar brautir. Var þá, er hér var komið sögu, hafin tangarsókn að mér hér heimafyrir að takast starfið á hendur, og þó sérstaklega af þá nýskipuðum formanni skóla- nefndar, Ingimundi nokkrum Magnússyni, og mér heitið gulli og grænum skógum, ef ég léti til leiðast. Vegna reimleika og draugagangs Aður hafði sóknarprestur staðarins verið formaður skóla- nefndar, hinn ágætasti maður, sem hafði unað sér vel á þessum slóðum i tvö ár. En vegna þessa reimleika og draugagangs i skólamálum sá hann sér þann kost happadrýgstan að fara i skyndi á fjarlægasta landshorn. Ég hafði um langt árabil unað mér vel við kennslu og hugði ekki hærra á framabraut mennta- kerfisins, enda oft hlaupið þar i skarðið sem skórinn kreppti mest að við ráðningu kennslukrafta. En svo blitt má biðja og miklum gylliboðum hampa, að loks verði undan látið. Fór þvi svo að þessu sinni að ég lét til leiðast, og tók að mér þetta litt eftirsótta skóla- stjórastarf: Var þá svo komið, að liðinn var næstum mánuður af starfstima skólans haustið 1972, þegar þetta skólastjóramál var útkljáð, og þá var eftir að ráða kennara. Það þarf varla að taka fram að kennarar hafa vart legið á lausu til ráðningar I útkjálka- heráð, er komið var fram á vetur. En allt bjargast jafnan, ef dugur og djörfung er fyrir hendi,og var fólk ráðið i þessi störf i skynd- ingu. Og þá hefði mátt ætla að maskinan hefði getað farið i gang. En þvi fór viðsfjarri. Hinn nýji skólanefndarformaður, sem einnig var byggingarmeistari við fyrrnefndan áfanga skólabygg- ingar (er það hægt, Matthias?) var ekki aldeilis tilbúinn með húsnæðið, svo hægt væri að byrja. Það mun hafa verið 21. nóv. sem skólinn fyrst gat hafist, og var þá æði mörgu ólokið. Skeði nú ekkert markvert út veturinn. Ég hygg að skólastarfið hafi gengið vel og fólk yfirleitt ánægt. Ekki sist kom það fram hjá skólanefndarformanni það timabil, enda mátti hann vel um vita, þar sem hann var á staðnum við iðju sina mikinn hluta vetrar- ins. En um mitt sumar á eftir kom heldur betur draugur i spilið. Þá spyrst það út að hinn fyrrum blið- málgi formaður skólanefndar viljiekkert með mig hafa lengur, en mun hafa vafist tunga um tönn, er spurt var um ástæður. Hafði starfið að sjálfsögðu verið auglýst, og einhverjar umsóknir borist. Urðu átök um þessi mál i skólanefnd, og skiptust hinir fimm aðilar hennar i þrjá hluta gagnvart meðmælum, er rætt var um umsækjendur. Að standa i árvissu striði Ég hafði áhyggjur smáar af gangi málsins. Gaf fulltrúa i Menntamálaráðuneyti, er hafði samband við mig, það svar, að ég væri ásáttur með að falla niður i kennslustarf að nýju, sé hægt að taka mið af þyngdarlögmálinu i þeim efnum, og beið átekta. Um haustið átti ég erindi til Reykjav., og gekk þá við i ráðu- neyti menntamála til að spyrjast tlðinda. Hafði þá borist þangað áskorun, undirrituð af um sjötiu manns úr þremur hreppum er að skólanum standa, þess efnis að ég yrði áfram i sama starfi og undangenginn vetur. Var þá einn- ig uppkomin sú staða hjá mennta- yfirvöldum, að maður sá, er þeir hugðu ráða skólastjóra á Reyk- hólum, hafði ekki reynst of traustvekjandi til starfans við kynni i stofnuninni. Undan framansagðri traustyfirlýsingu átti ég ekki gott með að vikja, enda benti hún til þess, sem mér að visu bjó i grun, að stefnubreyt- ing áðurnefnds formanns skóla- nefndar mundi flokkast undir geðþóttaákvörðun. Var ég þvi ráðinn til starfans áfram. Eins og nú var komið hlaut samstarf mitt við skólanefndar- formann heimafyrir að vera i lág- marki, enda virtist mér það vera orðin honum heilög hugsjón að velta mér úr sessi þó siðar yrði. Sýndi hann lika þá röggsemd, fyrstur sinna kollega, er kom fram á vetur 1974 að láta auglýsa starfið og framlengja umsóknar- frest ótt og titt um sumarið, svo lengi sem hans naut við I for- mannssætinu, en honum var velt úr þvi að áliðnu sumri. Nú samrýmist það engan veg- inn minum hagsmunum að standa i árvissu striði og biða i óvissu fram á haust, enda gefur augaleið, að það er engan veginn æskileg tilhugsun að standa má- ske uppi fyrirvaralaust á vetur- nóttum vegalaus með allstóra fjölskyldu. Vildi ég þvi á siðastl. ári binda umsókn mina um starf- ið að nýju við setningu um óákv. tima, eins og oft tiðkast gagnvart mönnum i minni aðstöðu, sem skortir hinn lögverndaða stimpil Brodda á blað til að fá skipun. Umsókn min i þvi formi fékk meðmæli meirihluta skólanefnd- ar hér heima, en náði samt ekki fram að ganga. Er innt var eftir ástæðum hjá ráðuneytinu, feng- ust þau svör, að forsenda slfkrar setningar, og þá væntanlega skip- un yfirleitt lika, væri einróma meðmæli allra skólanefndar- manna. Vonandi hafa þær reglur aldrei verið brotnar. En um þetta lögverndaða kennarapróf, haldsemi þess i reynd, þegar úti starfið er komið og kennaramenntun okkar yfir- leitt, er efni i kafla útaf fyrir sig, sem vonandi dregstekki úr hömlu að gera nokkur ýtarleg skil. Svo fljótt sé nú farið yfir sögu, þá var ég settur i umrætt starf á ný siðastl. haust til eins árs sem áður. Nú væri þetta útaf fyrir sig bagalaust i flestum tilvikum ef frá þessum málum væri gengið snemma sumars, svo sem lög mæla fyrir um. En þvi er nú ekki aldeilis að heilsa. Umsóknarfrestur var hjá okkur á nýliðnu sumri til 20. júni. Hann var aldrei framlengdur. Á til- skildum tima bárust fimm um- sóknir um stöðu skólastj. Fljót- lega heltust þrir af þeim úr lest- inni, svo eftir urðu aðeins við tveir heimamenn. Nú hefðu báðir getað komist að skólanum, ef frá málum hefði verið gengið eins og eðlilegt mætti teljast, þar sem umsóknarfrestur var ekki fram- lengdur, og hvor um sig mun hafa verið við þvi búinn, að þvi ég best veit, að taka kennarastöðu, ef hinn hefði orðið skólastj. Virðist þvi i fljótu bragði mega setja amen, en... En eftir dúk og disk, er haust- nætur nálguðust, kom ný umsókn um stöðu skólastjóra fram á svið- ið, hvernig svo sem hún hefur til orðið. Var hin frá konu, sem að visu hafði viðeigandi pappir frá kennaraskólanum, en samkv. eigin upplýsingum hafði aldrei kennt i föstu starfi, heldur eitt- hvað sem stundakennari. Var hún ráðin i skyndi og hennar eigin- maður sem kennari. Þannig kom- ust þessi mál i höfn á þessu hausti, og hafa vonandi fengið farsæla lausn varðandi ókominn tima. Virðist þvi I fljótu bragði mega setja hér amen eftir efninu. En við nánari athugun má ekki gleyma öðrum þýðingarmiklum þætti i sögu þessara skólamála á Reykhólum. Eins og áður sagði var verið að byggja einn áfanga nýs skólahúss, þegar ég flutti hingað 1971. Var þar um að ræða húsnæði fyrir heimavist 20 nem- enda, aðstöðu fyrir mötuneyti skólans, ein fjölskylduibúð og tvær einstaklingsibúðir. Einnig setustofa og böð. Þetta húsnæði hefur aldrei verið frágengið og að sjálfsögðu eigi viðhöfð lokaút- tekt á þvi, enda þótt það hafi verið i notkun i þrjú ár. Ýmsir skóla- menn, sem hafa litið þetta must- eri I minni stjórnartið hafa lýst furðu sinni á mörgu, er þar ber fyrir augu, þrátt fyrir að þar vitni flest um mikinn iburð og að eigi hafi verið til neins sparað. En hvað um það. Hitt er verra, að þar hafa frá byrjun komið fram margir meinlegir gallar á verki, svo sem leki, léleg festing hurða- karma, en hurðir eru allar glæfralega þungar i skóla að vera, gluggar að lokast vegna raka milli glerja og sumt eins og áður segir ekki klárað að fullu. öryggisbúnaður, einsog I sam- bandi við brunavarnir, nær eng- inn fyrir hendi o.sv.frv. Væri sannarlega verðugt rannsóknar- efni fyrir yfirmenn fræðslumála að ganga hér um garða og kynna sér i raun eitt og annað, sem verða mætti viti til varnaðar við smiði mustera menntagyðjunnar I framtið. Vissulega væri freist- andi að ræða þessi skólamál á Reykhólum mun ýtarlegar, en þar sem þessi orð eru orðin fleiri en ég ætiaði i upphafi, þá læt ég hér staðar numið að sinni. Reykhólum 4. okt. 1975 Jakob G. Pétursson, kcnnari

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.