Þjóðviljinn - 04.11.1975, Side 7
Þriðjudagur 4. nóvember .1975 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
Persónuleynd
og tölvutækni
• • ••• •
• • ••• •
•••• • •••• •• •••• •• ••••••• •• • •••
••••• • ••• •• • •• • • ••• •• • • •••
•• ••• •• •• ••
•• •• •• ••••• ••
••• • ••• • • ••
••• • ••• •••
»••••• • ••
• • • •• • •
••• •••
* • • ••
• ••••
1
Prófessorar í Reykjavík
og prófessorar í París
V' -■ -
Um jónsmessuleytið 1974
söfnuðust fulltrúar frá
löndum Vestur-Evrópu og
Norður-Ameríku, svo og
frá Japan, Ástralíu og
Nýja-Sjálandi, saman á
ráðstefnu í París til að
ræða einn mesta vanda
iðnvæddra þjóða: persónu-
leynd gagnvart tölvu-
vinnslu upplýsinga.
Einmitt þá sömu daga
stef ndu ,,aðstandendur vl"
á íslandi fjölda manns
fyrir rétt og ákærðu þá
fyrir að hafa greint hlut-
lægum orðum frá tölvu-
vinnslu þeirra félaga á
einkaskoðunum fólks. í
París ræða menn hvernig
fundin verður lagavernd er
girði fyrir vl-tölvuvinnslu,
í Reykjavík biðja menn um
lagavernd gegn upp-
Ijóstrun á vl-tölvuvinnslu!
í hópi ráðstefnugesta í Paris
dagana 24.-26. júni 1974 voru fjöl-
margir lagaprófessorar, starfs-
bræður þeirra Þórs Heimis
Vilhjálmssonar og Jónatans Þór-
mundssonar forystumanna meðal
aðstandenda „Varins lands”. En
ólikt höfðust þeir að prófessor-
arnir. I Paris hneyksluðust þeir á
dæmum um tölvuvinnslu á einka-
skoðunum fólks og fordæmdu þau
hörðum orðum. En prófess-
orarnir i Reykjavik höföu aðra
afstöðu til hlutverks lögfræðinnar
og sjálfra sin sem fræðimanna.
Ekki reynsu þeir afl anda sins
með rökræðum við erlenda
starfsbfæður sina. Nei, athöfn er
orðum framar. Fyrst tölvutóku
þeir upplýsingar sem Parisarráð-
stefnan er einhuga um að alls
ekki megi tölvuvinna. Slðan beita
þeir lagaþekkingu sinni til að
reyna að kveða niður umræður
um hina hneykslanlegu athöfn.
Var einhver að tala um siðgæði og
fræðimannsheiður?
ísland átti
enga fulltrúa
Umrædd ráðstefna I Paris var
haldin á vegum OECD, samtaka
2.4ra rikja um samvinnu og þróun
I efnahagsmálum. lslendingar
áttu engan fulltrúa á ráðstefn-
unni, — sem betur fer fyrir æru-
kæra vl-prófessora. En hér er
viðhorfum skipt og hinir sem er
umhugað um að islendingar læri
að skipuleggja þjóðfélag sitt i
samræmi við tækniþróun hljóta
að andvarpa og segja: þvimiður:
Þvi miður hefur sú hugmynd að
hér á Islandi þurfi einnig að gera
varúðarráðstafanir til verndar
persónuréttindum einstaklinga
gegn möguleikum tölvunnar ekki
enn náð áheyrn hjá þeim er stýra
tækni- eða löggjafarmálefnum.
Má reynar segja að andvara-
leysið hafi verið afsakanlegt áður
en vl-málið kom upp. En eftir að
upp kemur hrikalegra dæmi um
misnotkun tölvuvinnslu en menn
þekkja til i nálægum löndum, má
ekki sýna þessum málum tómlæti
lengur. Og hverjum væri tómlæt-
ið í hag? Vl-prófessorum tvi-
mælalaust (að þvi tilskildu að
þeir hafi endanlega gefið fræði-
mannsheiður sinn upp á bátinn),
og svo hinum tæknifróðu f hópi
„aðstandandanna” (eðlis-, verk-
og stjarnfróðir menn hafa grund-
völl tölvutækninnar vitanlega á
valdi sinu). Getur verið að þessir
menn njóti sambanda sinna á
sviði löggjafar og tækni?
Tölum ögn skýrar: Eru þeir
Jónatanog Þór Heimirorðnir að
gangasetumönnum (lobbyistum)
niðri i dómsmálaráðuneyti eða
alþingi, kippandi i ermar fram-
hjásvifandi stórmenna, biðjandi
þá i öllum bænum að undirbúa nú
enga löggjöf um persónuvernd?
Getur verið að Ragnar Ingi-
marsson sé sfnauðandi i forystu-
Jónatan Þórmundsson prófessor.
Þór Heimir
prófessor.
Vilhjálmsson
Sagt frá tölvutækniráðstefnu á vegum OECD
sem haldin var í þann mund
sem vl-ákærurnar dundu yfir hér heima
mönnum tölvutækninnar hér á
landi að setja nú allar
áminningar erlendra fagtimarita
um upplýsingaleynd til hliðar,
horfa fram hjá þessari þunga-
miðju i þróun persónuskráa og
tengingar þeirra? Spyr sá sem
ekki veit.
Sjónarmið vinnuhópsins
hjá OECD
Vinnuhópur um hagnýtingu
tölvutækni á Samræmingarskrif-
stofu visinda, tækni og iðnaðar
hjá OECD telur að samfélagsl.
eftirlit með upplýsingatækni sé
höfuðnauðsyn. Eðlilegt sé að
stjórnarskrá, lög og reglugerðir
tryggi að ekki sé gengið á rétt
einstaklingsins með snuðri um
athafnir hans, sambönd og
hugsanir, en i þssum efnum opnar
tölvutæknin óhugnanlega mögu-
leika á skerðingu.
Hver maður á rétt tii þess að
vera látinn i friði, en það leysir
engan veginn vandann vegna
flókinna þjóðfélagslegra tengsla
sem tölvutækninni verður ekki
skotaskuld úr að varpa ljósi á.
(Dæmi: 1 einhverjum tilteknum
hópi hafa 50% ákveðið einkenni
en hinir ekki. Þá nægir að til-
greina aðeins þá sem einkennið
hafa, — upplýsingarnar eiga þá
einnig við hina samkvæmt úti-
lokunaraðferð. Væntanl. var það
á þessum grundvelli sem vl-ingar
og vinir þeirra töldu skrána um
undirskrifendur „Varins lands”
svo verðmæta að þeir stungu
tveim tölvuspólum undan að
lokinni vinnslu á upplýsinga-
stofninum).
Þess vegna verður — segir
vinnuhópur OECD — að leggja
áherslu á eftirlit með hvaða
upplýsingar eru teknar og
hvernig ráðstafað. Þetta viðhorf
felst i skilgreiningu þeirra skil-
yrða sem sett eru fyrir innihaldi
upplýsinga sem tölvusettar eru
um einstaklinga (þe. stjórnmála-
skoðanir og persónulega afstöðu i
skyldum málefnum mætti ekki
tölvusetja!) og einnig felst þetta i
skilgreiningu á dreifingu tölvu-
settra upplýsinga (td. mætti ekki
veita öðrum en opinberum aðilum
vissar upplýsingar sem eru nær-
göngular við einkahagi fólks).
Fjórar leiðir samtímis
Aðalniðurstöðir Parisar-
ráðstefnu OECD um tölvuvinnslu
og persónuleynd voru þessar:
Nauðsynlegt er að móta fasta
stefnu hvað varðar þjóðfélagslegt
eftirlit með upplysingatækni, i þvi
skyni að einkahagir einstaklings
séu i engu skertir frá þvi sem
áður hefur verið. 1 þessu sam-
bandi koma fjórar leiðir einkum
til álita:
1. Eins konar sjálfvirkt eftirlit
þannig að fólk hafi sjálft
aðgang að upplýsingum sem
safnað er um það og geti haft
áhrif á varðveislu þeirra og
hagnýtingu.
2. Skrárhaldarar sjálfir komi i
veg fyrir misnotkun með þvi að
setja strangar siðgæðisreglur
og byggi þær að einhverju leyti
inn i tæknibúnaðinn.
3. Komið sé upp á vegum stjórn-
valda eftirlitsstofnunum með
rekstri tölvuunninna persónu-
skráa.
4. Sett séu lög um tölvurekstur og
persónuskrár, og varði brot
viðurlögum að mati dómstóla.
Ráðstefnan leit svo á að engin
þessara leiða dugi ein, heldur
þurfi samhæfðar aðgerðir. Virtist
sem fjórða atriðið, löggjöf, væri
forsenda hinna þriggja.
Og þegar komið er að iöggjöf
sem felur i sér það laga-tækniiega
atriði að þróa lagaregiur til sam-
ræmis við breytingar á innbvrðis
tengslum þegnanna og þeirra
tækja sem þeir hafa til skrán-
ingar á þeim tengslum, þá er
einnig komið að hlutverki sér-
fræðinga ilögum, semsé lagapró-
lessora. Og þá riður á aö vl-pró-
fessorar einoki ekki ráðgjöf við
löggjafarstarf.
hj—
Halldór Ólafsson látinn
Síðastliðinn sunnudag
andaðist á sjúkrahúsi í
Reykjavík Halldór Ólafs-
son, ísafirði.
Halldór var 73 ára gam-
ail er hann lést. Hann var
fæddur á Kaldrananesi I
Strandasýslu, ólst upp á
Gjögri i sömu sýslu, en
fluttist ungur maður tii
isaf jarðar.
Halldór Ólafsson var i marga
áratugi og allt til dauðadags i for-
ystusveit sósialista á tsafirði,
lengi bæjarfulltrúi og ritstjóri að
blöðum sósialista þar, fyrst Bald-
urs og siðar Vestfirðings. Rit-
stjóri Vestfirðings var Halldór til
dauðadags og einnig formaður
kjördæmisráðs Alþýðubanda-
lagsmannaá Vestfjörðum, en þvi
trúnaðarstarfi hafði hann gegnt
um allmörg undanfarin ár. Hann
var einnig umboðsmaður Þjóð-
viljans á ísafirði.
Fram yfir fimmtugsaldur
stundaði Halldór ólafsson verka-
mannavinnu á Isafirði og viðar,
en siðari árin var hann bókavörð-
ur við Bókasafn ísafjarðar, uns
hann lét af þvi starfi fyrir aldurs-
sakir fyrir fáum árum.
Þjóðviljinn mun siðar minnast
þessa ágæta félaga og þrautseiga
baráttumanns, og vottar blaðið
ættingjum Halldórs innilega sam-
úð nú við fráfall hans.
Halldór ólafsson
LJOSKASTARAR
í miklu úrvali
Lágt verö — Góö vara
//“V
.
i\ ',-r*
Hverfisgötu 64
Sími22800