Þjóðviljinn - 04.11.1975, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 04.11.1975, Qupperneq 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 4. nóvember 1975 Tveggja marka Haukasigur aldrei í hættu Hafnfiröingarnir voru áberandi betri allan leikinn gegn frömmurum og sigruðu 20:18 Haukarnir úr Hafnarfirði standa fyllilega undir því orði sem þeir hafa öllum á óvart skapað sér í byrjun þessa Islandsmóts handknattleiksins. Liðið leikur af jafnri en mikilli getu í hverjum leik, siglir af öryggi til sigurs og uppsker oftast eins og til er ætlast. Núna um helgina voru það Framarar sem urðu að lúta í lægra haldi fyrir hafnfirðingunum í skemmtilegum leik, þar sem hraði var mikill og góður handbolti sást á köflum. Engum dylst, að Gunnar Einarsson, hefur jafn- vel öðrum f remur lagt grunninn að velgengninni í haust. Hann hefur verið í miklu stuði, varið stórkostlega í hverj um leiknum á fætur öðrum og aldrei brugðist þegar á hefur reynt. Því kom það nokkuð á óvart að í siðari hálfleik þessa spennandi leiks tefldu Haukar fram nýjum markverði, sem lítið sem ekkert hefur sést til þessa. Þar var á ferðinni Ólaf ur nokkur Torfason, kor'ri- ungur strákur sem stóð vel fyrir sinu allan síðari hálT- leikinn. Hygg ég að þetta sé raunar nokkuð dæmigert fyrir lið Hauka um þessar mundir, öllum er treyst fyrir sínu, og ungir strákar og litt reyndir fá að spreyta sig eins og hinir. Hafnfirðingarnir tóku 1—0 forystu með marki Þorgeirs Haraldssonar á 4. min, en með tveimur vitaköstum kom Arnar Guðlaugsson frömurum yfir 2—1. Var það i eina skiptið sem þeir höfðu forystuna, staðan breyttist i 6-2 á skömmum tima, og þessi fimm mörk hafnfirðinga i röð gerðu i rauninni út um leikinn. 1 leikhléi var staðan 9-7 fyrir Hauka eftir fjögur mörk Eliasar Jónssonar i röð áður en flautað var til leikhlés. 1 siðari hálfleik var það Hörður Sigmarsson sem tók að sér Eftir hnifjafnan fyrri hálfieik, staöan 8:8, hrundi Vals-liðið i siö- ari hálfleik gegn FH og bikar- meistararnir unnu störsigur 21:16 i leik þessara aðila sem fram fór i Laugardalshöllinni sl. laugardag. Leikurinn var upp á lif og dauða fyrir FH; hefði liðið tapað hefði það misstaf lestinni i toppbaráttu 1. deildar. Og ieikur iiðsins ein- kenndist af þessari vissu. Leik- menn FH léku af miklum krafti og grimmd, og Valsmenn áttu ekkert svar við þessu og hrein- lega brotnuðu niður þegar mest á reyndi. Svo lélegan leik hefur Vals-liöið ekki átt tii þessa i haust. Ofan á allt saman bættist, að Ólafur Benediktsson, sem varði markið af snilld i fyrri hálf- leik meiddist á fæti og kom ekki inná I þeim siðari,og Jón Breiö- fjörð átti slæman dag, varði aðeins eitt skot aiian hálfieikinn. Eins og áður segir var fyrri hálfleikur jafn. Staðan i leikhléi 8:8eftir að liðin höfðu skipst á um að hafa forystuna. markaskorunina til að byrja með, enda Elias kominn i stranga gæslu. Hörður sallaði inn hvorki meira né minna en fimm mörkum áður en félagar hans komust á blað eftir hlé, og var það þá Elias sem þar var að verki. Þá var staðan orðin 15-11 og siðari hálf- leikur u.þ.b. hálfnaður. Ljóst var hvar stigin úr þessari viðureign myndu lenda, framarar gátu aldrei jafnað metin á móti svo jafnri og góðri vörn sem Haukarnir áttu. Það fór enda svo að lokatölur urðu 20-18 sigur heimamanna, en leikurinn fór En strax i byrjun siðari hálf- leiks tók FH af skarið, komst i 10:8, og eftir það náði Valur aldrei að jafna metin, þótt nokkr- um sinnum munaði ekki nema einu marki. Undir lokin var ekki heil brú i neinu sem Vals-liðið gerði.og FH breikkaði bilið jafnt og þétt uns staðan var 21:16 þegar flautan gall til merkis um leiks- lok. Þeir Viðar, Geir, Guðmundur Sveinsson og Þórarinn voru menn dagsins hjá FH, auk þess sem Birgir Finnbogason varði mjög vel þegar mest á reyndi. Hjá Val var það helst Stefán Gunnarsson sem lék við getu, svo og Gunn- steinn Skúlason; aðrir voru langt frá sinu besta. Mörk FH: Geir 5, Guðmundur Sveinsson 5, Viðar 4, Sæmundur 3, Þórarinn 2, örn og Gils 1 mark hvor. Mörk Vals: Jón K. 7 (2) Jón P. 4, Guðjón 2, Stefán, Gunnsteinn og Steindór 1 mark hver. —S.dór fram i Hafnarfirði. En þótt Haukar hafi komið skemmtilega frá þessum leik sem öðrum er þvi ekki að neita að margt gott má einnig segja um lið Fram. Þar var á stundum góður hreyfanleiki hjá mönnum, þótt oft gengi miður að fá sóknirnar til þess að ganga upp. Að visu fannst manni einhvern veginn, að sigur Hauka væri aldrei i hættu, en á það ber þó að lita, að heldur högnuðust Haukar á dómurunum á köflum. Kjartan Gislason kom vel frá þessum leik fyrir hönd framara, skoraði drjúgt af mörkum og var frár á fæti. Elias Jónsson var yfirburða- maðurinn hjá Haukum að þessu sinni. Hann skoraði fimm mörk, þar af fjögur þau siðustu i fyrri hálfleik og siðan eitt í þeim siðari, en þá var hann i gæslu. Hörð- ur Sigmarsson var að venju traustur, skoraði úr öllum fimm vitaköstum sinum og þrjú önnur að auki. Mörk Hauka skoruðu: Hörður Sigmarsson 8. Elias Jónsson 5, Sigurgeir Marteinsson 2, Ingimar Haraldsson 2, Jón Hauksson 2 og Þorgeir Haraldsson 1. Hjá Fram skoruðu þessir: Kjartan Gislason 6, Arnar Guðlaugsson 4 (öll viti), Pálmi Pálmason 3 (1 viti), Hannes Leifsson 2, Gústaf Björnsson 1, Pétur Jóhannsson 1 og Arni Sverrisson 1. Dómarar voru þeir Geir Thorsteinsson og Georg Arnason. Mun þetta hafa verið þeirra frumraun i 1. deild, og sluppu þeir þokkalega frá sinu, þótt mörgum fyndist e.t.v. að heldur hafi hafn- firðingar hagnast á dómum þeirra á köflum. Þrir fengu tveggja minútna hvild, þeir Ingimar og Arnór Guðmundsson hjá Haukum og Gústaf Björnsson hjá Fram. —gsp Tony Knapp boðin landsliðs- þjálfara- staðan Eitt ensku blaðanna hefur það eftir Tony Knapp, að Knattspyrnusamband tslands hefði boðið sér að koma til islands næsta sumar og taka við iandsliðsþjálfun eingöngu og ætti hann að sjá um þjáifun ungiingalandsiiðsins auk A- landsliðsins. Auk þess segist Knapp vera með tilboð frá Þrándheimi I Noregi um þjálfarastöðu næsta sumar. Hann segir ekkert um það hvort hann ætli að þiggja landsliðsþjálfarastöðuna á islandi; segist ætla að skoða bæði þessi tilboð gaumgæfi- lega. —S.dór Valsmenn ánúlli og FH vann < iM Haraldur Korneliusson i viðureigninni viö Poul Michelsen, þar sem hann sigraði 15:6 og 15:9 (Ljósm. S.dór) Landskeppnin í badminton: Færeyingarnir lakari en búist hafði verið við og íslendingar unnu alla leikina islendingar sigruöu færeyinga 5:0 í lands- keppninni í badminton sem fram fór sl. föstu- dag. Það verður að segj- ast eins og er að færey- ingarnir voru lakari en menn bjuggust við fyrirfram, og enginn þeirra megnaði að veita islensku keppendunum nokkra verulega keppni. Sá eini þeirra sem hafði kunnáttu til þess, Poul Michelsen, skorti út- hald, en hann er býsna slyngur badmintonleik- maður. I einliðaleik sigraði öskar Guðmundsson hinn unga og efnilega leikmann Petur Hansen 15:11 og 15:6. Petur skortir aðeins meiri reynslu til þess að vera snjall badmin- tonleikmaður. Friðleifur Stefánsson sigraði Hans J. Steenberg 15:5 og 15:4 og Har- aldur Korneliusson sigraði Poul Michelsen 15:6 og 15:9. t tviliöaleik sigruðu Sigfús Ægir og Otto Guðjónsson þá Egil Lyngsöe og Svend Stens- borg 15:9 og 15:11 og þeir Har- aldur og Steinar Petersen sigruðu Poul Michelsen og Petur Hansen 15:12 og 15:5. Það sem mest háði færey- ingunum var hversu úthalds- litlir þeir voru, og eins skortir nokkuð á tækni hjá sumum þeirra. Keppnin var eigi að siöur nokkuð skemmtileg á að horfa fyrir islendinga sem þarna unnu sinn fyrsta landsleik i badminton, en auk þess er það nú einu sinni svo, að hingað til lands koma ekkj meiri aufúsu- gestir en færeyingar hvort sem er á iþrótta- eða öðrum sviðum. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.