Þjóðviljinn - 09.11.1975, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 09.11.1975, Blaðsíða 17
Sunnudagur 9. nóvember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17 ÞORSTEINN JÓNSSON: kvikmyndakompa Á Islandi eru rekin u.þ.b. fimm- tiu kvikmyndahús. Þar voru sýndar árið 1972 (siðustu tölur) 492 kvikmyndir. 382 þeirra eða 78% voru bandarlskar, 53 eða 10% voru breskar (88% á enskri tungu) og 57 kvikmyndir eða 12% frá öðrum þjóðum heims. Engin islensk kvikmynd var sýnd i kvik- myndahúsunum fimmtiu árið 1972. Þessar upplýsingar úr Hagtíð- indum koma islenskum kvik- myndagerðarmönnum ekki á ó- vart. Kvikmyndahúsin eru rekin sem fjárplógsstarfsemi og sýna þess vegna ekki annað en það, sem færir þeim fé i aðra hönd. Fólki með sjálfsvirðingu finnst kvikmyndasýningar jafnvel skuggaleg starfsemi og stundar ekki kvikmyndahús nema I hæsta lagi mánudagsmyndir og ein- staka vandaðar kvikmyndir sem berast á almennar sýningar eins og fyrir tilviljun. Hinar fáu is- lensku kvikmyndir, sem tekst að berja saman af engum efnum, standast ekki kröfur kvikmynda- húsaeigenda. Þær eru flestar ó- hæfar til þess að mala gull i sam- anburði við ameriska fram- TIIE IMTEl) STATES OF AMEIíK’A Tl+15 NOTE 15 LE<iALT6Nb*R FOR. AU_ , PUBLIC ANÞ PRIVATE WASHING roM.Þ.C 'Ut ////«> HMMW jswkjj 11 r fTTJ rpn ifTj! § ; §^ 1 Talnaspeki og innlend kvikmyndamál leiðslu. Reyndar er liklegt að til þess að standast þá samkeppni yrðu þær að vera á svipuðum nót- um og amerisku kvikmyndirnar og þá væri kannski ástæðulaust að vera að tala um islenskar kvikmyndir sem sérstakt fyrir- brigði. Kvikmyndahúsasókn á Islandi er tvöfalt meiri en gerist i ná- grannalöndunum. 1972 er fjöldi sýningargesta u.þ.b. tvær miljón- ir. Sé sá fjöldi svipaður árið 1975, þegar miðinn kostar að meðaltali 250 krónur, borga islendingar u.þ.b. 500 miljónir króna fyrir að horfa á kvikmyndir i kvikmynda- húsum það ár. Af þeirri upphæð fara u.þ.b. 200miljónirtil kaupa á erlendum kvikmyndum (500 kvikmyndir á u.þ.b. 2.500 $ að meðaltali). Otgjöld Rikisútvarps-Sjón- varps árið 1975munu verða u.þ.b. 600 miljónir að meðtöldum dreifi- kostnaði. Af þessari upphæð hefur hálfri miljón króna verið varið til leigu á islenskum kvikmyndum til septemberloka 1975. 1974 hlutu kvikmyndagerðarmenn i leigu fyrir myndir sinar 1—1,5 miljónir króna. 1973 er fjöldi sjónvarpstækja i landinu u.þ.b. fimmtiu þúsund. Fimmtiu þúsund sjónvarpstæki kosta I dag u.þ.b. fjóra miljarða króna. Ef sjónvarpstæki endist að jafnaði 110 ár, þá er kostnaður við tækjakaup u.þ.b. 400 miljónir á ári. Fræðslumyndasafn rikisins fær u.þ.b. 10 miljónir króna til sinnar starfsemi á ári. Safnið er fyrst og fremst hugsað sem þjónustu- stofnun fyrir skólakerfið, en hefur keypt eintök af islenskum kvik- myndum bæði til sýningar i skól- um landsins og eins til útláns fyr- ir félög og einstaklinga. Undan- farin ár hefur safnið varið að meðaltali hálfri miljón til þessara kaupa og á þessu ári nálgast upp- hæðin eina miljón króna. Fyrir eintökin hefur safnið greitt að jafnaði tvöfalt það verð, sem af- ritið sjálft kostar frá framköll- unarverkstæðinu. Til kvikmynda- gerðarmanna rennur þvi hálf þessi upphæð á þvi ári. Til kvikmyndamála i landinu er þvi varið eftirfarandi upphæð- um á ári: Aðgangseyrir að kvikmyndahúsunum ............500 miljónir Framleiðslu- og dreifkostn. sjónvarps .......600 miljónir Sjónvarpstækjakaup....................................400 miljónir Fræðslumvndasaln rikisins ....................10 miljónir u.þ.b. 1.500 miljónir Til innlendrar kvikmyndagcrðaráannarrar en framleiðslu sjónvarps) er varið eftirfarandi upphæðum á sama timabili: Leiga sjónvarpsins fyrir innlcndar kvikmyndir (meðaltal siðustu 2 ár).....................1 iniljón Styrkur menntamálaráðs til kvikm.gerðar................1 miljón Fjárveiting á Ijárlögum til gerðar hélmildakvikmynda um merka islendinga..........0,1 miljón llelmingur af kostnaði Fræðslumyndasafns rikisins vegna islenskra kvikmynda ............0,5 miljón u.þ.b. 2,6 miljónir (Þessir útreikningar laka ekki til auglýsinga- né kynningar- kvikmynda, sem kostaðar eru af framleiðanda eða seljanda við- komandi vöru. Enda kemur það kvikmyndagerð sem listgrein ekki við). Upphæðin sem varið er til allr- ar innlendrar óháðrar kvik- myndagerðar nemur kostnaðar- verði einnar þrjátiu minútna heimildakvikmyndar. Ef einhver verður hissa, þegar hann les i Hagtiðindum að engin islensk kvikmynd hafi verið sýnd i kvik- myndahúsunum 1972, þá hefur hann hér skýringuna. Hins vegar er ekki hægt að halda þvi fram að islendingar hafi ekki efni á þvi að framleiða kvikmyndir, þvi að á meðan þeir verja einni krónu til innlendrar óháðrar kvikmynda- gerðar, verja þeir 600 krónum til kvikmyndamála I heild. Nú er hægt að gamna sér við það að reikna út hvert þessi 1,5 miljarður á ári rennur og hvernig hann skiptist á milli hinna ýmsu aðila innlendra og erlendra. Hver svo sem útkoman úr þvi dæmi yrði, er það ljóst að til innlendrar kvikmyndagerðar þarf að verja miklu meira fé en nú er gert, ef islendingar eiga ekki að verða um alla framtið einungis þiggjendur á sviði kvikmynda. Einstakir kvikmyndagerðar- menn hafa á undanförnum árum öðru hvoru verið að reka upp gól og varað við þessu hryggilega ástandi. Þeir hafa reynt að gera eins og eina kvikmynd, farið á hausinn með allt saman og snúið sér siðan að einhverju öðru, aug- lýsingagerð, heildsölu, ritstörfum A Vindication of the Rights of Woman Mary Wollstonecraft. Edited with an Introduction by Miriam Brody Kramnick. Penguin Books 1975. Ar dýranna er liðið, svo og ár bókarinnar og nú er ár konunnar senn allt. I tilefni af þvi ári er bók þessi gefin út af Penguin. Bókin kom fyrst út snemma árs 1972, fyrsta útgáfan er löðrandi i vill- um, þar eð höfundurinn hafði sett hana saman i miklum flýti, önnur útgáfa kom út siðar á árinu, leið- rétt og eru siðari útgáfur byggðar á þeirri og þessi. 1 innganginum erlögð áhersla á pólitiska afstöðu höfundar og tengsl hennar við jafnréttiskröfurnar, en án breyt- inga á gerð samfélagsins var tómt mál að tala um jafnrétti. Bók Mariu var misjafnlega tekið, sumir tóku ritinu fagnandi, aðrir fundu þvi allt til foráttu og völdu höfundi þess hin verstu hrakyrði. Réttlæting jafnréttiskrafa kvenna var lengi nokkurs konar textabók fyrir þær konur, sem mótuðu jafnréttisbaráttu kvenna á 19. öld, þótt þær'tengdu ekki kröfur um jafnrétti, kröfum um breytingar á gerð samfélagsins eins og Wollstonecraft gerði i riti sinu. Ef til vill hefur rýr árangur þeirrar baráttu stafað af skorti á pólitisku inntaki. Rit þetta eiga rauðsokkar að lesa. Early Writings Karl Marx. Introduced by Lucio Colletti. Translated by Rodney Livingstone and Gregor Benton. Penguin Books in association with New Left Review 1975. I þessu bindi eru birt i fyrsta sinn i heild flest merkustu rit og greinar Marxs frá yngri árum. Þau eru skrifuð á árunum 1843—44 og var höfundurinn þá hálfþritugur. Sumar greinarnar voru birtar strax, aðrar ekki fyrr en löngu siðar, t.d Hagfræði og o.s.frv. (Reyndar er það annar þáttur þessa máls, hvernig það má vera að þjóð, sem ver einum og hálfum miljarði til kvik- myndamála á ári skuli ekki hafa störf fyrir kvikmyndagerðar- menn annarsstaðar en i auglýs- ingum). Þeir þrákálfar, sem vilja stunda kvikmyndagerð umfram allt, verða að framleiða kvik- myndir fyrir alþjóðlegan markað fyrst og fremst i stað þess að framleiða fyrir eigin þjóð. Þegar kvikmyndagerðarmenn fara fram á það, að hluti ágóða af kvikmyndasýningum hérlendis renni i kvikmyndasjóð til þess að fjármagna innlenda kvikmynda- gerð, þá eru þeir að biðja um leyfi til þess að framleiða kvikmyndir i eigin landi fyrir sina eigin þjóð. (Það skal tekið fram að flestar tölur i greininni eru nokkuð gróf- ar. Suma liði er ekki hægt að fá nákvæmlega upp gefna, aðrir lið- ir eru túlkunaratriði. Frávik ættu þó að jafnast út yfir heildina). Leiörétting I siðustu kvikmyndakompu var sagt frá mynd, sem gefið var nafnið ,,Svik og lauslæti" og endursýnd var i Stjörnubiói fyrir skömmu. Hér var ekki um að ræða ..The King of Marvin Gardens,” eins og mér sýndist, heldur ,,Five Easy Pices”. Myndirnar eru gerðar af sama kvikmyndastjóra með sömu aðalleikurum. Ég biðst afsökunar á þessum mis- tökum. heimspekiritin, 1927 og 1932. Mik- ill hluti þessara verka var ekki birtur fyrr en eftir að lærisveinar Marxs, svo sem Plekhanov, Bernstein og Kautsky höfðu mót- að marxisma sinn. Heil kynslóð marxista hafði ekki hugmynd um mörg þeirra rita, sem hér birtast, þeir byggðu kenningar sinar á Das Kapital, án þess að þekkja ýmsar þær forsendur, sem voru grundvöllur þess rits og finna má i eldri ritum Marxs, sem hér birtast. Gagnrýni Marxs á kenn- ingar Hegels, sem birtast hér, komu ekki út fyrr en fyrsta kyn- slóð marxista var horfin af svið- inu. Þetta er fjóröa bindið af sjö binda útgáfu verka Marxs. Eftir er að gefa út Kapital i þremur bindum. Utgefandinn Lucio Col- letti er prófessor i heimspeki við Háskólann i Rón og hefur skrifað m.a. Frá Rousseau til Lenins og Marxismi og Hegel.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.