Þjóðviljinn - 09.11.1975, Blaðsíða 21
Sunnudagur 9. nóvember 1975. ÞJóÐVILJINN — SIÐA 21
— Sjáöu þá livitu! Sjáöu þá gulu!
Stjörnuhrap — Vandræöabarn...
— Stóri og litli björninn sitt hvorum megin viö pólstjörn-
una svo að lnin fari ekki á flakk!
— Sitjiö þið nú fyrir nieöan viö teiknum tviburainerkiö...
12.000 tonna gotnesk
kirkja flytur búferlum
Merkilegir flutningar
hafa átt sér staö í Tékkó-
slóvakíu undanfarnar
vikur. Um fimm alda gam-
alli gotneskri kirkju var
lyft af grunni, og hefur
hún um fjögurra vikna
skeið skriðið með 2—3 sm
hraða á mínútu í átt til nýs
aðsetursstaðar, sem er um
kílómetra frá fyrri grunni.
Kirkjan er um 12 þúsund
tonn á þyngd.
Kirkja þessi hefur staöið i Most,
litlum námabæ i Bæheimi, allt frá
þvi hún var fullgerð 1549. Þykir
hún mesti kjörgripur. Þessvegna
var ákveðið að bjarga henni þeg-
ar mikil brúnkolalög fundust, að-
eins tiu metra undir yfirborði hins
gamla bæjar, og talið var nauð-
synlegt að vinna þau með opinni
aðferð. Flestöll önnur hús i bæn-
um hafa verið lögð i rúst og ibú-
arnir fluttir til annars staðar og i
ný húsakynni.
Unnið hefur verið að undirbún-
ingi á tilfærslu kirkjunnar frá
1968, og kostnaður er áætlaður um
tveir miljarðir króna. Fyrst var
allt lauslegt borið út úr kirkjunni,
og burðareiningar hennar styrkt-
ar með ýmsum hætti. Tekið var
neðan af hverri súlu og steyptur
sökkull settur i staðinn. Gólfinu
varð að fórna. en öflugur stein-
steyptur og járnhentur hringur
var lagður undir ytri múra kirkj-
unnar. Um leið var unnið að þvi
að koma íyrir flókinni stálgrind
sem liggur meðfram veggjum
kirkjunnar og eftir henni endi-
langri og inn um glugga og þvert
yfir hana. Hvilir grind þessi á
meira en fimmtiu fjórhjóla
buröarvögnum sem eru i fjórum
röðum, tvær meðfram kirkju-
veggjum og tvær inni i henni.
Lævislegur vökvaútbúnaður sér
um að kirkjan haggist ekki á leið-
inni.
Kirkjan átti að vera komin á
áfangastað nú skömmu eftir
mánaðamót. Ekki hafði ein þak-
skifa dottið af henni á leiðinni.
þegar siðast fréttist.
FarseÓill,
sem vekur fögnuð
erlendis
í desember bjóðum við sérstök jóla-
fargjöld frá útlöndum til íslands.
Þessi jólafargjöld, sem eru 30% lægri
en venjulega, gera fleirum kleift að
komast heim til íslands um jólin.
Ef þú átt ættingja eða vini erlendis,
sem vilja halda jólin heima,
þá bendum við þér á að farseðill
heim til íslands er kærkomin gjöf.
Slikur farseöill vekur sannarlega fögnuö.
FLl/GFÉLAG LOFTLEIDIR
/SLAJVDS