Þjóðviljinn - 20.11.1975, Qupperneq 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN • Kimmtudagur 20. nóvember 1975.
Meistara-
heppni
yfir
Valsliðinu
þegar það sigraði Fram
13:12 í æsispennandi leik
Það er sagt að sterku liðin hafi
oftast heppnina með sér og það er
einnig sagt að sum lið hafi yfir sér
meistaraheppni. Og víst er um
það að hcilt mót vinnst ekki nema
með ákveðinni heppni. Þessa
heppni hafði Vals-liðið mcð sér
þegar það sigraði Fram i ein-
hverjum mest spennandi leik 1.
deildarkeppninnar til þessa,
13:12. Fram vann upp 3ja marka
forskot Vals, 12:9 og jafnaði 12:12
og fékk tækifæri til að skora 13.
markið en mistókst. og það var
Jón Karlsson besti maður
Vals-liðsins i þessum leik sem
þakkaði pent fyrir og skoraði 13.
mark Vals, sigurmarkið strax i
næstu sókn, en þá voru ein og hálf
minúta til leiksloka. Fram átti
þvi möguleika á að jafna cn tókst
ekki og þetta urðu lokatölur leiks-
ins.
Bæði liðin léku stórkostlegan
STAÐAN
Staðan í I. deild i handknatt-
leik er nú þessi:
Vikingur-Grótta 17:15
Valur-Fram 13:12
Valur 7 5 1 1 135:103 11
llaukar 0 4 1 1 112:97 9
FH 6 4 0 2 124:113 8
Víkingur 7 4 0 3 141:138 8
Fra m 7 2 2 3 106:‘07 6
Grótta 7 2 0 5 120:134 4
Þróttur 6 114 100:115 3
Ármann 6 1 1 4 88:120 3
Markahæstu menn:
Páll Björgvinsson Vikingi 46
Hörður Sigmarss. Haukum 38
Friðrik Friðrikss. Þrótti 37
Björn Péturss. Gróttu 37
Pálmi Pálmason Fram 36
Næstu leikir: Þrótt-
ur-Haukar og Ármann-FH
sunnudaginn 26. nóv. nk.
varnarleik og markvarslan hjá
báðum liðum var góð. Sókn
beggja liðanna markaðist auðvit-
að af þvi hve góður varnarleikur-
inn var og i siðari hálfleik var
hann hreint ótrúlega góður sem
sést best á þvi að þá skoruðu liðin
aðeins 4 mörk hvort.
Iæikurinn hélst jafn allt frá
byrjun til enda. Valur hafði yfir i
leikhléi 9:8 en áður hafði verið
jafntá öllum tölum upp i 8:8. Val-
ur komst svo i 11:8 og 12:10 i sið-
ari hálfleik, en síðan skoraði liðið
ekki mark i 16 min. og Fram sax-
aði á forskotið uns jafnt varð
12:12, þá voru um það bil 5 minút-
ur til leiksloka. Næsta sókn Vals
mistókst og Fram átti möguleika
á að skora 13. markið en vörn
Vals stóð allt af sér og i næstu
sókn Vals var það sem Jón Karls
son tók af skarið, braust i gegnum
Fram-vörnina og skoraði 13.
markið. Og þrátt fyrir að framar-
ar reyndu allt sem þeir gátu
fengu þeir ekki rofið Valsvörnina
þessa einu og hálfu minútu sem
eftir var og sigur Vals varð að
staðreynd.
Stefán Gunnarsson, Jón Karls-
son, Guðjón Magnússon, Steindór
Gunnarsson og Jón P. Jónsson
voru bestu menn Valsliðins ásamt
Ólafi Benediktssyni markverði
sem varði af snilld.
Pálmi Pálmason, Hannes
Leifsson, Arnar Guðlaugsson,
Guðjón Erlendsson markvörður
og Sigurbergur voru bestir i
Fram-liðinu og það má fullyrða
að Fram hefur ekki leikið betur i
vetur en að þessu sinni og fram-
farir liðsins i undanförnum leikj-
um eru miklar.
Mörk Vals: Gunnar3, Þorbjörn
2, Steindór 2, Jón P. 2, Jón K. 2,
Guðjón og Jóhannes 1 mark hvor.
Mörk Fram : Pálmi 4, Hannes 3,
Arnar 3, Pétur og Sigurbergur 1
mark hvor. —S.dór
Missa skagamenn
miðvörð til Rvíkur?
Einn sterkasti miðvörður
landsins, Jóhannes Guðjónsson
tA, er nú fluttur til Reykjavikur. t
stuttu spjalli við Þjóðviljann
sagðist Jóhannes vera að hefja
nám i endurskoðun og ef svo færi,
að honum litist á sig i náminu
væri ljóst, að hann léki ekki með
tA næsta sumar.
— Þetta er hins vegar ailt óráð-
ið ennþá, sagði Jóhannes. Það
getur alveg eins farið svo að ég
flytji aftur uppeftir. Ef ég verð
hins vegar kyrr er ekkert ákveðið
enn hvert ég sný mér eða hvort ég
yfir höfuð leik fótbolta að ein-
hverju ráði næsta sumar. Það er
Jóhannes Guöjónsson
ekkert hægt að segja um þetta
enn. —gsp
Þorbjörn Guðmundsson kominn inná linu og skorar^
Víkingur á tæpasta
vaði gegn Gróttu
Meistararnir mörðu sigur 17:15 þegar Gróttu-menn
voru orðnir einum færri síðustu mínúturnar
Þegar tæpar tvær minútur voru
til leiksloka i lcik íslansmeistara
Vfkings og Gróttu i fyrrakvöld
var staðan 15:15 og hafði
Gróttu-liðið verið að vinna upp
allt að 4ra marka forskot Vikings.
Þá var einum besta leikmanni
Gróttu, Magnúsi Sigurðssyni, vis-
að af leikvelli. Þar með voru Vik-
ingar orðnir einum flciri inná og
það dugði þeim til að skora tvö
mörk gegn engu og þar með sigra
Gróttu 17:15. Þetta var mikill
heppnissigur hjá Vikingum. Hefði
Magnús ckki veriðrekinn útaf er
ekki víst að meistararnir hefðu
hlotið bæði stigin úr viðureign-
inni.
Hrein stökkbreyting verður að
ske i leik Vikings ef liðið ætlar að
koma nálægt toppbaráttunni i
vetur, hvað þá ef það ætlar að
verja titil sinn. Það má ekki tapa
einu einasta stigi héðan i frá en
með sama áframhaldi á það eftir
að tapa mörgum stigum. Kannski
hléið sem verður á 1. deildar-
keppninni fram til 4. jan. nk. dugi
Vikingum til að endurskipuleggja
leik sinn, hver veit.
En það er frá þessum leik að
segja að Vikingar byrjuðu vel og
komust i 6:2og maður hélt að þeir
ætluðu að vinna stórsigur. En það
var nú eitthvað annað. Grótta
saxaði á forskotið og hafði jafnað
7:7 i leikhléi.
Vikingur komsti 12:9og 15:11 i
siðari hálfleik en Grótta jafnaði
15:15 og loka-minútunum hefur
verið lýst.
Maðurinn á bak við sigur Vik-
ings var tvimælalaust Páll Björg-
vinsson og það er ekki ofsögum
sagt að hann haldi liðinu á floti
um þessar mundir; án hans væri
Vfkingur i fallbaráttu.
Atli Þór Héðinsson átti stjörnu-
leik með Gróttu, og hefur senni-
lega aldrei leikið betur en að
þessu sinni. Þá átti Björn Péturs-
son mjög góðan leik og skoraði
mikið að vanda.
Dómarar voru Gunnlaugur
Hjálmarsson og Valur Benedikts-
son. Gunnlaugur slapp sæmilega
en dómgæsla Vals var hreint út
sagt hörmuleg.
Framhald á bls. 10
Fjölbragðsglíma
tekin
upp hér á landi
Glimudeild KR hcfur fengið hingað til lands breska landsliðs-
þjálfarann i fjölbragðaglimu til þess að kenna mönnum hér á landi
fyrstu skrefin i þessari kunnu iþróttagrein, en dcildin hyggst hefja
æfingar á Ijölbragðaglimu.
Það er i kvöld sem fyrsta æfingin fer fram i iþróttahúsi Mela-
skólans og hcfst hún kl. 19. Grétar Norðfjörð knattspyrnudómari er
helsti forgöngumaður hér á landi fyrir þessu og sagði hann i gær, að
sennilega yrði stofnuð fjölbragðaglimudeild innan KR* en það væri
samt allt óvist ennþá; menn ætluðu að sjá til hvernig tiltækist með
þessar fyrstu æfingar.
Það liefur áður vcrið gcrð tilraun til að koma fjölbragðaglimu á
hér á landi cn hún mistókst, ágætri byrjun var ekki fylgt nógu vel
eftir. Nú cr bara að sjá til livort þessi tilraun heppnast og hvort hin
kunna iþrótt f jölbragðaglima festir rætur hér á landi. —.S.dór