Þjóðviljinn - 23.11.1975, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 23.11.1975, Qupperneq 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. nóvember 1975. llmsjón: Vilborg ilarðardóttir. © Þórdís Ríkharðsdóttir UPPVASK Nú þegar þú ert farinn get ég einbeitt mér að uppvaskinu. Allsnaktir stiga diskar uppúr sápufroðunni heitir — einsog likami þinn forðum og svo fljótir að kólna. Fingur minir leika að hnifunum og þrýsta hart stálið. Mig langar að vera svona hlutur,- Láta þvo mér úr heitu sápuvatni kólna svo á grind og verða glansandi glansandi og köld. Þá þyrfti ég ekki að skola andliti þinu niðurum frárennslisrörið eða bera út hjarta mitt i ruslafötunni. Hlaupa inn og iæsa. Hlusta við rúðuna. Finna hjartsláttinn byrja aftur i brjóstinu. Þó ég hvitskúri eldhúsgólfið uns sviti bogar af enninu ertu stöðugt fyrir augum minum. Þú — með hendur og hár og augu. Þú — með sótthita i augunum. Mynd þin býður sér sjálf inni rammann yfir sófanum. Hvaða málverk var þar áður? Ef til vill friðsæl kyrralifsmynd. Þú stelur af mér. Þú stelur af mér ró minni öryggi minu. Nú þegar uppvaskinu er lokið skúringar afstaðnar sit ég með gljábónað andlit i stálbrynjuðum likama og einbeiti mér að komu þinni. Sérstök löggjöf um jafnrétti kynjanna? Verður jafnrétti kynj- anna tryggt með sérstakri löggjöf eða yrði áhrifarik- ara að endurskoða öl! gild- andi lög útfrá jafnréttis- sjónarmiði? Þetta þarf að ræða nú,er fram er komin á alþingi athyglisverð á- lyktunartillaga um setn- ingu löggjafar um jafn- rétti kynjanna að nokkru leyti að norskri f yrirmynd. Er þá gert ráð fyrir að lög- in um launajöfnuð karla og kvenna, lögin um jafn- launaráð og fleiri gildandi lagaákvæði um skyld efni yrðu sameinuð í eitt f rum- varp ásamt fleiri ákvæð- um sem nauðsynleg teld- ust. Það eru alþýðuflokksþing- mennirnir fimm sem flytja þessa tillögu og visa i greinargerö til stjórnarfrumvarps i Noregi um jafnrétti kynjanna, sem enn er til meðferðará norska stórþinginu. í þvi frumvarpi eru ýmis nýmæli auk þess sem nánar er kveðið á um eldri lagaákvæði varðandi launajafnrétti. Þótt mörg ákvæði séu miðuð viö norskar aðstæður ORÐ í BELG Hefur faðirinn þá engan rétt? Þ. hringdi og sagði mér heldur dapurlega sögu af ung- um foreldrum, sem til skamms tima bjuggu saman ásamt barni sinu en voru aldrei gift. Nú hafa þau slitið samvistum, barnið er hjá móður sinni, en hún meinar föðurnum að umgangast það og telur sig hafa fullan laga- legan rétt til þess. Þetta er auðvitað misrétti gegn föðurnum og þá einnig gagnvart barninu, ekki sist eða endurskoðun gildandi laga frá jafnréttis- sjónarmiði? telja flutningsmenn þingsálykt- unartillögunnar nokkur þeirra svo athyglisverð, að full ástæða sé til að athuga hvort ekki sé timabært að lögtaka þau hér á landi. Tillaga þeirra felur i sér, að rikisstjórninni verði falið að láta semja frumvarp til laga um jafn- rétti kynjanna, að höföu samráöi við samtök kvenna (ótiltekin i greinargerðinni). Grundvallarsjónarmiö Eftirfarandi grundvallaratriði er bent á að hafa i huga við gerö eins og i þessu tilfelli þar sem samband föður og barns var mjög náið og gott. Hitt er ekki jafn greinilegt, að i svona tilviki hafi móðirin lögin sin megin, satt að segja er ekkert i lögunum um um- gengnisrétt föður viö óskilget- ið barn, til eða frá. Virðist þvi gert ráð fyrir samkomulagi við svona aðstæður, en fróö- legt væri að vita, hvernig dæmt yrði ef faðirinn sækti málið að lögum. Sem betur fer held ég að svona dæmi sé held- ur óvenjulegt og að flestar ein- stæðar mæður vilji gjarnan að börnin hafi samband við feður sina, þótt hinsvegar sé oft um- deilt hvernig einstaka feður nota timann sem þeir hafa með börnunum. Hitt er svo öllu venjulegra, að feður óskil- getinna barna skipti sér hrein lega ekkert af þeim og kæri sig hreinlega ekkert um þau út- yfir að borga meðlagið. Eiginmaðurinn rukk- aður! Lesandi blaðsinsi bæ á aust- urlandi sagði frá kunningja- lagafrumvarpsins: „1. Konum skal i reynd tryggt algert jafnrétti á við karlmenn á öllum sviðum þjóðlifsins. Konur og karlar skulu eiga jafnan rétt til vinnu og menntunar. 2. Við ráðningu i störf, flutning milli starfa, skiptingu i launa- flokka, veitingu orlofs frá starfi eða uppsögn skal óheimilt að miða reglur eða ráðstafanir við það hvort um karla eða konur er að ræða. Geti bæði karlar og kon- ur gegnt starfi, er óheimilt aö miða auglýsingu þess við annað hvort kynið. Auglýsing má ekki heldur gefa til kynna að vinnu- veitandi óski þess að væntanlegur starfsmaður sé fremur af öðru kyninu en hinu. Umsækjandi, sem fær ekki stöðu, sem hann hefur sótt um, getur krafist þess að vinnuveitandinn láti honum i té skriflegar upplýsingar um hvaða menntun, reynslu og aöra hæfni sá umsækjandi hafi til að bera sem stöðuna hlaut. konu sinni, sem nýlega hringdi til umboösmanns Þjóðviljans i bænum og gerðist áskrifandi. Blaðið kom með góðum skil- um heim til hennar á degi hverjum. Svo kom reikning- urinn eftir mánaðamótin. Hann var á nafni eiginmanns- ins! i Garðahreppi, en ekki Reykjavík Mér varð heldur á i mess- unni fyrir hálfum mánuði þeg- ar ég sagði frá starfi jafnrétt- isnefndar Kópavogs hér á siö- unni og taldi hana einu jafn- réttisnefndina á vegum bæjar- eða sveitarstjórnar á landinu. Ég vissi sem sé ekki, að þá hafði lika þegar tekið til starfa jafnréttisnefnd i Garðahreppi og verður vonandi unnt að segja eitthvað frá starfi henn- ar á næstunni. Hinsvegar var tillögunni um slika nefnd á vegum borgarstjórnar Reykjavikur visað frá af i- haldsmeirihlutanum, þ.á m. þrem konum, sem tóku þátt i undirbúningi kvennafrisins, einsogfrægterorðið. 3. Kveðið sé skýrt á um að með sömu launum fyrir sömu vinnu sé átt við allar greiðslur og hlunn- indi, sem vinnuveitandi lætur af hendi, og að launin skuli ákveða með sama hætti, hvort sem um er að ræða karl eða konu. 4. Konur og karlar, sem starfa hjá sama vinnuveitanda, skulu eiga sama rétt til starfsmenntun- ar og starfsþjálfunar ásamt orlofi til þess að afla sér slikrar mennt- unar og þjálfunar. 5. Auglýsingar mega ekki vera með þeim hætti, að i ósamræmi sé við grundvallarregluna um jafn- rétti kynjanna, né heldur þannig, að þær særi siðferðisvitund ann- ars hvors kynsins.” Ekki tæmandi Allt eru þetta atriði sem mikið hafa verið rædd af rauðsokkum og öörum jafnréttishópum undan- farin ár. Ýmislegt vantar þó eins og t.d. sitthvað sem heyrir undir skattalög, heilbrigðismál og fl., sem vonandi bætist þó við, þegar farið verður að undirbúa málið i nefnd, ef til framkvæmda kemur. En það er spurning sem fólk er ekki farið að gera upp við sig enn, hvort svona sérstök lagasetning er það heppilegasta eða hvort jafnréttið yrði betur tryggt með endurskoðun á öllum gildandi lögum frá jafnréttissjónarmiði og þá tillögugerð um nýjar lagasetn- ingar eða ákvæði um einstök at- riði jafnframt, eins og t.d. varð- andi auglýsingarnar. Hvort sem verður er mjög gagnlegt að fá fram svona tillögu, þvi henni hlýtur að fylgja vaxandi umræða um málin og skoðana- myndun. —vh Kvenna- söngva- platan kemur um mánaöamót Fyrsta islenska platan með baráttusöngvum kvenna, „Afram stelpur”, sem tekin var upp ný- lega einsog sagt var frá i frétt i Þjóðviljanum, er væntanleg úr pressun og á markað um eða uppúr nk. mánaðamótum. Um- sjónarmaður jafnréttissiðunnar fékk tækifæri til þess nú i vikunni að hlusta á prufuplötuna og spáir metsölu. Um leið skal rauðsokk- um bent á, að i félagsheimili þeirra, Sokkholti, hangir nú uppi áskrifendalisti að plötunni. Erica komin Og nú er hún komin á is- lenskan markað bókin hennar Ericu Jong, „Fear of Flying”, sem svo mikið er búið að tala um. Að visu aðeins á ensku — ég keypti hana hjá Snæbirni, en það er vist búið að þýða hana bæði á sænsku og dönsku. Stórkostlega hress- andi lesning! Vissuð þið að það er i rauninni ekki satt, sem sungið var á Torginu um daginn, að konur séu meirihluti mannkynsins. Samkvæmt nýjustu skýrslum utan úr heimi eru 10 miljónir „aukakarlmanna sem ekki vita hvað þeir eiga af sér að gera”. Og verra verður það, spá sérfræðingarnir og segja, að karlmenn verði að hætta að lita á sig sem eitthvað áérstætt og þess i stað fara að búa bet- ur að konunum. o-----0 Mjallhvít heimilis- þrælasala Nýjar túlkanir á gömlu æv- intýrunum eru nú mjög i tisku og eitt af þvi sem feministar hafa tekið til endurskoðunar er sagan um Mjallhvit og dvergana sjö. Niðurstaða þeirra er að dvergarnir hafi i rauninni verið heimilisharð- stjórar og framkoma þeirra i rauninni ekki ólik framkomu margra eiginmanna nútim- ans. Þeir tóku Mjallhviti að sér, en pössuðu jafnframt að láta hana þræla fyrir sér — og fyrir þá: þjónustu, elda- mennska, þvottur og uppvask frá morgni til kvöld. Veika kynið? „Karlmenn er einn stærsti kynferðisminnihlutahópur heimsins. Fá kyn i okkar stjörnukerfi fá aðra eins út- reið. Vitið þið t.d. að karl- maðurinn deyr reglubundið á undan konunni, að hann er heilsuveilli, honum er hættara við streitu og að hann verður (til að halda stofninum I skefj- um) aftur og aftur fyrir sprengju-, handsprengju- og skotárásum og liður þar að auki stöðugt af óútskýranlegri þörfáað brjóta hluti, sjá blóð, drekka, bölva og bera skjala- tösku.” Mr. Trend i sænska blaðinu „Veckans Affárer”.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.