Þjóðviljinn - 23.11.1975, Síða 3

Þjóðviljinn - 23.11.1975, Síða 3
Sunnudagur 23. nóvember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 m HALLGRIM Vegna umsagnar um sýningu Þjóðleikhússins á Carmen (Þjv. 8.11) er vert að drepa hér á f áein atriði, sem skýrast mættu við samanburð. Vissulega hafa islenskir tón- listarmenn átt örðugt uppdráttar á okkar landi, bæði söngvarar, hljóðfæraleikarar og tónskáld. Nægir þar að benda á nokkra af allra bestu tónlistarmönnum ís- lands. Þjóðskáldið Sveinbjörn Sveinbjörnsson lifði mestan hluta ævi sinnar erlendis, afbragðs pianisti og fyrsta menntaða tón- skáld okkar. Ómældur er sá skaði sem hlaust af búsetu hans fjarri ættjörðinni. Félagslegur þroski islendinga var ekki svo mikill að heimta heim til starfa þann stór- merka tónmenntafrömuð. Þá má nefna hér fyrsta gagn- menntaða pianista íslands, Harald Sigurðsson, sem varð að setjast að i Danmörku, þar sem hér heima voru honum engin verkefni í hendur fengin, verðug slikum snillingi. I hans stað varð svo siðar að ráða til landsins er- lenda kennslukrafta. Óperusöngvari og bókari Ari áður en Sveinbjörn Svein- björnsson dó i Kaupmannahöfn lést þar söngvarinn Ari Johnson, 1926, fyrstur islenskra óperusöng- vara, ættaður frá ísafirði. Næstur honum verður svo Pétur Á Jóns- son, hetjutenórinn mikli, annálaður Wagnersöngvari, sem siðari hluta ævi sinnar lifði i Reykjavik sem bókhaldari borgarinnar. Allir, sem hann þekktu, dásömuðu mikla mann- kosti hans, sönggáfu hans og kennarahæfileika. Þrátt fyrir mikla reynslu hans á óperusviði, var aldrei til hans leitað um leik- stjórn við söngleikjaflutning, en Ópera og tónmenntir til fengnir erlendir aðstoðar- menn. Þá er ónefndur enn Einar Kristjánsson, sem allt sitt blóma- skeið lifði erlendis sem ágætur lýriskur óperutenór og afbragðs ljóðasöngvari. Bæta má hér við Stefáni Guðmundssyni, sem á há- tindi listar sinnar kom hingað að- eins sem kærkominn gestur. Hljómsveitar draumar Allir þessir tónlistarmenn störfuðu erlendis fyrir siðari heimsstyrjöld, sömuleiöis önd- vegissöngvari islenskra kvenna, Maria Markan. Eftir strið varð mikil bylting á öllum lifnaðar- háttum. Fjárhagur varð rýmri og um leið vaknaði löngum til auk- innar menningar, einnig á sviði tónmennta Hljóðfæraleikurum fór fjölgandi. Konserthljómsveit var stofnuð með ærnum opinber- um fjárframlögum. Draumur, sem Jón Leifs hafði birt reykvik- ingum árið 1926 með komu fil- harmónisku hljómsveitarinnar i Hamborg, var orðinn virkileiki. Nú var eðlilegt að allir fullfærir hljóðfæraleikarar Islands hrós- uðu happi og gerðust fastir starfs- menn i skipulagðri hljómsveit á öruggum rekstrargrundvelli. Þvi miður hefur ekki orðið sú raunin á. Við höfum misst úr landi ágæta fiðluleikara — áður en hljóm- sveitin hóf göngu sina þá Einar Sigfússon og Eymund Einarsson, og siðar Snorra Þorvaldsson, Einar Grétar Sveinbjörnsson og Ingvar Jónasson. Svo að notað sé orðalag Sverris Hólmarssonar, þá er auðsætt, að það má lika ,,reka fólk úr landi fyrir að spila of vel”. Afleiðing þessa verður sú, að manna verður hljómsveit með aðkeyptum út- lendum kröftum og greiða vissan hluta kaups i gjaldeyri. Nauösyn og möguleiki söng, hljóðfæraleik og nótna- kunnáttu. Engin önnur þjóð i viðri veröld, jafn mannfá og islendingar, hefir efni á að reka rikisútvarp, sjón- varp, þjóðleikhús og rikishljóm- sveit. Verandi megnug þess, má það vera stolt einangraðrar ey- þjóðar, sem vill vera sjálfstætt riki sem menningarlegt sam- félag. íslenskt þjóðfélag er nú statt á háskalegum timamótum. Sifelldar auknar lifsþægindakröf- ur geta orðið að kollsiglingu. Menningarkröfur eru einnig háð- ar möguleikum atvinnuvega. Oskhyggja er jafnan óraunsæ. Framleiðsla er sá raunverulegi mælikvarði sem hver menningar- stofnun byggist á og miðast við — Framhald á bls. 22. Rekstur á þjóðfélagi verður ætið að miðast við nauðsyn og möguleika, svo og allir liðir þess þvi til uppbyggingar. Vissulega væri gaman að hafa fastráðinn flokk óperusöngvara við Þjóð- leikhúsið. En er það nauðsyn og möguleiki? Sinfóniuhljómsveit og óperu- flokkur eru toppvöxtur tónlistar- lifs, sem þvi aðeins þrifst til lengdar að traustur sé grundvöll- ur undirbyggingar. Á meðan tón- menntir eru ekki sjálfsagður hluti almenns skólakerfis verður öll yfirbygging vafasöm til rétt- lætingar. Almennt uppeldi i söng og tón- menntum er nauðsyn og hún er vinnanlegur möguleiki. 011 frekari yfirbygging á sviði tónmennta er viðsjárverð svo lengi sem ekki er undirstaða fundin að útbreiddri kennslu á SINDRA STAL í dag býður Sindra-Stál h.f. ál til byggingaframkvæmda á vegum sjávarútvegs, stofnanana og einstaklinga. í birgðastöð- inni er jafnan úrval af bygginga-áli: — álplötum, flatáli. vinkiláli, ferköntuðu áli o.fl. Álklæðningar frá Sindra-Stáli h.f. hafa nú þegar sýnt sig að vera til hagkvæmni jafnt sem fegurðarauka. Skoðið álklæðningu á nýtízku byggingum og þéi munuð vera okkur sammála um að „Sindra-ál“ er sérstaklega athyglisvert. SINDRASTÁLHE Borgartúni 31 símar 19422-21684 SmíOaO úr ÁLI Sindra-Stál hf hefur um áraraðir séð íslenzkum byggingariðnaði fyrir járni og stáli, jafnframt því sem birgðastöð fyrirtækisins hefur kappkostað að hafa ætíð á boðstólum nýjungar, sem stuðla að betri byggingarháttum. Menntaskóla bókin Um tíma var hann „landsins einasti skóli" og bar lengi ægishjálm yfir aðra skóla. Hann er tengiliður menntasetranna fornu og skólastarfs nútímans. i fyrsta bindi Sögu Reykjavikurskóla er fjallað um nám og námsskipan í skólanum og um nemendur hans. Aldrei áður hefur birzt slíkt safn mynda af þekktu fólki í þjóðilfinu. Verð þessa bindis er kr. 5.880, en verð til áskrifenda er aðeins kr. 4.410. Gerizt áskrifendur aö þessu einstæöa verki og vitjiö þess á skrifstofu Menningarsjóös aö Skálholtsstig 7. Sögusjóður Menntaskólans í Reykjavík Bókaútgáfa Menningarsjóðs

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.