Þjóðviljinn - 23.11.1975, Side 4

Þjóðviljinn - 23.11.1975, Side 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. nóvember 1975. DJOÐVIUINN MALGAGN SÓSlALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS ’Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Kitstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón með sunnudagsblaði: Arni Bergmann Kitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólavörðust. 19. Sfmi 17500 (5 linur) Prcntun: Blaðaprent h.f. SPÁNN OG VIÐ HINIR Franco, einvaldur Spánar, er látinn og viðbrögð eru eftir þvi sem við mátti búast: Spænskir útlagar dansa fagnandi á götum franskra borga og vænta betri tima. Fal- angistar á Spáni búast til átaka og útdeila vopnum og hafa hátt um að þeir ætli að verja arfleifð Francos. Þessi arfleifð sýn- ist mönnum nú kærust um sunnanverða Ameriku — fasista- og afturhaldsstjórnir i þeirri álfu lýsa yfir þjóðarsorg, og Pino- chet, valdaræninginn i Chile, kemur til Madrid að sýna harm yfir fráfalli eins sins helsta læriföður. En flestir taka þvi að vonum vel að með Franco sé loksins settur punktur fyrir aft- an sögu hins evrópska fasisma, aftan við timabil i evrópskri sögu sem hófst með valdatöku Mussolinis á ítaliu og siðar Hitlers og hefur reynst þessari álfu dýr- keypt og blóðugt. Og það er að likindum rétt skilið, að erfitt muni að endurreisa fasisma af millistriðsgerð i löndum Evrópu — enda þótt náskyld stjórnskipan ætli að reynast lifseig i Rómönsku Ameriku. Hitt er svo vist, að þótt hrunin sé fasisk stjórnskipun i Grikklandi og Portúgal og sé i andarslitrum á Spáni, þá höfum við þvi miður ekki leyfi til að ætla að lýðræði og mannréttindum geti ekki lengur stafað hætta frá hægri. Valdataka Francos og valdaferill fela i sér lærdóma sem engin ástæða er til að gleyma. Sigur Francos minnti á það, að þegar yfirstétt óttast að ráði um forrétt- indi sin vegna sóknar verklýðsflokka, þá er hún reiðubúin að kippa lýðræði og rétt- indum úr sambandi og þvinga þjóðirnar með grimulausu ofbeldi undir goðsögnina um þjóðlega einingu undir eigin forystu. Það sem gerðist á Spáni 1936—39 gerðist á Grikklandi 1967 og i Chile 1972. En samsærið gegn spænska lýðveldinu réð og miklu um það að róttækir menn og frjálslyndir vöknuðu til vitundar um nauð- syn samfylkingar, samstöðu um þau verð- mæti sem fasisminn vildi feig. Þessi sam- fylking dugði ekki til að bjarga Spáni, enda fór þvi fjarri að henni væri þá fylgt eftir af eindrægni — en hún undirbjó að sinu leyti þá samstöðu sem tókst með Bandamönnum gegn hinu fasiska striðs- bandalagi. Hina þriðju lexiu geta menri lesið sér til af Spáni eftirstriðsáranna. Vald Francos framlengdist vegna sundrungar þeirra sem áður stóðu að hinni andfasisku blökk. Og við fengum með stuðningi Bandarikj- anna við Franco, hernaðarsamvinnu við hann, sem fyrir skemmstu var endurnýj- uð, staðfestingu á þvi, að þetta forysturiki Vesturvelda á auðvelt með að lita á fas- iskar stjórnir sem bandamenn sina, að heldur styðja Bandarikin þær og festa i sessi en að vilja eiga á hættu að lýðræðis- leg þróun leiði þjóðir lengra til vinstri en þeir i Washington kæra sig um. Um sunnanverða Evrópu hafa að und- anförnu orðið margar og miklar pólitiskar breytingar. Þar og viðar um álfuna fjölg- ar þeim sem vilja hrista af sér farg aftur- halds, stöðnunar og ráðleysis og spyrja eftir nýjum leiðum. Þar með eru sósialist- ar Evrópu inntir eftir þvi, hvers þeir séu megnugir, hver séu þeirra svör við spurn- , ingum timans. Og það ætti að vera ljóst að þeir geta ekki veitt skýr svör og rauntæk nema þeir finni leiöir til samstöðu. Menn eins og Franco komust til valda og lifðu á sundrungu vinstriafla. Á þvi að kommún- ista mátti réttilega ásaka fyrir einokunar- tilhneigingar i verklýðshreyfingu og blinda sovéttrú. Á þvi að sósialdemókrata mátti með rétti ásaka fyrir pólitiskt hug- leysi, fyrir að skjóta sér undan baráttu fyrir sósialisma. Ef að þeirri kreppu sem nú gengur yfir álfuna á ekki að ljúka með nýrri hægrisveiflu, þarf að vera unnt — á íberiuskaga og annarsstaðar — að setja fram sósialiska valkosti sem viðtæka sameiningu má skapa um. Sósialiska stefnu sem hafnar bæði skriðdrekahand- leiðslu sovéskra og þeirri dollaraknúnu moldvörpuiðju, sem Kissinger vill beita gegn „ábyrgðarleysi” þeirra þjóða sem spyrja eftir sósialískum svörum við sinum vanda. a^- Sjónvarpsfræðsla og einstefnuakstur í indverskum þorpum 1 2500 indverskum þorpum hafa veriö reist loftnet sem þessi til aö taka beint viö útsendingum frá gervihnetti. Hér er um sjaldgæfa tilraun aö ræöa, sem menn vita ekkihvaöa áhrif muni hafa. VÍSINDI OG SAMFÉLAG Um 5000 þorp á Indlandi munu um eins árs skeið njóta kennslusjónvarps frá bandarískum fjarskipta- hnetti. Helmingur þorpa þessara hefur eigin ioftnet sem taka við kennsludag- skránum beint frá hnettinum. Dagskráin er gerð af indverjum og felst i henni bæði tæknileg fræðsla, skemmtiefni, fréttir frá höfuðstaðnum og þjóðleg fræði ýmis- konar. Indland veröur þar með fyrsta landið sem sér fátækum og dreifðum byggðum fyrir sjónvarpi, áður en búið er að sjónvarpsvæða stórborgar- svæðin. Miljónaborgir eins og Kalkútta og Madras hafa ekki sjónvarp. Indverjar fengu þann fyrsta ágúst til ókeypis afnota banda- riska fjarskiptahnöttinn ATS-6. Hann var sendur á loft i fyrravor og hefur verið notaður til að dreifa læknisráðum og íræösiu til ýmissa smábæja i Bandarikj- unum (ekki sist fræðslu um starfsmöguleika annarsstaðar, utan þessara svæða, sem áður voru illa leikin af flótta til borganna). Indverska stjórnin hefur lagt fram sem svarar röskum tveim miljörðum króna til að koma á fót móttökuskilyrðum og tæknilegri þjónustu i þorpunum. Urval og breidd Einn mesti vandi þeirra, sem vilja dreifa fræðslu um gervihnött i sveitum er sú staöreynd, aö þekking er sjaldgæf utan borg- anna. Til þess að setja upp mót- tökukerfiisveitunum og halda þvi við þarf tæknikunnáttu, sem er ekki að finna i þorpunum. Ýmsir hafa gagnrýnt þessa fræðslu- áætlun á þeim grundvelli að ekki sé nægileg breidd i þeirri tækni- kunnáttu sem indverjar ráða yfir til þess að hægt sé að framkvæma slika kennslu i stórum stil. Það er til allmikið af visindamönnum og tæknimönnum, en enginn þeirra er tengdur þorpunum Þessir gagnrýnendur telja, að þegar til lengdar lætur verði það miklu raunhæfara, að kenna dreifbýlis- fólki ýmislegt i tækni i beinu sambandi við bætta verkmenntun á hverjum stað. Póstkort og gervihnöttur Reynt er að leysa hinn tækni- lega vanda með þvi að koma upp sex tæknimiðstöðvum, sem eiga að annast viðgerðir i hinum 5000 þorpum. Hver stöð ræður yfir sér- þjálfuðum mönnum og jeppa- kosti. 1 hverju þorpi hefur sérstakur maður verið ráðinn til að fylgjast með rekstri viðtöku- tækis, kveikja á tækinu og slökkva á þvi og telja hve margir horfa á hverja dagskrá. Ef að tækið er ekki i lagi þá sendir eftirlitsmaðurinn frá sér sérstakt póstkort. Á póstkortinu eru prentuð tákn yfir helstu bilunar- möguleika (engin mynd, ekkert hljóð, snjór á tjaldinu osfrv.) Eftirlitsmaðurinn, sem er ólæs eins og flestir indverjar til sveita, setur kross við rétt bilunartákn og sendir póstkortið til næstu tæknistöðvar. Þetta atriði útskýrir, hvernig notkun háþróaðrar tækni (gervi- hnöttur) er gjörsamlega háð þvi, að til sé skipulag sem er virkt á staðnum — t.d. póstkerfi. Dagskrárnar verða byggðar upp eftir föstu skema á hverjum degi. Fyrst koma útsendingar á þvi máli sem talað er i héraðinu. Hér er um að ræða bæði skemmtun (þjóðleg tónlist og sagnamenn af staðnum), fréttir úr héraði og svo fræðandi efni. Lögð er áhersla á að hin tækni- lega fræðsla sé einföld og óform- leg. Hún mun snúast um kjúklingarækt, hrisgrjónarækt, fjölskylduáætlanir (þ.e. takmörkun barneigna o.s.frv.). Eftir að staðbundinni dagskrá lýkur eru sendar út fréttir frá Dehli á hindi. Pólitískt eftirlit Gagnrýnendur þessarar áætlunar um fjarskiptahnattar- fræðslu hafa lengi haldið þvi fram, að útsendingarnar frá Dehli muni verða notaðar sem tæki til að móta póli’tíska vítund fólksins, beina henni i vissan farveg. Ekki dregur úr þeim áhyggjum við það, að ritskoðun var tekin upp i landinu, mánuði áður en áætlunin átti að fara af stað. Og þótt þeir sem búa til dag- skrárnar i Nýju Dehli hefðu ekki sérstaklega hugann við pólitiska innrætingu, þá komast þeir varla hjá þvi að móta skoðanir þorps- búa mjög eftir sinu höfði — þvi viðtakendur kunna ekki að lesa eða skrifa og munu ekki hafa neitt annað samband við umheiminn en um þetta fræðslusjónvarp. Þeir hafa enga viðspyrnu, engan samanburð. Félagsfræðingar munu að nokkrum tima liðinum halda úti þorpin og kanna áhrif sjónvarps- sendinganna. Spurt verður að þvi, hvort það sé yfir höfuð hægt að kenna indversku dreifbýlisfólki eitthvað með þessari aðferð. Það verður einnig spurt um það, hvort sjónvarpið hafi áhrif á félags- legar aðstæður — verður t.d. eftirlitsmaðurinn með póstkortin oddviti, breytast menn i umgengni kemur upp aukið bil milli ungra og gamalla osfrv. Og svo — eftir sjónvarpsfræðslu i eitt ár eru tækin tekin úr sambandi og umheimurinn er aftur horfinn sýnum ( Byggt á Infonnation). SÍNE — Reykjavíkurdeild Haustfundur verður haldinn miðvikudag- inn 27. nóvember i Félagsstofnun stúdenta. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.