Þjóðviljinn - 23.11.1975, Síða 6

Þjóðviljinn - 23.11.1975, Síða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. nóvember 1375. RAGNAR ARNALDS: ^———■ Brýnasta verkefnið er að fylkja vinstri mönnum saman I kosningabaráttunni vorib 1974 varaði Alþýðubandalagið þjóðina við yfirvcrfandi hættu frá hægri. Við fullyrtum, að kæmust hægri öflin til valda á nýjan leik/yrðu menn að búa sig undir stórfelldar gengisfellingar og látlausar árás- ir á þann lifskjaragrundvöll, sem vinstri stjórnin hefði skapað, jafnframt þvi sem reynt yrði að skera verulega niður útgjöid til sameiginlegar þarfa, þ.á.m. framlög i lifeyriskerfið og til félags- og menntamála. Þessar aðvaranir reyndust réttar. Hinir nýju valdhafar hafa verið önnum kafnir frá fyrstu tið við að s 'iðsetja heilmikla þjóðar- tragediu utan um þann boðskap, að iaunakjör lágtekjufólks séu að koma þjóðinni á kaldan klaka og setja þjóðarbúið á hausinn. Tjl- gangurinn hefur að sjálfsögðu verið sá, að breyta tekjuskipting- unni i grundvallaratriðum, og i þeirri viðieitni hefur verðbólgan verið sterkasta vopn þeirra. Til þess að gera langt mál stutt varðandi þróun kaupgjaldsmála er einfaldast að benda á, að 1. sept. s.l. hefði kaupgjaldsvisitala verið komin i 192 stig, og er þá ekki reiknað með hækkun tóbaks og áfengis, en hún var 106,18 stig, þegar hún hefði seinast áhrif á launaútreikning veturinn 1974. Mismunurinn er tæp 81%. En á sama tima hafði kaup verka- manna aðeins hækkað um tæp 40%. Kaup verkamanna hefði þvi þurft að hækka um 29,3% 1. sept. til að ná fullri kaupgjaldsvisitölu. Munurinn hjá iðnaðarmönnum og flestum opinberum starfsmönn- um er enn meiri. Siðan 1. sept. hafa svo laun hækkað um 2.100 kr. eða 3-4% á lægstu taxta. Staðan i dag er þvi sú, að rúmlega 25% vantar á lægstu laun miðað við kaupmátt launa vorið 1974, og þaðan af meira vantar á laun sem hærri eru. Langlundargeö verkalýðshreyf- ingarinnar Verkalýðshreyfingin hefur hik- að við það enn sem komið er að leggja út i allsherjarverkfall, og þvi er ekki að leyna, að bráða- birgðasamningarnir, sem gerðir hafa verið á þessu ári, hafa valdið miklum vonbrigðum og út- breiddri óánægju. Hafa laun- þegasamtökin dregið of lengi að hefja árangursrika gagnsókn? Þegar þessari spurningu er svarað. er óhjákvæmilegt að hafa i huga áróðurssókn hægri manna undanfarið ár, sem reynt hafa með öllum tiltækum ráðum að telja fólki trú um, að kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar eigi mesta sök á þvi, sem aflaga hefur farið i efnahagsmálum. Þess háttar málflutningur hefur glum- ið sýknt og heilagt úr ýmsum átt- um i stærstu fjölmiðlum landsins, siðan samningarnir voru gerðir i febr. 1974 og það væri háskaleg grunnhyggni, ef menn gerðu sér ekki grein fyrir, að þessi áróöur hafði mikil áhrif — a.m.k. um skeið. Það er hreint ekki litils virði, að áður en að þvi kemur, að laun- þegasamtökin beiti afli sinu til hins itrasta, skuli hægri stjórnin hafa fengið frið til þess i heiit ár, að sýna þjóðinni getuleysi sitt til að stjórna islenskum efnahags- málum og sanna fyrir henni, að þrátt fyrir biðlund verkalýðs- hreyfingarinnar og langlundar- geð fer ringulreiðin i efnahagslif- inu vaxandi. Þvi að nú orðið er það almennt viðurkennt, jafnvel af forsrh. fyrir skemmstu, að launþegasamtökin hafa sýnt mikla samningalipurð og vilja til að komast hjá þvi, að allt at- vinnulif fari i hnút og stöðvist i langan tima. En einmitt þessi al- menna viðurkenning ásamt vakn- ingu i hópi óbreyttra liðsmanna stéttarfélaganna, sem leyna ekki óánægju sinni með varfærni og biðlund forystumannanna — hvort tveggja er þetta óhjá- kvæmilegur undanfari að árangursrikri sókn við erfiðar að- stæður. Verkfallsvopnið er beitt, — það er okkur öllum ljóst, og eins hitt, að það er tvieggjað vopn, ef ekki er rétt að þvi staðið. Það sannar okkur sagan. Jafnframt er það staðreynd, að fólki hefur ekki verið nægiiega ljóst, að ringulreiðin i Islenskum efnahagsmálum er að miklu léyti heimatilbúin. Mörgum hættir til að ýkja fyrir sér ástandið i nálæg- um löndum.og ekki bætir úr skák, að ýmsum vinstri mönnum, sem yndi hafa af dramatisku orðavali, hættir til að ræða um núv. þreng- ingar i efnahagslifi kapitaliskra landa, eins og þar væri einhver skelfileg heimskreppa á ferð. En sannleikurinn er sá, að enn hefur ekki sést nein visbending um, að þessi djúpa hagsveifla eigi eftir að þróast upp i raunverulega kreppu. Ég sagði á landsfundin- um fyrir ári, og ég itreka þau orð: Ekkert kemur sér betur fyrir andstæðinga verkalýðs- hreyfingarinnar en að fólkið fái ýkta mynd af útlendu kreppu- fyrirbæri, sem enginn fái við ráð- ið og hljóti að ganga yfir hér eins og annarsstaðar. Viöskiptakjör í 60 ár Eða litum nánar á efnahags- vandamál islendinga. Hvað um viðskiptakjör landsmanna, verð- hlutfall innflutnings og útflutn- ings? Eru ekki viðskiptakjörin orðin með eindæmum óhagstæð, eins og oftast hefur verið á krepputimum: Ef litið er á þróun viðskipta- kjara islendinga i 60 ár og visitala viðskiptakjara er sett á 100 i upp- hafi heimsstyrjaldarinnar fyrri, má glöggt sjá, hvenær islending- ar hafa orðið fyrir barðinu á raunverulegum kreppum. Það var á árunum i kringum 1920, 1927 og 1932, en þá féll visitalan i 55 og 77 stig miðað við um eða yfir 100 stig við venjulegar aðstæður. Minni háttar lægð gekk yfir 1951- 1952. en að öðru leyti hafa við- skiptakjörin oftast legið á bilinu 100-120 stig. Eneftir 1961 hafa við- skiptakjörin farið batnandi nær óslitið, með hléi 1967 og 1968, og voru komin i tæp 200 stig árið 1973. Þessi hagstæða þróun, sem átti sér stað á rúmum 12 árum er ein- stæð I viðskiptasögu islendinga seinustu 60 árin. En það sem sið- an hefur gerst er, að visitala við- skiptakjara hefur nokkuð sigið aftur, eins og búast mátti við. Hún stendur nú i tæpum 150, og er einna næst þeirri stöðu sem var á árinu 1970, en á þvi ári voru við- skiptakjörin hagstæðari en þau höfðu nokkru sinrii áður verið, ef frá er talið styrjaldarárið 1941. Sannleikurinn um kreppu- ástandið i viðskiptakjörum is- lendinga er sem sagt sá, að ef frá eru talin fjögur seinustu ár, höf- um við nær aldrei búið við hag- stæðari kjör á innflutningi okkar og útflutningi og einmitt nú. Þess vegna eru nú heildartekjur þjóðarinnar á ibúa með þvi hæsta sem verið hefur þrátt fyrir allt, þótt þær hafi að visu dregist sam- an á seinustu 2 árum um 8-9%. Það sem upp úr stendur og verður að hamra á, er að þjóðartekjur á mann eru enn svipaðar hér á landi og I Danmörku og Noregi, þótt launakjör séu nú orðin um það bil helmingi lakari hér en þar. Um gjaldeyrismálin orðlengi ég ekki, enda er það einnig marg- rætt mál af okkar hálfu. Það er unnt að ná aftur jafnvægi i gjald- eyrismálum, ef stjórnvöld hafa vit og vilja til þess. En þá verður að stjórna gjaldeyriseyðslunni og setja hömlur á ónauðsynlegan innflutning, meðan þess gerist þörf. Orsakir verðbólgunnar Það vandamál i islensku efna- hagslifi, sem allir geta verið sam- mála um, að er verulega iskyggi- legt, er verðbólgan. Verðhækkan- ir samkv. visitölu vöru og þjón- ustu námu 25% 1973, 42% 1974 og áætlað er, að þær nemi á þessu ári náiægt 49%. Vinstri stjórnin hefur iegið und- ir þeim ásökunum, að hafa komið þessari miklu verðbólguþróun af stað. En það er mikil blekking. Meginorsakir verðbóigunnar á seinasta ári vinstri stjórnarinnar voru margþættar. 1 fyrsta lagi gifurlegar hækkanir á innfluttum vörum, sem námu 14% árið 1973 og 34% 1974, hvort tveggja reikn- að á föstu gengi; i öðru lagi litlu minni hækkanir á útfluttum vör- um, sem námu 30% 1973 og 21% 1974, einnig miðað við fast gengi, og i þriðja lagi stórfelld verð- bólguáhrif Vestmannaeyjagoss- ins. Allt voru þetta óviðráðanleg- ar ástæður, sem fráleitt er að skrifa á reikning vinstri stjórnar- innar. Fjórða orsök verðbólgunn- ar og kannske ekki sú minnsta var óhófleg útlánaaukning bankakerfisins, sem einnig er hæpið að skrifa á reikning stjórnarinnar. Fimmta ástæðan var skattkerfisbreytingin, lækkun tekjuskatts og hækkun söluskatts, sem viðtæk samstaða var um og olli 4% verðlagshækkun. Þessar fimm meginorsakir áttu mesta sök á verðbólgunni. Til viðbótar má svo nefna kaupgjalds- samningana i febrúar 1974, sem að sjálfsögðu höfðu nokkur verð- bólguáhrif, eins og alltaf hlýtur að vera að einhverju marki, þeg- ar kaupgjald hækkar. En þessir samningar voru þó bersýnilega aðeins óverulegur þáttur I vexti verðbólgunnar á þessum tima. En litum svo á til samanburðar, hverjar eru orsakir þeirrar verð- bólgu, sem geysað hefur siðan núv. rikisstjórn kom til valda. Verðbólga á Islandi hefur aldrei orðið meiri i rúma hálfa öld en á timabilinu frá 1. ágúst 1974 til sama tima á þessu ári. A þessum tima hækkaði visitala vöru og þjónustu um tæp 60%. En nú er ekki lengur unnt að segja, að er- lendar verðhækkanir valdi mestu. A þessu timabili hækkuðu innfluttar vörur að meðaltali um 8% á föstu gengi, fjórum sinnum minna en á sama tima áriö áður. Hins vegab er auðvelt að sýna fram á, að a.m.k. 2/3 hlutar þessarar verðbólgu eða um 40% hafa beinlinis stafað af ákvörðun- um stjórnvalda um endurteknar gengislækkanir, skattahækkanir, vaxtahækkanir og hækkanir á verði hvers konar opinberrar þjónustu, og visa ég i þvi sam- bandi til útreikninga Lúðviks VISITALA VIÐSKIPTAKJARA 1914-1975. (Vid’skiptakjör eru reiknud sem hlutfall útflutningsverds af innflutningsverdi.) 1914. 1915. 1916 . 1917. 1918. 1919. 1920. 1921 . 1922. 1923. 1924. 1925. 1926. 1927 . 1928. 1929. 100 119 105 73 64 92 55 72 80 70 97 103 90 77 114 106 1930. 1931 . 1932 . 1933. 1934 . 1935. 1936. 1937 . 1938. 1939. 1940. 1941 . 1942. 1943. 1944 . 101 80 77 90 99 109 105 107 103 116 129 162 139 104 109 1945. 1946. 1947. 1948. 1949 . 1950 . 1951 . 1952. 1953. 1954. 1955. 1956. 1957 . 1958. 1959 . 1960 . 119 133 128 117 109 97 93 93 100 104 107 104 101 107 . 109 108 .......... 125 ......... 126 ......... 126 .......... 134 .......... 148 .......... 148 .......... 134 .......... 127 .......... 136 .......... 155 ..........,474 .......... 173 1973 ...............(198) 1974 ..............( 178) Spá 1975............(149) 1961 . 1962. 1963. 1964 . 1965 . 1966. 1967. 1968. 1969 . 1970. 1971 . 1972.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.