Þjóðviljinn - 23.11.1975, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 23.11.1975, Qupperneq 7
Sunnudagur 23. nóvember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Jósepssonar, sem birtir voru i októberbyrjun i Þjóðviljanum. Það sem gera þarf Þessi risastökk i verðlagmálum islendinga seinustu 2 árin eru óneitanlega háskaleg ógnun við sjálfstæði islensks efnahagsllfs. Sá hraði, sem nú er á verðbólg- unni, jafngildir þvi, að verölagið tvöfaldist á einu og hálfu ári og hundraðfaldist á aðeins 10 árum. Það er gifurlegt hagsmunamál bæði fyrir launafólk og atvinnu- rekstur, að hægt sé á verðbólg- unni, áður en i algjört óefni er komið, og það er vissulega fram- kvæmanlegt, ef viíji er fyrir hendi, enda eru nú ekki lengur að verki neinar teljandi utanaðkom- andi ástæður, sem kalla á inn- lenda verðbólgu. Hitt er annað mál og framhjá þvi verður ekki gengið, að útilok- að er, að launþegasamtökin geti sætti sig við þá fráleitu tekju- skiptingu, sem nú er orðin. Vandamálið, sem við blasir i is- lenskum efnahagsmálum, er þvi fyrst og fremst i þvi fólgið, hvernig unnt er að draga veru- lega úr verðbólgunni, um leið og kjör fólksins eru leiðrétt, svo að þau verði i viðunandi samræmi við sannanlegar heildartekjur þjóðarinnar. Þetta er að sjálfsögðu ekki létt verk, þvi að þess háttar leiðrétt- ing á tekjuskiptingu hlýtur óhjá- kvæmilega að hafa einhver verð- bólguáhrif. t hinu ófullkomna hagkerfi okkar er erfitt að fram- kvæma jöfnun i peningakjörum öðru visi en upp á við, og öllum er vafalaust ljóst, að verðbólgan verður ekki stöðvuð á næstu mánuðum; fyrsta skrefið yrði fyrst og fremst i þvi fólgið, að koma verðbólgunni a.m.k. niður fyrir 20%. En til þess þarf aðra stjórnar- stefnu i efnahagsmálum en nú er fylgt. Til þess þarf ríkisstjórn, sem hættir að beita gengis- lækkunarvopninu i innlendum kjaraátökum til að knýja fram tekjuskiptingu, sem ekki verður við unað. Með endurnýjuðu samstarfi rikisvalds og verkalýðshreyfing- ar og samræmdum aðgerðum i efnahagsmálum er unnt að vinna þetta verk: að leiðrétta kjör fólksinsog hægja á verðbólgunni. En þá þarf jafnframt að lækka vexti af rekstrarlánum til að auð- velda atvinnurekstrinum að greiða hærra kaup. Það þarf að lækka verðlag á ýmsum sviðum með beinum ákvörðunum stjórn- valda til að stöðva dýrtiðarskrið- una. Það þarf að lækka söluskatt, afnema tollvörugjald og halda niðurgreiðslum á landbúnaðar- vörum óbreyttum. En um leið verður að skattleggja af fullum þunga þær gifurlegu tekjur, sem nema þús. milj. kr., og enginn skattur er nú á lagður, eins og við höfum oft sýnt fram á á Alþingi. Hins vegar er ljóst, að ekki eru miklar likur á, að núv. stjórn taki þannig á málum. Hún er staðráð- in i að beita sér gegn hvers konar leiðréttingu á launkjörum fólks, og margt bendir til þess, að ein- hvers konar löggjöf sé i undirbún- ingi til að torvelda kjarabaráttu launþegasamtakanna. Það getur þó ekki farið fram hjá neinum, að bak við kröfur launþegasamtakanna um leið- réttingu sinna mála er nú meiri þungi og einbeitni en oftast áður, eins og berlega hefur komið fram nú seinustu vikur i aðgerðum rikisstarfsmanna og sjómanna. Þaö er þvi bersýnilegt, að vax- andi likur eru á harðvitugum kjaraátökum i byrjun næsta árs. Viðræður við Alþýðuflokkinn Við þessar aðstæður er að sjálf- sögðu mikil nauðsyn, að stjórnar- andstöðuflokkarnir taki upp nán- ara samstarf en verið hefur. t þessu skyni eru nú hafnar viðræð- ur forystumanna Alþýðuflokks- ins, Alþýðubandalagsins og Sam- takanna með þátttöku nokkurra helstu forystumanna i verkalýös- hreyfingunni úr þessum flokkum. Þessár viðræður við Alþýðu- flokkinn og Samtökin minna okk- ur á, að það er viðfangsefni okk- ar að skapa sterka samfylkingu til vinstri, öflugt hugmyndafræði- legt mótvægi gegn ofurvaldi auð- hyggjunnar á flestum sviðum, i ÁRNI BJÖRNSSON SKRIFAR: BOB DYLAN OG GYLFI þeim tilgangi að hafa úrslitaáhrif á þróun þjóðfélags okkar á næstu árum. Og til þess þurfum við bandamenn i öðrum stjórnmála- flokkum. Siðan i seinustu kosningum höf- um við átt nánast samstarf við Samtök frjálslyndra og vinstri manna, enda er stefna þessara tveggja flokka svipuð i mörgum mikilvægum málum. Flokkarnir hafa einkum átt samvinnu á Al- þingi m.a. i kosningum til nefnda og ráða. Við undirbúning ráð- stefnunnar i Stapa nú i haust um herstöðvamálið og önnur sjálf- stæðismál islendinga, sem við al- þýðubandalagsmenn höfðum frumkvæði um að efnt var til, átt- um við ágætt og árekstralaust samstarf við ýmsa helstu forystu- menn Samtakanna. Samtökin stóðu tæpt I seinustu kosningum og eiga vafalaust ekki langa framtið fyrir sér, en ihaldssam- vinna Framsóknar getur veitt þeim nokkra viðspyrnu, og er þvi erfitt að spá nokkru um það, hvort Samtökin eiga sér ein- hverja lifsvon i næstu kosningum eða hvort á sjötta þúsund atkvæði vinstri sinnaðra kjósenda falla þar dauð. En hver svo sem fram- tið Samtakanna verður, virðist einsýnt, að við hljótum áfram að eiga gott samstarf við Samtökin, forystumenn þeirra og aðra liðs- menn. Sambúð Alþýðubandalagsins við Alþýðuflokkinn hefur aftur á móti verið stirðari, eins og kunn- ugt er, en þó farið heldur batn- andi. Til marks um batnandi sambúð má nefna allmarga við- ræðufundi um verkalýðs- og kjaramál, sem fram fóru á s.l. sumri, meðan verkföll voru yfir- vofandi, og viðræðufundina, sem nú standa yfir. En ljóst er, að enn er margt sem torveldar samvinnu þessara flokka. Þeir hafa lengi háð harða samkeppni innan verkalýðs- hreyfingarinnar og i þeirri bar- áttu hefur Alþýðuflokkurinn stuðst við hægri öflin, .ekki sist erindreka Sjálfstæðisflokksins, en vinstri öflin hafa fylkt sér um Alþýðubandalagið. Þessi þróun hefur orðið Alþýðuflokknum dýr- keypt, eins og eðlilegt er, og itök hans i verkalýðshreyfingunni hafa farið dvinandi. Hins vegar er ekkert sem segir, að Alþýðu- bandalagið og Alþýðuflokkurinn þurfi áfram að vera striðandi aðilar innan verkalýðs- hreyfingarinnar. Þvert á móti er eðlilegast, að þessir flokkar vinni saman. Björn Jónsson og fleiri forystumenn Alþýðuflokksins i verkalýðshreyfingunni hafa óneitanlega verið jákvæðari i af- stöðu sinni til Alþýðubandalags- ins, nú að undanförnu, en vant er úr þeirri átt, og fráleitt væri að reyna ekki að kanna til fulls, hvort möguleikar væru á nánara samstarfi. Hitt er ljóst, að sam- starf getur verið lauslegt, og það geturverið náið. Úrslitum ræður, hvort tengsl Alþýðuflokksins við fulltrúa atvinnurekendaflokksins i verkalýðshreyfingunni fara dvinandi með auknu samstarfi við Alþýðubandalagið — eða ekki. Þessir tveir helstu stjórnmála- flokkar verkalýðshreyfingarinn- ar geta átt timabundið samstarf sin i milli, eftir þvi sem nauðsyn krefur, án þess að i þvi felist nein veruleg stefnubreyting i sam- starfi þeirra. Hitt væri timamóta- markandi viðburður, ef þessir tveir flokkar næðu samstöðu um að hnekkja itökum ihaldsins inn- an verkalýðshreyfingarinnar. En þar skilja leiðir A flokkspólitiska sviðinu eru þó enn fleiri vandamál i vegi fyrir samstarfi Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokksins en innan verka- lýðshreyfingarinnar. Þessa erfið- leika má vissulega yfirstiga, ef vilji er fyrir hendi, en til litils er að loka augunum fyrir þeim. I kjölfar samstarfs Alþýðuflokks- ins og Sjálfstæðisflokksins i verkalýðshreyfingunni um tveggja áratuga skeið fylgdi 12 ára samstarf i rikisstjórn, sem markað hefur Alþýðuflokkinn djúpum sporum. Flokkurinn komst siðar i þá einstæðu aðstöðu fyrir sósialdemókratiskan flokk, að lenda hægra megin við vinstri stjórn, og hann átti drjúgan þátt i að koma i veg fyrir myndun nýrr- ar vinstristjórnar eftir seinustu þingkosningar. Enn er það svo, að þegar formaður þingflokks Al- Framhald á bls. 22. Fyrir rúmum mánuði var haldin ráðstefna um herstöðva- málin og önnur sjálfstæðismál suður i Stapa. Þar var margt gott sagt, ogm.a. bar þar nokk- uð á góma hættuna á amerikaniseringu þjóðarinnar, svo sem verið hefur allar götur siðanherlið þessarar stórþjóðar sté hér fyrst fæti á land með sin útbreiðslutæki. Það er litlum vafa bundið, að hersetan er mikilvirkur þáttur i að ryðja bandariskri lágmenn- ingu braut hér á landi. Kannski þó ekki aðallega vegna beinna áhrifa sinna. Þau koma hvort eð er fram á ýmsum öðrum vett- vangi. Sjónvarpið okkar er t.d. barmafullt af þessari engil- saxnesku úrgangsmenningu. Jafnv. tilreiðing erlendra frétta er ekki miklu lakari eða hlut- drægari i hermannasjónvarpinu en hjá okkar eigin opinberu fréttaskýrendum. Herbragðið felst hinsvegar i þvi, að þeir, sem þykjast vera andvigir amerikanisma, beina spjótum sinum öðru fremur að þessum tiltölulega meinlitla fjölmiðli suður á Rosmhvala- nesi, en eru andvaralausir og jafnvel ginnkeyptir fyrir þeirri flóðbylgju þessa sama isma, sem skellur á þjóðinni að baki þeim. Það virðist sumsé allt i lagi með amrikanismann, bara ef hann kemur ekki frá hernum. Þetta minnir á samtök bjór- bindindiskvenna vestan Helkunduheiðar i' Guðsgjafa- þulu, sem sendu skeytið, eftir að maðurinn hafði dáið af arse- niki: „Guði sé lof, það var bara arsenik.” Bandarisk verslunarmúsik Um daginn dvaldist hér bandariskur þjóðlifsfræðingur nokkra daga. Hann var á ferð um Norðurlönd vegna 200 ára afmælis Bandarfkjanna á næsta ári, en hugmyndin er, að allar þjóðir, sem innflytjendur hafa átti Bandarikjunum, leggi eitt- hvað af mörkum til sögulegrar sýningar af þessu tilefni. „Það er eitt, sem undrar mig,” sagði hann. „Ég hef ekki verið hér nema skamma hrið, en ég fæ hvergi þverfótað fyrir bandariskri verslunarmúsik, hvorki inni i veitingahúsum, búðum né á götum úti. Þetta geturvarla verið heppilegt fyrir ykkur þjóðernislega séð.” Commercial Protest Songs Þetta var likt og snýtt útúr minu nefi. Ég hef lengi furðað mig á þvf, hvað þeir, sem i orði kveðnu eru andsnúnir amerikaniseringu, liggja hund- flatir fyrir þessum höfuðútflytj- endum amerikanismans og þeirra innrætingu. Það er ágæt hagræðing að nota orðin Bob Dylan & Co. um þessi fyrir- brigði, þar sem Bob er vafalitið hvað fremstur þeirra, sem hér um ræðir. Skýringin á að vera sú, að Bob Dylan og hans likar séu andófs- menn i bandarisku þjóðlifi. Þeirra andóf er hinsvegar svo grútmáttlaust, að aldrei hefur verið amast við þeim af banda- riskum yfirvöldum, enda vita klókari menn en Nixon og Ford, að þessi skúrgoð æskulýðsins eru einmitt eitt þeirra sterkasta vopn. Sögurnarum timabundna útgáfuörðugleika Bobs eru litið annað en auglýsingabrella. Siðan situr hið „unga reiða fólk” og hlustar aðgerðalaust á þetta grútmáttlausa væl, þar sem að vi'su er svolitið ýjað að þvi, sem miður fer i heiminum. Og þetta virðist þvi ærin full- næging f sinu andófi. Það telur sig lýsa andúð á kerfinu með þvi að drekka i sig þetta nöldur, sem minnir einna helst á gagn- rýni Dagblaðsins á rikisstjórn- ina. En andúðin birtist ekki i öðru en framtaksleysi. Kerfið er látið i friði. Bob Dylan & Co. eru orðnir hið nýja svefnlyf eða ópi- um fyrir fólkið. Þetta er bráðsniðugt fyrir amerikanismann og auðvaldið. Hjólin halda áfram að snúast snurðulaust, og fólk fær það einna helst I vitund sina, hvað frelsið sé mikið og ágætt i bandarikjunum, að svonalagað skuli þolað átölulaust. Siðan koma islenskir sporgöngusvein- ar og semja ljóð og lög i sama sviplitla anda. Þetta er innræt- ing i lagi og einhver munur eða hinn klunnalegi áróður sovét- manna. Verkalýðssöngvar i þágu hámarksgróðans Skylt fyrirbæri er t.d. banda- riski „verkalýðssöngvarinn” Joe Glazer, sem hingað kom i fyrra. Hann ferðast með gitar- inn á vegum stéttasamvinnu- þýðra verkalýðssamtaka milli vinnustaða i Bandarikjunum og viðar og syngur meinlausa á- deiiusöngva fyrir fólkið i kaffi- timum. Þetta er verkafólkinu nokkur upplyfting og tilbreytni, svo það vinnur hálfu glaðara fyrir auðaldið eftir en áður. Það hefur fengið svolitla tilfinninga- lega útrás við aðheyra manninn syngja um vandamál þess og unir glaðar við sitt en áður, likt og kaþólskur maður, sem kem- ur úr skriftastól. — Þessi Joe Glazer sýndi annars svolitið inn i hugskot sitt hér með þvi að semja yfirborðslegan banda- riskan þjóðrembusöng um skákeinvigi Bobby Fischers og Spasskis. Niðurlæging andófsmanna Það er átakanlegt að sjá þessa bandarisku einokun á sönglagamenningunni. Nú eru til miklu snjallari og beinskeyt- ari andófs- og mótmælasöngvar þýskir og franskir, og þarf raunar ekki að fara lengra en til Norðurlanda. En þetta þekkja ekki nema örfáir hérlendis, og þeim tekst ekki eða hafa ekki hug á að koma þvi á framfæri. Sá islenskur söngvasmiður, sem besta tilburði hefur sýnt i sömu átt, Böðvar Guðmunds- son, hann er litt þekktur utan tiltölulega fámenns hóps og heyrist varla meðal almenn- ings. Þar drukknar allt i vell- unni frá Bob Dylan & Co„ sem ég hika ekki við að segja, að séu hættulegri og ismeygilegri amerikanismi en nokkurn- timann Keflavikursjónvarpið. Og grátbroslegast er að sjá, þegar stórorðir sósialistar og heimsveldafjendur mæna á þessa vel tilreiddu meðal- mennsku eins og einhverja opinberun. Bob Gylfan? Þar sem ræðan hefur borist að sjónvarpinu, þá má rétt eina ferðina vikja að misskipting- unni milli engilsaxnesks úr- gangsefnis og þætti annarra þjóða, sem er mjög i stil við tröllriðuna á sönglagamarkað- inum. A þetta hefur Gylfi Þ. Gislason einna siðast bent á i nýlegum sunnudagsleiðara, þar sem hann harmar fátækt sjón- varpsins af þýsku og frönsku efni miðað við engilsaxneskt. Og nú slær hugmyndinni niður. Þótt Gylfi sé heldur lélegur stjórnmálamaður, eins og krat- ar yfirleitt eru, þá hefur hann löngu sýnt, að hann er þokka- legur sönglagasmiður og list- elskur á mörgum sviðum. Söng- lög láta honum sumsé betur en landslög. Það væri án efa skömminni skárra,að menn hlustuðu frem- ur á Gylfa en Bob Dylan, það er a.m.k. ekki verið að leiða neinn afvega og telja honum trú um að hann sé að hamla gegn auð- valdinu og imperialismanum. þótt hann leiti blárra blðma með Gylfa og Tómasi. Auk þess eigum við ágætan Bob. Róbert Arnfinnsson og mætti sem best gera úr þeim félögum eitt nafn, Bob Gvlfan. og tefla þvi' fram sem tillagi og andsvari islend- inga gegn sistreymi ámeri- dvlanismans heimafyrir og jafnvel viðar á heimskringl-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.