Þjóðviljinn - 23.11.1975, Side 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Suninidagur 2.;. nóvomber 1!)75.
ÁRNI BERGMANN
SKRIFAR
Söguefni
sálarinnar
Þórbcrgur Þórðarson.
i Suðursveit.
Mál og menning 1975.
525 bls.
Áður en lengra er haldið á þess-
um þynnkutimum, þegar margir
menn gripa til stærðarleturs,vold-
ugra spássia og annarra prent-
listarbragða til að treina sér text-
ann i jólabókarstærðina (240—260
bls.), þá er þaö skemmtileg til-
breyting að halda á svona mikl-
um doðranti og vita að það verk
er ekki hálfnað þá hafið er að lesa
i honum.
Bernskuminningar Þórbergs
frá Suðursveit eru byggðar upp
likt og könnunarleiðangur sem
farinn er til að kortleggja fortíð-
ina og vettvang hennar með engu
minni nákvæmni en þeir hafa
sýnt hjá Geodætisk Institut eða
Landmælingum Islands. t Stein-
arnir taia segir frá þvi að nýr
maður er kominn i heiminn og
horfir i kringum sig á bænum
Hala og i túninu þari hann fer
ekki langt út yfir það. Næst er tal-
að um landið i kring, bæði yfir-
bragð þess — með orðbragði sem
likist frásögn af myndlistarverk-
um — og þó einkum um lif lands-
ins — það eru léitaðar uppi þær
sögur ,,úr báðum heimum” sem
tengjast við steina, brekkur,
hamra, gil og sanda. Þetta er
fyrri hluti bókarinnar Um lönd og
lýði. .Síðari hluti hennar er safn
heimilda og frásagna um forfeður
Þórbergs i öllum áttum. Rökkur-
óperan segir frá barnaleikjum.
Og „Fjóröa bók” sem kemur á
prent i fyrsta sinn, hún fjallar um
fullorðna fólkið, foreldra, afa og
ömmur, nágranna, smala-
mennsku og mælinganáttúru Þór-
bergs sjálfs.
Vitaskuld er góður fengur i
áður óprentaðri bók eftir mann á
borð við Þórberg. Hún er viða
skrifuð af góðu fjöri og með
glampa i auga. Kannski bætir hún
ekki ýkja miklu við heildarmynd-
ina. Kaflarnir um nánustu ætt-
Guðmundur fór
aftur á spítala
iiUAinundur Oanielsson.
Óratoria 74.
Saga úr sjúkrahúsi. AB 1975.
Guðmundur Danielsson er
sleginn háskalegum krankleika
þjóðhátiðarsumarið, hann er
lagöur á spitala og gerðir á
honum miklir skurðir. Þessir
atburðir eru ekki til að spauga
með — maðurinn er milli heims
og helju, þótt allt fari bærilega að
lokum. Þetta er meginefni nýrrar
bókar hans. Sjúkrahúsvist hans
er aö þessu sinni svo erfið, að
Guðmundi gefast fá tækifæri til
að leita frétta af öðru fólki eins og
hann gerði óspart i Spitalasögu.
Hans eigin sjúkdómssaga ræður
rikjum.
Um hana verður það jákvætt
sagt, að Guðmundur er laus við
dauðavæmni. Að öðru leyti er ég
hræddur um að bók hans skirskoti
ekki að ráði til annarra en þeirra
sem hafa sérstakan - áhuga á
veikindum og vilja mikið um þau
tala. slikir menn eru sjálfsagt
margir. Hætt er viö að við hinir
séum frekar áhugalitlir. Þetta
mætti orða sem svo, að reynsla
Guðmundar Danielssonar haldi
áfram að vera hans einkamál,
hún stækkar ekki við það að hann
gerir úr henni bók. Við fáum i
hendur enn eitt dæmi um fljót-
færnislega gjörnýtingú á uppá-
komum ævinnar — slik dæmi eru
firnamörg i islenskri bókagerð.
Guðmundur kemur til dæmis að
þeirri ánægjulegu staðreynd, sem
aðrir menn hafa einnig kunnað
frá að segja: þegar flestar
bjargir eru bannaðar fársjúkum
manni þá verður honum mikill
styrkur af fyrri kynnum sinum af
miklum skáldskap. En tilvitnanir
hans i Púsjkin, Kipling eða þá
Guðmund á Sandi fá ekki eðlilegt
samhengi i bókinni, verða eins og
vélræn innskot, eftirþanki. Þar
með er ekki sagt, að skáld þessi
Guömundur Panielsson
hafi ekki verið Guðmundi
Danielssyni nokkur hughreysting
i legunni — honum hefur barasta
láðst að sannfæra okkur um að
svo hafi verið.
Auk sjúkdómslegunnar er vikiö
að þjóðhátiðarhaldi, afskiptum
höf. af pólitik og ýmsu fleiru.
Hann er i meira lagi fúll út i bæði
pólitik — og þá sérilagi vinstri-
menn ýmiskonar — og bók-
menntakritik, háskólann og
margt fleira. Sú ádrepa er bitlitil,
þetta er almennt nöldur: skitt
veri með það og svei þvi. Og þar
lyrir utan þurfa menn. sem betur
fer, ekki að yorkenna Guðmundi
Danielssyni, hann standi einn og
óstuddur gegn allra djöfla
upphlaupi. Hann hallarsér uppað
tveim af „landsins mestu og
bestu sonum” — Indriða G.
Þorsteinssyni og Matthiasi. Og
hvers fleira þarfnast islenskir rit-
höfundar nú um stundir?
Það er margt skemmtilegt i
myndum Halldórs Péturssonar.
A.B.
QflOuQ
Þórbergur og Steinþór Þórðarsynir frá Hala I Suðursveit
ingja eru i snubbóttara lagi. Aftur
á móti er mikla skemmtun hægt
að hafa af köflum um merkilega
karla i Suðursveit eins og Björn
Arason og kynlegt málskraut
hans, Gamla-Björn eða Eyjólf
hreppstjóra.
I eftírmála bókarinnar segir
Sigfús Daðason á þessa leið:
„Þórbergur Þórðarson mun hafa
veriö að vinna aö „Fjórðu bók” á
árunum kringum 1964. Hefur
meginhluti bókarinnar ugglaust
verið ritaður fyrir 1964 og varla er
neitt yngra en frá árinu 1965. Ein-
hverntima á þeim árum lét Þór-
bergur i ljós við umsjónarmann
þessarar útgáfu, að hann væri
orðinn leiður á þessu verki; má
og vera að móttökur þær sem
fyrri bækur þess hlutu hafi ekki
verið honum næg hvatning til að
halda áfram.”
Þegar nú rifjuð eru upp fyrri
kynni af fyrstu þrem bókunum,
þá blasir það að sjálfsögðu við, að
þær hlutu að reyna mjög á úthald
lesandans. Hin fræga ástriða Þór-
bergs til nákvæmni i meðferð ör-
nefna, landafræði, mannfræði,
þjóðfræða hafði aldrei áður fengið
þvilikt vald sem hér. Bernsku-
minningareru um þann tima þeg-
ar smáir atburðir eru stórir og öf-
ugt. En Þórbergur gekk lengra en
að virða þennan sannleika, hann
virtist stefna að þvi af dæmafáu
kappi að afnema bókmenntalegt
tignarkerfi sem flokkar fyrirbæri
i verðug og ómerk. 1 tiunda kafla
„Um lönd og lýði” kvartar hann
yfir þvi að „svona voru örlaga-
þyngstu atburðirnir i lifi fólksins
gersamlega horfnir úr jarðnesku
tilverunni, af þvi að ekkert hafði
verið skrifað og enginn haldið
dagbækur. Og það var ekkert
skrifað, af þvi að engir höfðu ver-
ið drepnir. Njála hefði aldrei
verið skrifuð ef Flosi hefði ekki
brennt hann Njál inni og fólk
hans. Það var mikið happ fyrir is-
lenskar bókmenntir og islenskar
kvöldvökur og álit þjóðarinnar i
útlöndum, að Flosi skyldi brenna
þessar manneskjur inni... Svona
þarf að láta hendur standa karl-
mannlega fram úrermum til þess
að hægt sé að skrifa verulega fina
bók af þvi að fólk hcfur ckki náð
tökum á sögucfnum sálarinnar og
þau ekki nógu frumstæð."
Það var þessi viðleitni til að ná
tökum á söguefnum sálarinnar,
sem reyndist ýmsum lesendum
full erfið. Áhuginn dofnar öðru
hvoru, dottar, útfærslan verður
honum of ýtarleg. En það ástand
varir ekki lengi, ekki heldur i
þeirri bók sem erf iðust er, Um
lönd og lýði. Fyrr en varir höfum
viö ánetjast þessu fjölbreytta lifi
þar sem drengur og steinn, afar
og bátar, kýr og tungl eru jafnrétt
háir aðilar. Ekki aðeins þegar
Þórbergur bregður á leik með
gróteskan samanburð — eins og
þegar tunglið breytir kamrinum á
Hála i „fallegt skáldverk, sem
alltaf skin fyrir innri augúm min-
um þegar ég heyri nefnda Tungl-
skinssónötu eftir Beethoven”.
(Steinarnir tala 12. kap.). Heldur
er það, þrátt fyrir allt, einmitt ná-
kvæmnin, hin rækilega útfærsla
sem ekki ætlar að láta sér sjást
yfir neitt, sem nær okkur á sitt
vald. Dyntir i kúm og ástamál
þeirra, dauði hests, skautahlaup i
tunglsljósi, feluleikur — þetta eru
tiðindi sem islendingar hafa flest-
ir enn nokkra persónulega
reynslu af frá sinum fyrstu árum.
Tiðindi af þessu tagi eru oft á döf-
inni i margskonar bókum. En það
er Þórbergur sem hefur unnið á
þessum hversdagslegu tildrag-
elsum svo sannfærandi sigur, að
okkur finnst sem ekki verði um
bætt og vorkennum þeim sem
siðar freistast til að skrifa.fara i
sömu slóð. Það eru Steinarnir
tala og Rökkuróperan sem eink-
um er ástæða til að visa á til próf-
unar á þvi sem hér er staðhæft.
Fyrir skemmstu gaf Halldór
Laxness út minningabók sina frá
bernskudögum, I túninu heima.
Mikið eru þessar tvær bækur ólik-
ar. Halldór sér æskudaga sina frá
sjónarhorni nútimans, textinn er
þaninn milli þess sem var og þess
sem er. Þórbergur gerir sér aftur
á móti sem mest far um að
þurrka út það sem siðar gerðist,
endurheimta æskudaga með hug-
blæ þeirra, persónugervingu allra
hluta, með málfari þeirra og
þekkingarmöguleikum. Hann
spyr um það sem þá var, og kann-
ski það sem gerðistennfyrr (hvar
lágu þessir steinar á landsnáms-
öld?) — en sá timi sem bækurnar
eru skrifaðar á er eins og hver
önnur hornkerling i veislu minn-
inganna. A.B.
Því tíminn
vill ei tengja
sig við mig
J.D.Salingeri Bjargvættur-
inn i grasinu.
Flosi Ólafsson islenskaði.
A.B. 1975.
Satt er það, þetta er óvenjulega
friskleg og nútimaleg bók, maður
verður ekki mjög var við það, að
hún er komin hátt á þritugsaldur-
inn. Það er sagt frá Holden
Cáulfield, sem er að hrekjast tir
skóla rétt enn einu sinni. Hann fer
heim til New York en slær þvi á
frest að gefa sig fram við fjöl-
skylduna m'eð misheppnuðu
fyllirii, misheppnuðu kvennafari,
misheppnuðum tilraunum til að
ná sambandi yfir höfuð. Þetta
sýnist kannski ekki mikið efni. En
nti er það löngu frægt, að Salinger
hefur gert úr þvi sérstaklega
sannfærandi mynd af heilli
kynslóð. Vonbrigðum hennar og
allt að þvi likamlegu ofnæmi fyrir
þvi sem er ekki ekta. Og það er
flest. Af vanmáttugum tilburðum
til að finna eitthvað jákvætt til að
standa á, einhverja minningu,
einhver kynni. Sögumaður,
Holden Caulfield, hefur ekki úr
miklu meiru að spila en Alla
bróður sem dó, Phoebe litlu-
systur, stráknum James Castle
sem neitaði að láta kúga sig, og
tveim vinsamlegum nunnum.
Afgangurinn af heiminum gæti
rúllað til andskotans fyrir honum.
Hann kveðst fús að sitja klofvega
á atómsprengjunni þegar hún
splundrast.
Og svo þetta : það er nógu erfitt
fyrir Holden Caulfield og andleg
skyldmenni hans að segja hug
sinn — það er heldur ekki vist að
hann vilji það, þótt hann gæti.
Semsagt firringin fræga.
Llfstönn og málfar atómkyn-
slóðar, og reyndar ekki bara
hennar. Bókin heldur einmitt
krafti sinum vegna þess, að
táningar halda áfram að spyrja
J.D.Salinger
dg heimta hreinskilin skýr svör
og timinn vill ekki tengja sig við
þá og þeir vita ekki sitt rjúkandi
ráð. Mér segir svo hugur, að þetta
sé góð bók til að venja það lið á
sómasamlegar skáldsögur sem i
hitteðfyrra las Bob Moran og
Alistair McLean i fyrra.
Flosi Ólafsson hefur þýtt þessa
bók og það er alveg ljóst að hann
er vel til þess fallinn. Hann er
maður sérfróður i þvi sem á
sinum tima var kallað gæjamál
islenskt og vel minnugur á það.
Þessu orðfæri beitir hann á
Salinger með árangri sem kalla
má furðu góðan, einkum þegar
við vitum að hin islenska
hliðstæða við hið bandaríska
málsafbrigði er að ýmsu leyti
fátæklegri að valkostum og miklu
minna iðkuð á bók. A.B.