Þjóðviljinn - 23.11.1975, Side 9
Sunnudagur 23. nóvember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
’MW
'h ''mMi$
Obrazlslol', sein nú er á átlræóisald. i. meft eina af hinum frægu l.rúftum
S IIIII 111 .
Iiin IræLía klukka utan a n\ rri livggingu bruöuleikhússins i Muskvu.
\ti*ioi ur ..ovunjulugir tonluikar” soin lielur veriö svnt i
þjóölöndum.
Sergei Obraztsof er ein-
hver helsti brúðumeistari
heims og forstjóri Brúðu-
leikhússins í Moskvu. Hér
fer á eftir viðtal frétta-
manns APN við þennan
heimskunna listamann.
— Við höfum um þessar
mundir 15 leikrit fyrir börn á
dagskrá og átta fyrir fullorðna.
Mér fannst vænt um allar þessar
sýningar þegar unnið var að
þeim, en siðar sér maður yfir-
sjónir hér og þar. Við breytum þá
sumu, en kannski horfum við
gegnum fingur við annað; ef að
sýningin er tiltölulega góð og
áhorfendur hrifnir þá er létt að
flytja hana. Mér þykir af barna-
leikritum vænst um ,,Eins og
geddan sagði” er við höfum sýnt
i 35 ár, og ætium ekki að hætta
við, enda er þetta skemmtilegt
verk og gagnort. Af fullorðins-
verkum þykir mér mest gaman
að „Ovenjulegir tónleikar”. Við
höfum ekki frið fyrir óskum um
að koma með þessa sýningu —
enda höfum við farið með hana
um allt land og til 25 landa.
Mér þykir lika vænt um ,,Hinn
guðdómíega gleðileik”. Það er
ekki Dante sem þar er á ferð
heldur Isidor Stok, sem bjó til
sjálfstætt leikrit um sex daga
sköpunarverksins og studdist við
stórspaugilegar hugmyndir
franska teiknarans Jean Eiffels.
Ég kann lika vel við nýja sýningu
sem heitir „Brúðuleikhúsið sýn-
ir”. Þar erum við að skopstæla
klisjur sem menn nota i sjón-
varpi. Klisjur i listum eru stund-
um eins og hettusótt, stundum
eins og kýli. Það þarf að stinga á
þeim.
- Er nokkur munur á leikara i
brúðuleikhúsi og venjulegum
leikara?
— Mér finnst ab það sé frekar
eiginleiki en starf að vera leikari,
sama hvar menn leika. Spurt er
hvort eiginleikinn verður að at-
vinnumennsku eða ekki.
— Um leikhúsykkarersagt, að
það búi sjálft til leikrit en ekki
öfugt.
— Það er alveg rétt, þetta á að
minnsta kosti við um okkur.
— Þið eruð að stækka við ykk-
ur, sé ég?
— Við höfum samið við borgar-
ráð um að fá til umræaða þriggja
hæða hús litillar verksmiðju hin-
um megin við húsagarðinn. Nú
hefur verksmiðjan verið flutt og
við erum að koma upp sumar-
garði, sem við vonum að verði
bæði skrýtinn og skemmtilegur.
Rétt væri að setja þar upp mynd
barnabókahöfundarins ágæta
Korneis Tsjúkovskis og svo af
persónum hans. í verksmiðjuhús-
inu ætlum við að hafa bókasafn
okkar og tilraunasvið.
Við erum reyndar með elstu
brúðuleikhúsum i landinu og hið
stærsta i heimi. Hjá okkur vinna
350 manns. Við höfum starfað i 45
ár. Við eigum prýðilegt brúðu-
safn, sem við höfum safnað i frá
öllum mögulegum löndum. Við
eigum til dæmis frábært safn af
kinverskum brúðum. Svo
erum við að nokkru leyti
fræðileg miðstöð fyrir
brúðuleikhús. Við fáum allskonar
fyrirspúrnir frá sovésk-
um borgum og erlendis frá, þar
sem við erum spurðir ráða um
það, hvernig eigi aö fara að þessu
eða hinu. Við fáum heimsóknir
jafnt leikhússtjóra sem áhuga-
leikflokka barna. Máski tekst
okkur að koma á fót útgáfu á
kennslugögnum og árbók yfir
tiðindi úr brúðuheiminum.
— Nú eruð þér einnig frægur
sem kvikmyndastjóri. Hvernig
vildi það til að þér fóruð að fást
við kvikmyndir?
— 6g byrjaði á þvi af tilviljun.
rétt eins og ég bvrjaði aö fást við
leikbrúður. Tilviljanir skipta
rniklu máli i lifi hvers manns. Til
dæmis býst ég ekki við að neinn
lesenda gifti sig eftir áætlun.
Sama má segja um skapandi
starf. Það getur verið að
Newton hefði ekki uppgötvað
þyngdarlögmálið, ef hann
hefði ekki séð eplið detta. En
hann var þegar viðbúinn þvi að
eplið dytti. Ég hefi liklega verið
viðbúinn þvi að byrja á kvik-
myndum. Þetta æxlaðist svo til,
að ég hafði skrifað bók um séð og
heyrt i London en þangað hef ég
nokkrum sinnum farið. Þegar svo
kvikmyndatökumenn sovéskir
voru þar eitt sinn á ferð. þá studd-
ust þeir mikið við þessa bók. Ég
var svo beðinn að skrifa texta
við mynd þeirra, en ég bauðst þá
til þess að setja heldur saman
mynd úr þvi efni sem þeir höfðu
tekið. Og um leið og ég setti hana
saman gerði ég minar athuga-
semdir ,,af fingrum fram” og úr
þvi varð texti myndarinnar. Ég
hal'ði firnalega ánægju af þessu.
Ég gerði lika handrit að mynd-
inni ,, Það furðulega er skammt
undan”. Ég held að viðfangsefni
þessarar myndar sé bæði
þýðingarmikið og nauðsynlegt.
Maður verður að kunna að
undrast. Gáfa er það að kunna að
undrast — og þá ekki yfir þvi sem
furðulegt er. Hvaða belja sem er
getur undrast þegar tunglmyrkvi
skellur á. En þegar einhver kann
að undrast yfir þvi, hvernig fluga
þvær sér, þá er hinn sami hæfi-
leikamaður. Um þetta efni var
önnur mynd min. Ég gerði mynd-
ina ..Ósennilegur sannleikur” um
allegóriska list. Og siðan ..Kvik-
myndavélin ákærir". Ég hefi
heimsótt mörg lönd. einnig mjög
snauð lönd. Ég hefi lesið. að um
miljarður manna svelti. Þannig
getum við ekki lifað. Ég setti
þessa mynd saman úr heimildar
mvndum frá mörgum löndum -
til þess eins að sýna hve skelfilegt
lif miljóna manna ennþá er. Og
óréttlátt.
En myndin ..Hver vill þennan
Vaska?" er um það. að það þarf
að ala upp góðvild frá blautu
barnsbeini. ala hana upp með ást
til alls þess heims sem umlykur
barnið. til náttúru. til dýra... Til
alls sem lifir...
(Stytt i þvðingu)
OG BRÚÐU-
HEIMUR HANS