Þjóðviljinn - 23.11.1975, Page 11
Sunnudagur 23. nóvember 1975. ÞJÓDVILJINN — SIÐA II
vibvaningslega málaður, og er
ekki sú skarpa andstæöa myrk-
ursins að baki sem kannski er
ætlast til.
Jóhannes Geir Jónssonfærir út
kviarnar með endurnýjuðum
þrótti. Mynd nr. 30 er i undarlega
glóandi litbrigðum og ljósum sem
ganga inni dökkvann.
Hrólfur Sigurðsson er með
sterklega formaða mynd i hvell-
um litum, þar sem hann slengir
saman andstæðum forma og lita.
Hringur Jóhannesson er langt
frá sinu besta á þessari sýningu,
tvö af þrem verkum hans eru
varla sýningarhæf vegna litils til-
efnis og myndhugsunar.
Helgi Vilberg nostrar of mikið
við myndir sinar, viðfeðmi nátt-
úrunnar i andstöðu við tilbúna
hluti verður að túlka á skarpari
hátt i litanotkun og stærðarhlut-
föllum, táknmálið er einnig óljóst
þótt merkja megi tilfinningu fyrir
tima. Áhrif Réne Magritte virðast
ekki hafa orðið til góðs.
Eyborg Guðinundsdóttir teflir
fram lóðréttum eða láréttum lin-
um gegn tveim höfuð-frumform-
unum, ferningi og hring. Lausnir
hennar eru þó hvergi nógu mark-
vissar, andstæðurnar ekki nógu
skarpar.
Einar Þorláksson nær bestum
árangri þar sem ákveðið form
heftir tilviljunarkenndan leik
litaflekkja á fletinum, myndir
hans eru þægilegar fyrir augað en
litið meir.
Einar G. Baldvinsson hefur
styrkt litaskala sinn með skærum
tónum, en myndefnið er það
sama, og sýnist seint fullnýtt.
Brynhildur Ósk Gisladóttir
málar i 'tveim litum, brúnu og
bláu i mismunandi styrkleik, og
tengir saman land og fólk á hugð-
næman en tilþrifalitinn máta.
Björg Þorsteinsdóttir heldur
sig við höndina. Myndrænir þætt-
ir listarinnar skyggja á frásögn-
ina, litaspilið er sérkennilegt, en
bragðlaust.
x..
Frá sýningunni i Norræna húsinu.
*# ”
». M
Ilafsteinn Austmann málar i
útjöskuðum stil, það er búið að
gernýta þetta myndmál óákveð-
inna forma með dökkri útlinu-
teiknun og endurformun.
Gunnar örn Gunnarssonvirðist
loksins fjarlægjast eitthvað stils-
máta Francis Bacon, andlits-
myndirnar eru þó ekki enn mark-
aðar þeirri persónulegu tjáningu
sem þær krefjast.
Gunnar I. Guðjónsson á hér
hressilega mynd úr þekktu um-
hverfi annarra málara.
Gisli Sigurðsson minnir um
margt á Gunnlaug Scheving, þó
er myndbygging hans ofin per-
sónulegum þáttum, áberandi
ljósum flötum andstæðum dökk-
um grunni.
Eyjólfur Einarsson á hér tvö
verk með óljósri myndhugsun,
litirnir eru skærir og hráir en
hæfa verkunum fullkomlega.
Bjarni Itagnar Ilaraldsson
hittir i mark með mynd sinni.
Með smálagfæringu á figúrmálun
nær hann meiri áhrifum.
Agúst Peterscn málar brenni-
vinsnef á Gylfa Gislason, myndin
ereinföld og sterklega upp byggð.
Þessi upptalning á kostum og
göllum listaverkanna segja að
sjálfsögðu litið um viðkomandi,
nýliðarnir eiga i mesta lagi tvö
verk á sýningunni, flestir aðeins
eitt, og er litið hægt að meta
framlag þeirra i svo þröngum
ramma. Einnig er ljóst að þeir
myndlistarmenn sem nýverið
hafa haldið einkasýningar eru
vart komnir fram með nýjungar,
og eru bara hér af gömlum vana.
Sýning FIM er að þessu sinni
betri en oft áður, jafnari og fyllri,
en þó ihaldssöm eins og eðlilegt
er. Á hana vantar nokkur nöfn
sem lofuðu góðu i fyrra.
O P A L h/f Sœlgœtisgerð
Skipholti 29 - SÍMI24466
Farseóill,
sem vekur fðgnuð
erlendis
Félög með fastar áætlunarferóir
í desember bjóöum viö sérstök jóla-
fargjöld frá útlöndum til (slands.
Þessi jólafargjöld, sem eru 30% lægri
en venjulega, gera fleirum kleift aö
komast heim til (slands um jólin.
Ef þú átt ættingja eöa vini erlendis,
sem vilja halda jólin heima,
þá bendum viö þér á aö farseðill
heim til íslands er kærkomin gjöf.
Slikur farseöill vekur sannarlega fögnuö.
FLUGFÉLAG
ÍSLANDS
LOFTLEIBIR